Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 24
Gunnar enn ósiGraður Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson viðheldur mögnuðum árangri sínum í blönduðum bar- dagalistum eða MMA. Gunnar barðist á laugardagskvöldið gegn Eug- ene Fadiora, efnilegasta Bretanum í íþróttinni. Það tók Gunnar þó ekki nema tæplega fjórar mínútur að klára bardagann en það gerði hann með „rear naked choke“, eða hálstaki. Gunnar hefur klárað síðustu þrjá bardaga sína með því taki en á laugardaginn var Gunnar þó á spari- skónum. Hann tók sig til og hengdi Fadiora með þessu taki standandi en slíkt er afskaplega sjaldgæft í þessari hratt vaxandi íþrótt. stelpurnar stiGalausar í Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tókst ekki að vinna leik á æfingamóti sem liðið tók þátt í í Hollandi um helgina. Stelpurnar hófu mótið með leik gegn gestgjöfum Hollands og töpuðu 32-24. Þær töp- uðu svo á laugardaginn gegn Serbum, 32-23. Serbía er einmitt með Íslandi í riðli í lokakeppni EM sem hefst í desember. Lokaleikurinn var svo gegn Brasilíu í gær en þar höfðu þær brasilísku sigur, 24-17. Karen Knútsdóttir var markahæst gegn Brasilíu með fjögur mörk. Berglind Íris Hansdóttir stóð allan tímann í markinu og varði tuttugu og tvö skot. Molar Willum verður áfram n Eyjamenn fóru heldur betur illa að ráði sínu gegn Keflavík í loka- umferð Pepsi-deildarinnar. Liðinu hefði dugað sigur gegn Keflavík til þess að hampa Íslandsbikarnum en Keflavík hafði sigur, 4-1. Eftir leikinn tjáði Will- um Þór Þórsson, þjálfari Kefla- víkur, vefsíð- unni Fótbolti.net að hann yrði áfram með Keflavík þrátt fyrir skelfilegan árangur liðsins í sumar. „Við viljum meina það, forráðamenn og leik- mennirnir, að þetta sé örítið skref sem þurfi að taka til að láta virkilega að sér kveða í baráttu um titla,“ sagði Willum en Keflavík endaði Íslands- mótið í sjötta sæti. OndO hirti gullskóinn n Baráttan um gullskóinn var jafnhörð og baráttan um Íslands- meistaratitilinn en þrír leikmenn enduðu efstir og jafnir. Gilles Mbang Ondo hjá Grindavík, Al- freð Finnboga- son hjá Breiða- bliki og Atli Viðar Björnsson hjá FH skor- uðu allir fjórtán mörk. Ondo fær gullskóinn þar sem hann hefur leikið fæsta leiki af þeim þremur eða tuttugu leiki. Alfreð fær silfurskóinn fyrir annað sætið þar sem hann spilaði tuttugu og einn leik en Atli Viðar Björnsson spilaði alla leikina fyrir FH og hlýtur því bronsskóinn, verðlaunin fyrir þriðja markahæsta leikmann sumarsins, að launum. . tveimur liðum spáð réttu sæti n Fyrir tímabilið í Pepsi-deildinni var kynnt hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í deildinni. Þar var KR spáð Íslands- meistaratitlinum og nýliðum Sel- foss og Hauka var spáð falli. Aðeins tvö lið enduðu í þeim sætum sem þeim var spáð. FH sem endaði í öðru sæti og Fram sem endaði í því fimmta. Meisturum Blika var spáð þriðja sætinu og ÍBV sem endaði í þriðja sæti var spáð því tíunda. Þá var því spáð að Haukar myndu enda neðstir með Selfoss fyrir ofan sig en það fór á hinn veginn. Haukar end- uðu í ellefta sæti en Selfoss því tólfta. annað stjörnuhrap n Í Pepsi-deildinni í fyrra fór Stjarn- an afskaplega illa að ráði sínu en lið- ið vann ekki leik í seinni umferðinni og endaði nær botni en toppi. Annað stjörnuhrap átti sér stað í ár en Stjarnan sem var í ágætis málum um miðja deild, nær Evrópusæti en botni, vann ekki í síðustu sex leikjum sínum og endaði í áttunda sæti deildarinnar. Bætti liðið þó við sig sterkum leikmönnum fyrir mótið og missti ekki mikið. Bjarni Jóhanns- son ýjaði þó að því í viðtali á Stöð 2 Sport eftir lokaleikinn að hann yrði áfram í Garðabænum en Kristján Guðmundsson hefur verið orðaður við starf Bjarna að undanförnu. 