Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 18
Þjóðarskútan ÍS varð fyrir því óhappi að stranda á leið sinni um Íslandsála. Þetta atvikaðist á þeim tíma þegar skipstjórinn, Geirharður, var sofandi í koju sinni. Á vaktinni var stýrimaður- inn, Ingólfur Sólbjartur, sem reynd- ar hafði lagt sig líka. Það hafði gerst þannig að gamli skipstjórinn, Oddur Dagbjartsson, hafði komið upp í brú. Hann var um þær mundir aðstoðar- maður í vél en hafði þann sið að koma upp í brú og veita ókeypis ráðgjöf sem Geirharður skipstjóri taldi mikilvæga. Þetta hafði síðan orðið til þess að þegar válynd veður geisuðu og háski steðjaði að þá lét Geirharður kalla Odd til og afhenda honum stjórnina þar til óveðrinu linnti. Um borð í Þjóðarskútunni var mórallinn ágætur. Það skipti ekki lengur máli hvort vel veiddist eða ekki. Dagbækur skipsins voru færðar eftir tilskipan Odds og Geirharðs. Ef ein- hver í áhöfninni lét í ljósi efasemd- ir um að bókhaldið færi saman við raunveruleikann var hann rekinn með skömm. Mánuðirnir liðu og áfram sigldi Þjóð-arskútan um fengs-æl fiskimið. Oddur var á vakt í vélinni og kom síðan upp í brú þegar því var að skipta. Og þannig var það örlaganóttina í október 2008 þegar borgarísjaki þvældist inn á siglingaleiðina. Geir- harður svaf en Ingólfur var á vakt- inni þegar þoka birgði sýn. Oddur kom umsvifalaust á stjórnpall og Ingólfur lagði sig. Hásetagrey hafði áhyggjur af endurvarpi sem birtist í radarnum á siglingaleið skipsins en Oddur sagði honum að þegja – þetta væri villumelding – og rak hann frá ratsjánni. Og áfram var siglt með sofandi stýrimann og skipstjóra. Árekstur skips og borgarís-jaka varð hrikalegur. Það rifnaði gat á Þjóðarskút-una. Geirharður skipstjóri og Ingólfur stýrimaður hrukku upp af værum blundi við þann ískalda veruleika að skipið var að sökkva. Oddur vélamaður skokkaði léttfætt- ur niður úr brúnni. Hann áttaði sig á því að ekki var þörf fyrir hann í vélarrúminu þar sem allt var í grænum sjó. Hann fór því út á dekk og tók sér stöðu við björgunarbát og hóf að syngja ættjarðarlög. Skipsskaðinn þegar Þjóðar-skútan sökk vakti heimsat-hygli. Það var ekki síst fyrir þær sakir að slysið líktist því þegar Titanic fórst. En einnig réði nokkru leyti sú staðreynd að um 300 þúsund manns áttu um sárt að binda eftir skipskaðann. En það sem vakti allra mesta athygli var að skipstjóri og stýrimaður steinsváfu þegar skipið sigldi á jakann á 17 sjómílna ferð. Geirharður skipstjóri átti í hinum mestu erfiðleikum með að svara í sjóréttinum. Hefði hann ekki átt að vera vakandi og á stjórnpalli? spurði sækj- andinn. „Jú, kannski hefði ég átt að gera það,“ svaraði Geirharður. Ingólf- ur Sólbjartur stýrimaður var nokk- uð brattur þegar hann var spurður. Hann benti á skipstjórann sem bæri einn ábyrgð á örlögum skipsins. Odd- ur gamli sat á áhorfendabekk og skrif- aði hjá sér punkta. Um varir hans lék bros. Einhver hafði spurt hvort hann ætti ekki að svara til saka en dómarar bentu á að lögformlega bæri hann enga ábyrgð. Hann var starfsmaður í vél en eyddi frívaktinni á stjórnpalli. Geirharður hrökk við þegar dómar- inn lyfti hamrinum. Hann horfði auð- mjúkur á áhorfendabekkina. „Ekki benda á