Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 27. september 2010 mánudagur LAGERSALA www.xena.is Mikið úrval af skóm á alla fjölskylduna Frábær verð no1 st. 36-41 verð kr. 8995.- no2 st. 36-41 verð kr. 8995.- no3 st. 36-41 verð kr. 8995.- no4 st. 36-46 verð kr. 8995.- Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Spá lækkun verðbólgu Greiningardeild Arion spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,3 prósent í september. Nýjar verð- bólgutölur verða birtar á þriðju- dag en samkvæmt spá greiningar- deildar mun tólf mánaða verðbólga lækka í fjögur prósent en hún var 4,5 prósent í ágúst. Í Markaðspunktum greiningar kemur fram að ástæða hækkunarinnar sé fyrst og fremst sú að útsölum á fötum og skóm sé nú nánast lokið. Þá muni styrking krón- unnar halda niðri verðlagi einstakra vöruflokka og jafnvel valda lækkun- um í einhverjum tilvika. Aukinheld- ur séu litlir verðbólguhvatar í hag- kerfinu eins og staðan er í dag. Færri læra erlend tungumál Á síðasta skólaári fækkaði þeim grunn- og framhaldsskólanemend- um sem læra erlend tungumál. Þetta er samkvæmt tölum Hagstofunnar sem birtar voru á föstudag í tilefni af degi tungumála í Evrópu. Tölurnar sýna meðal annars að nemendum sem læra ensku í grunn- skólum landsins fækkar í fyrsta skipti milli ára á meðan framhalds- skólanemendum sem læra spænsku heldur áfram að fjölga. Að meðaltali lærðu grunnskólanem- endur 1,22 erlend tungumál skólaár- ið 2009–2010 en 1,23 árið áður. Hraðastillar hættulegir í bleytu Spáð er rigningu á landinu næstu daga og af því tilefni vill Umferð- arstofa benda ökumönnum sem nota hraðastilli, eða svokallað „cruise control“ að fara varlega. Í rigningu og mikilli bleytu lengist stöðvunarvegalend töluvert enda veggrip síðra en á þurrum vegi. Því er vert að huga vel að hraða ökutækis og fjarlægð í næsta bíl. Umferðarstofa bendir á að hættu- legt geti verið að nota hraðastilli þar sem hálka og vatn er á veg- um. Eru til dæmi um óhöpp þar sem ökumenn hafa misst stjórn á bílum sínum við slíkar aðstæður. „Það er mjög áríðandi að fólk not- færi sér úrræðin og leiti sér aðstoð- ar hjá umboðsmanni skuldara,“ segir Guðbjartur Hannesson, fé- lags- og tryggingamálaráðherra. Í helgarblaði DV kom fram að búið væri að selja 1.306 fasteignir á nauðungaruppboði á árinu. Er þá bæði átt við íbúðar- og atvinnu- húsnæði. Svo virðist vera sem ekk- ert lát sé á nauðungaruppboðum, þrátt fyrir loforð ríkisstjórnarinn- ar um annað. Hundruðum fjöl- skyldna bíður það eitt að missa húsnæðið sitt. Guðbjartur segir að meira þurfi til til að bjarga heimil- um landsmanna. Sniðinn þröngur stakkur Í helgarblaði DV var rætt við nokkra einstaklinga sem eru í þeirri stöðu að hafa misst heimili sitt. Magnús Magnússon er einn þeirra en hann er óvinnufær vegna hvítblæðis. Eft- ir að hann missti húsnæði sitt var honum boðið að leigja það á 320 þúsund á mánuði, eða þrefalda þá upphæð sem hann borgaði af því áður en hann lenti í vanskilum. Dæmin eru fleiri. Guðbjartur Hannesson bend- ir á að við búum við lagaumhverfi sem sé ekki mjög vinsamlegt og eignarréttarákvæðin séu túlkuð mjög þröngt af dómstólum. „Þau sníða okkur mjög þröngan stakk og við verðum að feta þessa leið eins vel og við mögulega getum. Ég vil meina að úrræðin sem hafa komið fram geti það. Það hefur tekist að hjálpa fólki að hluta til en það þarf meira til.“ segir Guð- bjartur og bætir við að þetta sé það sem umboðsmaður eigi að gera og hann vinni nú þegar mjög vel í því. Hann vill að lögum um greiðslu- aðlögun verði breytt á þann hátt að ábyrgðarmenn þurfi ekki að taka yfir skuldir. Það verði að hindra það. „Það má ekki eyðileggja úr- ræðin með ákvæðinu um ábyrgð- armenn. Það er ekkert gagn í því að fella niður skuldir á einstaklinga ef sá næsti í fjölskyldunni þarf svo að taka þær yfir umfram það sem á íbúðinni hvílir.