24 sport uMSjóN: tóMAs Þór ÞórðArsOn tomas@dv.is 27. september 2010 mánudagur Manchester City gerði nágrönnum sínum í United mikinn greiða á laugar- daginn með því að verða fyrsta liðið til þess að leggja Chelsea að velli. Carlos Tevez skoraði eina markið í frábærum sigri City en fyrir leikinn hafði Chelsea unnið alla sína fimm leiki í deildinni, skorað í þeim tuttugu og eitt mark og fengið á sig aðeins eitt. Manchester United gat því minnk- að muninn á toppnum niður í eitt stig með sigri á Bolton á útivelli en leik- ir United gegn Bolton hafa vanalega verið fyrirfram greidd þrjú stig. Svo var þó aldeilis ekki í gærmorgun. Bolt- on komst tvívegis yfir gegn Manchest- er United með mörkum Zats Knight og Martins Petrov en Nani og Mi- chael Owen jöfnuðu metin fyrir Unit- ed. Owen kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og bjargaði stigi með laglegu skallamarki. Manchester United hefur nú leikið þrjá útileiki í ensku úrvalsdeildinni og ekki haft sigur í neinum þeirra. Liðið kastaði frá sér sigrinum gegn Fulham og Everton en átti ekkert meira skilið en stig gegn Bolton. Eini útileikurinn sem United hefur unnið var í vikunni gegn Scunthorpe í deildarbikarnum. Það er vonandi fyrir þá rauðklæddu að þeir geti bætt útivallarárangur sinn í vikunni því þeir mæta Valencia í Meist- aradeildinni á Mestalla-vellinum. „Ég held að mörg lið eigi eftir að lenda í vandræðum á þessum velli. Úr- slitin voru sanngjörn finnst mér. Við höfum skorað sjö mörk í útileikjunum þremur en aðeins fengið þrjú stig. Það sýnir bara hversu erfið þessi deild er,“ sagði sir Alex Ferguson eftir leikinn. Hann staðfesti einnig að Ryan Giggs yrði frá í nokkrar vikur en hann meidd- ist í leiknum. tomas@dv.is United nýtti sér ekki tap Chelsea: united enn án útisigurs Á flugi Nani var einn hættulegasti maður united gegn Bolton. Mynd reuters Breiðablik vann á laugardaginn sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í knatt- spyrnu karla þegar liðið gerði mar- kalaust jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabænum. Þar sem ÍBV tókst ekki að vinna sinn leik gegn Kefla- vík var það ljóst að Breiðablik væri meistari og braust því út mikill og einlægur fögnuður. Það var allt gjör- samlega stappað á Stjörnuvellinum í Garðabænum en fólk stóð í stæðum gegnt stúkunni og einnig tróð fólk sér á bak við mörkin til að verða vitni að þessum sögulega atburði. Breiðablik endaði með því að vinna Íslands- mótið á markatölu en það hefur að- eins gerst fimm sinnum. Síðast vann ÍA Íslandsmeistaratitilinn á marka- tölu árið 2001 í baráttu við ÍBV. tveir stórir á tveimur árum Breiðablik hefur ekki verið þekkt sem lið sem tekur mikið af titlum, í raun landaði liðið sínum fyrsta titli í fyrra þegar það varð bikarmeistari eft- ir sigur á Fram í vítaspyrnukeppni. Ef það er eitthvað sem hefur loðað jafnlengi við Blika og grínið: „Hvað er grænt og fellur á haustin?“ er það lagið: „Eiga Blikar bikara?“ sem þar til nú hefur verið svarað með nei-i. Nú hefur Breiðablik landað tveim- ur stórum titlum á tveimur árum og eiga því svo sannarlega bikara. Breiðablik er svo sannarlega verð- ugur meistari en liðið fór yfir hóla og hæðir á tímabilinu en stóðst hverja próf- raunina á fætur ann- arri. Má segja að sig- urinn magnaði á KR í Frostaskjólinu hafi verið leikurinn þegar Breiðablik virkilega sannaði að það var besta liðið horft yfir tuttugu og tvo leiki. Gríðarleg upp- bygging Fyrir þremur árum skartaði Breiðablik algjöru „2007-liði“ enda nóg af peninga- mönnum á bak við félagið þá. Þá voru Blikar með fjóra til fimm útlend- inga á meðan hinir ungu og efnilegu heimamenn sátu á tréverkinu. Þeg- ar kreppan skall á og peningurinn óx ekki lengur á trjánum hjá Breiðabliki fóru ungu strákarnir að fá tækifæri sem svo sannarlega borgaði sig. Í dag er sterkasta byrjunarlið Breiðabliks með aldrei færri en átta, langoftast níu uppalda leikmenn sem verður að teljast magnað. Það sér heldur ekkert fyrir endann á fleiri góðum og ungum Blikum sem geta spilað fyrir meistaraflokkinn. Yngri flokkar félagsins eru sér á báti Nú eiga Blikar Bikara Breiðablik er Íslandsmeistari í knatt- spyrnu árið 2010 en liðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins á laugardaginn. Blikar urðu bikarmeistarar í fyrra en það var fyrsti titillinn í sögu knattspyrnuliðs Breiðabliks. Nú hefur þetta unga lið unnið tvo stóra titla á tveim- ur árum og miðað við uppbygginguna í Kópavogi gæti fólk þurft að fara venjast því að sjá nafn Breiðabliks á þeim stóra. tóMAs Þór ÞórðArsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Hamagangur við markið Það var ekki mikið sótt í leiknum en stundum mátti minnstu muna við marksúlurnar. Kátir piltar Blikar gera sig klára í að hefja bikarinn á loft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.