mig,“ sagði hann í hálfum hljóðum í sömu andrá og hamars- höggið glumdi í réttarsalnum. Þegar skútan sökk „Ekki í miðnætur- sól eða á fögrum sumardegi, en í stormi og byl hafa göngin vinninginn,“ segir Elías Jónat- ansson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, um það hvort nýopnuð Bolungarvíkurgöng séu jafn fögur og hin ægifagra Óshlíð. eru göngin jafn fögur og hlíðin? „Við vorum búin að velta við hverjum einasta steini, ekki bara einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar eða fjórum sinnum.“ n Atli Gíslason, um þingmannanefndina sem hann stýrði sem lagði til að þrír til fjórir ráðherrar yrðu saksóttir. - DV „Ég er mikill lukkunnar pamfíll. Ég hef haft það gott í öll þessi ár og kynnst og unnið með mikið af góðu fólki.“ n Garðar Cortes, söngvari fagnar 70 ára afmæli sínu með tónleikum. - Fréttablaðið „Ég vildi að fleiri myndu ganga með líffæragjafa- kort og ég veit að ég myndi hiklaust gera það sjálf ef ég gæti.“ n Pálfríður Sigurðardóttir, fékk nýtt hjarta í sumar eftir áratuga langa baráttu við erfið veikindi. - DV „Ástæðan fyrir því að ég setti þessa Facebook- stöðu er sú að kannski er ein- hver sem er kominn í sömu stöðu og ég og leitar sér vonandi aðstoðar frekar en að svipta sig lífi.“ n Steinar Immanúel Sörensen, braut odd af oflæti sínu og leitaði til Fjölskylduhjálpar Íslands. - DV Skúrkar undir stýri Það er nauðsynlegt að ráðherrar rík-isstjórnar Geirs Haarde fari fyrir landsdóm. Alþingi ber skylda til þess að klára það mál sem þingið sam- þykkti að fela þingmannanefnd Atla Gísla- sonar. Með því að kalla saman landsdóm til að skera úr um sekt ráðherra eða sakleysi er ekki verið að gera annað en að fara í gegnum mál þeirra. Þjóðin hefur krafist þess að upp- gjör fari fram. Ef Alþingi ákveður að sýkna fé- laga sína með því að vísa ekki málum þeirra fyrir landsdóm má búast við mikilli ólgu í samfélaginu. Öllum verður þá ljóst að ráð- herrarnir eigi vini í þingsölum þar sem sama fólk vill að mótmælendur fái makleg mála- gjöld. Þar er enga samúð að finna. Sjálfstæðismenn eru samstíga í því að vilja ekki að ráðherrar fari fyrir landsdóm. Lík- lega ræðst sú afstaða af því að sök Sjálfstæð- isflokksins í aðdraganda hrunsins er stærst. Siðlausir þingmenn vilja forða flokknum frá því að ganga í gegnum tveggja ára umræðu um glæpi gegn þjóð. Á meðal þeirra sem andmæla því að lands- dómur verði kallaður til eru uppi þau rök að Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir hafi ekki vísvitandi brotið af sér og séu því saklaus. Einkum og sér í lagi eru samfylking- armenn sannfærðir um sakleysi Ingibjarg- ar. Þessi sjónarmið eru góð og gild en breyta samt ekki því að nauðsynlegt er gagnvart al- menningi í landinu að skera úr um sekt eða sýknu þeirra sem voru við stjórnvölinn þegar siglt var í strand. Þau sjónarmið eru uppi að ekki náist til skúrkanna sem í raun lögðu grunn að því hruni sem varð. Davíð Oddsson stóð fyrir stærstu einkavæðingu sögunnar og sveigði og braut eigin reglur um dreifða eignaraðild. Við hlið hans var Halldór Ásgrímsson. Bróð- urlega skiptu þeir góssinu. Helmingaskipt- in voru leiðarljósið. Báðir þessir menn sitja í makindum í feitum störfum. Möguleg