Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 19
Gilles MbanG OndO, framherji Grindavíkur, endaði sem markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla og hlaut gullskóinn að launum. Ondo skoraði jafnmörg mörk og Atli Viðar Björnsson hjá FH og Alfreð Finnbogason hjá Breiðabliki en hann lék fæsta leiki og hlaut því gullskóinn. Drogba í uppáhalDi Einn ágætur vin- ur minn vinnur á vistheimili fyr- ir þroskahefta. Í starfi sínu ber hann ábyrgð á lífi og heilsu þess fólks sem hon- um er treyst fyr- ir. Ef hann myndi ákveða einhverja vaktina að leggja sig í stað þess að sinna starfi sínu, og svo óheppilega vildi til að húsið brynni niður á meðan, þá væri það á hans ábyrgð. Skiptir þá litlu máli hvort hann sjálfur rétti vistmönnun- um kveikjarann eða bara gleymdi að læsa kveikjaraskúffunni. Ekki heldur myndi stoða fyrir hann að benda á að vistmennirnir hefðu farið ógætilega, einmitt þess vegna var hann ráðinn til að fylgjast með þeim. Ef auðmönn- um væri fyllilega treystandi væri rík- isstjórnin óþörf. En hún er einmitt þarna vegna þess að svo er ekki. Ætlun mín hér er ekki að bera ís- lenska auðmenn saman við þroska- hefta, slíkt væri móðgun við þá sem eiga við þroskahömlun að stríða. Á hinn bóginn er það svo í öllum sið- menntuðum ríkjum að menn eru ábyrgir fyrir því sem gerist á þeirra vakt. Það er alls ekki óheyrt í ná- grannalöndum okkar að ráðherr- ar segi af sér vegna afglapa undir- manna sinna sem þeir komu hvergi nálægt, en yfirmenn bera jú ábyrgð á undirmönnunum. Þess vegna fá þeir líka meira borgað. En hér ber enginn ábyrgð á eigin gerðum, hvað þá ann- arra. Þeir fá þó meira borgað fyrir því. Geir og dínamítið Snemma árs 2006 fóru varúðar- bjöllur að hringja í íslensku efna- hagslífi. Ekkert var gert til þess að minnka áhættuna, heldur var þvert á móti allt gert til þess að sjá til þess að skaðinn yrði sem mestur þegar hið óhjákvæmilega hrun yrði. Bank- arnir héldu áfram að stækka, stofn- að var til Icesave-skulda. Ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrún- ar, sem tók við vorið 2007, má líkja við mann sem situr ofan á tifandi tímasprengju. Í stað þess að bregð- ast við fer hann og nær í meira dín- amít til þess að hvellurinn verði sem hæstur. Hvað gekk ráðamönnum okkar til á þessum tveimur og hálfu ári frá því varúðarmerkin birtust og þar til allt hrundi? Hvers vegna var ekkert gert? Þjóðin á kröfu á því að fá svar við þeirri spurningu. Ábyrgðin er hins vegar skýr, hún liggur hjá þeim sem voru kjörnir til að gæta hags- muna okkar og brugðust með eins afgerandi hætti og hugsast getur. bannað að berja leiguhjú? Hvað er hægt að gera? Það vill reyndar svo til að lög um landsdóm eru til sem ná einmitt yfir mál eins og þetta. Einu rökin gegn lögunum eru þau að lögin eru gömul. Eigum við þá ekki að fylgja nema nýjustu lögum? Ef Ísland ætlar nú, fyrst ríkja, að taka upp fyrningarrétt á lögum, þá verður að skýra hvernig sá fyrningarréttur virkar. Vissulega hefur Ísland gerbreyst á síðustu 100 árum. En það á líka við um síð- ustu 50, síðustu 20 eða jafnvel síð- ustu tvö ár. Á þá kannski að segja sem svo að öll lög samin fyrir 6. október 2008 séu hér með fallin úr gildi? Eða hvar á að draga mörkin? Þegar Íslendingar fengu stjórn- arskrá árið 1874 voru ekki allir á eitt sáttir. Sumir þingmenn mót- mæltu mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, þar sem tekið var fram að bannað væri að berja leiguhjú. Bentu þeir á séríslenskar aðstæður í því samhengi, Evrópu- búar hefðu engan skilning á nauð- syn þess að lemja smælingja. Þing- mennirnir fengu sitt ekki í gegn í það skiptið, en kannski hefur ekki svo mikið breyst á Íslandi á rúm- um 100 árum þrátt fyrir allt. Það sem íslenskir ráðamenn gera kem- ur engum öðrum við. Á meðan svo er, er mannréttindabaráttu Íslands ekki lokið. Ber einhver ábyrgð á einhverju? 