Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Page 29
föstudagur 1. október 2010 umræða 29 Þing er sett í dag. 139. löggjafarþing Íslands. Alþingi var endurreist í Reykjavík árið 1844 eftir áratuga baráttu manna á borð við Baldvin Einarsson sem árið 1829 gaf út ritið Ármann á Al- þingi. Þingið dró nafn sitt af lög- gjafarsamkomu og dómstól sem starfræktur var á Þingvöll- um í hinu forna þjóðveldi, frá árinu 930 og þar til Gamli sáttmáli við Noregs- konung var gerður árið 1262. Við gildis- töku lögbókanna Járnsíðu árið 1271 og Jónsbókar 1281 minnkaði vægi Alþing- is verulega og það varð einvörðungu að dómstól með takmarkað vald. Lög- gjafarvaldið fór til konungs og valdið hvaf endanlega úr landi árið 1662 með Kópavogssamningnum svonefnda. Eft- ir það kom Lögrétta aðeins saman árin 1799 og 1800. Árið 1845 kom endurreist Alþingi svo loks saman á ný. Fimm árum síð- ar var Þjóðfundurinn haldinn í sal þess í Latínuskólanum þar sem Mennta- skólinn í Reykjavík er nú til húsa. Þeim fundi lauk með frægum orðum þingfor- setans Jóns Sigurðssonar þegar hann stóð upp í hárinu á yfirgangi Jørgen Ditlev Trampe, stiftamtmanni Dana- kongungs, sem hafði fyrirvaralaust slitið fundinum. Þá fór Jón fyrir þing- mönnum sem saman mæltu: „Vér mót- mælum allir.“ Þaðan í frá varð ráðgjafaþingið í Lat- ínuskólanum meginvettvangur sjálf- stæðisbaráttunnar. Það var svo ekki fyrr en heilli öld síðar, á hátíðlegum þing- fundi á Þingvöllum þann 17. júní 1944, að þingið felldi sambandslagasamn- inginn við Dani formlega úr gildi. Síðan hefur Alþingi verið verndari bæði lýð- ræðisins og sjálfstæðis Íslands – sjálfur grundvöllur stjórnmálastarfs Lýðveld- isins Íslands. Því er það ávallt hátíðleg- ur viðburður þegar Alþingi er sett, eins og í dag. Gallsúr klækjapólitík Lotningin fyrir þinginu við setningu þess í dag er þó lævi blandin meðal þjóðarinnar. Á síðustu misserum hef- ur Alþingi því miður illilega sett nið- ur. Hefur færst frá því að vera brjóst- vörn þjóðarinnar í vettvang sjálfhverfra hávaðaseggja sem virðast hafa meiri áhuga á eigin rödd en ígrunduðum umræðum um hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Í vikunni fengum við svo að fylgjast með því í beinni útsendingu hvernig þingið fyrir eigin tilverknað sökk enn dýpra ofan í fúafenið. Merkileg má hún allavega heita niðurstaðan, að samviskuleit sextíu og þriggja þingmanna skuli hafa leitt til þess að Geir H. Haarde er einn dreg- inn fyrir landsdóm. Eins og að ábyrgð- in á Íslandshruninu hvíli aðeins á hans herðum. Eftir atkvæðagreiðsluna kepptust þingmenn hver um annan þveran að lýsa því yfir að hafa nú að- eins greitt atkvæði samkvæmt því sem innri samviska hvers og eins sagði. Samt vildi enginn þingmaður Sjálf- stæðisflokks kæra nokkurn ráðherra eigin ríkisstjórnar á meðan allir þing- menn Vinstri grænna samþykktu að ákæra fjóra ráðherra úr öðrum flokkum. Framsóknarþingmennirn- ir velkt ust sem fyrr um í sviptivind- um eftirhrunsstjórnmálanna en fjór- ir þingmenn Samfylkingarinnar urðu á endanum til þess að forða eigin fólki frá dómstólnum en skilja Geir Hilmar Haarde einan eftir dinglandi í snörunni. Gallsúr klækjapólitíkin sem við hverju mannsbarni blasti skilur eftir óbragð í munni þjóðarinnar og hnút í maga kjósenda. Enda lítill mannsbrag- ur á þessu öllu saman. Ábyrgð kjósenda Í fyrsta hefti Fjölnis árið 1845 orti Jónas Hallgrímsson um forna frægð Alþingis í sínu fræga kvæði Ísland – sem var eins konar leiðari blaðsins: „Landið er fagurt og frítt, og fann- hvítir jöklanna tindar / himininn heiður og blár, hafið er skínandi bjart. / En á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur / ofan í Almanna- gjá, alþing er horfið á braut. / Nú er hún Snorrabúð stekkur, og lyng- ið á lögbergi helga / blánar af berj- um hvurt ár, börnum og hröfnum að leik. / Ó þér unglingafjöld og Íslands fullorðnu synir! / Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá.“ Nú ríflega hálfri annarri öld síðar má enn taka undir þessi orð Jónas- ar. Þingið er aftur horfið ofan í al- mannagjá. Svo nú er hún Snorrabúð stekkur. Svo virðist sem stórvirkar vinnu- vélar þurfi til að tosa þetta þing upp úr eigin svaði. Það verk getur eng- inn unnið nema kjósendur sjálf- ir. Ábyrgðin er á endanum í þeirra höndum. Sjálfstæð þjóð sem vill láta taka sig alvarlega getur ekki til lengd- ar leyft sér að kjósa yfir sig óhæfa þingmenn. Alveg eins og segir í mál- tækinu: engin þjóð á skilið betri stjórnmálamenn en hún sjálf kýs. Allar ákvarðanir, sem Alþingi tek- ur, eru pólitískar samkvæmt skil- greiningu. Öll mál, sem lög- gjafarsamkom- an fær til úr- lausnar og tekur ákvarðanir um, fara af einum vettvangi yfir á þann pólitíska. Það á líka við um þá ákvörðun Alþingis að réttað skuli yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, fyrir landsdómi. Pól- itískt eðli málsins kom berlega fram í atkvæðagreiðslunni á Alþingi um málið. Þrír sleppa við ákæru, einn situr fastur í neti löggjafarvalds- ins, forsætisráðherrann fyrrverandi. Ákvörðunin er ekki fullkomin og ekki heldur forsendur hennar. En hún er lögleg. Allt orkar tvímælis þá gert er, einnig þegar þjóðin reynir að nota þau tæki sem hún hefur til þess að draga fram ábyrgð framkvæmda- valdsins á bankahruni sem nú þjak- ar heimilin og fyrirtækin í landinu. Því skyldi ekki löggjafarvaldið beita sér gagnvart framkvæmdavaldinu með þessum hætti þegar við blasir mesta fjárhagstjón heimilanna fyrr og síðar? Hvers vegna snýr kynd- ilberi lýðræðisumbóta og baráttu- kona gegn spillingu, Jóhanna Sig- urðardóttir, við blaðinu og heimtar að ekki verði réttað yfir ráðherrum? Með leyfi að spyrja: Var Geir ekki karlinn í brúnni þegar fjármálakerfið hrundi? Lágu ekki allir valdaþræðir innan fjármálakerfisins íslenska inn að miðju Sjálfstæðisflokksins, sem Geir stýrði? Eða hélt einhver annar í taumana? Þingið vinnur fyrir fólkið Einu má gilda hvort lögin um ráð- herraábyrgð og landsdóm eru göll- uð. Lögin eru þarna og hefur svo verið frá árinu 1963. Andra Árnasyni, lögmanni Geirs, verður varla skota- skuld úr því að tilfæra fyrir lands- dómi þær veilur á lögunum sem hann hefur nú þegar skrifað lærða ritgerð um. Ætla má að hann reyni í fyrstu að fá máli Geirs H. Haarde, skjólstæðings síns, vísað frá dómi. Að minnsta kosti er engin ástæða til að ætla að Geir verði einhvers konar fórnarlamb vondra laga eða að traðkað verði á mannréttindum hans. Svo vill til að sá sem hér held- ur á penna sá og heyrði fréttir um ákvörðun Alþingis í skandinavískum sjónvarpsfréttum: „Íslenska þingið ákveður að landsdómur skuli rétta yfir fyrrverandi forsætisráðherra landsins vegna meintrar vanrækslu í embætti í aðdraganda íslenska bankahrunsins haustið 2008.