sök þeirra er að líkindum fyrnd. Vitað er að Geir Haarde var undir áhrifavaldi Davíðs alla sína stjórnartíð. Það breytir þó engu um ábyrgð hans. Honum bar að stjórna sjálfur og halda skúrkunum frá stýrinu. Landsdómur yfir ráðherrum er nauðsyn. Sekt eða sýkna kemur þá á daginn. En það er enn nauðsynlegra að einkavæðing bank- anna verði gerð upp eins og lagt hefur verið til. Þótt ekki verði hægt að koma lögum yfir verk Davíðs verða stjórnmálamenn að læra af þeim gjörningi. Aldrei aftur mega menn eins og Davíð og Halldór ganga lausir með lyklana að fjárhirslum ríkisins. Þjóðin verður að gera upp valdaferil mannsins sem lagði grunn að siðleysinu, færði vinum sínum banka og kom sínu fólki fyrir í dómstólum og innan lög- reglu. Annars lærum við ekkert af hruninu. reynir traustason ritstjóri skrifar. Bróðurlega skiptu þeir góssinu leiðari spurningin bókstaflega 18 umræða 27. september 2010 mánudagur Lygarar Biskupsstofu n Framganga Biskupsstofu og Karls sigurbjörnssonar biskups í undanförnum hneykslismálum hefur vakið at- hygli. Karl hefur orðið uppvís að ósannsögli líkt og margt starfsfólk hans. Jónas Kristj- ánsson bloggari vekur kröftug- lega athygli á ömurlegri stöðu yfirstjórnar Þjóð- kirkjunnar sem situr sem fastast. ,,Biskupsstofa lýgur að blaðamönn- um til að vernda glæpamann. Rík- iskirkjan er orðin þvílíkt ógeð, að óverjandi er að halda henni fjár- hagslega á fótum“. reiprennandi ÓLafur n ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fer bókstaflega á kostum í vinsældakeppni sinni við ríkis- stjórnina. Á meðan Jóhanna sigurðardótt- ir stamar og stautar á þingi Sameinuðu þjóðanna renna skemmtilegheit- in upp úr forset- anum á hinum ýmsu heimsmiðlum. Neikvæð afstaða hans til ESB hefur orðið til að breikka enn gjána milli hans og stjórnarinnar. Og ekki minnk- ar óvildin þegar Ólafur Ragnar er fyrir tilstilli Vladimírs Pútín orðinn heiðursfélagi í rússneska land- fræðifélaginu. afskriftir í myrkri n Fullyrt er að sendimenn Lands- bankans fari nú um héruð til að afskrifa að hluta skuldir sjávarút- vegsfyrirtækja. Heyrst hefur að á Snæfellsnesi hafi einhverjir stór- skuldarar notið góðvildar bank- ans. Allt er þetta þó í myrkri, og bankaleynd borið við þegar spurt er. Þeir sem gerst þekkja full- yrða að afskriftir ríkisbankans séu með vitund og vilja steingríms J. sigfússonar fjármálaráðherra. herBert á þakinu n Eðalpopparinn Herbert Guð- mundsson hefur árum saman bar- ist við nágranna sína fyrir dómstól- um um það hvort hann eigi að taka þátt í kostnaði vegna þakvið- gerða á sameig- inlegu raðhúsi. Deilan er enn og aftur komin fyrir dóm og liggur slóð málsins um undirrétt og í Hæstarétt. Sjálf- ur er Herbert hinn rólegasti og tek- ur slaginn af æðruleysi. Milli þess sem hann flytur tónlist sína kennir hann á námskeiði. Þar er hann á heimavelli og kennir fólki hvernig það geti komið sér á framfæri í fjöl- miðlum. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is umSjón helgarblaðS: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is umSjón innblaðS: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. svarthöfði Dv1009262598 Spurning dagsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.