Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 21
Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunar Árna magnússonar Guðrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MS 1979, BA-prófi í íslensku við HÍ 1982, doktorsprófi í íslenskum mið- aldabókmenntum frá University of Oxford 1988, stundaði nám í mið- aldaþýsku við Ludwig Maximilian Universität í München í Þýskalandi 1982–83. Guðrún stundaði framhaldsrann- sóknir í Bretlandi 1988–90, var lekt- or í íslensku við University College í London 1990–93, gegndi rannsókn- arstöðu Rannsóknarráðs Íslands 1993–97, var fræðimaður við Stofnun Árna Magnússonar 1997–2001, dós- ent í íslenskum bókmenntum við HÍ frá 2001, prófessor í íslenskum bók- menntum fyrri alda við HÍ frá 2005 og er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar frá 2009. Helstu sérsvið Guðrúnar sem fræðimanns hafa verið íslenskar og evrópskar miðaldabókmenntir og íslenskar bókmenntir. Rannsókn- arverkefni hennar á undanförnum misserum hafa tengst heildarút- gáfu á dróttkvæðum allt frá 9. öld og fram til 1400, en hún hefur unnið að slíkri útgáfu ásamt alþjóðlegum hópi fræðimanna. Guðrún var formaður Félags ís- lenskra fræða 1995–99, sat í dóm- nefnd og lokadómnefnd Íslensku bókmenntaverðlaunanna á sviði fag- urbókmennta 1993 og 1994, í dóm- nefnd Bókmenntaverðlauna Hall- dórs Laxness fyrir árin 1995, 1996 og 1999, var formaður úthlutunar- nefndar starfslauna rithöfunda 1994–96, í dómnefnd smásagna- safns RÚV 1996, var fulltrúi HÍ í Þjóðminjaráði 1998–2001, formaður stjórnar Listamannalauna frá 1998, í stjórnarnefnd Hönnunarsafns Ís- lands frá 1999 og í Vísinda- og tækn- ráði frá 2003. Guðrúnu voru veitt verðlaun Kungl. Gustav Adolfs Akademien fyr- ir fræðistörf 2001. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Ög- mundur Skarphéðinsson, f. 23.1. 1958, arkitekt. Hann er sonur Skarp- héðins Jóhannssonar, f. 7.4. 1914, d. 13.3. 1970, arkitekts, og Kristínar Guðmundsdóttur, f. 12.6. 1923, hí- býlafræðings. Dóttir Guðrúnar og Ögmundar er Kristín, f. 29.7. 2000. Systkini Guðrúnar: Bera Nordal, f. 25.9. 1954, listfræðingur og fyrrv. safnstjóri Listasafns Íslands; Sigurð- ur Nordal, f. 19.2. 1956, rekstarfræð- ingur; Salvör Nordal, f. 21.11. 1962, heimspekingur og forstöðumað- ur Siðfræðistofnunar; Ólöf Nordal, f. 3.12. 1966, lögfræðingur, alþm. og varaformaður Sjálfstæðisflokksins; Marta Nordal, f. 12.3. 1970, leikari. Foreldrar Guðrúnar: Jóhann- es Nordal, f. 11.5. 1924, fyrrv. seðla- bankastjóri, og Dóra Guðjónsdóttir, f. 28.2. 