Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Side 40
Jóhann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1948 og stundaði banka- nám og frönskunám við Institut du Pantheon í París 1952–53. Jóhann starfaði við banka í París 1952–53 og var starfsmaður Scandi- navian Bank í London 1954–55. Hann hóf störf við Landsbanka Íslands 1949 og starfaði þar síðan í ýmsum deild- um bankans um langt árabil, varð fulltrúi gjaldeyrisdeildar 1959, deild- arstjóri þar 1960, útibússtjóri í Austur- bæjarútibúi, Laugarvegi 77, í nokkur ár, starfsmannastjóri um skeið, síð- an framkvæmdastjóri afgreiðslusviðs bankans í Austurstræti, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans frá 1988 og síðan framkvæmdastjóri við bankann þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þá vann hann að undirbúningi Visa Ísland og var stjórnarformað- ur Visa Ísland frá stofnun þess og í fimmtán ár. Jóhann starfaði mikið í Frímúrara- reglunni um árabil og sinnti þar trún- aðarstörfum, sat lengi í stjórn Alliance Française í Reykjavík og var félagi í Lionshreyfingunni um árabil. Fjölskylda Jóhann kvæntist 29.8. 1952 Svölu Magnúsdóttur, f. 15.9. 1933, húsmóð- ur. Foreldrar Svölu voru Magnús Vil- helm Jóhannesson, f. 1891, d. 1958, yfirframfærslufulltrúi í Reykjavík, og k.h., Fríða Jóhannsdóttir, f. 1906, d. 1997, húsmóðir. Börn Jóhanns og Svölu: Magnús Valur, f. 2.12. 1954, verk- fræðingur og svæðisstjóri hjá Vega- gerðinni á Vesturlandi, kvæntur Bjarnveigu Ingvarsdóttur, f. 31.1. 1955, kennara, og eiga þau þrjú börn, Svölu Birnu, f. 29.12. 1976, gift Jens Hjaltalín Sverrissyni og eiga þau tvo syni; Eddu Elísabetu, f. 29.7. 1981 sem er í sam- búð með Bernharð Aðalsteinssyni; Val, f. 6.11. 1988. Guðmundur Örn, f. 23.12. 1960, markaðsráðgjafi, kvæntur Írisi Gunnarsdóttur, f. 23.5. 1965, og eiga þau tvö börn, Díönu Írisi, f. 17.5. 1985; Jóhann Berg, f. 27.10. 1990. Sólveig Fríða, f. 30.11. 1972, verk- fræðingur og hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri Læknafélags Íslands, gift Ingimar Guðjóni Bjarnasyni, f. 3.10. 1972, verkfræðingi, og eiga þau tvö börn, Sindra Þór, f. 24.11. 1998; Andreu Sif, f. 1.8. 2002. Systkini Jóhanns voru Hörður, f. 4.2. 1922, d. 10.9. 2005, var listmálari, byggingafræðingur og kennari; Krist- ín Houhoulis, f. 1923, d. 2001, var hús- móðir í Washington DC í Bandaríkj- unum; Erla, f. 21.7. 1932, d. 20.3. 2008, var flugfreyja og starfsmaður hjá Flug- leiðum í Reykjavík. Foreldrar Jóhanns voru Ágúst Markússon, f. 30.7. 1891, d. 30.12. 1965, veggfóðrarameistari í Reykjavík, og k.h., Guðrún Guðmundsdóttir, f. 4.7. 1893, d. 27.9. 