Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 4
4 fréttir 27. september 2010 mánudagur • Hindrar blöðrumyndun – verndar fætur • Vatnsheldur – vörn gegn bakteríum • Dregur úr óþægindum og sársauka • Gervihúð sem andar Compeed plásturinn „Það er tæplega ár síðan SkjárEinn varð áskriftarstöð. Þegar stöðinni var breytt var verðið eins lágt og mögu- legt var. Nú er verið að leiðrétta verð- ið í takt við það sem er nauðsynlegt svo stöðin standi undir sér,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skjásins. Verð fyrir áskrift að SkjáEinum mun hækka frá og með 1. október úr 2.200 krónum í 2.890 krónur á mán- uði. Fyrstu tíu árin sem sjónvarps- stöðin var starfrækt þurfti ekki að borga af henni, en fyrir tæplega ári varð SkjárEinn áskriftarstöð. „Við vonum að okkar áskrifendur skilji þessa breytingu, ekki síst þeg- ar verð og gæði eru borin saman við okkar helstu samkeppnisaðila. Mán- aðarverð fyrir áskrift verður þrátt fyrir breytinguna margfalt lægra en mánaðarverð okkar helstu sam- keppnisaðila.“ segir Sigríður. Verð fyrir áskrift að Stöð 2 er tölu- vert hærra en fyrir áskrift að Skjá- Einum, eða um hundrað og fimmtíu prósent. Áskrift að þeirri stöð, sem er helsti samkeppnisaðili SkjásEins, er 7.235 krónur á mánuði. SkjárEinn frumsýnir í vetur tvær nýjar íslenskar leiknar sjón- varpsþáttaraðir. Það eru þáttaröðin Hæ Gosi, sem hefst næstkomandi fimmtudag, og þáttaröðin Maka- laus sem byggð er á bók Þorbjargar Marinósdóttur fjölmiðlakonu. Aðr- ir íslenskir þættir sem verða á dag- skrá stöðvarinnar eru Spjallið með Sölva, Nýtt útlit með Karli Berndsen og Fyndnar fjölskyldumyndir með Ladda. adalsteinn@dv.is SkjárEinn hækkar áskriftargjald: 30 prósenta hækkun Nauðsynleg hækkun Sigríður Margrét segir að hækkunin sé nauðsynleg svo stöðin standi undir sér. Vigdís safnar 250 milljónum Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur safnað um það bil 250 milljón- um króna til byggingar alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar hér á landi. Átakið hófst í vor, í tilefni af áttræðis- afmæli Vigdísar og þess að 30 ár voru liðin frá því hún var kjörin for- seti. Greint var frá stöðu söfnunar- innar á blaðamannafundi á sunnu- dag á Evrópska tungumáladeginum. Tungumálamiðstöðinni er ætlað að hýsa kennslu erlendra tungumála við Háskóla Íslands. Á fundinum kom fram að söfnunin hefur farið fram úr björtustu vonum og hafa framlög komið bæði frá innlendum og erlendum aðilum. Jarðskjálftar á Vatnajökli Jarðskjálfti sem mældist 3,7 stig á Richter varð undir miðnætti á laugardagskvöld við Hamarinn undir norðvestanverðum Vatna- jökli. Tugir eftirskjálfta fylgdu í kjölfarið. Klukkan rúmlega níu varð skjálfti á sama stað sem mældist 3,4 stig. Enginn gosórói mældist á svæðinu en Hamarinn er eldstöð suðvestur af Bárðar- bungu. Skjálftavirknin hélt áfram í gær þó engir öflugir skjálftar hafi mælst. Stærsti skjálftinn á sunnu- dag mældist 2,3 á Richter. Þjóðin vill ráðherra fyrir dóm Misjafnt er eftir stjórnmálaskoðun- um hvaða ráðherra landsmenn vilja draga fyrir landsdóm. Í skoðana- könnun sem Gallup gerði og greint var frá í kvöldfréttum RÚV á sunnu- dag kemur fram að 30 prósent kjós- enda Sjálfstæðisflokksins vilji ákæra Geir H. Haarde, 26 prósent Árna Mathiesen, 33 prósent Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og 31 prósent Björgvin G. Sigurðsson. Þegar litið er til kjósenda Samfylk- ingarinnar kemur fram að 69 prósent vilja ákæra Árna, 65 prósent Geir, 45 prósent Ingibjörgu Sólrúnu og 31 prósent Björgvin. 1.200 manns voru spurðir en könnunin var gerð dagana 16. til 23. september. Á meðan aðrir flokkar virðast nokkuð samstíga í umræðunni um landsdóm er útlit fyrir að Samfylking verði klof- in. Það liggur fyrir að eining er meðal sjálfstæðismanna um að greiða gegn þingsályktuninni og að sama skapi er eining meðal þingmanna Vinstri grænna um að greiða fyrir henni. Hluti Samfylkingar virðist hins veg- ar vera ósammála niðurstöðu full- trúa flokksins í nefndinni, þeim Odd- nýju Harðardóttur og Magnúsi Orra Schram. Oddný segist þó ekki halda að það sé óeining í flokknum vegna máls- ins. Málið varði samvisku og sann- færingu hvers og eins þingmanns og í slíkum málum þurfi enga flokkslínu. Hún segist ennfremur halda að málið reynist mörgum afar erfitt af persónu- legum ástæðum. „Þetta er þannig mál að þú gefur þér ekki afslátt af sannfær- ingu þinni. Það er ekki hægt að kom- ast að málamiðlun í þessum málum.