“ Samkvæmt núverandi lög- um um niðurfellingu þá leysir ákvörðun um greiðsluaðlögun ekki ábyrgðarmenn undan skuldbind- ingum sínum. Ennfremur segir þar að það væri ekki sanngjarnt gagn- vart kröfuhöfum. Úrræðin verða að virka Íbúðalánasjóður hefur boðið þeim sem hafa misst íbúðir sínar að búa þar áfram gegn ákveðinni leigu. Það er þó þeim annmörkum háð að greiða þarf þriggja mánaða leigu í fyrirframgreiðslu. „Þetta eru nýjar upplýsingar fyrir mig en er í skoðun hjá okkur. Það er ljóst að úrræðið virkar ekki ef fólk er sett í verri stöðu en það var fyrir. Að vera í greiðsluerfiðleikum en eiga svo að borga þrjá mánuði fyrirfram gengur náttúrulega ekki upp,“ segir Guðbjartur. Tilraunir ráðherra hafa mið- ast við að hjálpa fólki til að halda heimilum sínum en til þess verði úrræðin að virka og það sé það sem hann vill fylgja eftir. Hann segir að húsnæðiskerfið sé veikt og það þurfi að vinda ofan af áratuga eign- arréttarkerfi sem fór úr böndun- um. Guðbjartur segir að það þurfi að auka að nýju og bæta leigu- möguleika. Lækkandi íbúðaverð hjálpar ekki heimilunum Spurður um Íbúðalánasjóð og hvort hann standi undir því að álagi sem fylgir því að taka yfir tugi fasteigna, segir Guðbjartur að svo sé. Það þurfi að fara yfir stöðu sjóðsins, eiginfjárhlutfall hafi lækkað en sjóðurinn standi vel. Það þurfi þó að huga að því hvort æskilegt sé að setja allar íbúðir á markað um leið og þær losna. „Það mun leiða til þess að íbúðaverð lækkar og það hjálpar ekki heimilum sem er með veð í eignunum,“ segir Guðbjartur. Fólk dofnar Að mati Guðbjarts er dapurlegt ef fólk, sem hefur fengið frystingu á lánum, hefur ekki haldið til hliðar þeim peningum sem annars hefðu farið í afborganir á húsnæði. „Það er auðvitað einstaklingsbundið hvernig staðan er í þeim málum og ég vil ekki alhæfa um það.“ Að- spurður um hvað hann vilji segja við fólk í erfiðleikum með húsnæð- islán segir Guðbjartur að best sé að leita sem fyrst til umboðsmanns skuldara. „Ég sé það af viðtölum í helgarblaði DV að fólk dofnar af þessum greiðsluseðlum og öllu því sem yfir það hellist en það versta er að gera ekki neitt.“ Það sé unnið hörðum höndum við að koma fólki í hendur á góðum umsjónarmönn- um sem geti leiðbeint þeim í gegn- um þessi úrræði. gunnhildur@dv.is Gera má ráð fyrir að fjöldi fjölskyldna muni missa húsnæði sín á uppboði á næst- unni þrátt fyrir loforð ríkisstjórnarinnar um annað. Guðbjartur Hannesson, fé- lags- og tryggingamálaráðherra, segir að tekist hafi að hjálpa fólki en meira þurfi til. Hann hvetur fólk í vandræðum til að leita til umboðsmanns skuldara. Að vera í greiðsluerfið- leikum en eiga svo að borga þrjá mánuði fyr- irfram gengur náttúru- lega ekki upp. „FÓLK DOFNAR“ Þarf meira til Guðbjartur segir að tekist hafi að hjálpa fólki upp að vissu marki. Enn eigi þó eftir að gera meira til að ná utan um vandann. Mynd RóbeRt ReyniSSon Hefur áhyggjur af óhöppum á sjó sem rekja má til þreytu: Sofandi skipstjórar „Það má spyrja sig að því hvort menn sofni út af löngum vökum, of mik- illi vinnu eða hvort menn eru að róa með of langar línur eða of mik- ið af veiðarfærum,“ segir Björn Val- ur Gíslason, þingmaður og formaður samgöngunefndar Alþingis. Talið er að tvö óhöpp úti á sjó á þessu ári megi rekja til þess að menn hafi sofnað við stýrið. Það fyrra varð í mars þegar línubáturinn Lágey ÞH strandaði á Tjörnesi, og það síð- ara varð í síðustu viku þegar Háey strandaði við Hólshöfða skammt frá Raufarhöfn. Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögreglumaður á Húsavík, seg- ir að grunnorsök óhappanna sé að menn hafi sofnað við stýrið. Í sam- tali við fréttavef Morgunblaðsins á föstudag sagði hann að unnið væri að skýrslutöku vegna strandsins við Raufarhöfn. Björn Valur, sem stundað hefur sjómennsku um langt skeið, segir að full þörf sé að fylgjast betur með mönnum þessara báta þannig að hægt sé að stýra veiðum og sigling- um með öruggum hætti. „Við getum ekki kennt tækjum eða tólum um því flest allir þessir bátar eru mjög vel búnir tækjum og búnaði til að forð- ast það að steytt sé á skerum. Það er margt sem hjálpast að í þessu en þetta vekur mann vissulega til um- hugsunar,“ segir Björn. Hann segir að í ljósi þessara tveggja óhappa sé full þörf á að taka málið upp í samgöngunefnd þings- ins. „Þetta þarf örugglega að skoða og ég geri ráð fyrir að við munum afla upplýsinga um það inni í samgöngu- nefnd. Þó það væri ekki nema til að forvitnast um hvort það sé eitthvað sem menn telji að betur megi fara. Hlutirnir eru svo fljótir að gerast. Ef menn dotta í 5 mínútur þá er farið yfir stórt svæði á meðan.“ einar@dv.is Skoðar málið Björn Valur segir að málið verði líklega tekið upp í samgöngunefnd Alþingis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.