Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Side 37
föstudagur 1. október 2010 úttekt 37
Aldur: 29 ára.
Búseta: Reykjavík.
Iðja: Leiðsögumaður.
Hvaða áhrif hefur dómsmálið haft
á líf þitt og þinna nánustu? „Það
er auðvitað stanslaus kvíði í kringum
þetta. Maður er í svona huglægu fangelsi
með vofu hangandi yfir sér frá morgni
til kvölds og á nóttunni líka. Þeir sem
reyndu í fyrstu að hughreysta mann með
því að segja: „Þið verðið ekkert dæmd“
eru hættir því og maður er hálfpartinn
farinn að vilja sjá einhvern dóm falla.
Bara til að komast úr þessari óvissu.
Verðum við dæmd samkvæmt 100. grein
hegningarlaga? Þar sem lágmarksrefsing
er eitt ár í fangelsi – og allt að lífstíð. Eða
eru 10 mánuðir fyrir dómi næg refsing? Eða verða þeir aðrir 10, 20, eða 30?
Til samanburðar má geta þess að Geir Haarde er að væla yfir ákæru þar sem
hámarksrefsing er tveggja ára fangelsi, annars bara embættismissir eða sekt.“
Hver er þín skoðun á dómsmálinu? „Þetta eru náttúrulega bara pólitískar
ofsóknir. Einhvers konar skilaboð til venjulegs fólks í landinu um að vera stillt
og prútt á meðan stjórnvöld reyna að vinna úr hinum flóknu þjóðmálum.“
Hvernig finnst þér umfjöllun um landsdóm vera í samanburði við
umfjöllun um dómsmálið gegn ykkur? „Fjölmiðlar sem fjórða vald
ríkisins ættu að fara sérstaklega varlega í að dæma okkur fyrirfram. Kannski
vinna vinnuna sína og kynna sér málið áður en fullyrt er um sekt okkar. Það
er mjög pirrandi, svo vægt sé að orði komist, að sjá sjálfan sig birtast hvað
eftir annað sem sekan mann í fjölmiðlum. Sérstaklega þegar maður er ekki
Geir H. Haarde og hefur ekki þau fjölmiðlatengsl sem þarf til að verja sig
í svona fjölmiðlastríði. Það er merkilegt að um leið og nöfn valdamanna
komast í umræðuna í tengslum við ákærur á hendur þeim er strax byrjað að
tönnlast á orði sem valdastéttin beitir annars sjaldan í tengslum við dómsmál
–„mannréttindi“.“
Ertu sekur? „Ég er ekki sekur um að hafa gert árás á Alþingi eða stofnað
sjálfræði þess í hættu. Það eru hins vegar aðrir, eins og vitað er, sem keyptu
Alþingi upp á sínum tíma. Er það ekki að stofna sjálfræði þess í hættu?“
Fyrir hvern er réttarríkið? Réttarríkið hefur verið og verður hannað af
hugmyndasmiðum elítunnar. Það er fyrsta og síðasta vopn í hendi valdsins til
þess að sýna þrælunum hvað gerist ef þeir fara út fyrir rammann.“
Þór SIgurðSSon:
Hámarks refsing Geirs
tvö ár, okkar er lífstíð
rAgnHEIður EStHEr BrIEm:
sorglegt að geta ekki
notið meðgöngunnar
Aldur: 36 ára
Búseta: Reykjavík.
Iðja: Starfar á hjúkrunarheimili, menntuð
í kvikmyndagerð og grafískri hönnun.
