Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 27. september 2010 mánudagur Séra Bjarni Karlsson segir sorglega stað- reynd að almenningur sé fullur hræsni þeg- ar kemur að því að veita fátækum mann- réttindi og lágmarksvelferð. Þeim finnist auðmýkjandi fátækt vera náttúrulögmál. Hann heldur að það sé enginn pólitískur vilji til að breyta forgangsröðinni meðan hugarfar borgarbúa sé slíkt en innan borg- arstjórnar sé viljinn mikill og góður. „lítill vilji til að útrýma fátækt“ „Ég held það sé lítill pólitískur vilji til að útrýma fátækt á Íslandi og það örlar á hræsni er kemur að málefn- um fátækra,“ segir séra Bjarni Karls- son, sem starfað hefur sem prestur í tuttugu ár. Hann segist leggja sig fram um að vera í tengslum við fátæka Reyk- víkinga og þær stofnanir og samtök samfélagsins sem hafa velferð og far- sæld fólks að leiðarljósi. Bjarni seg- ist hafa haft mikið fyrir því að koma sér að í stjórnmálum og ekki vegna þess að hann hafi nokkurn áhuga á flokkapólitík heldur af því að hann vill vinna að hag fátækra. „Ég er bú- inn að bora mér í gegnum kosning- ar með mikilli fyrirhöfn og nú er ég kominn þangað sem ég vil vera; í vel- ferðarráði borgarinnar. En nú þegar ég er hingað kominn þá finn ég fyr- ir því að það er engin viðspyrna og engin handföng. Það er mikil vinna fyrir höndum og það er á brattann að sækja í þessum málaflokki.“ Raðirnar eru eins og Esjan Bjarni segir borgarbúa almennt hafa þá skoðun að fátækt sé náttúrulög- mál og að raðirnar í Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd séu jafnsjálfsagt fyrirbæri og að Esjan sé á sínum stað. „Meirihluta fólks finnst eðlilegt að fólk skuli halda áfram að þurfa auðmýkja sjálft sig með því að bíða eftir mat í plastpokum, það segir gjarnan: „Fátækt er óþolandi!“, en er síðan ekki til í að breyta forgangsröð- inni til þess að útrýma henni. Það vill kannski sárustu neyðina burt og er tilbúið að láta örlítið af hendi rakna en sé það beðið um að íhuga kerf- isbreytingu þá bregst það neikvætt við,“ segir Bjarni og segir að þannig sé það staðreynd að það sé krafa á stjórnmálamenn að leysa vandann án þess að nokkrar fórnir séu færðar. Það sé hins vegar ekki hægt ef vel á að verða. „Við finnum að það er gríð- arlegur þrýstingur en sannleikurinn er hins vegar sá, hvað sem hver segir, að það er ákveðin hræsni í gangi hjá íslenskri þjóð hvað varðar fátækt.“ Fátæktin í nefnd Bjarni útskýrir að starfandi borgar- stjórnarmeirihluti sé allur af vilja gerður til að bæta stöðu fátækra. Í sumar var lögð fram tillaga meiri- hlutans um að setja saman hóp fólks til að kortleggja fjölda og aðstæður þeirra Reykvíkinga sem búa við fá- tækt. Hlutverk hópsins, sem skip- aður hefur verið til að framkvæma þetta, er einnig að koma með tillög- ur um það hvernig borgin og velferð- arstofnanir samfélagsins geti betur stutt þá íbúa Reykjavíkur sem búa við fátækt. Séra Bjarni veitir hópnum formennsku. „Þarna koma saman fulltrúar stjórnmálaflokkanna fjögurra, full- trúi frá háskólasamfélaginu, fulltrúi frá hjálparsamtökunum, embættis- menn borgarinnar og félagsráðgjaf- ar frá þjónustumiðstöðvum,“ segir Bjarni og útskýrir að í hópnum séu einstaklingar sem hafi margþætta þekkingu og geti nálgast hugtakið fátækt frá ólíkum sjónarhornum. Hópurinn mun skila áfangaskýrslu 1. október og lokaskýrslu 1. janúar. Auðmýkingarröðin En hvað um