1947, húsmóðir. Ætt Ágúst var bróðir Karls, afa Markúsar Arnar Antonssonar, forstöðumanns Þjóðmenningarhúss og fyrrv. borg- arstjóra. Ágúst var sonur Markúsar, söðlasmiðs í Reykjavík, bróður Guð- laugs, afa Andrésar Gestssonar nudd- ara, Óskars Jónssonar fræðimanns og langafa Víglundar Þorsteinssonar, fyrrv. forstjóra. Markús var sonur Þor- steins, b. í Gröf í Hrunamannahreppi, bróður Jóns, langafa Þorsteins Einars- sonar íþróttafulltrúa. Þorsteinn var sonur Jóns, b. á Högnastöðum Jóns- sonar, ættföður Högnastaðaættar. Móðir Markúsar var Guðrún, systir Ingibjargar, langömmu Eðvarðs Sig- urðssonar, alþm. og forseta ASÍ. Guð- rún er dóttir Jóns, b. í Galtafelli Björns- sonar, b. í Vorsabæ Högnasonar, lrm. á Laugarvatni Björnssonar, bróður Sig- ríðar, móður Finns Jónssonar, biskups og ættföður Finsenættar, föður Hann- esar biskups, afa Steingríms Thor- steinssonar skálds. Móðir Jóns var Bryngerður Knútsdóttir, systir Sigríð- ar, ömmu Tómasar Guðmundssonar skálds og Hannesar þjóðskjalavarðar og Þorsteins hagstofustjóra Þorsteins- sona. Móðir Guðrúnar var Guðrún Guðmundsdóttir, pr. í Hruna Magn- ússonar, pr. á Þingvöllum Sæmunds- sonar, pr. í Miklabæ Magnússonar, b. í Bræðratungu Sigurðssonar. Móð- ir Sæmundar var Þórdís Jónsdóttir (Snæfríður Íslandssól). Móðir Ágústs var Jóhanna Svein- björnsdóttir, b. í Ási Jónssonar, og Kristínar Einarsdóttur, systur Ingveld- ar, langömmu Steinþórs Gestssonar alþm., föður Gests skattstjóra. Guðrún, móðir Jóhanns, var syst- ir Andreu, ömmu Kristjáns Odds- sonar, fyrrv. framkvæmdastjóra Íslandsbanka. Guðrún var dóttir Guð- mundar, veitingamanns í Reykjavík, bróður Guðmundar, langafa Jóhanns Hjartarsonar stórmeistara. Guð- mundur var sonur Ámunda, b. á Sand- læk í Gnúpverjahreppi Guðmunds- sonar og Guðríðar Guðmundsdóttur, b. í Langholti Björnssonar. Móðir Guð- ríðar var Guðrún Ámundadóttir, smiðs og málara í Syðra-Langholti og vefara í Innréttingunum í Reykjavík Jónssonar. Móðir Guðrúnar Guðmundsdótt- ur var Kristín, systir Magnúsar, afa Stefáns Péturssonar, aðstoðarbanka- stjóra Landsbankans, og Ásgeirs, fyrrv. sýslumanns og bæjarfógeta. Krist- ín var dóttir Andrésar, hreppstjóra í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi Magnússonar, alþm. í Syðra-Lang- holti Andréssonar, langafa Ásmund- ar Guðmundssonar biskups. Móðir Magnúsar var Margrét Ólafsdóttir, b. á Efra-Seli Magnússonar, og Marínar Guðmundsdóttur, b. á Kópsvatni Þor- steinssonar, ættföður Kópsvatnsættar. Móðir Andrésar var Katrín Eiríksdótt- ir, dbrm. á Reykjum á Skeiðum Vigfús- sonar, ættföður Reykjaættar, langafa Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, föð- ur Péturs biskups. Móðir Katrínar var Ingunn Eiríksdóttir, b. í Bolholti Jóns- sonar, ættföður Bolholtsættar, langafa Páls, langafa Björns Líndals, fyrrv. að- stoðarbankastjóra Landsbankans. Jóhann var jarðsunginn frá Bú- staðakirkju sl. fimmtudag. Jóhann Ágústsson fyrrv. aðstoðarbankastjóri Landsbankans Fæddur 4.5. 1930 – Dáinn 23.9. 2010 40 minning 1. október 2010 föstudagur andlátmerkir íslendingar Pétur Pétursson biskup f. 3.10. 1808, d. 15.5. 