Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 32
Ég flaug út í einkaþotu Jóns Ásgeirs. Hann keypti Norðurljós af mér og flaug mér til Tékklands þar sem ég var að fara að leika í kvikmyndinni Ísold og Tristan í Prag... Jón Ásgeir gerði þetta bara af því hann var „nice“ – þetta var ekki hluti af samkomulagi okkar. Ég var samt ranglega grun- aður um að hafa sviðsett brottförina,“ segir Jón Ólafsson, athafnamaður og stjórnarformaður vatnsfyrirtækisins Icelandic Glacial í Ölfusi, að- spurður um dramatíska brottför sína úr íslensku viðskiptalífi í nóvember 2003 eftir að hann hafði selt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fjölmiðla- og af- þreyingarfyrirtækið Norðurljós. Ljósmyndir birtust af Jóni í fjölmiðlum þar sem hann sást stíga út úr einkaþotu sem flaug með hann hingað til lands frá London til að ganga frá viðskiptunum og vöktu fréttir af söl- unni mikla athygli – talað var um að Jón væri að selja norðurljósin og þótti hnyttið. Ætla má að Jón hafi fengið nokkur hundruð milljónir króna fyrir Norðurljós en hann vill ekki ræða um sölu- verð fyrirtækisins þegar hann er spurður um það. Jón hafði verið afar áberandi og umdeildur maður á Íslandi árin þar á undan og stýrt Norð- urljósum, sem rak meðal annars Stöð 2, Sýn og Skífuna, og hafði ekki verið í náðinni hjá for- svarsmönnum Sjálfstæðisflokksins sem var nán- ast allsráðandi á Íslandi á þeim árum. Næstu árin þar á eftir spurðist ekki nánd- ar nærri eins mikið til Jóns og áður enda segist hann hafa tekið meðvit- aða ákvörðun um að kúpla sig út úr viðskiptum á Íslandi. „Ég fór í mikla innri skoðun og reyndi að átta mig á því hvað ég vildi gera. Ég hafði aldrei haft tíma fyrir sjálfan mig því að ég hafði alltaf unnið myrkranna á milli alveg frá því ég man fyrst eftir mér. Ég hafði byggt það upp sem ég gerði úr engu og það vakti mikla athygli hér á landi.“ Jón dúkkaði svo aftur upp hér á landi þegar í ljós kom að hann ætl- aði að reisa vatnsverksmiðju fyr- ir austan fjall og hefja útflutning á vatni. Síðan þá hefur Jón gjarnan verið kallaður vatnskóngurinn. En hvað gerðist frá þeim tíma þegar Jón seldi Norðurljós og þar til í ljós kom að hann ætlaði að hefja framleiðslu og útflutn- ing á vatni? Eignaðist vatnsfyrirtæki fyrir tilviljun „Eftir að ég seldi allt sem ég átti og fór 2003 – þá var ég búinn að fá alveg nóg af öllum þessum lát- um, átökum og ófriði í Davíð Oddssyni og Hann- esi Hólmsteini og sá enga ástæðu til að halda hér áfram og ákvað að snúa mér að einhverju öðru – komst ég að því eftir nokkra mánuði að ég varð að fara að gera eitthvað,“ segir Jón. Eftir söluna á Norðurljósum tók því við nokkurra mánaða limbó hjá Jóni þar sem hann velti því fyrir sér hvað hann ætlaði að gera í framtíðinni. Svarið við þessari spurningu hans kom skömmu eftir söluna á Norðurljósum. „Á sama tíma og ég var að selja allar mínir eignir hér á Ís- landi á einu bretti setti kaupsýslumaður frá Sádi- Arabíu sig í samband við Kristján son minn og bað hann um að svipast um eftir vatnsfyrirtæki á Íslandi. Hann komst þá að því að eitt vatnsfyr- irtæki var í gjaldþrotameðferð hjá skipta stjóra og að óskað væri eftir tilboðum í það. Sonur minn átti hæsta tilboðið þannig að hann hringdi í Sádann og sagði: „Nú áttu vatnsfyrirtæki.“ Sádinn borgaði hins vegar aldrei þannig að við sátum uppi með þetta.