1928, húsmóðir og píanóleik- ari. Ætt Sigurður var sonur Jóhannesar Nordal, íshússtjóra í Reykjavík, bróð- ur Steinunnar, móður Jónasar, lækn- is og alþm., afa Jónasar Kristjánsson- ar, fyrrv. ritstjóra DV. Jóhannes var sonur Guðmundar, b. í Kirkjubæ í Norðurárdal í Húnavatnssýslu, bróð- ur Frímanns, afa Valtýs Stefánssonar ritstjóra. Hálfbróðir Guðmundar var Páll, langafi Ólafs, fyrrv. landlæknis. Móðir Guðmundar var Sigríður, syst- ir Vatnsenda-Rósu. Móðir Sigurðar Nordal var Björg Jósefína, systir Katr- ínar, langömmu Þuríðar Pálsdóttur óperusöngkonu. Björg var dóttir Sig- urðar, smiðs á Blönduósi Helgason- ar, og Guðrúnar, systur Margrétar, móður Jóns Þorlákssonar forsætis- ráðherra. Önnur systir Guðrúnar var Katrín, amma Katrínar Viðar, móð- ur Jórunnar Viðar tónskálds, móður Katrínar Fjeldsted læknis. Guðrún var dóttir Jóns Eiríkssonar, pr. á Und- ornfelli og Bjargar Benediktsdóttur Vídalín, systur Ragnheiðar, ömmu Einars Benediktssonar skálds. Móðir Jóhannesar var Ólöf Jóns- dóttir, yfirdómara í Reykjavík Jens- sonar, rektors Sigurðssonar, bróður Jóns forseta. Móðir Ólafar var Sigríð- ur Hjaltadóttir Thorberg, b. í Ytri-Ey á Skagaströnd Ólafssonar, bróður Kristínar, ömmu Einars Guðfinns- sonar, útvegsmanns í Bolungarvík. Dóra, er dóttir Guðjóns Ólafs, prentara og bókaútgefanda í Reykja- vík Guðjónssonar, b. á Moshvoli í Hvolhreppi Einarssonar. Móðir Guð- jóns Ó. var Salvör Sigurðardóttir, b. á Bryggjum í Landeyjum Ögmunds- sonar, af Víkingslækjarætt Davíðs Oddssonar Morgunblaðsritstjóra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra. Móðir Salvarar var Anna Sal- ómonsdóttir, af Víkingslækjarætt. Móðir Dóru var Marta, fósturdótt- ir Jóns Trausta skálds. Bróðir Mörtu er Ellert, faðir Ásgeirs yfirlæknis og Þorkels Steinars kennara. Marta var dóttir Magnúsar, b. á Syðri-Sýrlæk í Flóa Snorrasonar, og Oddnýjar Jóns- dóttur. 30 Ára „„ Phonthip Yoophithakwong Furugrund 16, Kópavogi „„ Verity Louise Sharp Stangarholti 36, Reykjavík „„ Kristinn Rúnar Gunnarsson Tjarnarlundi 6h, Akureyri „„ Magnús Már Karlsson Garðabraut 3, Akranesi „„ Torfi Ragnar Sigurðsson Tröllhólum 27, Selfossi „„ Ingi Freyr Vilhjálmsson Baldursgötu 3, Reykjavík „„ Hafrún Hlín Magnúsdóttir Vindakór 14, Kópavogi „„ Sigrún Jóna Hauksdóttir Háafelli 4, Egils- stöðum „„ Guðbjörg Pálsdóttir Gnoðarvogi 20, Reykjavík „„ Sigrún Elva Ingvarsdóttir Deildartúni 9, Akranesi „„ Hlynur Már Jónsson Heimagötu 35, Vest- mannaeyjum „„ Davíð Kristófer Young Bollagötu 7, Reykjavík „„ Gísli Hrafn Þórarinsson Lindarflöt 17, Garðabæ 40 Ára „„ Barbara Maria Gunnlaugsson Hafnarstræti 6, Ísafirði „„ Peisen Yin Háaleitisbraut 44, Reykjavík „„ Ivo Gabriel de Bessa Martins Þingvallastræti 14, Akureyri „„ Rakel Hermannsdóttir Öldugötu 18, Hafn- arfirði „„ Valgeir Arnórsson Norðurgarði, Vestmanna- eyjum 50 Ára „„ Margrét Sveinsdóttir Tjarnarmýri 17, Sel- tjarnarnesi „„ Katrín Jónína Gunnarsdóttir Vesturtúni 57, Álftanesi „„ Björgvin Sigurðsson Mosarima 20, Reykjavík „„ Sigríður Sigurjónsdóttir Brekkugerði 28, Reykjavík „„ Brynjar Þorlákur Emilsson Þverholti 28, Reykjavík „„ Katharina Maria Christa Ruppel Höfða, Hvammstanga „„ Stanislaw Kazimierz Kasyk Austurvegi 51, Selfossi „„ Gunnar Erling Vagnsson Hraunási 1, Garðabæ 60 Ára „„ Halldór Þorvaldsson Sundstræti 43, Ísafirði „„ Alda Ögmundsdóttir Baugholti 18, Reykja- nesbæ „„ Karl Jóhann Birgisson Hrafnsmýri 1, Nes- kaupsta𠄄 Björn Steindór Haraldsson Uppsalavegi 23, Húsavík „„ Þórhallur Maack Hlíðarhjalla 39a, Kópavogi „„ Martha Hauksdóttir Ásabraut 11, Reykja- nesbæ „„ Praneet Khongchumchuen Austurbergi 12, Reykjavík „„ Sigurberg Jónsson Kambaseli 60, Reykjavík 70 Ára „„ Ingibjörg Eðvarðsdóttir Grundargötu 4, Akureyri „„ Gylfi Thorlacius Haðalandi 18, Reykjavík „„ Þorsteinn Vilhjálmsson Lundi 3, Kópavogi „„ Sigurbjörg Gunnarsdóttir Iðavöllum 10, Húsavík „„ Páll Geir Möller Furulundi 37, Akureyri „„ Inga Dóra Jóhannesdóttir Sóleyjarima 17, Reykjavík „„ Sigurður Eiríksson Flúðaseli 93, Reykjavík „„ Þorbergur Guðmundsson Holtaseli 22, Reykjavík „„ Bragi Guðlaugsson Kumbaravogi, Stokkseyri 75 Ára „„ Regína Ingólfsdóttir Grænuhlíð 8, Reykjavík „„ Ragnhildur Guðrún Pálsdóttir Hörðalandi 14, Reykjavík „„ Nína Sæunn Sveinsdóttir Hraunbraut 14, Kópavogi „„ Helga Eiðsdóttir Hraunholti 7, Akureyri 80 Ára „„ Svava Guðmundsdóttir Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík „„ Þórarinn Elmar Jensen Sléttuvegi 15, Reykjavík „„ Marta Áslaug Marteinsdóttir Miðleiti 5, Reykjavík „„ Ívar Pétur Hannesson Dalbraut 14, Reykjavík „„ Steinunn Halldórsdóttir Neðstutröð 4, Kópavogi „„ Gunnar S. Magnússon Lindargötu 64, Reykjavík 85 Ára „„ Sesselja Guðmundsdóttir Snorrabraut 56, Reykjavík 90 Ára „„ Kristinn Brynjólfur Helgason Heiðmörk 19, Stöðvarfirði „„ Gyða Jónsdóttir Kleppsvegi 2, Reykjavík „„ Sigrún Helgadóttir Sólheimum 42, Reykjavík 95 Ára „„ Sigurborg Guðmundsdóttir Jökulgrunni 9, Reykjavík 30 Ára „„ Purity Edna Wambui Kimani Bjarkavöllum 5c, Hafnarfirði „„ Erika Barauskaité Rauðarárstíg 11, Reykjavík „„ Mari Anniina Mathlin Suðurvegi 4, Skaga- strönd „„ Klara Rún Kjartansdóttir Laufbrekku 25, Kópavogi „„ Einar Ottó Arnfjörð Þórhallsson Mjóuhlíð 16, Reykjavík „„ Anna Rós Finnsdóttir Grundargerði 7c, Ak- ureyri „„ Snorri Gunnlaugsson Garðarsbraut 79, Húsavík „„ Anna Heiðrún Þorvaldsdóttir Þorsteinsgötu 19, Borgarnesi „„ Berglind Reynisdóttir Hábergi 7, Reykjavík „„ Magnús Helgason Heiðarhjalla 13, Kópavogi „„ Björg Maggý Pétursdóttir Breiðvangi 7, Hafnarfirði „„ Ólafur Tryggvason Goðheimum 5, Reykjavík 40 Ára „„ Uthai Huiphimai Kjalarsíðu 18f, Akureyri „„ Alexander Schepsky Heiðargerði 98, Reykjavík „„ Elísabet Sigursveinsdóttir Sólvangi, Dalvík „„ Aðalbjörg Inga Ágústsdóttir Þúfubarði 15, Hafnarfirði „„ Haraldur Óskar Haraldsson Smárarima 81, Reykjavík „„ María Anna Guðmundsdóttir Lambeyrarbraut 7, Eskifirði „„ Lovísa Agnes Jónsdóttir Heiðvangi 30, Hafn- arfirði „„ Benedikt