“ Viðbrögð við fréttinni með- al frændþjóða eru ekki á persónu- legum nótum og hafa ekkert með flokkapólitík og dægurþras íslenskra kunningjastjórnmála að gera. Við- brögðin eru meira á þann veg að íslenska þingið hafi með ákvörðun sinni sýnt ábyrgð í þágu þjóðar sem krefst skýringa á alvarlegu efnahags- áfalli. Nauðsyn réttarhalda Úr iðrum þingsins heyrðist Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra segja að hann hefði viljað draga annan en Geir fyrir dóm. Þar átti hann vitanlega við Davíð Odds- son, núverandi ritstjóra Morgun- blaðsins, formann bankastjórnar Seðlabankans í aðdraganda hruns- ins og fyrrverandi forsætisráðherra einkavæðingar bankanna. Sjálfsagt þykir Davíð ritstjóra ágætt að Geir bakari verði hengdur fyrir Dav- íð smið. „Það var aldrei nein van- ræksla“ sagði hann í löngu svari sínu til rannsóknarnefndar Alþing- is. Gögnin hrannast þó upp um að bankarnir hafi verið við dauðans dyr löngu fyrir hrun og að banka- yfirvöld í viðskiptalöndum íslensku bankanna hafi haft af þeim þungar áhyggjur. Engu að síður var Lands- bankanum heimilað vorið 2008 að safna sparifé meðal almennings í Hollandi, samtals um 300 milljörð- um króna fram að hruni. Þetta var gert með vitund, vilja og samþykki íslenskra stjórnvalda að Seðlabank- anum meðtöldum. Kannski var það engin van- ræksla að gera ekki neitt. Ljómandi gott væri að fá úr því skorið fyrir dómi hvort ráðherrar og embætt- ismenn hafi með athöfnum sínum eða athafnaleysi bakað þjóðinni svo mikinn vanda að efnahagslegu sjálfstæði hennar hafi verið ógnað. Mikilsvert er að kjósendur geti tekið mark á kjörnum fulltrúum sínum og stjórnvaldinu og fái til- finningu fyrir því að það starfi í þágu almannahagsmuna. Vel má vera að tiltrú almennings til þingsins aukist úr því að því tókst að sýna nokkra döngun og lét reyna á lög um ábyrgð ráðherra í fyrsta skipti í sög- unni. Réttur viðkomandi ráðherra verður varla fyrir borð borinn frekar en níu ungmenna sem bíða dóms fyrir að hafa látið í ljós óánægju sína með störf þingsins með óvenjuleg- um hætti. Nú er hún Snorrabúð stekkur Ástæðulaust að fara á taugum kjallari Með bros á vör og þakklæti í huga sest ég nú niður í þeim til- gangi að óska Vestfirðing- um og lands- mönnum öllum hjartanlega til hamingju með Bolungarvíkur- göngin. Ekki síst vil ég fagna með Vegagerðar- starfsmönnum sem nú eru lausir við rússnesku rúllettuna Óshlíðina, einn mesta Ó-veg landsins. Hver hefði trúað því þegar undirrituð og Berg- ur Karlsson í Bolungarvík fóru af stað með undirskriftalistann „Við viljum göng“ í febrúar 2005 að svo stutt yrði í að göng yrðu opnuð milli Bolungar- víkur og Ísafjarðarbæjar sem var gert 25. september 2010. Ég var fjarri góðu gamni við form- lega opnun ganganna en fagnaði í sál og hjarta þessum einstaka áfanga. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka sér- staklega öllum þeim fjölmörgu sem voru svo hugaðir að rita nöfn sín á áðurnefndan undirskriftalista. Með því tjáðum við án nokkurs vafa hug okkar og vilja um göng milli Bolung- arvíkur og Ísafjarðabæjar. Húrra! fyrir okkur öllum sem höfum lagt hönd á plóginn. Við fyrsta tækifæri kem ég til með að aka í gegnum Bolungarvíkurgöng- in með systkinum mínum og móð- ur sem búa í Bolungarvík, Ylfu Mist Helgadóttur og Bergi Karlssyni, bar- áttufólki fyrir bættum samgöngum, Óla Halldórs, þeim einstaka frænda okkar á Ísafirði, en því miður verð- ur „Vega-Valla“ fjarri í Danaveldi. Með „Vega-Völlu“ á ég við Valrúnu Valgeirsdóttur en í dag hugsa ég til hennar og þakka henni hennar frá- bæru óeigingjörnu baráttu fyrir Ós- hlíðargöngum. Þegar þær tóku sig saman „Vega-Valla“ og Ylfa Mist var ekki að spyrja að kraftinum. Í fartesk- inu í gegnum göngin verður vonandi heimabakað brauð, heimgerð sulta, malt og appelsín og harðfiskur. Ég skora á gjörningalistamenn að taka sig saman og fremja náttúru- gjörning sem gæti