Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Qupperneq 34
34 úttekt 1. október 2010 föstudagur
Í vikunni varð ljóst að þrír ráðherrar af fjórum sleppa við landsdóm. Það er
því aðeins Geir H. Haarde sem gæti átt refsingu yfir höfði sér vegna gjörða
sinna í hruninu. Hann er reyndar ekki sá eini sem situr í súpunni því mál
níumenninganna sem mótmæltu í Alþingishúsinu þann 8. desember 2008
verður tekið fyrir í nóvember. Þessir níu einstaklingar voru valdir úr hópi
þeirra þrjátíu sem tóku þátt í þessum einstöku mótmælum .
B ór Bögglar
Búsáhalda-
Byltingar
grein: inGibjörG döGG kjartansdóttir ingibjorg@dv.is
viðtöl: ásGeir jónsson asgeir@dv.is, Hanna ólafsdóttir hanna@dv.is, jón bjarki maGnússon jonbjarki@dv.is
Össur var ekki kærður 1976
Mál níumenninganna svokölluðu er ekki
einsdæmi í sögunni þótt vissulega sé það
einsdæmi að fólk sem fer inn á þingpallanna
í þeim tilgangi að mótmæla sé ákært og geti
átt yfir höfði sér fangelsisvist fyrir athæfið.
Sambærilegt mál átti sér stað árið 1976 en
eftirmál þess voru þó ólík þar sem ekki var
neinn ákærður fyrir gjörninginn.
Þann 17. maí 1976 fór hópur stúdenta upp á
þingpallana í þeim tilgangi að lesa upp yfirlýs-
ingu fyrir þingmenn og ráðherra þess efnis að
lög um opinbera námsaðstoð sem Alþingi var í
þann mund að samþykkja brytu í bága við vilja
meirihluta námsmanna og væru í meginatriðum
andstæð tillögum kjarabaráttunefndar þeirra.
núverandi utanríkisráðherra össur Skarphéðins-
son sem þá var formaður stúdentaráðs kom sér
fyrir innst á þingpöllunum og las yfirlýsinguna
hátt og snjallt á meðan hópur fólks skýldi
honum fyrir óeinkennisklæddum lögregluþjón-
um sem reyndu að berjast í gegnum þvöguna.
Kliður fór um þingsalinn þegar össur hóf
lesturinn, eða eins og segir í Stúdentablaðinu frá
1976: „einstaka þingmenn hresstust við, höfðu
sýnilega gaman af og hlustuðu með athygli.
einstaka „komment“ vakti kenndir þeirra meir
en annað til dæmis þegar össur talaði um
„fríherrann í Seðlabankanum“ glottu margir. en
aðrir tóku þessu verr. ragnhildur Helgadóttir
[þáverandi forseti Alþingis[ missti algjörlega stjórn á sér. Hún rauk að forsetasætinu,
reyndi að ná til bjöllunnar fram yfir vini sínum í forsetastól og tókst að slæma í hana. Það
var ekki fullnægjandi svo hún sló í bjölluna berum höndum svo þær endurómuðu holum
hljómum. Þá óð hún niður aftur og fór að æpa að össuri „Það mætti ekki tala án leyfis
forseta“ og fleira sem var ógreinilegt. Hraktist konan um salinn í örvinglan og boðaði
þögn í nafni embættis síns“
Síðar í greininni er minnst á að Jakob Jónsson, varðstjóri og yfirþingvörður, hafi bæst í
hóp þeirra óeinkennisklæddu lögregluþjóna sem reyndu að komast í gegnum þvöguna
að össuri sem hafði haldið áfram lestrinum á meðan á öllu þessu stóð. Jakob sagði síðar
í viðtali við Morgunblaðið að lögreglumennirnir hefðu verið nokkuð lemstraðir og á þá
hafi verið lagðar hendur. Þegar össur hafði lokið ræðu sinni fór lögreglan með hann út
þar sem ragnhildur Sverrisdóttir stóð og fór að skammast í honum. Því lauk með að hann
kallaði hana gamla völvu kapítalismans og hún hann kommúnista og rauk síðan í burtu.
var þingið síðan tæmt og fóru menn til síns heima. engar ákærur bárust og ekki dró málið
það mikinn dilk á eftir sér að össur Skarphéðisson yrði ekki síðar formaður Samfylkingar-
innar og utanríkisráðherra.