Kristjánsson Hólmavaði, Húsavík „„ Ingvar Hinrik Svendsen Norðurvangi 10, Hafnarfirði „„ Jóhannes Hjalti Danner Hafnarbraut 20, Höfn í Hornafirði „„ María Rebekka Þórisdóttir Lynghæð 4, Garðabæ „„ Páll Vignir Viðarsson Goðalandi, Hvolsvelli „„ Jón Ragnar Helgason Smiðsbúð 9, Garðabæ 50 Ára „„ Prapasiri Sareekhad Lokastíg 23, Reykjavík „„ Sólveig Dagmar Þórisdóttir Keilugranda 2, Reykjavík „„ Dröfn Snæland Pálsdóttir Fjallalind 95, Kópavogi „„ Kristín Þórarinsdóttir Skólastíg 9, Akureyri „„ Ari Páll Kristinsson Látraströnd 42, Seltjarn- arnesi „„ Örn Falkner Fagrabæ 17, Reykjavík „„ Soffía Arnþórsdóttir Torfufelli 23, Reykjavík „„ Sigrún Kristjánsdóttir Lyngmo Rjúpufelli 29, Reykjavík „„ Linda Brá Hafsteinsdóttir Melgerði 2, Kópa- vogi „„ Þórhallur Gunnlaugsson Glæsivöllum 8, Grindavík 60 Ára „„ Steinunn Friðþjófsdóttir Laufbrekku 4, Kópavogi „„ Bergljót S. Kristjánsdóttir Vörðustíg 7, Hafnarfirði „„ Eyjólfur Sæmundsson Fagrahvammi 7, Hafnarfirði „„ Helga Snæbjörnsdóttir Lækjarbergi 13, Hafnarfirði „„ Elínborg Baldursdóttir Hraunbæ 102e, Reykjavík „„ Adda Hólmfríður Sigvaldadóttir Goðheimum 18, Reykjavík „„ Sólveig Þórðardóttir Grundargarði 9, Húsavík „„ Jens Sturla Jónsson Mjallargötu 8, Ísafirði „„ Ingólfur Árni Jónsson Vesturvangi 48, Hafn- arfirði 70 Ára „„ Þórdís Haraldsdóttir Sóleyjarima 11, Reykjavík „„ Ester Þorsteinsdóttir Suðurhólum 6, Reykjavík „„ Ragnhildur Jónsdóttir Þrastarási 44, Hafn- arfirði „„ Magnús Kristjánsson Hrafnakletti 1, Borg- arnesi „„ Indriði Haukur Þorláksson Nökkvavogi 60, Reykjavík 75 Ára „„ Ólafur Valdimar Valdimarsson Hvamms- tangabraut 35, Hvammstanga „„ Sigríður Kristj. Guðmundsdóttir Skálabrekku 19, Húsavík „„ Ásmundur Þórhallsson Ormsstöðum, Egils- stöðum „„ Erla Ingólfsdóttir Þjóðbraut 1, Akranesi „„ Jónas Ragnar Guðmundsson Hraunteigi 11, Reykjavík „„ Kjartan R. Blöndal Efstaleiti 14, Reykjavík „„ Björn Klemens Ólafsson Silfurbraut 6, Höfn í Hornafirði 80 Ára „„ Salóme Gunnlaugsdóttir Holtagerði 14, Kópavogi „„ Guðrún Árnadóttir Miðvangi 18, Egilsstöðum „„ Eina Laufey Guðjónsdóttir Miðleiti 1, Reykjavík „„ Unnur Friðþjófsdóttir Sunnubraut 21, Kópa- vogi „„ Stefán Þórarinn Þorláksson Ásabyggð 17, Akureyri „„ Haukur Guðbjartsson Nesvegi 66, Reykjavík „„ Karen Lövdahl Júlíusson Hulduhlíð 9, Mos- fellsbæ „„ Guðmundur Helgi Ágústsson Boðaþingi 8, Kópavogi „„ Arnfinnur Ingvar Sigurðsson Flétturima 38, Reykjavík 85 Ára „„ Magnús Sigurðsson Hrafnhólum 8, Reykjavík „„ Guðrún D. Kristjánsdóttir Lækjasmára 2, Kópavogi „„ Valdimar Jónasson Álfhólsvegi 64, Kópavogi „„ María Sigurðardóttir Hraunvangi 7, Hafn- arfirði „„ Hjörleifur Jónsson Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík 95 Ára „„ Sigrún Þórey Hjálmarsdóttir Kárdalstungu, Blönduósi til hamingju hamingju afmæli 27. september Ólafur fæddist að