Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 15
Passið Plönturnar „Huga þarf að því að binda upp tré og runna, sér í lagi þá sem gróðursettir hafa verið á þessu ári,“ segir á vef Garðheima um haustverkin sem garð- eigendur þurfa að huga að nú þegar farið er að kólna í veðri. „Ef um viðkvæmar tegundir er að ræða er gott að skýla þeim með striga. Einnig þarf að skýla viðkvæmum fjölærum plöntum, og þá er gott að nota greinar og laufblöð sem falla til í garðinum. Ef mikið lauf er ennþá á trjánum taka þau mikinn vind á sig, og þá er gott að binda þau upp,“ segir enn fremur á gardheimar.is. 91 keyPti húsnæði „Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höf- uðborgarsvæðinu 17. september til og með 23. september 2010 var 71. Þar af voru 48 samningar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um sérbýli og 3 samn- ingar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.441 milljón króna og meðalupphæð á samning 34,4 milljónir króna,“ segir á vef þjóðskrár en þar er hægt að fylgjast náið með þróun mála á fasteignamark- aði. 6 keyptu fasteign á Suðurnesjum, 10 kaupsamningum var þinglýst á Ak- ureyri, og 4 á Árborgarsvæðinu, að því er fram kemur á vefsíðunni. Alls var 91 kaupsamningi þinglýst í þessum sveitarfélögum í síðustu viku. mánudagur 27. september 2010 neytendur 15 ágústa johnson: Árangur í ræktinni Líkamsræktarfrömuðurinn Ágústa Johnson fjallar í pistli á Pressunni um fimm algengustu ástæður þess að fólk nær ekki settu marki í ræktinni. Hér má sjá stytta útgáfu: Hún segir fyrstu ástæðuna þá að fólk festist gjarn- an í sömu rútín- unni og breyti ekki æfingunum nógu oft. „Rann- sóknir hafa sýnt fram á að stöðnun á sér stað innan aðeins þriggja vikna sé ekki bætt við æfingaálagið reglu- lega,“ segir hún. Önnur ástæðan er sú að lóðin eru of létt og fólk þarf að þyngja þau reglulega. Þriðja ástæðan sem Ágústa nefnir er að fólk neyti of margra hitaeininga fyrsta hálftím- ann eftir æfingu. Fjórða ástæðan sé sú að fólk æfi ekki af nógu mikilli ákefð. Ekkert sé græðandi á því að æfa á svokölluðu fitubrennsluálagi. Fimmta og síðasta ástæðan sem Ág- ústa nefnir er að ekki sé haldið bók- hald yfir árangurinn. „ Þeim mun betra „bókhald“ sem þú heldur yfir æfingar þínar og framfarir eykur þú líkur þínar á að ná  betri og mark- vissari  árangri,“ segir hún. Nánar má lesa um ráð Ágústu á pressan.is. Burt með ólyktina Til að eyða sterkri lykt af skurðar- brettinu eða kökukeflinu er tilvalið að nota sítrónu eða salt. Nuddið vel, skolið og þurrkið á eftir. Til að koma í veg fyrir myglu, til dæmis í brauð- kassa, skal strjúka innan úr kassan- um með klút sem í er bætt tæru ediki. Þeir sem vilja eyða vondri lykt í bað- herberginu ættu að prófa að kveikja á eldspýtu. Loginn brennir ólyktargas- ið burt. Gott ráð er að hafa eldspýtur til taks ef þú ferð í heimsókn og óttast að þurfa að standa í stórræðum. Þeir sem vilja ganga alla leið og fá góða lykt í allt húsið ættu að sjóða púður- sykur og kanilstangir í potti á lægsta hita. Húsið mun ilma eins og þar hafi verið bakað allan daginn. nokkur eld-húsrÁð n Minni líkur er á því að mjólk sjóði upp úr ef potturinn er fyrst skolaður úr köldu vatni. Berið feiti á pottbrún- ir þegar aðrir vökvar eiga í hlut. n Ef þú hefur gleymt þessu og mjólk- in er alveg að sjóða upp úr má lyfta pottinum upp og skella honum harka lega á borðið. n Setja má epli og perur í bréfpoka með þroskuðu epli og flýta þannig fyrir því að þau þroskist. Stingið nokkur göt á pokann og geymið á svölum, dimmum stað. n Geymið sítrónur í krukku með vatni. Þá geymast þær í allt að einum mánuði í kæli. unum sínum, stökkvi til og kaupi sér nýjan þó höfuðstóllinn hafi lækkað. „Jón og Gunna út í bæ sem keyptu þriggja til fjögurra milljóna króna Skoda eða Golf hlaupa ekkert til og endurnýja bílinn sinn. Þetta lagar stöðuna sálrænt en við verðum að hafa í huga að fjármögnunarfyrir- tækin fara núna fram á að lántakinn leggi 30 prósent kaupverðsins fram sjálfur – ólíkt því sem áður var,“ segir hann og bætir við að það sé í sjálfu sér gott. „Hins vegar þýðir það að fólk sem ætlar að kaupa sér nýjan eða nýlegan þriggja milljóna króna bíl þarf að eiga 900 þúsund krón- ur í peningum. Það eru ekki margir sem eiga þann pening á lager,“ segir hann en bætir við að góðu fréttirn- ar séu þær að óvissu hafi að miklu leyti verið eytt. Hann á hins vegar ekki von á því að verðið á notuðum bílum lækki að ráði – mikil þörf sé á endurnýjun. „Á hverju ári fá þús- undir ungmenna bílpróf og ég held að þeir bílar sem fari á markað núna séu aðeins dropi í hafið. Eftirspurn- in er miklu meiri,“ segir hann. Raunhæf verðlagning Dagur á heldur ekki von á því að verð á notuðum bílum lækki nú þeg- ar gera má ráð fyrir því að þúsund- ir bifreiða losni úr yfirveðsetningu. „Verð á notuðum bílum hefur í ára- tugi reiknast út frá nývirði samskon- ar bíls. Það hefur gengið snurðu- laust. Verðlagning í dag er nokkuð raunhæf,“ segir Dagur og bætir við að verð á nýjum bílum sé allt of hátt. Að- eins hafi um fimm þúsund nýir bílar verið fluttir inn síðustu tvö ár og þar af fari helmingurinn á bílaleigurnar. Bílum hafi fækkað enda hafi bílasöl- um fækkað og plönin standi víða hálf tóm. „Það er þó búið að vera þokka- legt að gera undanfarið. Það hefur verið svolítið hreyfing eftir sumarið enda hafa sum lánafyrirtækin strax hafist handa við að reikna lánin út miðað við tillögu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í sumar,“ segir Dagur. Seldu bílinn Strax Nýskráningar fólksbifreiða árin 2002–2009. heimild UmfeRðaRstofa. nýir Bílar 2002 7.938 2003 11.463 2004 14.401 2005 22.548 2006 19.517 2007 18.525 2008 10.426 2009 2.435 ekki bíða Ef þú ætlar á annað borð að selja bílinn getur borgað sig að gera það strax. Verð á notuðum bílum gæti lækkað á næstu vikum. ágústa johnson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.