Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 27. september 2010 FRÉTTIR 3 SYNTI TIL BJARGAR STANGVEIÐIMÖNNUM Það fyrsta sem þeir spurðu mig var hvort ég ætlaði að skamma þá. spurðu mig var hvort ég ætlaði að skamma þá,“ segir hann léttur í bragði en segist hafa ákveðið að láta öðrum það eftir. Kaldir og blautir Þegar hann var kominn yfir var línan, sem hafði flotið langt nið- ur ána dregin upp. „Það hafðist og svo þurftum við að halda lín- unni upp úr vatninu þar til bát- urinn kom,“ segir Sigurður Daði og heldur áfram: „Þegar báturinn var kominn var hann festur á lín- una, nokkru ofar, og látinn reka til okkar. Ég klæddi þá svo í vesti og hjálma og við gátum látið okk- ar reka yfir ána aftur enda höfðu þeir nóg af bílum og tækjum til að binda í,“ útskýrir hann. Sigurður Daði segir að mennirnir hafi verið kaldir og blautir en að þeir hafi þó verið furðu brattir. „Þeir voru fegn- ir að komast á þurrt,“ segir hann en aðstæður voru ákaflega erfiðar. „Það var rok og mikil rigning auk þess sem það var komin býsna mikil þoka,“ segir hann en þegar leið á kvöldið var auðvitað kom- ið kolniðamyrkur. Þeir notuðu bílljósin til að lýsa upp svæð- ið. Spurður hvernig ferðin yfir í bátnum hafi verið segir Sig- urður Daði að hún hafi ver- ið ágæt. Báturinn hafi verið stöðugur þrátt fyrir mikinn hamagang í vatninu. Bílnum bjargað um nóttina Allir voru komnir á þurrt land um klukkan hálf ellefu. Sigurður Daði er ánægður með hvernig til tókst en viðurkennir, þegar á hann er gengið, að ef til vill hefði ekki hver sem er tekið að sér að synda yfir. Hann vill þó ekki gera mikið úr því afreki. „Þetta gekk mjög vel hjá okkur og við vorum ánægð- ir með hvernig þetta fór,“ segir hann en þegar jarðýtan var kom- in á staðinn var hafist handa við að bjarga bílnum úr ánni. Það gekk ágætlega og lauk björgunarstörf- um um klukkan hálf fimm. „Bíll- inn er trúlega nokkuð skemmdur – þó drapst á honum þegar hann stoppaði við eyrina,“ segir Sigurð- ur Daði en 18 manns tóku þátt í björgunarstarfinu. Spurður hvort ástæða sé til að skamma stangveiðimennina þrjá segir Sigurður Daði að auðvelt sé að vera vitur eftir á. „Þeir hefðu hugsanlega mátt hugsa sig tvisv- ar um áður en þeir fóru í ána en það er auðvelt að segja það núna,“ segir hann og bætir við að frem- ur lítið vatn hafi verið í ánni þeg- ar þeir fóru yfir hana um morgun- inn. Öllu máli skipti þó auðvitað að enginn hafi meiðst. Vel útbúnir Þessi vaski björgunar- sveitarmaður freistaði þess að vaða yfir ána en það reyndist ófært. „Þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem menn verða innlyksa í Þórsmörk,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, sem var veðurtepptur í Þórsmörk um helg- ina. Í kjölfar mikilla rigninga um helgina urðu vatnavextir á Suður- og Suðausturlandi. Vatn jókst í ám víðs- vegar og nokkur fjöldi fjólks þurfti að bíða með ferðir sínar. Þá flæddi vatn upp á þjóðveg úr Svaðbælisá undir Eyjafjöllum og ófært var í Þórsmörk. Sigurður Þ. Ragnarson segir að úr- koman í Þórsmörk fram að sunnu- dagseftirmiðdegi hafi verið um það bil 70 til 80 millimetrar á einum og hálfum sólarhring. „Það er um það bil þriggja vikna úrkoma á höfuðborgarsvæðinu.“ sagði Sigurður í samtali við DV. Hann var staddur ásamt 40 manna hópi í Húsadal þegar hann varð veður- tepptur þar. Hann sagði um 130 manns hafa verið veðurteppta í Þórs- mörk á sunnudeginum. Jökulbráð og úrhellisrigning „Það er frostlaust á toppum fjall- anna, þannig að það er gríðarlega mikil jökulbráð ásamt rigningu,“ bætir Sigurður við. „Einn bíll reyndi að fara yfir ána í dag en hann endaði með því að fljóta 30 til 40 metra niður eftir ánni. Það er alveg glórulaust að reyna að fara yfir þetta.“ Hann sagði Krossá hafa verið eins og stórfljót og því hafi menn einfaldlega hald- ið kyrru fyrir á sunnudeginum. Alls voru þrír hópar veðurtepptir, einn í Húsadal, annar í Langadal og hinn þriðji í Básum. Sigurður hafði ver- ið á ferðinni ásamt félögum sínum í jeppaklúbbnum NFS, en Sigurður er formaður klúbbsins. Áhyggjulausir ferðalangar Fólk var þó almennt ekki með mikl- ar áhyggjur þrátt fyrir að vera veð- urteppt. „Flestir eru bara að hugsa um að komast til vinnu á mánudag- inn, en annars höfum við það rosa- lega gott.“ Hann sagði staðarhald- ara í Húsadal hafa gert mjög vel við gestina, þá hafi verið borin á borð eplabaka og bananaterta, og ekki hafi skort matinn. „Hér eru menn ýmist bara að borða, spila eða sofa. Svo hafa sumir skellt sér í göngu- túr,“ sagði Sigurður. Hann bætir við að flestir hafi klætt sig eftir veðri, enda hafi verið spáð rigningu. Þá hafi ekta Þórsmerkurstemning ver- ið hjá Húsadalshópnum, enda þótt fólk hafi verið veðurteppt. „Hérna er gítar, orgel og allt sem til þarf,“ sagði Sigurður. Búist er við því að fært verði um hádegisbil á mánudeginum, en samkvæmt veðurspám átti að stytta upp seint á sunnudagskvöld. FLAUT NIÐUR EFTIR ÁNNI Um 130 manns voru veðurtepptir í Þórsmörk um helgina vegna mikilla vatnavaxta. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur er einn þeirra en hann varð vitni að því þegar bíll sem reyndi að fara yfir Krossá flaut niður eftir henni. SÍMON ÖRN REYNISSON blaðamaður skrifar: simon@dv.is Mikil úrkoma Sigurður segir úrkomuna hafa verið um 70 til 80 millimetrar á einum og hálfum sólarhring. Það er um það bil þriggja vikna úrkoma á höfuðborgar- svæðinu. Krossá Straumþungt var í Krossá og miklir vatnavextir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.