Hlaðhamri í Strandasýslu en ólst upp í Hrúta- firðinum hjá móðurafa og ömmu. Ólafur var í Barnaskólanum á Borðeyri, stundaði nám við Skóga- skóla, við Iðnskólann í Reykjavík, við Vélskólann 1972–76, lauk 4. stigs vélstjóraprófi, stundaði vél- virkjanám hjá Vélsmiðju Sigurðar Sveinbjörnssonar, lauk sveinsprófi 1978 og öðlaðist meistararéttindi í vélvirkjun 1987. Ólafur vann almenn sveitastörf á uppvaxtarárunum í Hrútafirði, fór til Grundarfjarðar 1970 og var á sjó næstu árin með námi í Vélskól- anum. Hann vann hjá Eimskipum 1978 og 1979 sem 1. og 2. vélstjóri, var yfirvélstjóri á skuttogaranum Sigurfara II SH 105 frá Grundarfirði 1981–85, vélstjóri á Má frá Ólafs- vík í tvö ár, útgerðarstjóri hjá Hrað- frystihúsi Grundarfjarðar 1988–90, yfirvélstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri 1990–2001 en hefur verið vélstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum frá 2001. Ólafur sat í sóknarnefnd kirkj- unnar í Grundarfirði, starfaði í slysavarnardeildinni í Grundar- firði og björgunarsveit þar, í Kiw- anisklúbbi Grundarfjarðar og síð- ar í Kópavogi, sat í sveitarstjórn í Grundarfirði og ýmsum nefndum sveitarfélagsins, hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsókn- arflokkinn í Grundarfirði og síðar í Kópavogi, var formaður Framsókn- arfélags Kópavogs um skeið og sit- ur í sóknarnefnd Guðríðarkirkju í Grafarholti. Fjölskylda Ólafur kvæntist 16.7. 1977 Emil- íu Karlsdóttur, 20.7. 1954, sem starf- ar á hárgreiðslustofu. Hún er dóttir Karls Eiríkssonar bónda og Önnu Ólafsdóttur húsfreyju sem bæði eru látin. Dætur Ólafs og Emilíu: Katrín Salima Dögg, f. 12.7. 1982, félags- fræðingur, búsett í Reykjavík; Am- anda Karima, f. 12.7. 1982, upp- eldisfræðingur og forstöðumaður fyrir sambýli í Hafnarfirði en mað- ur hennar er Hrannar Már Sigrún- arson og á hann eina dóttur. Hálfsystkyni Ólafs, sammæðra, eru Jón Helgi Óskarsson, f. 17.2. 1962, bókhaldari, búsettur í Hafn- arfirði; Feldís Lilja Óskarsdóttir, f. 29.9. 1966, lögmaður í Reykjavík. Hálfsystkini Ólafs, samfeðra: Gunnar Hjálmarsson, f. 9.8. 1955, skipstjóri og útgerðarmaður í Grundarfirði; Margrét Hjálmars- dóttir, f. 17.6. 1957, fiskverkandi í Grundarfirði; Ólafía D. Hjálm- arsdóttir, f. 11.1. 1960, húsmóðir í Grundarfirði. Foreldrar Ólafs: Hjálmar Gunn- arsson, f. 5.3. 1931, d. 11.3. 2001, útgerðarmaður í Grundarfirði, og Kristín Ólafsdóttir, f. 24.12. 1926, d. 23.6. 2001, húsmóðir og fyrrv. bóndi. Ólafur dvelur hjá frænda sínum og nafna í Washington DC á afmæl- isdaginn. Ólafur Hjálmarsson vélfræðingur og vélstjóri hjÁ orkuveitu reykjavíkur Á nesjavöllum til hamingju afmæli 28. september mánudagur 27. september 2010 umsjón: kjartan gunnar kjartansson kjartan@dv.is ættfræði 21 50 ára á mánudag 60 ára sl. sunnudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.