Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Síða 26
Nú á að plata okkur Uppvakningur hins spillta klíkusam-félags gengur nú ljóslifandi aftur og reynir að brengla alla umræðu. Ástæðan er uppreisn þingmanna gegn því að ráðherrar axli lagalega ábyrgð. Birtingar- myndin er stöðugur, pólitískur áróður sem er umfangsmesta tilraunin til að villa um fyrir almenningi frá því Geir Haarde var við völd. Sett var á fót þingmannanefnd, skipuð nýjum þingmönnum sem voru síður van- hæfir en aðrir og þar af leiðandi síður líklegir til að hlífa ráðherrunum sérstaklega. Nefnd- in komst að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Geir Haarde, Árna Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, en ekki Björgvin G. Sig- urðsson. Vitað var að upplýsingum hafði verið skipulega haldið frá Björgvin, en engu að síður mátti færa sterk rök fyrir því að hann yrði ákærður með hinum. Áróðursstríðið á Alþingi síðustu daga hef- ur snúist um að hinir vanhæfu, samseku og hagsmunatengdu hafa barist fyrir því að koma í veg fyrir að niðurstaða óháðu þing- mannanefndarinnar næði fram að ganga. Og þeim tókst það að hluta. Andstæðingar ráðherraábyrgðar nota það nú sem sín helstu rök gegn ákæru gegn Geir Haarde að vanhæfu alþingismennirn- ir skyldu hafa náð að bregða fæti fyrir niður- stöðu óháðu nefndarinnar. Önnur helstu rök andstæðinga ráðherraábyrgðar eru þessi: 1. En Geir átti að vera ákærður. Þeir sem gagnrýna mest að hann sé ákærður einn eru þeir sömu og komu í veg fyrir að hinir yrðu ákærðir. Enginn vafi er á því að Geir var for- sætisráðherra og hafði sig mest í frammi við að tala niður hættuna og hylma yfir hana. Ef einhver ber raunverulega meiri ábyrgð en Geir kann það að hafa verið Davíð Oddsson. Hann hafði hins vegar enga ráðherraábyrgð og auk þess var það á ábyrgð Geirs að hleypa honum í bílstjórasætið og halda honum þar með læstar dyrnar mánuðum saman eftir að rútan var komin öfug út í skurð. 2. Ekki á að ákæra nema allir náist. Jó- hanna Sigurðardóttir er helsti talsmað- ur þess að ákæra ekki, nema allir þeir sem beri ábyrgð náist, langt aftur í tímann. Þar á meðal hún, væntanlega. En það eru eng- in rök gegn ákærum á hendur þeim sem eru grunaðir um brot gegn lögum að einhver annar sé líka mögulega brotlegur, sérstak- lega þegar lög kveða á um að möguleg brot séu fyrnd. Þetta er skýrt dæmi um útúrsnún- ing rökþrota stjórnmálamanns sem er far- inn að tala út frá annarlegum hagsmunum. 3. Það var of seint að bjarga bönkunum árin 2007 og 2008. En þú losnar ekki und- an allri lagalegri og siðferðislegri ábyrgð á grundvelli þess að þú sért ekki Súperman. Enginn býst við því af ráðherrunum að þeir láti vandann skyndilega hverfa, eins og Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson býst við af Steingrími J. Sigfússyni í Icesave-málinu. Hins vegar gerðu ráðherrarnir ekkert í stór- kostlegum vanda bankanna annað en að leyna honum og villa um fyrir fólki þegar vandinn kom til tals. 4. Ákærurnar voru pólitískar. Sjálfstæðis- menn lýsa því yfir hver um annan þveran að atkvæðagreiðslan hafi verið pólitísk. Orðið „pólitískt“ þýðir væntanlega að hún hafi ein- kennst af sérhygli, áróðri og klíkuskap. Þeir sem eru á móti ákærum yfirhöfuð kvarta undan því að fleiri hafi ekki verið ákærðir. Það er pólitískt. Hér kvikna öll viðvörunar- ljós um pólitískan áróður. 5. Lýðræðið er í hættu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sem ráðinn var ritstjóri Fréttablaðsins í góð- ærinu, segir að lýðræðið hætti hreinlega að virka ef menn eigi á hættu að fá refsingu fyrir „pólitískt mat“. Þótt menn setji orðið „pólit- ískt“ framan við hluti til að fjarlægast ábyrgð verður ekki réttara að villa um fyrir þjóðinni og bregðast ráðherraábyrgð með ömurleg- um afleiðingum. 