Hvaða áhrif hefur dómsmálið haft á
líf þitt og þinna nánustu? „Auðvitað
hefur þetta mikil áhrif á líf mitt og
minna nánustu. Það er öll tilveran lituð
af þessum skrípaleik. Ég á 14 ára dóttur,
sem hefur náttúrulega miklar áhyggjur
af því að þurfa að horfa á eftir mömmu
sinni í fangelsi, heyrir og sér umfjallanir
og umræður á misjöfnum nótum um
okkar mál. Hún er sem betur fer með
sterk bein og skoðanir svo hún stendur
sterk við hlið mér í þessu öllu. Svo á ég
von á mínu öðru barni í nóvember og
það er sorglegt að geta ekki notið þess
yndislega tíma sem meðgangan er, ekki síst dóttur minnar vegna sem er að
eignast sitt fyrsta systkin. Álagið er gífurlegt, endalausar áhyggjur og þvílíkur
tími og orka sem fer í þetta fáránlega mál, sem virðist einungis ganga út á
það að sanna mátt stjórnvalda og yfirvalds og hræða almenning frá því að
opna munninn og andmæla, sama hvaða óréttlæti og hörmungar eru látnar
yfir hann ganga. Hræða fólk frá því að standa á rétti sínum. Svo kallast þetta
lýðræðisríki!“
Hver er þín skoðun á dómsmálinu? „Þetta dómsmál er náttúrulega
bara algjör skrípaleikur frá A til Ö, eins og flest annað í þessu samfélagi í
augnablikinu. Við erum greinilega handpikkuð út níu, af öllum þeim fjölda
fólks sem mótmælti á þessum tíma með réttu. Við níu höfum fyrirfram verið
stimpluð sem glæpamenn af verstu gerð og stórhættulegir hryðjuverka-
menn sem sést best á lögregluhirðinni sem er kölluð að héraðsdómi þegar
mál okkar er tekið fyrir. Við fáum allt annað en réttláta málsmeðferð, þar sem
það er alveg deginum ljósara að klíkuskapurinn nær þar inn fyrir dyr, eins og
annars staðar, því miður.“
Hvernig finnst þér umfjöllun um landsdóm vera í samanburði við
umfjöllun um dómsmálið gegn ykkur? Það er grátbroslegt að heyra
gjörspillta alþingismenn væla um pólitískar ofsóknir á hendur sér, sem komu
landi og þjóð á hausinn og hafa valdið því að þúsundir manna hafa og munu
missa heimili sín, lífsviðurværi og reisn. Á meðan við, þessi níu sem voguðum
okkur að opna munninn, erum dregin fyrir dómstóla og kærð fyrir að hafa
stigið fæti okkar inn í alþingishúsið þennan umrædda dag. Og af getur
hlotist 16 ára fangelsisvist.“
Ert þú sek? „Ég er sek um að hafa talið mig búa í lýðræðisríki og hafa ætlað
að nýta mér rétt minn til að mótmæla, krefjast réttlætis og segja mína skoð-
un. Ég er sek um að hafa fundið til samstöðu og fyllst réttlætiskennd, mér og
öðrum til handa. Ég er sek um að trúa ennþá á manngæsku og réttlæti og
að ætla mér að þagna ekki fyrr en því er náð. En ég er saklaus af því að hafa
með einhverju móti ógnað öryggi eins né neins, nema þá orð mín séu svo
hættuleg og banvæn að almenningi og stjórnvöldum hafi staðið ógn af.“
Fyrir hvern er réttarríkið? „Dómskerfið á Íslandi er því miður litað af pólitík
og klíkuskap og langt í land með að það breytist. Réttu fólki hefur verið
plantað á rétta staði til að tryggja réttum aðilum rétta niðurstöðu sinna mála.“
AndrI LEó LEmArquIS:
„Kúgun viðhaldið með
hegningu lægri stétta“
Aldur: 21 árs.
Búseta: Reykjavík.
Iðja: Nemi í læknisfræði við HÍ.
Hvaða áhrif hefur dómsmálið haft á
líf þitt og þinna nánustu? „Það væri
áhyggjuefni ef það hefði engin áhrif á
mig og mitt umhverfi. Tilfinningalíf og
stéttarstaða þeirra einstaklinga sem
brotið er á ætti þó ekki að vera leiðandi
þáttur í umræðunni. Ekki fremur en það
eigi að gefa Kim Jong-Il, Pinochet, Geir H.
Haarde, Þorgerði Katrínu eða Ingibjörgu
Sólrúnu aukinn rétt til valdníðslu vegna
erfiðrar æsku eða heilsufarstöðu.“
Hver er þín skoðun á dómsmálinu?