haft yfirskriftina „Óður til Ó-veganna“. Bílhræjum yrði raðað þétt á Óshlíðina, nóg er jú af þeim, og Óshlíðarbjörgin látin dynja á þeim í svona eitt ár. Skoðum stöð- una næsta haust hversu mikið hef- ur hrunið. Með „Óði til Ó-veganna“ myndum við þakka Óshlíðinni sam- gönguhlutverkið og í raun mildi sína. Með gjörningnum myndum við fá að sjá með eigin augum hversu lánsöm við höfum verið í gegnum tíðina þrátt fyrir allt. Þó að nú ríki gleði yfir langþráð- um áfanga megum við ekki gleyma. Á þessari stundu minnist ég með trega yndislegs fólks, sem ég þekkti. Fólks sem allt of ungt fórst á Óshlíð, þeirra Svövu Þorláksdóttur, Bernód- usar Finnbogasonar, Ágústs Markús- arsonar og Bjarka Vestfjörð. Ég minn- ist jafnframt þeirra með trega sem ég þekkti ekki en hafa farist á Ó-vegum landsins. Blessuð sé ævinlega minn- ing þeirra. Um leið og ég rita þessar línur er ég þess fullviss að undir Guðs verndarvæng hafa færri slys orðið á Óshlíð en annars hefðu getað orðið. Baráttu fyrir bættum samgöng- um á Vestfjörðum er ekki nærri lok- ið. Betur má ef duga skal. Ég á mér framtíðardraum um Dýrafjarðar- göng, Súðavíkurgöng, að tengja betur saman norðanverða og sunnanverða Vestfirði og að bæta vegi frá sunnan- verðum Vestfjörðum suður. Eitt er víst að öruggar samgöngur eru und- irstaða öflugra byggðakjarna. Hjartanlega til hamingju með göngin aðsent kjallari Pálína Vagnsdóttir skrifar dr. Eiríkur BErgmann stjórnmálafræðingur skrifar Jóhann hauksson blaðamaður skrifar Uppvakningar á þingi n Með endurkomu Björgvins G. Sigurðssonar á Alþingi Íslendinga fjölgar pólitískum uppvakningum. Örfáar vikur eru síðan Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir sneri aftur eftir að hafa tekið sér leyfi til að hugsa sinn gang. Víst er að hvorugur þess- ara fyrrverandi ráðherra á minnstu von um frama innan flokka sinna. Þar er nærtækt að vísa í kuldaleg svör Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún neitaði að segja skoðun sína á endurkomu Björgvins. Upprisa Björgvins n Þótt útlitið kunni nú um stund- ir að vera dökkt fyrir Björgvin G. Sigurðsson alþingismann er ekki ólíklegt að það muni rofa til. Í kjör- dæmi hans er félagsskapur sem nefnist Hrúta- vinafélagið. Sá félagsskapur er þekktur fyrir að taka pólitík- usa í nauðum upp á arma sína. Þannig studdi fé- lagið Árna Johnsen til að fara aftur á þing. Þá varð Guðni Ágústsson skjól- stæðingur um tíma en það fór illa. Hermt er að Björgvin verði um helg- ina gestur í sviðaveislu Hrútavina á Stokkseyri. Hefst þá upprisa hans. pólitískt misnotUð n Lilja Mósesdóttir alþingismaður var beinskeytt í þættinum Návígi í Sjónvarpinu á þriðjudagskvöld. Þar lýsti hún því hvernig Steingrímur J. Sigfússon og aðrir í forystusveit VG beita hana nær algjörri þöggun og fara algjörlega sínu fram án þess að hlusta á sjónarmið annarra. Þannig hafi Steingrímur ekki haft minnsta áhuga á þekkingu hennar á kreppu og úrræðum. Eftir þáttinn vekur mesta furðu að Lilja skuli sætta sig við þá pólitísku misnotkun sem hún sætir innan VG. ragnheiðUr vanhæf n Meðal þeirra þingmanna sem greiddu og gerðu grein fyrir atkvæði sínu þegar Geir Haarde var send- ur fyrir Landsdóm var Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Ef einhver var vanhæfur í máli Geirs þá var það hún. Ragnheiður var aðstoðarmað- ur Geirs í fjár- málaráðherra- tíð hans en var síðar kosin á þing. Auðvitað var hún ekki eini vanhæfi þingmaðurinn en í hennar tilfelli var það sláandi. sandkorn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.