6. Ef Geir verður sýknaður er það áfellis- dómur yfir þingmönnum sem völdu ákæru. Þetta er í það minnsta mat Geirs sjálfs. En við höfum slíkar yfirgnæfandi sannanir fyrir andvaraleysi, aðgerðarleysi og blekkingum Geirs að við þurfum ekki frekari vitnanna við til að sjá að hann var hörmulegur for- sætisráðherra, sem aldrei aftur verður kos- inn lýðræðislega á þing. Spurningin snýst í raun ekki um að finna út úr því hvort Geir hafi brugðist ráðherraábyrgð, heldur hversu alvarlega og hvort kerfið muni refsa ráðherr- um fyrir það. Þetta er prófmál. 7. Alþingi er vanhæft. Þingmannanefndin var höfð eins óháð fyrri valdhöfum og hægt var, vegna þess að Alþingi var vanhæft. Þess vegna hefði verið eðlilegast að staðfesta nið- urstöðu nefndarinnar. Þeir sem ákváðu að hygla ráðherrunum féllu á prófinu og virkj- uðu vanhæfnina. Landsdómsmálið felur í sér athyglisverð- an lærdóm fyrir kjósendur. Stór tíðindi felast í því að þingmenn geta nú kosið þvert gegn flokkslínum, ólíkt því sem tíðkaðist þegar oddvitaræðið og leyndarhyggjan ollu því að allir þurftu að ganga í takt eftir foringjanum, jafnvel þótt hann væri kominn flokksráðinn og óhæfur inn í Seðlabankann. Kjósendur kynnast nýrri hlið á Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún leyfir þingmönnum sínum að greiða atkvæði eftir eigin sannfær- ingu. En hún sér ekki eigin vanhæfni og hefur ekki siðferðisþrekið til að stíga til hliðar í at- kvæðagreiðslunni. Kjósendur sjá hvernig Sjálfstæðisflokkur- inn vinnur einn og óskiptur gegn prófmál- inu um ábyrgð ráðherra og hvaða þingmenn annarra flokka ákváðu að kveða mat óháðu nefndarinnar í kútinn og koma í veg fyrir að ráðherraábyrgð Geirs og félaga yrði met- in fyrir landsdómi, lögum samkvæmt; Guð- bjartur Hannesson, Guðmundur Steingríms- son, Róbert Marshall og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Þessir þingmenn hafa auðsýnt framúrskarandi aðlögunarhæfni að klíku- ræðinu. Við vitum nú að Alþingi er ennþá sýkt og að nýir þingmenn eiga verulega á hættu að smitast. Hættan er að smitið berist aftur út fyrir Alþingi með því að fólk gleypi áróður um að það sé hið versta mál að láta ráðherra svara fyrir ábyrgð sína lögum samkvæmt. Stóra hættan er að við glepjumst til að veita ráð- herrum lagalega heimild til að blekkja okkur. Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Við vitum nú að Alþingi er ennþá sýkt leiðari 26 umræða 1. október 2010 föstudagur Sonur Sollu reiður n Innan Samfylkingar er gríðarleg reiði vegna þeirra þingmanna flokks- ins sem vildu draga Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur fyrir landsdóm. Hrafnkell Hjör- leifsson, sonur Ingibjargar, steig það skref í vik- unni að segja sig úr flokki móður sinnar. Fleiri ætt- menni Ingibjarg- ar munu hafa gert það sama. Í ljósi átaka hennar og Jóhönnu Sigurðar- dóttur hlýtur að vera tímaspursmál hvenær Ingibjörg segir sig sjálf úr flokknum. Davíð fyrir Dóm n Þótt ekki séu allir ánægðir með það að Geir Haarde verði dreginn fyrir landsdóm eru þó einhverjir sem sjá ljósið í þeim vitnaleiðslum sem eru fram- undan. Óumflýj- anlegt er að Dav- íð Oddsson, sem kallaður hefur verið höfundur hrunsins, verði kallaður fyrir dóminn. Framburður Davíðs um að- gerðaleysi Geirs þrátt fyrir viðvaranir Seðlabanka er að sumu leyti lagður til grundvallar ákærunni. Vandinn er hins vegar sá að Davíð og félagar gerðu ekkert í málunum og það mun landsdómur væntanlega draga fram. BlóraBöggullinn geir n Innan þeirrar klíku í Sjálfstæðis- flokknum sem er í kringum Davíð Oddsson var mælt nokkuð fyrir landsdómi áður en þingið skip- aði Atlanefnd- ina frægu. Þar var að baki sú hugmyndafræði Hannesar Hólm- steins Gissurar- sonar prófessors að allt hafi verið í himnalagi á Ís- landi fram að því að Geir Haarde tók við forsætisráðu- neytinu. Nú hefur þessi sami hópur uppgötvað að Geir mun að sjálfsögðu verjast fyrir landsdómi og hitinn fær- ast yfir á Davíð og aðra stjórnendur Seðlabankans sem töluðu mikið en gerðu fátt. Hrunmaður Hótar n Ástandið í þinginu er með kaldara móti þessa dagana. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins eru ævareiðir vegna landsdóms og hafa í hótunum við aðra þingmenn. Einna grimmast- ur er Tryggvi Þór Herbertsson sem sendi tölvupósta á sérvalda sam- fylkingarmenn með lítt dulbún- um hótunum. Tryggvi er reynd- ar annálaður fyrir að hafa verið þátt- takandi í öllu ruglinu fyrir hrun sem samstarfsmaður Karls Wernersson- ar. Síðar varð hann efnhagsráðgjafi forsætisráðherra og leiddi lýðveldið í hrun. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is umSjón helgarblaðS: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is umSjón innblaðS: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Að heyra ærukæra menn á hæstvirtu Alþingi gera grein fyrir atkvæði sínu, í atkvæðagreiðslu við þinglok, er lík- lega einn mesti aumingjaleikur sem ég hef orðið vitni að. Þarna þóttust menn vera að fara að einhverju sem þeir kalla innri sannfæringu. Og svo voguðu þessi himpigimpi sér að vitna í lögvarinn rétt og skyldur – tíunduðu meira að segja eiðsvarin drengskap- arheit og hvaðeina. Loddarahátt- urinn var svo gróf aðför að velsæmi þjóðarinnar að ég skammaðist mín sem aldrei fyrr. Ég var að velta því fyr- ir mér hvort ég gæti ekki losað mig við aðild að þjóðskránni á sama hátt og ég losnaði úr þjóðkirkjunni hér um árið. Hollusta við flokkinn er nákvæm- lega það eina sem fólk praktíserar, jafnvel þótt menn einsog hinn lífs- glaði og síbros- andi Birgir Ár- mannsson tali um sannfær- ingu. Og þó að hinn núverandi framsóknarmað- ur, Guðmund- ur Steingríms- son, reyni að láta heimspekileg- ar vangaveltur flækja málið, þá sýnir kjaftavað- all þingmanna okkur enn og aftur að stjórnmálaflokkar á Íslandi eru til óþurftar. Ábyrgð stjórnmálamanna verður fyrst tryggð þegar fólki verður leyft að velja persónur á þing, þ.e.a.s. fólk sem ekki tilheyrir öflum sam- tryggingar. Og ráðherraábyrgð verður fyrst virk þegar ráðherrar verða ráðn- ir til starfa á einhverjum öðrum for- sendum en þeim, að þeir bara setjist (sem þingmenn) í ráðherrastóla – undir sólhlíf flokkseigendafélaga. Eitt sinn var einungis eitt skemmt epli í kassanum en nú er öldin önnur. Dýrmætum tíma, í námunda við þinglok, er eytt í innantóman blöðru- skap, þar sem reynt er að klína sök á mann sem er saklausari en Guð. Hér er búinn til skrípaleikur sem er verri en allt sem vont er. Ef ástæða var til að draga einhvern af ráðherrunum fjórum til ábyrgðar, þá átti að ákæra þá alla. En burtséð frá því, þá leika hinir sönnu og eðalfínu glæpamenn ennþá lausum hala og gera jafnvel grín að þeirri staðreynd að ráðherra- ábyrgð á Íslandi skuli fyrnast á ein- ungis þremur árum. Uppboðum á húseignum fjölgar, fólk er borið út; heimilin í landinu fá ekki viðeigandi leiðréttingar lána en bankarnir keppast við að gefa útgerð- argreifum á ríkisspena afslátt, með öllum viðeigandi og óviðeigandi af- skriftum. Geir, hann er barnanna bestur og bljúgur og saklaus sem prestur, þó nýtist þeim hinum, hans nánustu vinum, hinn alræmdi fyrningarfrestur. 63 skemmd epli skáldið skrifar kristJán hreinsson skáld skrifar Eitt sinn var einungis eitt skemmt epli í kassanum en nú er öldin önnur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.