„Kerfið er hefnigjarnt. Þeim mun óréttlát-
ara sem það er þeim mun fastar slær það
þegar fólk neitar að láta kúgast.“
Hvernig finnst þér umfjöllun um
landsdóm vera í samanburði við
umfjöllun um dómsmálið gegn
ykkur? „Það er ekkert einsdæmi á
Íslandi að kerfið verndi sjálft sig. Dóm-
arinn Baltasar Garzon er nú ákærður á
Spáni fyrir að vilja rjúfa þagnarmúrinn
um mannréttindabrot fasismaáranna á
Spáni. Venjulegir dómstólar eru aldrei
ætlaðir valdhöfum. Í sérstökum tilfellum
eru settar upp sérstakar táknrænar
leiksýningar fyrir þá. Hvort sem um er að
ræða íslenskan landsdóm, Clearstream-
málið í Frakklandi eða alþjóðadómstóll-
inn í Haag.“
Ert þú sekur? „Já. Um að standa ekki
oftar upp gegn ráðandi öflum kúgunar
og ójöfnuðar.“
Fyrir hvern er réttarríkið? „Valdastétt-
ina, til að viðhalda valdastöðu. Kúgun
er viðhaldið með því að hegna lægri
stéttum. Einkum þegar þær neita að
hlýða settum fyrirmælum.“
Aldur: 39 ára.
Búseta: Reykjavík.
Iðja: Listamaður.
Hvaða áhrif hefur dómsmálið haft
á líf þitt og þinna nánustu? „Þetta
mál hefur tekið of stóran toll með því
að hanga yfir manni eins og einhver
fallöxi fáránleikans. Þetta hefur einnig
haft áhrif á börnin mín, sem virðast þó
taka þessu með jafnaðargeði. Börn eru
viðkvæmar sálir og brothættar og því
hefur þetta haft dýpri áhrif á fleiri sálir
en okkur níu. Flestir styðja mann og
vilja fá að vita sannleikann í málinu.“
Hver er þín skoðun á dómsmálinu?
Afstaða mín til málsins sjálfs er bundin
við reiði og algjöra vantrú á kerfinu.
Upplognar sakir settar fram eins og í
einhverju hryðjuverkamáli og síðan
misnotkun lögregluvalds í dómsal er
ljótur skítablettur á sídrullandi Alþingi.
Menn ættu að líta í eigin barm en gera
það ekki, og kannski ekkert skrýtið,
enda hafa forréttindahópar aldrei gefið
forréttindi sín frá sér. Það þarf að taka
þau frá þeim.“
Hvernig finnst þér umfjöllun um
landsdóm vera í samanburði við
umfjöllun um dómsmálið gegn
ykkur? „Umræðan á hinu alltof lága
Alþingi um mannréttindi ráðherra
er náttúrulega bara skrípaleikur, og
í samanburði við málið okkar hreinn
viðbjóður. Þegar þeir segja að þetta sé
það erfiðasta sem þau hafa þurft að
gera á sínum ferli þá segir það margt
um innrætið. Væri ekki eðlilegra fyrir
ráðamenn að finnast erfiðara að sjá fólk
fara á götuna eða fremja sjálfsmorð?
Nei, það er erfiðara að láta samverka-
menn bera ábyrgð.“
Ert þú sekur? „Ég labbaði inn um opn-
ar dyr í Alþingi okkar og staðnæmdist á
stigapalli. Þar skattyrtist ég við löggur
og þingverði og reif kjaft og viðurkenni
ég að vera sekur um það en ekkert
annað. En það er búið að útmála okkur
níu sem terrorista og ofbeldisseggi, sér-
staklega í Fréttablaðinu og Mogganum,
enda heiglar þar við störf.“
Fyrir hvern er réttarríkið?
„Hvaða réttarríki?“
Jón BEnEdIkt HóLm:
Hefur áhrif á börnin
Leitað sökudólga
Níumenningarnir svokölluðu
hafa verið ákærðir fyrir árás á
Alþingi.
mynd SIgtryggur ArI