Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Blaðsíða 33
en tiltölulega lítið hefur verið fjallað um þenn- an anga hrunsins miðað við hversu margir töp- uðu háum fjármunum á því að skipta við eigna- stýringardeildir bankanna. Gráa svæðið orðið stærra Jón telur að dreifa þurfi ábyrgðinni vegna hruns- ins og að ekki sé rétt að kenna ein- göngu aðilum úr viðskiptalífinu um það. „Ég vil benda á að það voru ekki bara þessir aðilar sem voru fjár- málamegin sem eru sekir. Þeir fengu að gera þetta af því að eftirlitinu var ábótavant. Stjórnmálamennirnir voru með í partíinu. Það streymdu peningar inn í ríkissjóð og ríkið gat gert helling af hlutum, margir þeirra voru líka einhvers staðar að græða peninga í einhverjum dílum hér og þar. Fólk blindaðist af græðgi. Þetta þjóðfélag fór á haus- inn út af græðgi. Það er ekki hægt að segja bara: „Það voru þessir strákar hérna sem gerðu þetta,“ og benda á útrásarvíkingana. Það voru líka þeir sem réðu ferðinni sem bera ábyrgðina því þeir pössuðu ekki upp á að allt væri innan þeirra reglna og þeirra laga sem við settum upp.“ Jón segir að „gráa svæðið“ í viðskiptalífinu hafi verið orðið stórt á árunum fyrir hrun. „Gráa svæðið var orðið stærra heldur en hvíta svæð- ið. Hér í gamla daga var gráa svæðið pínulítill rammi utan um hvíta svæðið en svo, þegar þetta allt saman gerðist, var gráa svæðið orðið stærra. Þetta er vegna þess eftirlitsleysis sem einkenndi viðskiptalífið hérna.“ Jón segir að honum finnist sorglegt að sjá að íslenskt þjóðfélag hafi dottið aftur um þrjátíu ár við hrunið 2008. „Íslenskt samfélag var á góðri leið með að verða eitt flottasta þjóðfélag í heim- inum en svo dettur það aftur um þrjátíu ár, við erum aftur komin í gjaldeyrishöft og haftastarf- semi. Rótin að þessu öllu er græðgi. Ég hef ekki lagt það í vana minn þegar ég eignast pening að fara að kaupa upp annarra manna fyrirtæki heldur hef ég frekar reynt að búa til eitthvað nýtt. En þegar þessir strákar sem réðu svo miklu í við- skiptalífinu hér eignuðust peninga keyptu þeir upp fyrirtæki hér og úti í heimi. En auðvitað er auðvelt að vera dómari eftir á þegar maður veit hvernig þetta fór,“ segir Jón. seGir Glitta í haGnaðinn Jón segir, aðspurður um hvernig IcelandicGlac- ial gangi, að fyrirtækið hafi aukið markaðshlut- deild sína í Bandaríkjunum mest allra vatnsfyr- irtækja á „premium-markaðnum“. Hann segir hins vegar að auðvitað sé fyrirtækið lítið í sam- anburði við marga samkeppnisaðilana og að markaðshlutdeild þess sé ekki mikil. „Þannig að við erum alveg á fínni siglingu. En eitt sem fólk áttar sig ekki alveg á er hvað þetta kostar. Til dagsins í dag hefur verið fjárfest í þessu fyr- irtæki fyrir meira en 80 milljónir dollara, meira en tíu milljarða íslenskra króna.“ Jón segir að að öllu óbreyttu muni vatnsfyrirtækið byrja að skila hagnaði eftir eitt ár. „Við erum farnir að sjá í gegnum rörið.“ Eignarhaldið á fyrirtækinu er þannig að Jón og Kristján sonur hans eiga samtals 76 prósent í félaginu, bandaríska drykkjavörufyrirtækið Anheuser-Busch á 20 prósent og loks eiga nokkr- ir litlir hluthafa þau prósent sem eftir standa. 46 vinna hjá fyrirtækinu sem er með starfsemi í fjórum löndum, á Íslandi, Bandaríkjunum, Kan- ada og Englandi. Jón segir að fyrirtækið sé einnig farið inn á Kína- og Rúslandsmarkað. Jón segir að tilkoma nýrra fjárfesta inn í fyrir- tækið kunni hugsanlega að flýta því að hagnað- ur verði af fyrirtækinu. Hann segir að um þessar mundir sé hlutafjárútboð í gangi hjá fyrirtækinu og að viðræður séu í gangi við ýmsa fjárfesta. „Ég er búinn að vera að leita að fjárfestum til að koma inn í þetta með okkur síðastliðinn fjög- ur ár.“ Jón segir að sögusagnir um að fyrirtækið standi ekki vel séu ekki á rökum reistar. „Það er ekkert að. Við erum bara að byggja upp fyrirtæki sem er á góðri leið með að klára sig. Það eru hrægammar þarna úti sem eru að tala illa um okkur. Öfundin hefur aldrei setið á sér hér á Íslandi.“ Jón segist eingöngu ætla að ein- beita sér að vatnsfyrirtækinu hér á landi en ekki leggja í aðrar fjárfest- ingar hér – hann hafnar því meðal annars aðspurður að hann ætli að bera sig eftir fjölmiðlafyrirtækinu 365 sem stofnað er á grunni Norður- ljósa. „Íslenskt samfélag er í sjálfu sér ágætlega statt þrátt fyrir þetta hrun. Það sem við köllum fátækt á Íslandi flokkast ekki sem fátækt í öðrum löndum. Ég trúi því að við verðum með fyrstu þjóðum heimsins sem rífa sig upp úr þessari kreppu.“ ingi@dv.is föstudagur 1. október 2010 viðtal 33 „Fólk blindaðist af græðgi“ skildi lítið í þessu Jón segist ekki hafa botnað mikið í íslensku viðskiptalífi á árunum fyrir hrun. Þess vegna hafi hann haldið að sér höndum í fjárfestingum hér á landi og afþakkað alls kyns boð um hlutabréfa- og fyrirtækjakaup. mynd siGtryGGur ari vatnið á huG hans allan Jón segist ætla að einbeita sér alfarið að því að byggja áfram upp vatnsfyrirtækið í Ölfusi sem framleiðir Icelandic- Glacial. Hér sést Jón fyrir framan stæðu af vatns- flöskum í verksmiðjunni. mynd siGtryGGur ari Það er enginn að mála húsið mitt og ég get gengið óáreitt- ur um göturnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.