Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 14
Dísilolía Algengt verð verð á lítra 193,6 kr. verð á lítra 194,6 kr. Skeifunni verð á lítra 193,4 kr. verð á lítra 194,4 kr. Algengt verð verð á lítra 194,9 kr. verð á lítra 195,7 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 193,3 kr. verð á lítra 194,3 kr. Melabraut verð á lítra 193,4 kr. verð á lítra 194,4 kr. Algengt verð verð á lítra 193,6 kr. verð á lítra 194,6 kr. GAGnrýnA GAGnrýni DV barst póstur frá lögmannsstof- unni JÁS-lögmenn þar sem þeir óskuðu eftir því að sjónarmiði þeirra yrði komið á framfæri, vegna þeirrar gagnrýni sem Gísli Tryggvason, tals- maður neytenda, hafði uppi vegna málflutnings Jóhannesar Árnason- ar lögmanns í málinu um mynt- körfulánin. Gísli sagði við DV og fleiri miðla að fleiri varakröfur hefði vantað upp á og vanda hefði mátt betur málflutninginn fyrir dómstól- um. „Þetta var útskýrt mjög rækilega fyrir Hæstarétti og þessum kröfum komið á framfæri. Þess má geta að við áttum ágætt samstarf við Gísla og ýmsa fleiri við undirbúning málsins og það kom mér svolítið á óvart að heyra þessa gagnrýni eftir á. Það er augljóst á niðurstöðu Hæstaréttar að dómurinn taldi vaxtalögin eiga við og hafnaði sjónarmiðum um að ann- ars konar vaxtaútreikningar ættu að gilda,“ sagði Jóhannes í samtali við Pressuna í vikunni. SnickerS á 270 krónur n „Það er með ólíkindum að verð- leggja lítið súkkulaðistykki á 270 krónur. Það er bara rán,“ sagði óða- mála viðskiptavinur Sambíóanna. Honum blöskraði verðlagning og hætti við að kaupa sér lítið Snickers. „Ekki nóg með að bíómið- inn kosti ríflega 1.000 krónur heldur á að selja manni Snickers á næstum 300 kall. Það kaupi ég ekki,“ sagði hann ósáttur. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS BeSt á ÍSlAnDi n „Ég verð að lofa Kaffi Kidda Rót. Ég fékk þar besta hamborgara sem ég hef smakkað á Íslandi,“ sagði ánægð- ur viðskiptavinur fyrirtækisins. Hann sagðist mikill hamborgara- maður og hefði víða fengið sér borgara. Þarna væru þeir allra bestu. „Ég get varla beð- ið eftir að fara þangað aftur,“ sagði viðskiptavinur- inn, sem er búsettur á landsbyggðinni. (Ath. myndin er ekki af þeim borgara) LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 27. september 2010 mánudagur SkipTir engu hvAr þú verSLAr Það skiptir nánast engu máli hvort þú kaupir eldsneyti af Olís, Atlantsolíu, Skeljungi, óB eða N1. Verðið er alls staðar á sama reiki. Sá sem kaupir 40 lítra af bensíni greiðir 7.796 krónur ef hann verslar við Skeljung en 7.732 krónur ef hann verslar við Orkuna. Bæði verð reiknast án afsláttar. munurinn á ódýrasta bensíninu og því dýrasta er 1,6 krónur á lítra. Ef Skeljungur er undanskilinn er munurinn 30 aurar á hæsta og lægsta verðinu. Annars má geta þess að bensínlítrinn hækkaði að jafnaði um eina krónu í verði um helgina. Lítrinn á dísilolíu hækkaði hins vegar að jafnaði um fjór- ar krónur í verði. Litlu sem engu munar einnig á verði á dísilolíu, eftir olíufélögum.e L d S n e y T i Ef þú ætlar að selja bílinn þinn skaltu gera það strax. Höfuðstólslækkanir 40 þúsund myntkörfulána getur haft þær af- leiðingar að gangverð á notuðum bílum lækkar. „Ég hygg að það verði meiri umsvif á markaði og þetta liðki fyrir kaupum og sölum. Það eru góðar líkur á því að fram- boðið á notuðum bílum aukist og verð- ið muni lækka,“ segir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Ís- lands, spurður hvað það geti þýtt fyrir bílamarkaðinn að tugþúsundir bíla losni úr viðjum yfirveðsetningar. Ef þú ætlar að selja bílinn þinn skaltu gera það strax. Höfuðstóls- lækkanir 40 þúsund myntkörfulána getur haft þær afleiðingar að gang- verð á notuðum bílum lækkar. „Ég hygg að það verði meiri um- svif á markaði og þetta liðki fyrir kaupum og sölum. Það eru góðar líkur á því að framboðið á notuð- um bílum aukist og verðið muni lækka,“ segir Ragnar Árnason, próf- essor við hagfræðideild Háskóla Ís- lands, spurður hvað það geti þýtt fyrir bílamarkaðinn að tugþúsund- ir bíla losni úr viðjum yfirveðsetn- ingar. Þeir sem vilja fá gott verð fyrir notaðan bíl gætu því hagnast á því að selja hann áður en lánastofn- anir ljúka við að endurreikna lán- in og færa niður höfuðstól þeirra. Það er þó auðvitað erfitt að full- yrða hvort og þá hversu mikið verðið lækkar. mikil höfuðstólslækkun Eftir að dómur Hæstaréttar um að ólögleg myntkörfulán skuli aftur- virkt bera hagstæðustu ótryggðu vexti Seðlabankans féll fyrr í mán- uðinum er