Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Page 28
28 umræða 1. október 2010 föstudagur
Ég skal viður-
kenna að ég
nenni varla að
fara hér mörg-
um orðum
um þá niður-
stöðu Alþingis
að ákæra Geir
H. Haarde fyrr-
verandi for-
sætisráðherra
fyrir brot á lög-
um um ráð-
herraábyrgð. Að
mörgu leyti finnst mér sú ákæra
ósköp eðlileg. Geir var skipstjóri á
skipi sem sigldi á fullri ferð í strand
um hábjartan dag og sökk síðan á
skammri stundu því það reyndist
ofan í kaupið vera hriplekt og sund-
urryðgað, þrátt fyrir splunkunýtt lag
af glansandi lakki. Og margir voru
búnir að vara skipstjórann við því að
sigling hans væri ógætileg, og áður
en hann tók við kask eyti skipstjórans
hafði hann árum saman verið bæði
vélstjóri og síðan fyrsti stýrimaður
á fleyinu. Hann átti þess vegna að
þekkja á því hvern krók og kima, og
vita nákvæmlega hvað það þoldi og í
hvaða ástandi það var.
VÍST SÝNDI GEIR GÁLEYSI
Hann sýndi af sér gáleysi, stórfellt
gáleysi, um það er engum blöðum
að fletta. Hvort það er gáleysi í skiln-
ingi laga um ráðherraábyrgð ætla ég
ekki að kveða upp úr með, en mér
finnst satt að segja langeðlilegast að
það sé útkljáð með þeim hætti sem
hingað til hefur verið gert ráð fyrir í
tilvikum sem þessum – sem sé fyrir
landsdómi. Hvort form og eðli lands-
dóms sé óaðfinnanlegt má deila vel
og lengi um, en fram hjá því verður
ekki horft að þetta er það form rann-
sóknar og dóms í málum er snerta
ráðherraábyrgð sem við situm uppi
með – og þá er um að gera að nota
þennan dóm.
Ef ekki þykir ástæða til að láta
reyna á lög um ráðherraábyrgð eft-
ir hið mikla hrun sem hér varð í öllu
samfélaginu, þá er eins gott að nema
öll slík ákvæði úr lögum, og setja þar í
staðinn klásúlu þar sem segir einfald-
lega að ráðherrar þurfi ekki að gegna
starfi sínu af heilindum, heldur megi
þeir vera gjörsamlega úti að skíta, án
þess að þeim verði gerð nokkurs kon-
ar refsing fyrir atferli í starfi.
Ég held reyndar að þótt Geir
Haarde hafi verið gramur yfir því að
hann einn ráðherranna skyldi dreg-
inn fyrir landsdóm, þá hafi hann
þó fljótlega áttað sig á því að líklega
væru þetta hreint ekki svo slæm úr-
slit fyrir hann. Hann fær tækifæri til
að halda uppi vörnum fyrir sig og tala
sínu máli, útskýra atburði frá sínum
sjónarhóli á opinberum vettvangi,
þegar landsdómurinn kemur sam-
an, og lukkist vörn Geirs vel, þá getur
bara meira en verið að hann komi frá
þessari raun meiri maður en áður –
hvort hann verður dæmdur sekur um
eitthvað, eður ei.
Fáránleg reiði sjálfstæðismanna
yfir því að Geir skuli þurfa að tala sínu
máli fyrir landsdómi er algjörlega
óskiljanleg. Þar eru dregnar á flot lík-
ingar við krossfestingu Krists, blóðug
réttarhöld Stalíns og ég veit ekki hvað
– en allt er þetta vitaskuld út í hött. Ég
held nú satt að segja að menn ættu
aðeins að róa sig áður en æsingurinn
fer út yfir allan þjófabálk í þessu efni.
MUN INGIBJÖRG SÓLRÚN SJÁ
EFTIR ÞVÍ AÐ FARA EKKI FYRIR
LANDSDÓM?
Og ég held líka að Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir eigi, þótt síðar verði, eftir
að sjá svolítið eftir því að hafa ekki
farið sömu leið og Geir. Auðvitað
er ljóst að þrátt fyrir allt, þá bar hún
hvergi nærri sömu ábyrgðina og
hann, en hún bar þó mikla ábyrgð
og tók fullan þátt í efnahags- og fjár-
málapólitík mánuðina fyrir hrun.
Hún barðist ákaft gegn því að fara
fyrir landsdóm, en ég held nú í fullri
vinsemd að hún hefði kannski átt að
íhuga að það hefði getað orðið henni
fyrir bestu að fara þessa leið.
Ég hugsa nefnilega að hún hefði
verið sýknuð fyrir landsdómi, að
minnsta kosti að langmestu leyti, en
nú situr hún uppi með vafann, og
þær byrðar að einhver fúl flokkapól-
itík hafi komið í veg fyrir að hún færi
fyrir landsdóminn.
Og hvað varð, meðal annarra
orða, um glaðbeittar staðhæfing-
ar Björgvins G. Sigurðssonar um að
hann kviði því svo sannarlega ekki að
verja gjörðir sínar fyrir landsdómi?
