Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 20
Að drepa smáþjóð er stórmál Bókamarkaður í BókaBúð máls og menningar Bókabúð Máls og menningar býður nú sömu verð og lagersölur bóka- útgefenda á bókamarkaði sínum en þetta er í fyrsta sinn sem bókabúð gerir slíkt. Bókamarkaðurinn kemur til með að standa til 3. októ ber. Á bókamarkaðnum er að finna mikinn fjölda titla frá öllum helstu bókaút- gefendum landsins á frábæru verði en ódýrustu bækurnar eru á 190 krónur. Úrvalið er sérvalið af starfs- fólki Bókabúðar Máls og menningar sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á bókum og ættu því allir að finna eitt- hvað við sitt hæfi. Nýir titlar koma til með að bætast við alla daga markaðarins þannig að það er þess virði að fylgjast vel með því fyrstir koma fyrstir fá. sing For me sandra með nýja plötu Þann 28. september mun hljóm- sveitin Sing For Me Sandra senda frá sér sína fyrstu breiðskífu, en platan er nú þegar komin í sér- staka forsölu á Gogoyoko.com. Sing For Me Sandra er höfuð- borgarsveit úr Reykjavík, Kópa- vogi og Garðabæ og hefur verið starfandi frá árinu 2006. Hún vakti fyrst athygli árið 2009 þegar sveitin sendi frá sér sína fyrstu smáskífu, The Fight. Lagið fékk góðar undirtektir og náði meðal annars á vinsældarlista X-ins og Rásar 2. Í kjölfarið kom smáskíf- an Time Will Tell en samnefnt lag fékk einnig mjög góðar undir- tektir. Nýlega lauk upptökum á þessari fyrstu breiðskífu sveitar- innar en hún ber nafnið Apollo‘s Parade og kemur, sem fyrr segir, í verslanir þriðjudaginn 28. sept- ember. ný plata hjá swords oF Chaos Hljómsveitin Swords of Chaos gaf fyrir viku út sína fyrstu breiðskífu The End Is As Near As Your Teeth hjá hljómplötuútgáfunni Kimi Rec- ords. Hljómsveitin er sögð spila ein- stakan samhristing af metal og harð- kjarna tónlist og að plötunni koma fjölmargir þekktir listamenn og má þeirra á meðal nefna Kiru Kiru (Tilraunaeldhúsið), Aron Arnars- son (kimono, Singapore Sling, Brian Johnston Massacre), Friðrik Helga- son (Sudden Weather Change, Bob), Söru Riel, sem skapaði veru nokkra sem albúmið prýðir, ásamt fjöll- mennri blásarasveit. Hljómsveitin heldur útgáfutónleika á Faktorý bar þann 1. október og hægt er að ná sér í miða á þá tónleika í Havarí Music & Gallerí, Austurstræti 6. 20 fókus 27. september 2010 mánudagur paBlo FranCisCo á Broadway Bandaríski grínarinn Pablo Francisco mun vera með uppistand á Broadway sunnudaginn 3. október næst- komandi. Um frumflutning efnis hans í Evrópu verður að ræða. Hann þykir vera góð eftirherma og mun vera þekktur fyrir einstaka túlkun á Jackie Chan, Arnold Schwarzenegger, Howard Stern, Keanu Reeves, Michael J. Fox og Jerry Springer svo einhverjir séu nefndir. Pablo hefur meðal annars komið fram hjá Jay Leno í The Tonight Show, Frank TV og Last Comic Standing. Sýning hans kallast Funkin‘ Off The Wall og mun hann hafa tekið með sér sérstaka gesti sem sjá um að opna kvöldið. Sýning hefst kl. 20.00 og hægt er að nálgast miða á midi.is. hvað heitir lagið? „Ekki vera að bulla í kall- inum sem sullar á kantin- um. Fulla larfinum með gullið í kjaftinum.“ SVAR: Viltu dick - Blaz Roca og Sykur ÚtÚrlyfjað austur-Evrópu-þunglyndi Myndin fjallar um eiturlyfjasala sem við fylgjumst með gegnum ýmis „æv- intýri“ sem spanna einn dag í hans lífi. Hann er díler í víðasta skilningi starfsheitisins, selur sjúklingum, trú- arleiðtogum, mömmum, vinum og vandamönnum sveppi, kók, heróín og annað úr sama ógæfusekk. Hann er jafnframt sáluhjálpari, læknir og barnapía viðskiptavina sinna. Þrátt fyrir allt ógeðið sem hann leiðir yfir kaupendurna finnur maður strax til samúðar með honum og til- raunum hans til að finna vonarglætu til að fylgja sér út úr þessum heimi. Hann er fyrrverandi dópisti og legg- ur þegar hér er komið sögu drög að því að ganga frá öllum lausum end- um og yfirgefa bransann endanlega. Það er ekkert krúttlegt við allar þær óhuggulegu týpur sem hann þarf að díla við þar sem þær aðhafast mis- gáfulega hluti eftir því hvaða lyfjum þær eru á. Leikstjórinn notast við stíl sem má segja að sé orðinn hans helsta