“ Þegar þeir feðgar keyptu vatnsfyrirtækið var ekki inni í myndinni að þeir starfræktu það sjálf- ir. Sú hugmynd vaknaði hins vegar þegar þeir átt- uðu sig á því að Sádinn ætlaði sér ekki að koma vatnsfyrirtækinu á koppinn. „Síðan, nokkrum mánuðum síðar þegar ég áttaði mig á því að ég yrði að fara að gera eitthvað, töluðum við son- ur minn saman og veltum því fyrir okkur hvort það væri ekki hægt að gera eitthvað við þetta vatnsfyrirtæki. Þannig að við gerðum mikla út- tekt á markaðsaðstæðum í heiminum og sáum þá að sala vatns hafði aukist um níu prósent á ári síðastliðinn tíu ár. Við sáum líka að sala svo- kallaðs premium-vatns var að aukast um 18 pró- sent á ári. Við ákváðum því að fara inn á markað- inn með slíkt premium-vatn,“ segir Jón en með „premium-vatni“ er átt við vatn sem er í hæsta gæðaflokki, til dæmis eins og Evian. Vatnsfyrirtæki Jóns heitir Icelandic Water Holdings og er verksmiðjan á Hlíðarenda í Ölf- usi. Verksmiðjan var reist árið 2008 og kallast vatnið sem framleitt er í henni IcelandicGlacial. skildi EkkErt í þEssu Á þeim árum þegar Jón var að undirbúa vatns- verksmiðjuna, 2004 til 2008, dvaldist hann að mestu erlendis og fylgdist því með íslensku við- skiptalífi og uppganginum í íslensku samfélagi úr nokkurri fjarlægð. „Ég skildi þessa miklu upp- sveiflu aldrei mjög vel; ég botnaði ekkert í þessu.“ Jón segist til dæmis ekki almennilega hafa skilið hvernig hægt var að selja sömu fyrirtæk- in aftur og aftur manna á milli fyrir hærra verð í hvert skipti. „Annað sem ég tók eftir var að fólk í Bretlandi spurði mig að því hvaða Íslendingar þetta væru sem keyptu þessi fyrirtæki í landinu á yfirverði. Fólk skildi ekkert í þessu. Ég gaf þessu engan gaum þá en svo kom auðvitað á daginn að sennilega voru þessar efasemdir Breta réttar,“ segir Jón. „Ég gat aldrei áttað mig á því hvernig það gæti verið að fundið hefði verið upp nýtt hjól í aðferðafræðinni í bankastarfsemi á Íslandi og hversu margir tóku þátt í þessu. Ég hafði ver- ið stór hluthafi í Íslandsbanka og í stjórn þar og hafði því einhverja þekkingu á svona starfsemi. Ég skildi ekki hvernig þeir gátu fengið að gera það sem þeir gerðu. Það er alveg ljóst að eftirlits- stofnanir hér á landi og annars staðar brugðust gjörsamlega. Þetta var bara mikil veisla og það gekk rosalega vel, að því er fólki fannst. Miklar tekjur komu í kassann hjá ríkissjóði og sveitar- félögum og allir tóku þátt í veislunni,“ segir Jón. Þegar blaðamaður spyr Jón um mat hans á því af hverju þessi veisla í íslenska hagkerfinu hafi getað staðið svona lengi, svarar hann: „Þetta gerist á tíma þar sem mikið offramboð er á láns- fjármagni í heiminum. Þetta verður til þess að menn gátu fengið lán án þess að hafa fyrir því. Menn voru að kaupa fyrirtæki hér á 1 krónu og selja það svo aftur á 10 krónur og bankarnir voru tilbúnir til að fjármagna þessi viðskipti jafnvel þótt engin efnisleg verðmæti hafi verið á bak við þessar níu krónur sem bankinn var að lána.“ Hann segir að það hafi ekki átt sér stað nein verðmætasköpun með þessum viðskiptum heldur frekar verðmætarýrnun. „Það er það sem var að. Verið var að búa til falskar myndir af öllum samningum. Ef ég kaupi fyrirtæki og sel Gunnari það og hann selur þér það og á endan- um kaupi ég fyrirtækið svo aftur fyr- ir verð sem er þremur milljörðum hærra þá er það eina sem hefur gerst að fyrirtækið hefur farið einn hring. Viðskipti virka ekki svona.