Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 17
mánudagur 27. september 2010 erlent 17 „Spennan á Kóreuskaga gæti ekki verið meiri. Næsta skref er styrjöld,“ segir utanríkisráðherra Rússlands, Alexei Borodavkin. Þessi orð lét ráðherrann falla á fundi með sérfræðingum Rússlands í utanríkismálum á dögunum. Hann segir að spennan milli ríkjanna hafi farið stigvaxandi, allt frá því að Suð- ur-Kóreumenn sökuðu granna sína í norðri um að hafa sökkt herskipi suðurkóreska sjóhersins í Gulahafi í mars. Norður-Kóreumenn brugðust ókvæða við ásökununum og hót- uðu því að fara í „heilagt stríð“ gegn Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Borodavkin hvatti til þess að opinber og algjörlega óháð rann- sókn færi fram á því hvað olli því að herskipið sökk í mars. Alþjóðleg nefnd komst að þeirri niðurstöðu að norðurkóreskt tundurdufl hefði grandað skipinu með þeim afleið- ingum að 46 létust. Fullyrtu Norð- ur-Kóreumenn að nefndin hefðu ekki skilað óháðri niðurstöðu. Seg- ir Borodavkin það mikilvægt að fá niðurstöðu í málinu til að komast að hinu sanna. Rússar eru eitt sex ríkja sem eiga í viðræðum við yfirvöld í Norður- Kóreu um kjarnorkustefnu þeirra og segir Borodavkin að Rússar séu að gera allt sem hægt sé til að koma í veg fyrir átök á Kóreuskag- anum. Hann benti hins vegar á að ábyrgðinni deili yfirvöld í Norður og Suður-Kóreu jafnt. Hann gagn- rýndi tilraunir Norður-Kóreu með kjarnavopn en beindi gagnrýni sinni einnig að Bandaríkjunum og Suður-Kóreu fyrir að hafa aukið við herafla sinn á skaganum í kjöl- far þess að skipi Suður-Kóreu var sökkt. einar@dv.is Rússneskur ráðherra varar við ástandinu á Kóreuskaga: „Næsta skref er styrjöld“ „Ég hef verið í þessum sporum. Ég hef verið í þeirri aðstöðu sem Mark Zuckerberg er í og ég finn til með honum,“ segir Aaron Sorkin, handritshöfundur myndarinnar The Social Network sem frumsýnd verður um næstu helgi vestanhafs. Myndin segir frá því hvernig sam- skiptasíðan Facebook varð til og er ætlað að varpa ljósi á það hvað raunverulega gekk á þegar nokkr- ir nemendur við Harvard-háskóla ákváðu að opna netsíðu til að auð- velda samskipti milli nemenda árið 2003. Ennfremur fjallar mynd- in um það hvort Mark Zuckerberg hafi í raun og veru átt heiðurinn af stofnun og uppgangi Facebook. Skilur Zuckerberg Sorkin, sem er hvað þekktastur fyr- ir að vera höfundur þáttanna The West Wing, eða Vesturálman, seg- ir að hann geti vel sett sig í spor Zuckerbergs. „Það komu fjölmarg- ir fram í dagsljósið sem sögðust hafa átt hugmyndina. Þannig að ég hef mikla samúð með Mark,“ segir Sorkin. Sorkin er einnig höfundur vinsælla þátta á borð við The Am- erican President og Studio 60 on the Sunset Strip. The Social Net- work var frumsýnd á kvikmynda- hátíð í New York á föstudagskvöld og hlaut hún einróma lof gagnrýn- enda. Stal hugmyndinni og græddi milljarða Myndin segir meðal annars frá deilum sem hafa risið um hver átti hugmyndina að Facebook. Hún varpar ljósi á deilur Zucker- bergs og skólafélaga hans hjá Har- vard, Divya Narendra og Cameron og Tyler Winklevoss sem haldið hafa því fram að Zuckerberg hafi stolið hugmyndinni og grætt millj- arða á því. Halda þau því fram að Zuckerberg hafi stolið hugmynd- inni frá annarri netsamfélagssíðu, Connect U, sem þau stofnuðu. Þau hafi hins vegar skort þá tæknilegu kunnáttu sem til þurfti til að gera hugmyndina að veruleika og því leitað til Zuckerbergs sem þótti afar snjall forritari. Síðar kom í ljós að Facebook hafði greitt 65 millj- ónir