Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Page 16
16 fréttir 1. október 2010 Föstudagur
Sænskir kjósendur, stjórnmálamenn
og fjölmiðlar eru hugsi þessa dagana
yfir úrslitum þingkosninganna í land-
inu 19. september síðastliðinn. Málið
snýst ekki um mesta afhroð sænskra
jafnaðarmanna í áratugi. Málið snýst
heldur ekki um svo tæpan sigur borg-
araflokkanna að Fredrik Reinfeldt
forsætirráðherra neyðist til að leita
stuðnings innan stjórarandstöðunn-
ar.
Áfallið er að Svíþjóðardemó-
kratarnir, flokkur sem elur á andúð í
garð innflytjenda, náði 5,7 prósenta
fylgi og 20 mönnum á þing.
Í rauninni ætti það að vekja mesta
undrun að flokkur af þessum toga
skyldi ekki ná árangri í landinu fyrr
en í þingkosningum árið 2010, eins
og Peter Wolodarski benti á í leiðara í
Dagens Nyheter um síðustu helgi.
Rannsóknir benda til þess að í
landinu hafi á undanförnum tveimur
áratugum í það minnsta grafið um sig
tortryggni í garð útlendinga og jafnvel
hreinræktaðir kynþáttafordómar. Fyr-
ir ári töldu um 36 prósent aðspurðra í
skoðanakönnun að útlendingar væru
of margir í Svíþjóð. Þar af sögðust um
12 prósent vera mótfallin því að út-
lendingar giftust inn í sænskar fjöl-
skyldur.
Áfall sænskra stjórnmála
Í þessu hlaut vitanlega að felast tæki-
færi fyrir Jimmie Åkesson og fylgis-
menn hans meðal Svíþjóðardemó-
kratanna. Árangurinn nú tryggir
Svíþjóðardemókrötunum ómældar
upphæðir úr opinberum sjóðum til
flokksstarfsins.
Eftir kosningarnar kepptust allir
flokkar við að afneita Åkesson og gáfu
út yfirlýsingar um að ekki yrði efnt til
samstarfs við þá innan sænska þings-
ins, hvað þá að leitað yrði til Svíþjóð-
ardemókratanna um stuðning. Þetta
átti bæði við um vinstri- og hægri-
blokkina, sem ráðið hefur ríkjum í
Svíþjóð undanfarið kjörtímabil undir
forystu Reinfeldts.
Sú mynd sem umheimurinn hefur
af Svíum er að þeir séu umburðarlynd
og opin lýðræðisþjóð. Það er heldur
ekki hægt að kenna Svíþjóðardemó-
krötunum um þá staðreynd að sjúkra-
flutningamenn þora ekki inn á tiltekin
svæði í Malmö og víðar nema í fylgd
lögreglu. Svíþjóðardemókratarnir
gerðu einmitt út á vaxandi glæpatíðni
í landinu sem ekki hefur þó tekist
að sína fram á með tölulegum stað-
reyndum.
Gyðingar voru prýðilega vel lag-
aðir að þýsku samfélagi og fráleitt að
telja að þeir hafi verið þjóðfélaginu
byrði á nokkurn hátt. Það breytti engu
um þá mynd sem nasistarnir drógu
upp af þeim sem einskonar krabba-
meinsæxli á þjóðfélaginu. Allir þekkja
skelfingarnar sem af því hlutust.
„Hér gildir að halda haus og skoða
niðurstöðu kosninganna kalt og yf-
irvegað,” segir Wolodarski og mælir
með því að stóru flokkarnir líti einn-
ig í eigin barm, ekki síst þeir sem töp-
uðu fylgi. Ekki tjóir að fyllast biturð og
beina athyglinni frá eigin mistökum
og skella skuldinni þjóðernissinnaða
Svíþjóðardemókrata.
Staðan nú á vettvangi sænskra
stjórnmála er sú að forystumenn
Græningja, sem borið hafa uppi
rauðgræna bandalagið með sænsk-
um jafnaðarmönnum, hafa látið lík-
lega um stuðning við áframhaldandi
stjórn Fredriks Reinfeldt og borgara-
flokkana. Ástæðan fyrir sinnaskiptum
þeirra er sú að þeir vilja fyrir alla muni
einangra Svíþjóðardemókratana og
koma í veg fyrir áhrif þeirra á sænska
þinginu.
Teboðshreyfingin og lýðskrumið
Aukinnar þjóðernishyggju og útlend-
ingahaturs gætir víða um lönd. Slík
stjórnmálaöfl hafa náð árangri í Hol-
landi, Frakklandi, Austurríki, Dan-
mörku, Noregi og víðar.
Verðugt er að velta því fyrir sér
hvort þessi þróun eigi sér einhverja
samsvörun í bandarískum stjórn-
málum þar sem hin svonefnda Te-
boðshreyfing á hægrivæng Rep-
úblikanaflokksins. Hún höfðar til
einstaklingsréttinda, frjáls fram-
taks, þjóðaröryggis og persónulegrar
ábyrgðar einstaklinganna. Teboðs-
hreyfingin telur að slík gildi eigi undir
högg að sækja meðal þeirra sem með
valdið fara í Washington.
Grein um Teboðshreyfinguna eft-
ir bandaríska aðgerðasinnann og
fræðikonuna Naomi Wolf birtist í
sunnudagsblaði Morgunblaðsins 12.
september. Hún getur um svoköll-
uð „menningarstríð“ sem háð hafi
verið í bandarískum stjórnmálum.