Gott ef hann lýsti því ekki einhvers
staðar yfir að hann beinlínis hlakk-
aði til! Hann hefði auðvitað getað
farið fyrir landsdóm ef hann hefði
viljað – en nei, þegar til kom varðist
hann eins og hinir því að þurfa að
bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Björgvin telur sig, trúi ég, hafa
axlað fullnægjandi ábyrgð með því
að hafa sagt af sér ráðherradómi degi
áður en hrunstjórnin féll, og með því
að hafa „farið í frí“ frá þingmennsku
nú í sumar. Og í því sambandi verð
ég að agnúast út í orð Ingibjargar
Sólrúnar í Fréttablaðinu í gær, þar
sem hún talar um hvað það sé fárán-
legt að stjórnmálamenn séu dregnir
fyrir dóm; það sé aldeilis nóg að þeir
beri „pólitíska ábyrgð“ á mistökum
sínum. Jahá. Þessi „pólitíska ábyrgð“
– hvar er hana að finna?
NÆG REFSING?
Er Ingibjörg Sólrún kannski sam-
mála Pétri Blöndal sem heldur því
fram að það sé næg refsing fyr-
ir hrunpólitíkusar að sjá illa skrifað
um sig í skýrslu rannsóknarnefndar
og í fjölmiðlum? Er það fullnægjandi
„ábyrgð“ fyrir að hafa stýrt þjóðar-
skútunni til versta hruns í vestrænu
ríki í manna minnum, að fáeinir
stjórnmálamenn verði kannski að
hætta sem ráðherrar – en haldi auð-
vitað sínum vænu eftirlaunum?
Slíkt er ekki næg refsing fyrir ís-
lensku þjóðina. Hún hefur glatað
stórum hluta eigna sinna og tekna
með bankahruni og hruni krónunn-
ar. Og slíkt er ekki næg refsing fyr-
ir þá sem ruddust inn á þingpalla
með aðeins of miklum gassagangi
í desember 2008. Þangað til þing-
menn standa upp í ræðustól á Al-
þingi og lýsa samúð sinni með því
fólki, þá nenni ég ekki að hlusta á
kvein þeirra og væl fyrir hönd örfárra
ráðherra sem sparkað er úr embætti,
þar sem sumir voru í hópi öflugustu
hrunverja, en ríða svo út í sólsetið
með fulla vasa fjár ...
Það eru ekki verstu afleiðing-
ar hrunsins þótt fáeinir stjórnmála-
menn lendi í bobba. Flestir aðr-
ir Íslendingar hafa mátt þola meiri
hörmungar síðan hrunið varð.
Það fyrsta sem ég-heyrði af mögu-legu efnahagshruni heimsins var þeg-
ar fjárfestingarbankinn Leh-
man Brothers féll í Banda-
ríkjunum, árið 2008. Það var
reyndar ekki fyrir það að ég
hefði kynnt mér það í fjöl-
miðlum heldur sagði vinur
minn mér frá atburðunum.
Hann sagði mér reyndar ekki
frá því af því að hann héldi að
ég hefði áhuga á falli bankans
heldur vegna kvennamála.
Það var nefnilega þannig að daginn sem Lehman Brothers féll sat vinur minn í kennslu-stund. Kennarinn hans var að
tala um afleiðingarnar sem þetta gæti
haft þegar síminn byrjar að hringja. Á
línunni var sameiginlegur félagi okkar
sem einfaldlega varð að ná tali af vini
sínum. Hann hringdi án afláts og vin-
ur minn taldi víst að áhyggjur af falli
bankans réðu för.
Hann velti því fyrir sér hvort foreldrar félagans hefðu átt einhverra hagsmuna að gæta á hlutabréfamarkaðin-
um og nú færi fjárhagur fjölskyldunnar
á versta veg. Þegar tíminn loks klárað-
ist hringdi vinur minn í þennan æsta
sameiginlega vin okkar og spurði hann
frétta. „Hvað segirðu, hefurðu áhyggj-
ur af falli Lehman-bræðra?” spurði
hann.
sameiginlegur vinur okkar svar-aði þá enn æstari: „Hvað varðar mig um þessa helvítis Lehman-bræður?“ og greindi honum
í kjölfarið frá því að sætasta stelpan í
bænum væri að fara á stefnumót með
einhverjum öðrum gaur en honum.
svona fékk ég veður af yfirvof-andi efnahagshruni heimsins. Áhyggjur af kvennamálum vin-ar okkar voru auðvitað lítilfjör-
legar í samanburði við mögulegar af-
leiðingar af efnahagshruninu en þess
má þó geta að vinur okkar var fjótur að
jafna sig á sínu áfalli. Stuttu síðar steig
ég mín fyrstu skref sem blaðasnápur á
héraðsfréttamiðli úti á landi en fylgd-
ist þess utan með ráðamönnum lands-
ins í fjölmiðlum. Ég var því ekki beint í
hringiðu bankahrunsins og horfði að-
eins á ráðamennina úr fjarska mæta
slétta og yfirvegaða í sjónvarpsviðtöl-
um. Ég taldi þessa menn sem stjórn-
uðu landinu á þeim tíma ágætis menn
og að þeir hlytu að vera ágætir í mann-
legum samskiptum – óháð því hvern-
ig þeir höguðu sér á hinum pólitíska
vettvangi.
