Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 22
22 úttekt 27. september 2010 mánudagur Varð ófrísk 15 ára Við barnsfaðir minn lok-uðum á þetta í langan tíma,“ segir Fjóla Einars-dóttir sem varð ófrísk í lok níunda bekkjar þegar hún og þáverandi kærasti hennar voru fjór- tán og fimmtán ára. „Smokkurinn rifnaði og við vissum að það væri ekki gott en ýttum því bara frá okk- ur. Svo fer ég ekki á blæðingar og tíminn líður. Eitt kvöldið, þegar ég ligg uppi í rúmi og er að strjúka á mér magann, hugsa ég með mér að ég hljóti að vera ófrísk,“ segir Fjóla sem þá loksins hringdi á spítal- ann og var strax send í sónar. „Þar sá ég barnið og var tilkynnt að ég væri komin 20 og hálfa viku á leið. Ég öskraði að það væri ekki satt og þær yrðu að taka það í burtu en fékk þau svör að ég væri komin of langt á leið til þess. Ég lét því barnsföður minn vita og saman fórum við yfir stöðuna,“ segri Fjóla og bætir við að fréttirnar hafi einnig reynst erfiðar fyrir hinn unga verðandi föður. „Afi kominn heim“ „Þremur dögum síðar spurði mamma hvort ég vildi ekki fara á getnaðarvörn þar sem við værum búin að vera svo lengi saman. Ég sagði henni að við værum ekki far- in að sofa saman og hljóp í burtu. Þroskinn var það mikill. Svo herti ég mig og sagði henni fréttirnar en bað hana vinsamlegast um að segja pabba ekki frá en auðvitað gerði hún það,“ segir Fjóla og bætir við að pabbi hennar hafi komið heim um kvöldið og haft á orði að „afi væri kominn heim“. „Þá vissi ég að ég hefði þeirra stuðning. Hins veg- ar liðu margir dagar þar til barns- faðir minn þorði að segja sínum foreldum frá en hann endaði á því að skilja sónarmyndina eftir á eld- húsborðinu og koma ekki heim fyrr en um kvöldið. Þá ræddu foreldr- ar okkar saman og ákváðu að þau myndu styðja við bakið á okkur en að þetta yrði alltaf okkar barn. Þegar drengurinn fæddist voru báðir afar og báðar ömmur í skýjunum og að- stoðuðu okkur mikið fyrstu vikurn- ar, mánuðina og árin,“ segir Fjóla, en hún og barnsfaðir hennar hættu saman þegar sonurinn var hálfs árs. Stolt mamma Fjóla segir samband mæðginanna yndislegt. „Í dag er hann 16 ára og nýbyrjaður í framhaldsskóla. Ég hef verið stolt af þessum dreng frá því ég sá hann í fyrsta skiptið,“ seg- ir hún og bætir við að hún hafi ekki almennilega áttað sig á þeirri stað- reynd að hún væri að verða mamma fyrr en læknirinn lagði hann ný- fæddan upp á bringu hennar. „Ég gleymi því aldrei þegar við horfð- umst í augu og ég hugsaði með mér: „Já, ég er mamma þín.“ Við höfum alltaf verið góðir vinir og ég kalla hann björtustu vonina mína. Þetta er duglegur, skemmtilegur, hlýr og vinamargur strákur og alveg hreint dásamlegt eintak af mannveru,“ segir hún brosandi. Sonurinn hvetur mig áfram Aðspurð segist hún ekki upplifa sem svo að hún hafi misst af ein- hverju þótt hún hafi orðið móð- ir svona ung. „Við fengum góð- an stuðning frá fjölskyldum okkar og ákváðum bæði að halda áfram okkar skólagöngu. Ég fór ekki í tí- unda bekk en fékk undanþágu til að taka samræmdu prófin og fór svo í framhaldsskóla þegar hann var átta mánaða. Þar kynntist ég hópi ungra mæðra sem höfðu tek- ið sig saman og stofnað mömmu- klúbb. Við ákváðum að láta ekkert stoppa okkur og kláruðum allar skólann og sinntum okkar börn- um. Við lifðum kannski öðruvísi lífi en jafnaldrar okkar en okkar líf var svipað og snérist um leikskóla og það sem átti að vera í kvöldmat- inn. Allir mínir draumar hafa ræst og ég er með þrjár háskólagráður. Ef eitthvað þá hefur sonurinn verið mér hvatning til að standa mig vel í lífinu.