Þeir brutu stjórnar-skrána, Alþingi er friðhelgt,“ sagði Pétur Blöndal þingmaður á Bylgjunni í gær um
mál níumenninganna sem ákærðir
voru fyrir árás gegn Alþingi.
Atburðurinn átti sér stað þann
8. desember 2008, rétt áður en bús-
áhaldabyltingin braust út þar sem
þúsundir Íslendinga tóku sér stöðu
við Alþingishúsið og Stjórnarráðs-
húsið og mótmæltu vanhæfri ríkis-
stjórn, spillingu, vanrækslu og gá-
leysi ráðamanna sem varð til þess
að efnahagslíf íslensku þjóðarinn-
ar hrundi eins og spilaborg á ör-
skömmum tíma.
Þjóð í áfalli
Þennan dag fóru þrjátíu einstakl-
ingar upp á þingpallana um þrjú-
leytið þegar þinghald var að hefjast.
Þingpöllunum var síðan skyndilega
lokað svo ekki kæmust fleiri að. Í
kjölfarið varð uppnám á svæðinu
og einhverjir pústrar urðu á milli
þingvarða og síðar einnig lögreglu
og mótmælenda.
Á þessum tíma var meirihluti
þjóðarinnar í hálfgerðu áfalli vegna
þess sem á undan hafði gengið. Ill-
ugi Jökulsson orðaði það svo fallega
þegar hann lýsti því svo: „Því hvað
varð til þess að fólkið ruddist inn á
Alþingi? Hið algjöra hrun sem varð í
október 2008 hafði skilið fjölda fólks
eftir í sárum. Já, það er ekki ofmælt
að mestöll þjóðin hafi verið bæði
beygð og buguð. Sumir fóru á haus-
inn, aðrir niður á hnén, hjá enn öðr-
um ríkti fyrst og fremst svartnætti í
sálinni – algjör bölsýni, byggð á því
að við höfðum verið svikin.“
Enginn mótmælendanna fór inn
með það að markmiði að beita of-
beldi og enginn þeirra beitti ofbeldi.
Sumir þeirra vörðust þegar að þeim
var vegið. Því hefur verið haldið
fram að mótmælendur hafi vegið að
þingvörðum en samkvæmt mynd-
böndum var því öfugt farið segir
lögmaður þeirra.
„ekki alþingi fólksins“
Hluti hópsins ætlaði sér að lesa upp
yfirlýsingu og fara svo. Yfirlýsing-
in var svoh jóðandi: „Alþingi á að
vera vettvangur samráðs og lýðræð-
is. Hlutverk Alþingis er að setja lög,
almenningi til verndar og heilla. Al-
þingi sem þjónar hagsmunum auð-
valdsins og bregst skyldum sínum
gagnvart almenningi er ekki Alþingi
fólksins. Þetta hús þjónar ekki leng-
ur tilgangi sínum, þess vegna skor-
um við á ykkur þingmenn að ganga
héðan út.“
Það voru þó ekki samantekin
ráð alls hópsins og sumir voru bara
þarna til þess að fylgjast með.
Áður en þeim gafst færi á því að
lesa yfirlýsinguna upp var húsið
rýmt. Hluti hópsins var handtekinn
og færður á lögreglustöðina. Aðrir
voru beðnir um að gefa upp nafn og
kennitölu á staðnum og enn aðrir
voru látnir afskiptalausir af lögreglu.