1 Margir standa í skiluM en lifa í sárri fátækt Ung tveggja barna móðir með lán sín í frystingu hjá Íbúðalánasjóði fékk óvænt bréf um að íbúðin henn- ar hefði verið sett á nauðungarsölu. 2 Voru upplýstir uM háalVar-lega stöðu Ráðamenn voru upplýstir um stöðu mála fyrir hrun með minnisblaði. 3 hundeltu fréttaMann BBCMeðlimir Vísindakirkjunnar sáu til þess fylgst væri vel með fréttamann- inum John Sweeney. 4 rottweiler-hundur hrakti á Brott kynferðisBrotaMann Tveggja ára Rottweiler-hundur bjargaði konu frá nauðgun. 5 fær Milljón soðkökur Heimsmeistari í karókí fékk vegleg verðlaun. 6 BjörgunarsVeitarMaður synti 40 Metra í MikluM strauMi Vann hetjudáð til að bjarga ferðamönnum. 7 pentagon keypti fyrstu prent-un í nafni þjóðaröryggis Fyrsta upplag endurminninga hermanns var keypt til að eyða því. mest lesið á dv.is myndin Hver er maðurinn? „Gilles Mbang Ondo, knattspyrnumaður.“ Hvar ólstu upp? „Ég fæddist í Gabon en flutti tíu mánaða til Frakklands þar sem ég hef búið alla mína ævi.“ Hvað drífur þig áfram? „Að skora mörk. Ég er framherji og elska að skora mörk.“ Hvar vildirðu helst búa í heiminum? „Í Sidney. Ég hef aldrei komið þangað en ætla að bæta úr því bráðlega.“ Hvað er uppáhaldsfótboltaliðið þitt? „Chelsea. Ég hef haldið með Chelsea í langan, langan tíma. Liðið mitt er samt Paris St. Germain því ég ólst upp í Frakklandi.“ Hver er uppáhaldsfótboltamað- urinn þinn? „Didier Drogba. Hann er alveg frábær.“ Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? „Bad Boys.“ Hvernig er að búa í Grindavík? „Þar er hljóðlátt en mjög fínt.“ stefndirðu á gullskóinn fyrir tímabilið? „Ekki beint á gullskóinn en ég vildi vera á meðal þeirra efstu í markaskorun og það tókst. Ég náði nú bara gullskónum með síðasta markinu á síðustu mínútu í síðasta leiknum. Það stóð því tæpt en ég er ánægður að hafa náð þessu.“ Hefðirðu getað skorað meira? „Ójá. Ég klúðraði svo mörgum dauðafærum en það gerist þegar maður er framherji.“ Hvernig fannst þér þetta tímabil í Pepsi-deildinni? „Svipað og þau síðustu. Efsta deildin á Íslandi er sterk. Leikmenn eru sterkir og fljótir.“ Hefði Grindavík ekki getað gert betur? „Auðvitað. Við byrjuðum bara svo hrikalega illa.“ sjáum við þig aftur í Pepsi-deildinni að ári? „Ég myndi allavega ekki búast við því.“ maður dagsins kjallari „Nei, ég held ekki.“ Páll PálssOn 59 áRA, ATViNNULAUS „Nei, hef ekki áhuga á því.“ Herluf 59 áRA, SJáLFSTæðUR ATViNNUREkANDi „Ég hef aldrei farið og reikna ekki með að fara núna.“ inGibjörG aradóttir 53 áRA, STEFNUVOTTUR „Já, ég býst við því en er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að sjá.“ ari siGurjónssOn 35 áRA, BÍLSTJÓRi „Ég er RiFF.“ siGurlauG jónsdóttir, didda 45 áRA, LJÓðSkáLD OG RiFF-ARi ætlar þú á riff-kVikMyndahátíðina? dómstóll götunnar mánudagur 27. september 2010 umræða 19 valur gunnarsson rithöfundur skrifar Ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingi- bjargar Sólrúnar, sem tók við vorið 2007, má líkja við mann sem sit- ur ofan á tifandi tíma- sprengju. ósvikin gleði Blikar hafa rækt yngri flokka félagsins af stakri natni undanfarin ár. Sú elja hefur nú skilað félaginu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í karlaflokki en jafntefli gegn Stjörnunni dugði liðinu til sigurs um helgina. Liðið er að mestu skipað ungum og uppöldum Blikum og því má ljóst vera að framtíðin er björt í kópavogi. Uppganginn kunna áhangendur svo sannarlega að meta, eins og sést á myndinni. Mynd siGtryGGur ari jóHannssOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.