Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Page 25
ástæðu dugar oft og tíðum ekki að vinna á byrgjunum með vélum held- ur þarf að kveikja í byrgjunum áður til að bræða járnið sem bindur steyp- una í þeim saman og herðir byrgin. Þá tekur fólk sig til að fyllir byrgin af bíl- dekkjum og kveikir svo í. Með þessu móti myndast mikill hiti af eldinum sem auðveldar mönnum að vinna á járnbentri steypunni. En þetta er þó afar sjaldgæf lausn og standa langflest byrgin enn sem minnisvarði um stjórnartíð Hoxha og verða niðurníddari með hverju árinu. Nýjasta hugmyndin sem kom- in er upp snýst um það að breyta byrgjunum í hótelherbergi eftir því sem Caushi sagði okkur. Erlendir ferðamenn gætu þá sofið í þeim og drukkið í sig sögu Albaníu á sama tíma. Byrgin hefðu þá öðlast til- gang sem væri algerlega andstæð- ur upprunalegum tilgangi þeirra: Í stað þess að verjast erlendum aðil- um úr þeim í kommúnistaríki Hox- has tækju þau á móti túristum opn- um örmum í hinni nýju Albaníu sem er enn að jafna sig eftir harðræðisár kommúnismans. BYRGIN HANS HOXHA Maðurinn á bak við byrgin Enver Hoxha var æðsti leiðtogi albanska kommúnistaflokksins sem lét byggja skotbyrgi um allt landið til að verjast innrásum. Þessi mynd var tekin árið 1980, fimm árum áður en Hoxha dó. FÖSTUDAGUR 1. október 2010 ERLENT 25 Fjölskyldur námumannanna sem sitja enn fastir í San Jose-námunni í Chile, tæpum tveimur mánuðum eftir að hún hrundi og lokaðist, hafa höfðað skaðabótamál. Krefjast fjöl- skyldurnar 27 milljóna dala í bæt- ur, sem samsvarar rúmlega þremur milljörðum íslenskra króna. Námu- mennirnir eru 33 talsins en fjölskyld- ur 27 þeirra hafa þegar höfðað mál. Krefst hver og ein fjölskylda einnar milljónar dala. Málsókn fyrir hönd hinna sex er í undirbúningi. Það var þann 5. ágúst síðastliðinn sem náman hrundi með þeim afleið- ingum að hún lokaðist. Unnið er að björgun og hefur það gengið vel. Enn er þó talið að rúmur mánuður líði þar til námumennirnir líti dagsins ljós og er það rúmum mánuði á undan fyrstu áætlun. Málsóknin fyrir hönd námu- mannanna var höfðuð í bænum Copiapó sem er skammt frá nám- unni. Er fyrirtækinu sem á námuna og chileska ríkinu stefnt. „Dómurinn mun skera úr um það hvernig bótun- um verður skipt,“ segir bæjarstjórinn Brunilda Gonzalez. Það sem fjölskyldur mannanna eru fyrst og fremst ósáttar við er það að árið 2008 varð banaslys í námunni. Eftir slysið voru öryggiskröfur í nám- unni hertar en að sögn fjölskyldna mannanna var ekki farið eftir þeim. Slysið í ágúst hafi verið bein afleiðing þess. Eftir slysið voru eignir fyrirtækis- ins sem á námuna frystar en þær eru metnar á tæplega 1,1 milljarð króna. Fyrirtækið lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti skömmu eftir slysið og hefur chileska ríkið borgað fyrir björgunaraðgerðir. einar@dv.is Fjölskyldur námumannanna í Chile höfða mál: Námumenn vilja bætur Vilja bætur Fjölskyldur námumann- anna hafa höfðað skaðabótamál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.