Mótmælendurnir segjast aldrei hafa
áttað sig á því hverjir urðu fyrir vali
lögreglu og hverjir ekki, því svo virt-
ist sem lögreglan hefði pikkað út
einstaklinga af handahófi.
farið fram gegn mati lögreglu
Lögreglunni barst síðan krafa frá
skrifstofu Alþingis þar sem þess var
krafist að málið yrði rannsakað út
frá fyrstu málsgrein 100. greinar al-
mennra hegningarlaga um árás á
Alþingi. Eftir rannsókn málsins var
niðurstaða lögreglunnar að það
væri ekki ástæða til þess að gefa út
ákæru vegna brots á 100 gr. í þessu
máli. Ríkissaksóknari ákvað engu að
síður að gefa út ákæru.
Síðar kom í ljós að ríkissaksókn-
ari Valtýr Sigurðsson var vanhæfur
til þess að gefa út þess ákæru vegna
fjölskyldutengsla við einn þingvörð-
inn sem meiddist í uppþotinu.
Þá var settur nýr ríkissaksóknari,
Lára Júlíusdóttir, í þessu máli sem
ákærði í málinu og var sú ákæra
nánast orðrétt eins og fyrri ákær-
an. Enn var byggt á fyrstu málsgrein
100. greinar almennra hegningar-
laga og fleiri atriðum. Er þessi grein
sú hættulegasta fyrir níumenning-
ana þar sem lágmarksrefsing við
brotinu ef þau verða fundin sek um
brot gegn henni er árs fangelsisvist.
Hámarksrefsing er 16 ára fangelsis-
vist.
Ragnar Aðalsteinsson lögmað-
ur fór reyndar fram á að settur sak-
sóknari viki einnig í málinu vegna
kunningsskapar síns við Alþingi og
tengsla hennar sem trúnaðarmað-
ur Alþingis í seðlabankaráði. Þeirri
kröfu var hafnað.
óljósar sakargiftir
Ragnar fór síðan fram á að málinu
yrði vísað frá í heild sinni þar sem
ákæran var svo óljós að hann taldi
erfitt að verjast henni. Hvorki hann
né skjólstæðingar hans vissu um
hvað málið snerist í raun. Var níu-
menningunum gefið að sök að hafa
brotið gegn Alþingi, valdstjórninni,
almannafriði og allsherjarreglu og
framið húsbrot með því að hafa í
heimildarleysi ruðst inn í Alþingis-
húsið meðan á þingfundi stóð. Frá-
vísunarkröfu hans var hafnað.
Einum skjólstæðingi Ragnars,
Ragnheiði Esther Briem, er til dæm-
is ekki gefið neitt að sök og er varla
nefnd á nafn í ákærunni, en er engu
að síður ákærð fyrir húsbrot þótt
hvergi sé sagt hvað það var sem hún
gerði af sér. Er þetta í fyrsta skipti
sem lögmaður hennar sér ákæru
sem gengur ekki út á neitt og spyr
hann hvernig hægt sé að verjast
engu.
Til að bæta gráu ofan á svart
er Ragnheiður Esther barnshaf-
andi og á að eiga á svipuðum tími
og málið á að fara fyrir dóm. Lýsti
hún því í viðtali við DV á dögun-
um hversu mikil áhrif þetta mál
hefur haft á líðan hennar á með-
göngunni. Enn er óvíst hvort tíma-
setningunni verði breytt vegna að-
stæðna hennar.
ákærið mig líka!
Í kjölfar ákærunnar flykkti fólk sér
að baki mótmælendunum níu. Um
700 einstaklingar skrifuðu undir
stuðningsyfirlýsinguna sem Ragn-
heiður Ásta Pétursdóttir, fyrrverandi
þula og móðir eins sakborningsins,
afhenti Ástu Ragnheiði Jóhannes-
dóttur, forseta Alþingis.
Þar sagði meðal annars: „Mark-
mið árásinnar var að ná fram breyt-
Alþingi á að vera vettvang-
ur samráðs og lýðræðis.
Hlutverk Alþingis er að
setja lög, almenningi til
verndar og heilla.