Í fyrsta sinn sem ég hitti Geir Haarde var þegar hann var gestkomandi í heimabyggð minni. Þar var hann á kosningafundi í aðdraganda þing-
kosninga. Eins og alsiða er úti á landi
er það til siðs að bjóða upp á vöffl-
ur með rjóma á sunnudögum. Í boð-
inu höfðu nokkrir vaskir drengir þann
starfa að valsa um salinn með rjómas-
prautur til að skella á heimabakstur-
inn. Geir var allra manna ljúfastur og
neitaði að sjálfsögðu ekki flotinu þeg-
ar honum var boðinn rjómi
með gómsætri vöfflunni.
Einn vinur minn fékk það
hlutskipti að gefa verðandi
forsætisráðherra rjóma. Sú
stund rennur honum seint úr
minni. Það er í sjálfu sér ekki
flókið verk að sprauta rjóma
en guð minn góður, hon-
um tókst að sprauta þeytt-
um rjóma yfir Geir allan og
hjartað í vini mínum hvarf
ofan í buxurnar á honum.
Geir sýndi sínar bestu hliðar
og tók því nú bara eins og hverju öðru
hundsbiti. Hann hló vel og innilega að
atvikinu og sagði vini mínum að hafa
ekki áhyggjur af þessari uppákomu.
Vinur minn hefur hins vegar enn ekki
borðað rjóma eftir þetta atvik og fær
kvíðaköst í hvert sinn sem hann geng-
ur framhjá rjómarekkum í verslunum.
daginn sem Alþingi ákvað með naumum meirihluta að ákæra Geir H. Haarde og að sækja ætti hann til saka
fyrir landsdómi, lágu leiðir okkar sam-
an. Mér var falið að fara fyrir hönd DV
og spyrja hann nokkurra spurninga.
Geir var þá á hlaupum á milli sjón-
varpsfétta Stöðvar 2 og Ríkisútvarpsins
vegna málsins. Til stóð að ég fengi að
ræða við hann á milli kvöldfrétta Ríkis-
útvarpsins og Kastljóssins.
En aftur að ákærudegi Alþingis. Eftir að hafa horft á hann tala í sjónvarpinu um ákæruna með yfirveguðum en þó ákveðnum
hætti fékk ég að kynnast annarri hlið
á Geir. Eins og við öll þá verður Geir
pirraður þegar hart er á hann sótt. Ég
er allavega þannig, án þess ég tali nú
ekki fyrir alla aðra. Það er skiljanlegt að
hann sé ekki alltaf brosandi og kump-
ánlegur við alla, eftir allt það sem hef-
ur gengið á í hans lífi undanfarin tvö
ár. Hann var greinilega annars hugar,
enda á leið í Kastljósið að útskýra sína
stöðu fyrir þjóðinni í beinni útsend-
ingu. Eftir að hafa sagst ætla að tala
við blaðamenn Moggans, sem voru
staddir þarna á sama tíma, brá hann
sér afsíðis í símann. Gallinn við okkur
blaðasnápana, sem erum frekar nýir af
nálinni, er að við erum ekki þekkt and-
lit eins og þeir sem þvæst hafa í þessum
bransa til fjölda ára. Það kom berlega í
ljós þegar Geir sneri til baka úr síman-
um. Þegar símtalinu lauk gekk hann
hægt og rólega til mín og spurði að
hverju ég vildi spyrja. Ég horfði á hann
svolitla stund og benti honum svo á að
ég væri ekki frá Morgunblaðinu heldur
væru það mennirnir sem væru fyrir aft-
an mig. Minnið var ekki betra en svo að
hann rápaði beint í fang ljósmyndara
DV og spurði þess sama, áður en hann
að endingu hitti á þá sem hann hafði
lofað að tala við.
Það var þó óneitanlega upplifun fyrir óskólaðan sveitastrákinn að sjá mannlega hlið á virðu-lega manninum í sjónvarp-
inu. Þess má geta að það kom þó ekki
mikið út úr samtali okkað annað það
sem hann sagði við aðra fjölmiðla og
allir hafa lesið um. Hann er hins vegar
mannlegur, eins og við hin.
SveitapiltSinS
draumur
Kvein hrun-
verjanna
trésmiðja
illugi
jökulSSon
rithöfundur skrifar
birgir
olgeirSSon
blaðamaður skrifar
Illuga Jökulssyni finnst að stjórnmálamenn ættu að hætta
að væla yfir örlögum Geirs Haarde.
Geir var skipstjóri á skipi sem sigldi
á fullri ferð í strand um
hábjartan dag.
HELGarPistiLL