dala til að ná sáttum í málinu. Í myndinni er einnig sýnt frá villtum lífsstíl Zuckerbergs og má í myndinni sjá villtar kynlífssenur og gleðskap þar sem gestir sjúga kókaín í nös af líkömum nakinna kvenna. Justin Timberlake og Jesse Eisenberg fara með hlutverk Zuck- erbergs í myndinni. Vildu lögbann á myndina Myndarinnar er beðið með þó nokkurri eftirvæntingu, ekki síst í ljósi þess að spurst hefur út að Zuckerberg sjálfur hafi ekki ver- ið hrifinn af því að myndin yrði framleidd. Þá reyndu forsvars- menn Facebook að fá lögbann á myndina en án árangurs. Zucker- berg lét hafa það eftir sér síðast- liðinn miðvikudag að hann ætl- aði sér ekki að sjá hana. Myndin er hins vegar á leið í kvikmyndahús, þvert gegn vilja Zuckerbergs, og var hvorki hann sjálfur, né nokk- ur annar af stofnendum Facebook hafður með í ráðum áður en hafist var handa við gerð myndarinnar. Hún byggist að mestu leyti á bók- inni The Acci dental Billionaires og dómskjölum úr málum sem hafa verið höfðuð gegn Zuckerberg. Leikstjóri myndarinnar er David Fincher sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir myndina The Curious Case of Benjamin Button. Óttast átök Borodavkin segist óttast að styrjöld brjótist út á Kóreuskaga ef fram heldur sem horfir.  myNd reuterS Það komu fjöl-margir fram í dagsljósið sem sögðust hafa átt hugmyndina. Þannig að ég hef mikla samúð með Mark... SVONA VARÐ FACEBOOK TIL eiNar þÓr SigurðSSoN blaðamaður skrifar: einar@dv.is Handritshöfundur myndarinnar The Social Network, sem segir frá upphafi samskiptasíðunnar Facebook, hefur samúð með stofnandanum, mark Zucker- berg, sem sakaður hefur verið um að stela hugmyndinni: Dæmdur í 14.400 ára fangelsi Filippseyskur karlmaður þarf að dúsa bak við lás og slá það sem eftir er ævinnar eftir að hafa verið dæmd- ur fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Dómurinn þykir ansi óvenju- legur því maðurinn var dæmdur í 14.400 ára fangelsi. Faðirinn var dæmdur fyrir að nauðga þrettán ára gamalli dóttur sinni nærri daglega í um það bil eitt ár. Á sama tíma var eiginkona mannsins og móðir stúlk- unnar erlendis vegna vinnu. Maðurinn hlaut upphaflega dauðadóm í málinu en áfrýjunar- dómstóll breytti dómnum í 14.400 ára fangelsi – 40 ár fyrir hvert skipti sem hann nauðgaði dóttur sinni. Engin rigning í Afríku? Um helmingur Breta telur að það snjói sjaldan í Frakklandi þó svo að frönsku Alparnir dragi að sér milljónir skíðaunnenda á hverju ári. Þá telur einn áttundi hluti Breta að regnskógar séu á Grænlandi og fimmtungur telur að það rigni aldrei í Afríku. Þetta leiðir könnun sem breska ferðaskrifstofan bysunshine. co.uk framkvæmdi meðal 1,726 ein- staklinga. Þykir hún renna stoðum undir það að breskur almenningur hafi of litla þekkingu á landafræði. Könnunin leiddi ýmislegt ann- að merkilegt í ljós. Þannig töldu tíu prósent aðspurðra að monsúntím- inn væri sá tími þegar fuglar flytja sig suður á bóginn á veturna. BRENNDu ENDuRmINN- INgAR hERmANNSINS Benti hann sérstaklega á Mo- hammad Atta, hugmynda- smiðinn að baki árásunum. Þá hafi sérstakur gagnagrunn- ur bandarískra yfirvalda yfir hugsanlega hryðjuverkamenn innihaldið nöfn tveggja ann- arra manna sem stóðu að baki árásunum. Yfirmenn varnarör- yggisstofnunarinnar hafi ekki látið bandarísku Alríkislög- reglunni í té þessar upplýsing- ar vegna þess að þeir töldu að það væri ólöglegt. Heiðraður hermaður Shaffers hefur verið duglegur við að gagnrýna bandarísk yfirvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.