“ indiana@dv.is Fjólu Einarsdóttur grunaði að hún gæti verið ófrísk eftir að getnaðarvörn hennar og þáverandi kærasta hennar brást. Samt ýtti hún hugmyndinni frá sér í langan tíma og var kom- in yfir 20 vikur á leið þegar hún fékk grun sinn staðfestan. Hún og kærastinn voru aðeins 14 og 15 ára þegar þau áttu von á erfingja. DV ræddi við nokkrar konur sem eiga það sameig- inlegt að hafa allar orðið ungar mæður. Ég öskraði að það væri ekki satt og þær yrðu að taka það í burtu en fékk þau svör að ég væri komin of langt á leið til þess. Hvött áfram af syninum Þótt Fjóla Einarsdóttir hafi verið mjög ung þegar hún varð mamma hefur það ekki stoppað hana í námi eða öðru. Í dag er hún með þrjár háskólagráður. myndir Sigtryggur Ari JóHAnnSSon díana Sara guðmundsóttir var 17 ára þegar hún varð ófrísk. Sonurinn fæddist andvana en var endurlífgaður af læknum: Þetta hefur verið þroskandi og erfið lífsreynsla „Mér leið hörmulega fyrstu vikur með- göngunnar og var alltaf kastandi upp. Ég hafði lent í bílslysi þegar ég var yngri og var því látin hætta að vinna þegar ég var komin 17 vikur á leið því bakið á mér var ónýtt og það tók á að vera með þennan gaur framan á mér,“ segir Díana Sara Guðmundsdóttir, sem var 17 ára þegar hún varð ófrísk af syni sínum og 18 ára þegar hann kom í heiminn þann 17. apríl 2009. Þegar Díana Sara var komin 38 vikur á leið greindist hún með með- göngueitrun og var lögð inn á sjúkra- hús. „Ég hafði legið inni í tvo daga þeg- ar ég var sett af stað. Um nóttina fór svo að blæða. Mér fannst þetta óeðli- lega miklar blæðingar en var sagt að þetta væri eðlilegt og þar sem ég var svo ung trúði ég því. Um morguninn fannst enginn hjartsláttur svo kallað var á fæðingarlækni sem var fyrir til- viljun fyrir utan stofuna mína. Ég var sett í sónar og þar fannst daufur hjart- sláttur. Þá upphófst mikil paník og mér fannst eins og ég væri í bíómynd. Bjalla ómaði og á meðan mér var rúll- að inn á skurðstofu voru fötin klippt utan af mér og joði sullað yfir mig alla. Ég náði rétt að sofna áður en þeir byrj- uðu að skera,“ segir Díana Sara þegar hún rifjar upp lífsreynsluna. Sonur hennar var andvana þeg- ar hann kom í heiminn og það tók læknana um hálftíma að endurlífga hann. „Hann var algjört peð, aðeins 2.250 grömm og 48 sentimetrar og var í lífshættu í þrjá daga. Mér var sagt að kveðja hann og að ég yrði að láta skí- ra hann sem fyrst því hann myndi ekki lifa þetta af en ég neitaði því og sagð- ist myndu skíra hann þegar við kæm- með soninn í glerkúlu Sonur Díönu Söru fæddist andvana en var endurlífgaður. Hún segir lífsreynsluna hafa haft þau áhrif að hún passi mjög vel upp á hann. mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.