Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 27. september 2010 mánudagur Brenndu endurminn- ingar hermannsins Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna keypti nýlega þúsundir ein- taka af endurminningum fyrrver- andi hermanns í von um að halda mikilvægum upplýsingum leynd- um. „Varnarmálaráðuneytið keypti fyrsta upplagið af því að það inni- hélt upplýsingar sem gátu ógn- að þjóðaröryggi Bandaríkjanna,“ sagði talsmaður Pentagon, April Cunningham, á blaðamannafundi á laugardaginn. Skrýtin ákvörðun Í yfirlýsingu til bandarísku frétta- stofunnar CNN sagði Cunningam að háttsettir embættismenn í Pentagon hefðu fylgst með því þeg- ar 9.500 eintök af endurminning- um hermannsins Anthony Shaffer voru brennd 20. septem ber. Bók- in nefnist „Operation Dark Heart“. Shaffer segist hafa fengið að vita um kaupin síðastliðinn föstudag og aðspurður segist hann ósáttur við framgöngu bandarískra yfirvalda í málinu. „Allt svæðið lyktar af hefnd,“ sagði Shaffer við CNN. „Það er fáránlegt að einhver skuli ætla sér að kæfa sögu með því að kaupa tíu þúsund eintök af bók á þessum stafrænu tímum.“ Útgefandi Shaffers, St. Martin´s Press, gaf út annað upplag af bók- inni en sú útgáfa innihélt breyting- ar sem bandarísk yfirvöld höfðu farið fram á, á þeirri forsendu að um hefði verið að ræða leynilegar upplýsingar. Ritskoðuð útgáfa Í nýja upplaginu sem prentað var fyrir skemmstu er búið að sverta yfir ákveðin orð og nöfn sem gætu „ógnað þjóðaröryggi Bandaríkj- anna“. Einnig er búið að sverta heilu málsgreinarnar, en búið er nánast að sverta yfir á hverri ein- ustu síðu bókarinnar. CNN greinir frá því að banda- rísk varnarmálayfirvöld hafi reynt í tvo mánuði að fá eintak af hand- riti bókarinnar áður en hún færi í prentun. Lögfræðingur Shaffers, Mark Zaid, sagði fyrr í þessum mánuði að bókin hefði verið lesin af yfirmönnum Shaffers hjá her- num, áður en bókin var gefin út. „Hann fékk grænt ljós eftir þann yfirlestur hjá yfirmönnum sínum,“ sagði Zaid. Það var þó öryggisþjón- usta varnarmálaráðuneytisins sem mótmælti bókinni þegar hún fékk eintak af henni. Það var þá orðið um seinan því bókin var þá á leið úr prentun. Shaffer sagði sig og út- gefendur sína hafa lagt hart að sér svo bókin myndi ekki ógna þjóðar- öryggi. Hann segir það einfaldlega vera „geðveiki“ að reyna að lesa bókina núna, því að það sé búið að sverta yfir svo mikinn texta sem innihélt engar mikilvægar upplýs- ingar um þjóðaröryggi Bandaríkj- anna. Hér er til dæmis fyrsta línan úr bókinni eftir að yfirmenn hjá bandaríska hernum fengu að fara höndum um hana. „Hérna var ég í Afganistan (ritskoðað). Mitt verk var að reka aðgerðir öryggisþjón- ustu Bandaríkjahers frá (ritskoð- að), miðstöð aðgerða Bandaríkja- hers í landinu.“ Misskildu menninguna Í endurminningunum rifjar Shaffer upp tíma sinn í Afganistan þar sem hann leiddi sérsveit Bandaríkja- hers í forsetatíð Georges W. Bush. Þessi margheiðraði hermaður sagði CNN að stærstu mistök Bush- stjórnarinnar hafi verið að mis- skilja menninguna í Afganistan. Yfirmenn í varnarmálaráðuneyt- inu segjast vera að bíða upplýsinga um verð frá útgefanda bókarinn- ar fyrir fyrsta upplagið og segjast ekki hafa keypt eintök af breyttu útgáfunni. Yfirmenn Bandaríkja- hers virðast þó ekki hafa náð að kaupa allt fyrsta upplagið því einn seljandi sagðist vera með eintak af upprunalegu útgáfunni á netsíð- unni eBay. Hann vill fá tvö þúsund Bandaríkjadali fyrir bókina en bók- in átti að seljast á 26 dali í smásölu. Frægur gagnrýnandi Anthony Shaffer komst fyrst í svið- sljósið eftir árásirnar þann 11. september 2001. Hann gagnrýndi meðal annars varnaröryggisstofn- un Bandaríkjanna fyrir að átta sig ekki á hættunni sem stafaði af meðlimum al-Qaeda á þeim tíma. biRgiR olgeiRSSon blaðamaður skrifar: birgir@dv.is Bandaríska varnarmálaráðuneytinu þótti öryggi bandarísku þjóðarinnar vera ógnað vegna endurminninga sem bandarískur hermaður gaf út. Var því ákveðið að kaupa allt fyrsta upplagið og eyðileggja það. Nýtt upplag er til sölu þar sem búið er að strika út það sem talið var vera viðkvæmar upplýsingar. Það er fáran-legt að einhver skuli ætla sér að kæfa sögu með því að kaupa tíu þúsund eintök af bók á þessum stafrænu tímum. Pentagon Varnarmála- ráðuneytiBandaríkjanna keyptialltfyrstaupplagiðog eyðilagðiþað.Mynd ReuteRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.