raðirnar sem eru núna? Er verið að bíða eftir skilgreining- um á við hvaða fjárhæðir fólk sé að svelta, og á meðan það sveltur? „Það eru mér mikil vonbrigði hvað það er gríðarlega þungt fyrir fæti í þessum málaflokki. Ég er bú- inn að horfa á þetta síðustu tólf árin frá því að ég kom sem sóknarprest- ur til Reykjavíkur og fór að sjá al- vöru fátækt í Reykjavík. Það er ekki verkefni þessa hóps sem ég veiti forstöðu að taka pólitískar ákvarð- anir sem varða næsta fjárhagsár. Ég sit hins vegar í velferðarráði og það brennur á okkur öllum alvara þessa máls og krafan um skjót pólitísk svör. Fátækt fólk er ekki að biðja um neitt stórkostlegt. Það er bara að biðja um það sem mætti kalla við- unandi velferð. Ég held að allir full- trúar velferðaráðs séu sammála um það að staðan er ótæk en við verð- um að þreifa okkur áfram með yf- irveguðum hætti. Við reynum að vera samferða þvert á flokkspólit- ískar skoðanir til þess að nálgast veruleika fátækra og gerum gríðar- lega kröfu á okkur til að ná árangri. Við vinnum ekki fyrst og fremst sem meirihluti og minnihluti heldur sem manneskjur því vandinn sem við glímum við er bæði kerfislægur og huglægur. Allra verst er svo hug- arfarið sem liggur svo djúpt í vitund okkar.“ Skýrar hugmyndir í burðarliðnum Bjarni segir að það muni reyna á pólitískan vilja almennings. „Það eru í burðarliðnum mjög skýrar hugmyndir um hvernig má breyta ástandinu í borginni og þá mun reyna á það hvort fólk er tilbúið að breyta forgangsröðun sinni til að þær gangi eftir. Slagurinn stendur um krónur og aura og hugarfar al- mennings. Það þarf að taka pen- inga úr einum stað og færa á ann- an. Eða auka á skattbyrðina. Ég verð að biðja fólk að hugsa dýpra og skilja við valdsmenninguna sem leiddi til hrunsins. Við þurfum að öðlast nýjan hugsunarhátt þar sem er auðskilið hversu dýrmætur fé- lagsauðurinn er og hversu dýrmætt samfélag er þar sem skeytingarleysi gagnvart fátæku fólki og börnum er ekki ríkjandi. Ég legg til að við spyrj- um: „Hvernig má tryggja öllu fólki tækifæri til mannsæmandi lífs?“ Svarið liggur í fleiri þáttum en tekj- unum einum saman. Viðunandi velferð byggir ekki aðeins á inn- komu, hún byggir á fleiri þáttum; menntun, skoðanafrelsi og sann- færingu um að geta haft áhrif.“ KRiStjAnA guðBRAndSdóttiR blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Núfrá1.ágústhleyptiVinnumálastofnunafstaðsérstökuátakigegn afleiðingumlangtímaatvinnuleysisundiryfirskriftinniÞOR-þekkingog reynsla. Markmiðiðmeðátakinueraðvirkjaþannhópeinstaklingasemhafa veriðatvinnulausirítólfmánuðieðalengurtilþátttökuífjölbreytilegum vinnumarkaðsúrræðum. Ánæstumánuðumverðaallirþessireinstaklingar kallaðirtilráðgjafafundarávegumVinnumálastofnunarogþeimkynntirmeð öflugumogmarkvissumhættitækifæriogskyldurþeirratilþátttökuúrræðum semeigaaðaukamöguleikaþeirraíatvinnuleitinni.Um4000mannshafanú veriðatvinnulausiríeittáreðalengurogVinnumálastofnunhefursettsérþað markmiðaðnálgastþáallafyrir1.nóvembernk. Vinnumálastofnun tæklar langtímaatVinnuleysi Stór hluti þjóðar glímir við erfiðleika nÁrið2009gátu36.900heimiliekki mættóvæntumútgjöldum.48.500 heimilieigaíerfiðleikum. n15.747einstaklingarþiggja örorkulífeyri n13.412eruáatvinnuleysisbótum erfiðleikar Það eru mér mik-il vonbrigði hvað það er gríðarlega þungt fyrir fæti í þessum mála- flokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.