1891 Pétur fæddist á Miklabæ í Blöndu- hlíð í Skagafirði, sonur Péturs Péturssonar, prófasts þar, og k.h. Þóru Brynjólfsdóttur húsfreyju. Pétur biskup var bróðir Jóns Pét- urssonar, alþm.og háyfirdómara, og Brynjólfs Péturssonar Fjölnis- manns. Tengdasynir Péturs bisk- ups voru báðir þekktir menn, hvor á sínu sviði, Bergur Thorberg, landshöfðingi og alþm., og dr. Þor- valdur Thoroddsen náttúrufræð- ingur. Pétur var samtímis Jónasi Hall- grímssyni í Bessastaðaskóla, lauk þaðan stúdentsprófum 1827, lauk guðfræðiprófi við Hafnarháskóla 1834, lic.theol.-prófi 1840, lauk doktorsprófi 1844 og varð prófess- or að nafnbót árið 1849. Pétur var kennari að Geita- skarði 1827–28 og á Flugumýri og hjá foreldrum sínum 1834–37, fékk þá Helgafell og Staðastað sama ár og varð prófastur Snæfellsnes- prófastsdæmis 1838. Hann dvaldi í Kaupmannahöfn 1839–40 og 1843–44, var skipaður forstöðu- maður Prestaskólans í Reykjavík 1847, jafnframt settur dómkirkju- prestur í Reykjavík 1854 en gegndi auk þess biskupsstörfum 1855–56. Hann var svo skipaður biskup yfir Íslandi 1866 og gegndi því embætti til 1889. Pétur kom af auðugu fólki og var sjálfur einn auðugasti mað- ur landsins. En það kom ekki í veg fyrir að hann nyti umtalsverðra vinsælda og væri almennt talinn góðmenni, ekki síst gagnvart um- renningum. Hann var bæjarfull- trúi í Reykjavík 1849–51 og 1855– 56, konungskjörinn alþm. 1849–87 og þjóðfundarmaður á Þjóðfund- inum fræga í húsi Lærða skólans 1851. Halldór Kristjánsson frá kirkjubóLi f. 2.10. 1910, d. 26.8. 2000 Á laugardag eru hundrað ár liðin frá fæðingu Halldórs Kristjánssonar frá Kirkjubóli. Hann fæddist að Kirkjubóli í Bjarnadal í Ön- undarfirði en foreldrar hans voru Kristján Guðmundsson, bóndi á Kirkjubóli, og k.h., Bessabe Hall- dórsdóttir húsfreyja. Halldór var bróðir Ólafs Þórð- ar, skólastjóra í Hafnarfirði, föð- ur Kristjáns Bersa sem lengi var skólameistari í Flensborg, og föð- ur Ásthildar, móður Ólafs Harð- arsonar stjórnmálafræðings og Tryggva Harðarsona, fyrrv. bæj- arstjóra. Annar bróðir Halldórs er Guðmundur Ingi, skáld og bóndi á Kirkjubóli, en systir þeirra var Jó- hanna, húsfreyja á Kirkjubóli. Halldór ólst upp á Kirkjubóli, stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi og stundaði búskap á Kirkju- bóli til 1973. Hann var auk þess blaðamaður við Tímann 1946–51, var varaþingmaður Vestfjarða- kjördæmis fyrir Framsóknarflokk- inn 1959–76 og sat mikið á þingi á árunum 1964–1974. Þá var hann starfsmaður Alþingis 1974–89. Halldór gegndi fjölda trúnað- arstarfa fyrir ungmennafélags- hreyfinguna, Framsóknarflokk- inn og Góðtemplararegluna og var um árabil, í hugum margra, hold- tekja þessarar heilögu þrenningar aldamótakynslóðarinnar. Hann þreyttist aldrei á að vara unga fólk- ið við áfengisbölinu, skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit og lét þar engan bilbug á sér finna þó bjór- bannið hafi verið afnumið 1989. Á hinum síðustu og verstu tímum frjálslyndis og léttúðar þótti ýms- um Halldór vera gamaldags og einstrengislegur í sinni afstöðu. En hann var þrátt fyrir það, sóma- maður og trúr sinni köllun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.