“ Jón grunaði þó alls ekki að ís- lenska hagkerfið myndi hrynja þrátt fyrir að hann hafi ekki skilið mikið af þeim viðskiptum sem áttu sér stað hér á landi á árunum fyrir hrunið. „Ég hallaði mér alveg til hlés í þessu, ég sá aldrei neitt í þessu og ég skildi þetta ekki. Þegar maður hefur þessa tilfinningu þá finnst manni alltaf eins og að bólan muni springa. Mig grun- aði hins vegar ekki að þetta hrun myndi skella á. Líklega hefur engan grunað að þetta myndi gerast, til dæmis inngrip Seðlabankans í rekstur Glitnis,“ segir Jón sem hélt að sér höndum í fjár- festingum á Íslandi á þesum árum ef frá er talin fjárfestingin í vatnsverksmiðjunni. tapaði aðEins stofnfjárbréfum Jón segir aðspurður að vegna þessa hafi hann ekki tapað miklu á hruninu. „Nei, nei ég átti eig- inlega engin hlutabréf á Íslandi. Ég átti dálítið af stofnfjárbréfum í Sparisjóðnum í Keflavík en það voru einu bréfin sem ég átti á Íslandi fyrir utan hlutabréfin í vatnsfélaginu,“ segir Jón sem tók engin lán á Íslandi vegna vatnsfyrirtækisins fyrr en það lá fyrir að byggja ætti verksmiðjuna fyrir austan. Fyrir þann tíma fjármagnaði hann fyrstu skref fyrirtækisins með fjármunum sem hann átti og því sem hann fékk fyrir Norðurljós. Hann segir að á árunum fyrir hrunið hafi hann fengið mikið af símtölum frá bönkunum og mönnum úr atvinnulífinu þar sem honum voru boðnar alls kyns fjármálaafurðir og fyrir- tæki til kaups, oft með fjármögnun. „Nei, þetta bara hentaði mér ekki; þetta var ekki ég,“ seg- ir Jón sem því má segja að sé einn af tiltölulega fáum þekktum aðilum úr íslensku viðskiptalífi sem tók ekki tilboðum bankanna á þessum tíma. Aðrir sem vitað er að hafi slegið hendinni á móti alls kyns fjárfestingartækifærum í góðærinu eru Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson sem seldu Húsasmiðjuna með gríðarlegum hagnaði árið 2005 og sátu svo á gróðanum að mestu fram að hruninu. Jón kom því standandi út úr hrun- inu. „Það er enginn að mála húsið mitt og ég get gengið óáreittur um göturnar.“ Jón segir að það sem honum finnist grátleg- ast við hrunið sé hversu illa það hafi komið við marga óbreytta borgara í landinu. „Það sem er grátlegast við þetta er að það er fullt af fjölskyld- um, fólki sem hefur lagt fyrir og staðið sig vel í eðlilegu umhverfi, sem tapar nánast öllu sínu í þessu hruni. Þetta er fólk sem treysti því að þessir hlutabréfa- og peningamarkaðssjóðir í bönkunum væru í lagi. Þetta er bara mjög sorg- legt. Í sjálfu sér er ekkert að því að sjá þessa að- ila sem gömbluðu stórt taka skellinn fyrir það, það er bara lögmál markaðarins. En fólk sem var búið að byggja upp sitt líf og leggja fyrir fyr- ir efri árin og svo koma einhverjar stráklingar í bönkunum og villa um fyrir því og setja pening- ana inn í ranga sjóði, sem fjárfestu í hlutabréf- um bankanna sjálfra og félaga sem voru í eigu eigenda þeirra. Þetta er bara vítavert,“ segir Jón, 32 viðtal umsjón: ingi vilhjálmsson ingi@dv.is 1. október 2010 föstudagur „Fólk blindaðist af græðgi“ Jón ólafsson athafnamaður var einn umdeildasti maðurinn í íslensku viðskiptalífi á árunum fyrir einka- væðingu bankanna. Eftir að hafa selt afþreyingarfyrirtækið Norðurljós 2003, fylgdist hann með íslensku viðskipta- lífi úr fjarlægð. Hann segist ekki hafa botnað í mörgum af þeim viðskiptum sem áttu sér stað á góðæristímanum. Jón fjárfesti ekki í öðru en vatnsfyrirtæki sínu á Íslandi og kom niður standandi úr hruninu. Vatnið á hug hans allan í dag. Við erum farnir að sjá í gegnum rörið. Ég gat aldrei áttað mig á því hvernig það gæti verið að fundið hefði verið upp nýtt hjól í aðferða- fræðinni í bankastarf- semi á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.