Þau hafi snúist um að klófesta sálir
kjósenda með því að setja á dagskrá
mál eins og samkynhneigð, fóstur-
eyðingar og ýmis önnur málefni sem
eru til þess fallin að þjappa raðir kjós-
enda á kristilegum hægrivæng stjórn-
málanna. Ljóst má vera að Georg
Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkj-
anna, snérist á sveif með og tók þátt í
slíkum menningarstyrjöldum.
Vænisýki í garð múslima
En Naomi Wolf bendir á að Teboðs-
hreyfingin hafi aðra ásýnd sem ekki
hafi verið haldið á lofti líkt og göfug-
um dyggðum um frelsi og ábyrgð.
„Teboðshreyfingin, sem í upphafi
sýndi engan áhuga á að nota orðfæri
og táknmyndir kynþáttafordóma,
beitir nú í auknum mæli lýðskrumi í
málflutningi sínum. Frelsismálstað-
ur hreyfingarinnar víkur nú reglu-
lega fyrir vænisýki í garð múslima (...)
Pólitísku ráðgjafarnir á bak við þessa
breytingu vita að rembuháttur hefur
áhrif í Bandaríkjunum, sérstaklega á
tímum efnahagserfiðleika og pólit-
ískrar ólgu.“
Naomi Wolf minnir á að fyrir rúmri
öld hafi pólitísk sótt herjað á Banda-
ríkin sem varð til þess að venjulegt
fólk varð að taka afstöðu á forsendum,
sem byggðust á kynþáttafordómum
og lýðskrumi. Með þessu er Naomi að
vekja athygli á að meira að segja þjóð,
sem skilgeint hefur sjálfa sig í krafti
trúar á frelsi og skynsemi hefur orðið
villimannlegu kynþáttahatri að bráð
sem stuðlað hefur að þjóðrembu og
vænisýki.
Naomi Wolf hefur áður vakið at-
hygli á hættum þjóðrembunnar í
bókum sínum. Mest sé hættan þegar
stjórnvöld fari að spila á óöryggi borg-
aranna. Þeir eigi það til að selja frelsi
sitt fyrir öryggi og það viti lýðskrum-
ararnir.
En hvað um Ísland?
Jarðvegur fyrir kynþáttahatur virðist í
fljótu bragði ekki vera góður á Íslandi.
Lítið ber enn á því að borgarsamfélag
á suðvesturhorni landsins sé smám
saman að greinast í menningarkima
fólks af ólíkum uppruna og þjóðerni.
Engu að síður virtust kynþáttafor-
dómar fara vaxandi fyrir tveimur til
þremur árum með vaxandi fjölda er-
lendra verkamanna á góðæristíman-
um hér á landi.
Nú um stundir er að sjá sem efna-
hagsáfall íslenska bankahrunsins hafi
einnig nokkra tilhneigingu til þess að
tylla undir andúð á útlendingum. Lit-
ið er svo á að þeir tefji endurreisn með
óbilgjörnum kröfum í garð beygðrar
þjóðar og er auðvelt að nefna Icesa-
ve-deiluna í því sambandi. Þessu fylg-
ir ákveðin remba, einangrunarhyggja
og einhvers konar andúð á útlending-
um.
Sænska flokkakerfið hefur búist til varnar
gegn mögulegum áhrifum Svíþjóðardemó-
kratanna sem eiga rætur í nýnasisma og alið
hafa á ótta í garð útlendinga. Það er gömul
og ný saga að alið sé á öryggisleysi kjósenda
gagnvart minnihlutahópum og hefur þegar
verið bent á að stutt sé í þjóðrembuna og
kynþáttafordómana hjá hinni hægrisinnuðu
Teboðshreyfingu meðal bandarískra rep-
úblikana. Andúð Íslendinga á útlendingum á
sér sérstakar rætur um þessar mundir.
Öryggisleysið og
kynþáttahatrið
Naomi Wolf hefur sett fram eftirfarandi gátlista fyrir lesendur sína.
n 1. Stjórnvöld koma því inn hjá almenningi að ógnir steðji að þjóðinni frá
erlendum óvinum, en einnig beri að varast öfl innanlands.
n 2. Stjórnvöld koma á fót leynilegum fangelsum og herdeildum sem lúta ekki
endilega sömu reglum og venjulegar varnir þjóðríkja.
n 3. Stundað er kerfisbundið eftirlit með venjulegum borgurum og safnað
upplýsingum um það eða einstaka hópa.
n 4. Borgarar eru handteknir og þeim sleppt að því er virðist að geðþótta stjórnvalda.
n 5. Lykilmenn, sem ekki fylgja stefnu stjórnvalda, eru gerðir að skotspæni og
grafið undan tilveru þeirra og framavonum.
n 6. Stjórnvöld reyna að koma böndum á frjálsa fjölmiðla og hafa í hótunum við þá.
n 7. Gagnrýni á stjórnvöld er talin tortryggileg og mótþrói er bendlaður við landráð.
n 8. Ofan á allt annað grafa stjórnvöld undan lögum og rétti, að allir séu jafnir
frammi fyrir landslögum.
Gátlisti Naomi Wolf
jóhann hauksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
sprengdi upp sænsk stjórnmál Leið-
togar sænskra stjórnmála hafa keppst
við að afneita Jimmie Åkesson. Flokkur
hans Svíþjóðardemókratarnir eiga meðal
annars rætur í nýnasisma.
Stjórnvöld koma því inn hjá al-
menningi að ógnir steðji
að þjóðinni frá erlendum
óvinum en einnig beri að
varast öfl innanlands.
aðgerðarsinninn Naomi
Wolf varar við lýðskrumi
Teboðshreyfingarinnar og
kynþáttahatri sem blundar
undir niðri.