Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 27. september 2010 mánudagur „Þetta er mjög óæskileg þróun,“ seg- ir Bylgja Valtýsdóttir, upplýsingafull- trúi Hjartaverndar, um skýrslu OECD um offitu og ofþyngd. Íslendingar eru að feta sig upp listann yfir feit- ustu þjóðir heims og hefur þetta víð- tæk áhrif á heilsu landsmanna. Einn fylgifiskur offitu er aukin áhætta á hjarta-og æðasjúkdómum og þarf að snúa þessari þróun við. 60 prósent of feitir Skýrsla OECD sýnir að íbúar heims, þá eina helst á Vesturlöndum, hafa fitnað gríðarlega á síðustu 30 árum. Bandaríkjamenn, sem sitja í efsta sæti listans, hafa fitnað mest en skammt undan eru Englendingar og Ástralir. Íslendingar hafa fitnað mik- ið á undanförnum árum og sitja nú í níunda sæti listans, á eftir Chile en á undan Lúxemborg. Nú teljast sex- tíu prósent Íslendinga of feitir en tuttugu prósent eru taldir glíma við offitu. Samkvæmt tölum Alþjóðheil- brigðisstofnunarinnar, sem gefnar voru út árið 2008, kom í ljós að þjóð- in hafði þyngst um sjö til átta kíló á síðustu 40 árum. Þannig var meðal- karlmaður 83 kíló árið 1967 en árið 2007 var hann kominn upp í 91 kíló. Meðalkonan var 69 kíló árið 1967 en árið 2007 var hún 76 kíló. Tíðni sjúkdóma eykst Hjartavernd hefur staðið fyrir við- tækri rannsókn í 40 ár þar sem áhersla er lögð á að finna helstu áhættuþætti og tíðni hjarta-og æðasjúkdóma á Íslandi. Bylgja Valtýsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Hjartaverndar, segir að hár blóðþrýstingur og aðrir áhættu- þættir hafi almennt farið skánandi. Rannsóknir Hjartaverndar sýna að á síðustu árum og áratugum hefur mikill árangur náðst almennt varð- andi áhættuþætti hjarta- og æða- sjúkdóma en þó er einn þáttur þar sem þróunin er í þveröfuga átt, en það er offita. Þetta hefur átt sinn þátt að sjúkdómar sem tengdir eru lík- amsþyngd svo sem sykursýki af teg- und 2 sem oft er nefnd fullorðinssyk- ursýki hefur aukist verulega á síðustu árum. Sykursýki er stór áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma. „Áhættu- þættirnir magna hver annan upp.“ segir Bylgja. Allt hefur áhrif „Lýðheilsustöð hefur miðað sína starfsemi við að stuðla að góðri heilsu landsmanna og þar með tal- ið heilsusamlegu holdafari,“ segir í svari frá Lýðheilsustöð Íslands um hvernig bregðast má við vandanum. Þetta hefur verið gert meðal annars með því að stuðla að hreyfingu og góðu mataræði landsmanna. Það skiptir miklu máli að aðstæður í nán- asta umhverfi fólks séu með þeim hætti að þær stuðli að daglegri hreyf- ingu, góðri næringu og heilbrigðu hugarfari. Reynt hefur verið að stemma stigu við aukinni offitu og með verkefninu „Allt hefur áhrif“ hefur Lýðheilsu- stöð, í samvinnu við mörg sveitar- félög, meðal annars reynt að bæta skólamötuneyti. Sem stendur er ver- ið að efla þróunarstarf um heilsu- eflingu í grunn-og framhaldsskól- um í samstarfi við skóla, mennta- og menningarmálaráðuneytið og heil- brigðisráðuneytið. Rannsóknir benda þó til þess að hlutfall barna sem eru yfir kjörþyngd sé líklega hætt að aukast, eftir mikla aukningu á seinni hluta 20. aldar. Lýðheilsustöð leggur þó áherslu á það, að í umræðum um börn, er mik- ilvægt að hafa í huga að mikil áhersla á holdafar getur valdið börnum van- líðan. Þannig telja ýmsir að of mik- il áhersla á umfjöllun um holdafar í fjölmiðlum sé hluti af flókinni or- sakakeðju átröskunar, þótt vitanlega hafi fleiri þættir áhrif þar á. Þá ætti opinber umræða frekar að leggja áherslu á mikilvægi þess að börn og fullorðnir hreyfi sig nægjanlega mik- ið og neyti fjölbreyttrar og hollrar fæðu í stað þess að einblína á líkams- þyngd. gunnhildur@dv.is 1. Bandaríkin 2. Mexíkó 3. Nýja-Sjáland 4. Ástralía 5. Bretland 6. Kanada 7. Írland 8. Chile 9. Ísland 10. Lúxemborg Feitustu þjóðirnar Nú teljast sextíu prósent Íslend- inga of feitir en tuttugu prósent eru taldir glíma við offitu. Íslendingar eru ofarlega á lista yfir feitustu þjóðir heims samkvæmt skýrslu OECD. Skýrsl- an, sem kemur út árlega, sýnir að 60 prósent íslensku þjóðarinnar eru yfir kjörþyngd og tveir af hverjum tíu eru offitusjúklingar. Skýrslan sýnir einnig að offita barna hefur auk- ist hér landi. Bylgja Valtýsdóttir, talskona Hjartaverndar, hefur áhyggjur af þróuninni. Óæskileg þróun Bylgja Valtýsdóttir segir að áhættuþættir offitu magni hver annan upp. ÍSLENDINGAR FITNA OG FITNA Ísland ofarlega Íslendingar eru í níunda sæti á lista OECD yfir feitustu þjóðir heims. Lögsækja fallna banka Viðskiptavinir Glitnis og Kaupþings ætla að lögsækja Íslandsbanka og Arion banka vegna mistaka og van- rækslu bankastarfsmanna, sam- kvæmt kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið. Um nokkra fyrr- verandi viðskiptavini einkabanka- þjónustu Glitnis er að ræða en þeir sem keyptu einkabankaþjónustu áttu yfirleitt meira en 50 milljónir króna á reikningum. Því er um efn- aða viðskiptavini að ræða. Þá hafa nokkrir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings stefnt bank- anum vegna vanrækslu starfs- manna, sem hafi valdið þeim fjár- hagstjóni. Stöð 2 segir að í hálfs árs uppgjöri Íslandsbanka komi fram að bankinn viðurkenni ekki þær kröfur sem þessir fyrrverandi viðskiptavinir geri – enda snúi kröfurnar að mis- tökum sem gerð hafi verið fyrir tíð Íslandsbanka – það er þegar bank- inn hét Glitnir. 100 uppsagnir hjá OR Orkuveita Reykjavíkur mun segja upp starfsfólki vegna niðurskurðar. Þetta mun vera liður í því að leið- rétta rekstrarhalla fyrirtækisins. Yfir- menn OR hafa kynnt stjórn félagsins áform um að segja upp allt að 100 starfsmönnum á komandi vikum, að því er fréttastofa RÚV greinir frá. Um 600 manns starfa nú hjá fyrir- tækinu, en ekki hefur verið tilkynnt um tímasetningu uppsagnanna né heldur um nákvæman fjölda þeirra sem missa störf sín. Uppsagnirn- ar eru liður í því að uppfylla kröfu um fjórðungs niðurskurð í rekstrar- kostnaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.