“ Vill ekki ákæra og refsa Róbert Marshall, formaður allsherj- arnefndar Alþingis, ætlar ekki að styðja tillögur um að fyrrverandi ráð- herrar verði ákærðir og dregnir fyrir landsdóm. Hann telur ljóst að efna- hagskerfið hafi verið hrunið árið 2006 og því sé ómögulegt að ákæra þá ráðherra sem voru við völd árið 2008. Róbert er þó einn þeirra þing- manna sem telur lögin um lands- dóm standast stjórnarskrána. „Ég ætla ekki að samþykkja þessa þingsályktunartillögu,“ segir Ró- bert Marshall. „Ég get ekki samþykkt hana hvað kæruliðina varðar. Mér finnst skýrslan og úttektin annars vel unnin. Það eru hins vegar fleiri þætt- ir sem ég horfi til. Það liggur fyrir að það var ekkert hægt að gera á árinu 2008 sem hefði afstýrt hruninu. Það heldur því enginn fram og þó að ég sé þeirrar skoðunar að stjórnvöld hafi brugðist og ég sjálfur vonsvik- inn með vinnubrögð þeirra þá get ég ekki tekið þátt í því að ákæra og refsa þessu fólki sérstaklega.“ Ömurlegar hliðar þingmanna Þór Saari telur ótækt að þeir 23 þing- menn sem studdu hrunstjórnina taki afstöðu til málsins. Til þess séu þeir of tengdir atburðarás hrunsins og ættu að sitja heima ætli þeir ekki að axla ábyrgð. „Mín afstaða er sú að þing- menn verði að taka sig saman í and- litinu og greiða með þingsályktunar- tillögunni og axla ábyrgð á hruninu.“ Þór segir stjórnmálamenn greinilega ekkert hafa lært frá því fyrir hrun. Hann spyr hvað þingmenn ætli sér að gera ef tillagan verði felld. Þeirra ferill sem þingmenn í endurreisn sé með slíkri ákvörðun ómerkur. „Svo kann að fara að engir ráðherrar svari til saka fyrir landsdómi þótt það sé vilji meirihluta þjóðarinnar,“ segir Þór. „En heldur þetta fólk að með því að greiða gegn ályktuninni sé þessu máli lokið? Það þarf að axla ábyrgð og almenningur mun sjá til þess að svo verði. Mótstaðan sem þingsályktunin fær í þinginu er merki um að Íslend- ingar séu hreinlega ekki færir um að stjórna sér sjálfir. Verði hún felld þá er bara alveg eins gott að loka sjopp- unni,“ segir hann. Þór segir að síðustu vikur hafi honum fundist hann sjá ömurleg- ustu hliðar þingmanna. „Við lásum 14 blaðsíðna bréf frá Ingibjörgu Sólrúnu og maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé allt á sömu bókina lært. Ger- ir hún sér grein fyrir ábyrgð sinni en hafnar henni alfarið, eða er hún svo firrt að trúa því sjálf að hún beri ekki ábyrgð?“ spyr hann. Skýr lög og skýrt álit Þór vill ítreka að um sé að ræða skýr lög og skýrt álit meirihluta nefndar. Hann segir mikið um að þingmenn beri við tilfinningarökum hvað varðar afstöðu sína. „Þetta er ekki mál sem á að taka af- stöðu til út frá tilfinningum. Það hafa ekki komið fram ein einustu efnislegu rök sem er hægt að hnekkja niðurstöð- unni með. Þessir ráðherrar horfðu upp á þúsundir taka húsnæðislán á kjörum sem þeir vissu að myndu ekki standast. Þeir lyfta ekki litla fingri til að vara almenning við. Það eitt og sér er algerlega ófyrirgefanlegur siðferðis- glæpur. Hvernig geta þessir ráðherrar sagst vera stjórnmálamenn sem starfi í þágu almannahagsmuna? “ Oddný Harðardóttir telur ekki að óeining ríki í Samfylkingunni þó að hluti þingmanna sé ósammála niðurstöðu þingmannanefndar. Flokksbróðir þeirra, Róbert Marshall telur ómögulegt að ákæra ráðherrana. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, telur ótækt að þeir 23 þingmenn sem studdu hrunstjórnina taki afstöðu til málsins. „Ófyrirgefanlegur siðferðisglæpur“ kRiStjaNa guðbRaNdSdóttiR blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Það þarf að axla ábyrgð og al- menningur mun sjá til þess að svo verði. Ætlar ekki að samþykkja Róbert segir að skýrslan sé vel unnin. Engu að síður hafi ekkert verið hægt að gera árið 2008 sem afstýrt hefði hruninu. Enginn afsláttur og engar flokks- línur Oddný segir þingmenn verða að fylgja eigin sannfæringu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.