einkenni í kvikmyndagerð. Tökuvélin færist, panar og súmm- ar löturhægt í löngum senunum. Tónlistin spilar með í þungu stefi sem er gegnumgangandi frá upp- hafi til enda. Dökkur fílterinn und- irstrikar enn frekar hvað allt og allir eru vonlausir í þessum aðstæðum. Hljóðvinnslan er notuð markvisst til að gefa ákveðna stemningu í undar- lega ýktum umhverfishljóðum og til dæmis í einni senu er hljóðið í sjón- varpinu spilað aftur á bak sem ýtir undir óþægindin. Þetta færir áhorfandann í drunga rétt eins og hann væri sjálfur lyfjað- ur. Þótt myndin sé lágstemmd túlkar leikstjórinn vel hversu þrúgandi líð- anin er innra með fólkinu. Samræð- ur eru mjög þungar og framvindan er erfið að horfa á. Mjög óþægileg, lágstemmd en næm á hið hamingju- lausa umhverfi sem myndin gerist í. Sögur hvers viðskiptavinar fyrir sig eru vel skrifaðar og myndin er mjög sannfærandi. Of sannfærandi myndi einhver segja, það er ekkert notalegt við að horfa upp á móður heróínstungna í myrkrinu meðan barnið reyn- ir að skilja í hvaða aðstæðum það er lent. Þannig að hér er sem sagt komin „feelgood“-mynd ársins... djók. Myndin lætur þér líða drull- uilla á svipaðan hátt og Aronof- sky-myndin Requiem for a dream lét manni líða eins og skít. Það er tilgangur út af fyrir sig og honum er klárlega náð í þunglyndi eins og bara Austur-Evrópumenn geta matreitt það. Erpur Eyvindarson RIFF: DealeR Leikstjóri: Benedek Fliegauf kvikmyndir Þessi magnaða heimildarmynd seg- ir langa og flókna sögu á skýran og spennandi hátt. Þetta er saga þjóðar sem telur einungis nokkrar milljón- ir en hefur þurft að berjast við gríð- arlegt ofurefli fyrir sjálfstæði. Það þjónar ekki miklum pólitískum hags- munum stórvelda að styðja við sjálf- stæðiskröfur svo Tíbet er svo að segja eitt í baráttunni. Margir listamenn hafa lagt þjóðinni lið og kemur það ekki síst fram í þessarri mynd. Holly- wood-leikarinn Richard Gere og stórskemmtilegi suður-afríski prest- urinn Desmond Tutu koma fram til stuðnings Tíbets og eins hefur ein- valalið af tónlistarmönnum ljáð myndinni tónverk. Björk og fleiri eiga hér lög en auk þess er myndin prýdd tónlist Thom Yorke, Damian Rice og Philip Glass sem minnir hér stund- um á tónlistarvinnu sína í Koyan- isqatsi. Myndin er fyrir vikið með flotta stemningu og tökur eru magn- aðar af þessu fallega landi. Myndin gerir vel í að sýna mis- munandi skoðanahópa hvað Tí- bet varðar. Þá sem fylgja opinberri línu kínverskra stjórnvalda um Tí- bet muni ávallt vera hluti af Kína og að það hafi leitt hagsæld og nútíma- væðingu yfir hið vanþróaða klerka- veldi. Á hinn bóginn þá sem sjá tí- betska menningu og siði verða undir eftir því sem Han Kínverjum fjölgar með hverjum degi, að margra mati að undirlaga kínverskra stjórnvalda til að gera út af við tíbetska menningu. Seinni hópurinn er síðan skiptur niður eftir afstöðu til þeirra aðferða sem skal beita til að öðlast frelsi. Dalai Lama hefur boðað málamiðlanir um sjálfstæði við Kínastjórn meðan aðr- ir vilja fullt sjálfstæði. Sumir vilja ein- göngu vinna að þessu friðsamlega meðan aðrir segja það rétt þjóðar að verja sig með valdi. Eins fylgja því miklar gallar að landinu sé stjórnað af munkum sem hafi skyldur gagnvart trúnni sem bitnar á pólitísku starfi. Það virðist líka vera þannig að kínversk stjórn- völd hafa engan áhuga á að ræða frekara sjálfstæði eða sjálfstjórn yfir höfuð svo málamiðlanir Dalai Lama virðast ekki vera að gera neitt gagn annað en að gefa afslátt af kröfum þjóðarinnar. Nokkurra milljóna þjóð á litla möguleika í sjálfstæðisstríði gegn þjóð sem telur meira en millj- arð. Og hvern einasta dag fjölgar Han Kínverjum í Tíbet og framtíð Tíbets sem þjóðar er sérdeilis ótrygg. Þetta er stórmerkileg og vönduð mynd um þennan sjóðheita efnivið. Myndin veltir upp mörgum ólíkum vinklum á málið en er klárlega með sína eig- in afstöðu sem er líka í fína lagi. Fyrir vikið segir myndin sorglega sögu sem engin lausn virðist á að svo stöddu. Erpur Eyvindarson RIFF: When the DRagon sWall- oWeD the sun Leikstjóri: Benedek Fliegauf kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.