Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 11
mánudagur 27. september 2010 fréttir 11 „lítill vilji til að útrýma fátækt“ Sveinbjörn Fjölnir Pétursson missti vinnuna skömmu fyrir bankahrun og hefur verið í atvinnuleit síðan. Hann segist hafa verið það hepp- inn að eiga varasjóð sem hann hafi getað gengið í. Nú sé þó sjóðurinn uppurinn og hann verði að reyna einhvern veginn að lifa af þeim 130 þúsund krónum á mánuði sem hann fær greiddar í atvinnuleysisbætur. „Bæturnar eru skammarlega lágar,“ segir Sveinbjörn og bendir á að inni í þessari upphæð séu greiðslur með tveimur börnum undir 18 ára og af henni greiði hann svo 11 þúsund krónur í skatt. „Stjórnmálamenn láta eins og það séu mikil fræði og vís- indi, sem þurfi að liggja yfir í langan tíma, að reikna lágmarksframfærslu- mið. Sannleikurinn er sá að það er vel hægt að hækka bæturnar í þrep- um meðan unnið er að góðri niður- stöðu. Það vita allir að bætur á Ís- landi eru of lágar. Meðan mál þeirra sem verst standa í þjóðfélaginu þvælist í nefndum þá sveltur fólk,“ leggur Sveinbjörn áherslu á. Erfitt að sætta sig við hlutskiptið Sveinbjörn hefur þrátt fyrir atvinnu- leysið ekki setið aðgerðarlaus og er umhugað að bæta þjónustu fyrir at- vinnulausa. Hann hefur í því skyni átt fundi með aðilum vinnumark- aðarins, til dæmis ASÍ og Vinnu- málastofnun, og nú hefur honum verið boðið að halda námskeið þar sem hann kennir fólki hvernig nota á Facebook í atvinnuleit. „Ég er að nýta mér reynslu mína sem ég hef af sölu- og markaðsstörfum. Ég sá síðast um sölustjórn á heimasíðum í ferðaþjónustu. Það gerðist síðan á hrunárinu að fyrirtækinu var skipt upp og nokkrum starfsmönnum var þá sagt upp. Þeirra á meðal var ég.“ Sveinbjörn segir langtíma- atvinnuleysi hafa veruleg áhrif á andlega líðan fólks fyrir utan þá skertu möguleika sem atvinnulaus- ir hafa vegna tekna sem þeir geta ómögulega lifað á. „Það er erfitt að vera atvinnulaus og fátækur og það er enn verra að sætta sig við það,“ segir Sveinbjörn. „Það er mikilvægt að ráðamenn viðurkenni fátækt og sameinist um lágmarksframfærslu sem alls ekki megi skerða. Eins þarf ef til vill að nota hugmyndauðgina til þess að leysa atvinnuleysisvand- ann.“ Atvinna er grunnforsenda Líðan sína segir Sveinbjörn hafa eft- ir atvikum verið góða. Hann seg- ist halda að líðan og viðbrögð fólks við áföllum eins og atvinnuleysi og tekjumissi fari eftir því hvernig hver og einn hugsar eða túlkar atburðinn sem hann upplifir. Í þessu samhengi bendir hann á að það hefði líklega verið honum miklu meira áfall að missa vinnuna þegar allir sem vildu hafa vinnu höfðu kost á því. Honum finnist stuðningur í þeim fjölda fólks sem standi í sömu sporum og hann sjálfur. „Atvinna og það að geta lifað af er grunnforsenda þess að líða vel í nútímasamfélagi,“ segir Svein- björn. „Við skilgreinum okkur sjálf út frá því sem við gerum eða höf- um atvinnu af. Þess vegna finnst mér það hafa hjálpað mér að sitja ekki aðgerðarlaus í atvinnuleys- inu. Ég hef sótt námskeið, fyrir- lestra og stofnað samtök fólks sem er í sömu sporum. Samtökin kall- ast Atvinnuleysi – nei takk! Í þeim eru rúmlega 300 manns og við höf- um haldið tugi funda um hvað sé hægt að gera varðandi atvinnuá- standið og okkar eigin tækifæri. Vettvangur hópsins er á Facebook. Nú hef ég fundið mig í því hlut- verki að leiðbeina fólki og þannig hefur atvinnuleysið ef til vill opnað mér nýjar leiðir í lífinu.“ Fjárhagslega snjallt Bjarni viðurkennir að nú reyni á sig sem stjórnmálamann. Hans hlut- verk sé að berjast fyrir því að útrýma fátækt. „Árum saman hef ég horft framan í fólk sem lifir í fátækt á með- al okkar og ég hef orðið þess áskynja hvernig misskiptingin og tilfinn- ingaleysið gerir börn fátækra dofin. Það er hreinlega óþolandi að hlusta á fólk halda því fram að börn og ungt fólk hér í landi búi við sömu tæki- færi þótt kjörin séu ekki jöfn. Bjarni segist óttast að fólk samþykki fátækt til þess að geta rammað hana inn og staðið utan rammans. Það þarf ekki svo mikið til að breyta þessu en fólki þarf að langa að má út þennan ramma. Við verðum að skilgreina hvað er ásættanlegt og ákveða öll saman að láta engan falla niður fyr- ir þau kjör og ávallt hafa hugfast að það er fjárhagslega snjallt að halda fólki utan við fátæktina því fátæktin er samfélaginu dýrkeypt.“ kristjana@dv.is „skammarlega lágar bætur“ Sveinbjörn Fjölnir Pétursson var atvinnulaus í tvö ár og segist gjarnan vilja taka upp kerfi þar sem fólk skiptist á að vinna á vinnumarkaði. Slíkt gæti komið í veg fyrir lang- tímaatvinnuleysi. Sveinbjörn segir ekki hægt að lifa af 130 þúsund krónum á mánuði og finnst kostulegt að greiða af þeim 11 þúsund krónur í skatt. n Atvinnuleysisbætur eftir skatta, stéttarfélagsgjöld og lífeyrissjóð 137.104 kr. n Ellilífeyrir eftir skatta u.þ.b. 150.000 kr. n Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur eftir skatta og lífeyrissjóð 123.019 kr. n Örorkulífeyrir eftir skatta u.þ.b. 157.000 kr. Er hægt að lifa af þEssum tEkjum? kriStjAnA guðbrAndSdóttir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Meðan mál þeirra sem verst standa í þjóðfélaginu þvælist í nefndum þá sveltur fólk. Skeytingarleysi borgarbúa er mikið Gagnvart borgarbú- um segir séra Bjarni Karlsson Atvinnuleysi og tekjumissir Viðbrögð við áföllum skipta miklu máli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.