ljóst að höfuðstóll ríflega 40 þúsund lána mun lækka veru- lega. Útreikningar Nordik Finance fyrir DV á dögunum sýna að höfuð- stóll hefðbundins tveggja milljóna króna bílaláns til sjö ára, sem tekið var í janúar 2007, lækkar um allt að þrjá fjórðu – miðað við að eigand- inn hafi staðið í skilum. Engin sprenging Þetta þýðir að stór hluti þeirra bif- reiða sem voru yfirveðsettar verði það ekki lengur. Spurður hvaða áhrif það hafi á markaðinn segir Ragnar að þau ráðist af því hversu margir hafi verið í þeirri stöðu að vilja selja bíla sína án þess að geta það. Verðlækkun notaðra bíla muni ráðast af því hversu margir muni reyna að selja bílinn sinn. „Ég tel þó langsótt að það verði sprenging á þessum markaði því fólk hefur ekki endilega meiri pening á milli hand- anna,“ segir hann. Ragnar segir hins vegar að margt geti haft áhrif. Sé verð á nýjum bíl- um hátt miðað við notaða bíla þá sé erfitt að sjá fram á mikla verðlækk- un notaðra bíla. Enn fremur muni einhverjir hætta við eða fresta sölu ef þeir sjá að verðið lækki. Þannig gæti framboðið minnkað aftur. „Þetta er svolítið flókið dæmi og ég hef ekki kynnt mér þennan mark- að sérstaklega en við fyrstu sýn gæti dómurinn haft nokkur áhrif á mark- aðinn án þess að þau verði veruleg,“ segir hann og bætir við að sumir kunni að halda að sér höndum og finnist þeir fátækari en áður vegna þess að þeir hafi reiknað með meiri niðurfellingu. „Þetta fer svolítið eft- ir því með hverju menn reiknuðu. Ef þeir reiknuðu með að borga nafnvirði skuldanna þá eru þeir „ríkari“ núna; eyða meiru og ýta undir veltu í hagkerfinu. misjafnir samningar Þeir bílasalar sem DV hefur rætt við segja erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif þetta muni hafa á markaðinn. Margir séu brenndir af samskipt- um sínum við lánastofnair og muni hika við að taka ný lán. Bílasalarn- ir eru almennt ekki á því að verðið á notuðum bílum muni lækka, ólíkt því sem hagfræðingurinn Ragnar telur. Þeir telja þó allir að verslun með bíla muni vafalítið aukast. Dagur Jónasson, sölustjóri not- aðra bíla hjá Ingvari Helgasyni, telur að niðurfelling skulda á er- lendum bílalánum muni vafalít- ið hafa einhver áhrif á markaðinn með notaða bíla. Fólk muni allt í einu eiga eitthvað í bílunum sín- um – þó samningarnir séu mjög misjafnir og staða þeirra eftir lækk- un einnig æði misjöfn. „Það verður mun meiri hreyfing en verið hef- ur. Nú opnast kannski möguleikar fyrir fólk að gera eitthvað en það er mjög erfitt að spá fyrir um það. Nýskráningar bíla hafa á þessu ári og því síðasta verið í sögulegu lág- marki og markaður fyrir nýlega bíla er því mjög slappur. Bílaleig- urnar eiga mikið af eins til tveggja ára gömlum bílum sem búið er að keyra eins og um fimm til sex ára bíla sé að ræða,“ segir Dagur. Hann segir að þörf hafi myndast fyrir nýjum bílum enda sé stór hluti flotans fjögurra til sjö ára gamlir bílar. Því sé þörf fyrir endur- nýjun en framboðið af nýrri bílum sé lítið. Fæstir eiga pening á lager Rögnvaldur Jóhannesson, eigandi Bílasölu Selfoss, tekur í svipaðan streng. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta lagist heilmikið en dugi þó ekki til að setja markaðinn fyrir al- vöru í gang,“ segir Rögnvaldur og bætir því við að þeir sem hafi tek- ið 90 til 100 prósent lán fyrir nýj- um bílum séu í mestum vandræð- um. Lánin þeirra hafi, eins og önnur hækkað um meira en 100 prósent en eftir niðurfellingar sé veðsetn- ingin enn um 100 prósent. Rögnvaldur efast um að fólk, sem hafi streðað við að greiða af bíl- Ég er þeirrar skoðunar að þetta lagist heilmikið en dugi þó ekki til að setja markaðinn fyrir alvöru í gang. S du bílinn Strax baldur guðmundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Á næstu vikum mun höfuðstóll rúmlega 40 þúsund bílasamn- inga lækka. Það þýðir að þúsundir bíla verði ekki lengur yf- irveðsetti . ragnar Árnason hagfræðiprófessor telur að þetta geti haft þær afleiðingar að verð á notuðum bílum lækki. Þeir sem hyggjast selja bílana sína ættu því að gera það strax. Bíla- salar eru ekki sama sinnis en segja að lækkun lána muni hafa já væð áhrif á markað með notaða bíla. „Verðlagning í dag er nokkuð raunhæf“ Dagur hjá Heklu á ekki von á því að verðið á notuðum bílum lækki. Erfitt þrátt fyrir dóminn Rögnvaldur segir þá sem tóku 90 til 100 prósent lán í slæmum málum. Engir nýir bílar Í fyrra voru aðeins um 2.400 nýir fólksbílar skráðir á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.