Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Qupperneq 43
FÖSTUDAGUR 1. október 2010 GOÐSAGNIR 43 DULARFULLUR Dauði Brians Jones, stofnanda hljómsveitarinnar The Rolling Stones, hefur allar götur síðan Brian safnaðist til feðra sinna, verið uppspretta vangaveltna, margra ólíkra kenninga og ávallt verið sveipaður dulúð. Ekki þarf að hafa mörg orð um The Roll- ing Stones. Sveitin var stofnuð árið 1962 og er ein sú langlífasta í sögu rokksins, en nú á tímum kanadíska ungstirnis- ins Justins Bieber, sveitasöng- konunnar Taylor Swift og annarra fyrirmynda er ekki sjálfgefið að ungir tónlistarunnendur kveiki á perunni þegar hljómsveit- ina ber á góma. Sennilega þarf að vísa til Teagues kafteins, föð- ur Jacks Sparrow í kvikmyndinni Pirat- es of the Carribean, svo þeir geri sér grein um hvern ræðir þegar tal- ið berst að Keith Richards, gítarleikara hljómsveitarinnar. Annað er hugsan- lega uppi á teningnum hvað Mick Jagg- er varðar. Mick „varir“ Jagger, sem hefur fengið hinn undarlega titil „Íslandsvin- ur“, líkt og allir frægir útlendingar sem hér drepa niður fæti og nægir millilending til, er þekktastur meðlima The Rolling Stones og dugar að hugsa um spandexbuxur til að gera sér grein fyrir um hvern ræðir; var- ir, gæsagangur og spandexbuxur... aha... hann! Þá eru ótaldir trymbill sveitarinn- ar, Charlie Watts, og bassaleikarinn stað- fasti Bill Wyman sem sagði skilið við félaga sína fyrir margt löngu síðan. En minn- ing stofnanda sveitarinnar, Brians Jones, sem að sögn átti heiðurinn að nafni henn- ar – sennilega frá umslagi breiðskífu með Muddy Waters – lifir enn góðu lífi þrátt fyrir að yfir fjörutíu ár séu liðin frá dauða hans. Hallar undan fæti Í árdaga ferils The Rolling Stones var Brian Jones án efa þungamiðja sveitarinnar. Hann var gáfaður, myndarlegur og fjölhæfur hljóð- færaleikari sem elskaði blústónlist. Jafnvel í félagsskap hljómsveitarfélaga sinna skar hann sig úr, bæði vegna áberandi klæða- burðar og óseðjandi hungurs í fíkniefni. En þegar hljómsveitin þroskaðist með þeim af- leiðingum að blúsinn varð víkjandi, auk þess sem alræmd fíkniefnaneysla Brians varð þess valdandi að hann varð óáreiðanleg- ur og lítt eftirsóknarverður, minnkaði vægi hans í hljómsveitinni, án þess þó að skemma ímynd hennar sem skuggalegustu hljóm- sveitar rokks þess tíma. En það kom fleira til því Jagger og Rich- ards voru óðum að festa sig í sessi sem laga- og textasmiðir, líkt og John Lennon og Paul McCartney gerðu í The Beatles, og juku með því verulega á vinsældir sveitarinnar og vörpuðu skugga á Brian Jones. Ekki bætti úr skák að Anita Pallenberg, kærasta Brians til tveggja ára, yfirgaf hann og fór í faðm Keiths Richards árið 1967 þegar Brian var rúmliggj- andi í Marokkó á ferðalagi þeirra þriggja. Brian Jones, sem var nánast kominn á hliðarlínuna, hallaði sér í ríkari mæli að flöskunni og fíkniefnum. Í tvígang var hann ákærður af þeim sökum og tókst að sleppa við fangelsisvist með því að lofa bót og betr- un. Síðasta hljóðversvinna sem orð er á ger- andi sem Brian tók þátt í átti sér stað vorið og sumarið 1968 þegar hljómsveitin vann að laginu Jumpin‘ Jack Flash og breiðskífunni Beggars Banquet. En það húmaði að kveldi hjá hinum hæfileikaríka tónlistarmanni. Síðasti sundspretturinn Um mitt ár 1969 hafði Brian Jones sagt skil- ið við The Rolling Stones og gítarleikarinn Mick Taylor, sem hafði gert garðinn frægan með John Mayall‘s Bluesbreakers, hafði tekið við stöðu hans í sveitinni. Þegar þar var kom- ið sögu bjó Brian á Cotchford Farm í Austur- Sussex, sem hafði fyrrum verið í eigu A. A. Milne, höfundar Winnie-the-Pooh, en Brian hafði fest kaup á eigninni í nóvember 1968. Sögum af sálarástandi Brians Jones á þessum tímamótum ber ekki saman, en blúshljómlistarmaðurinn Alexis Korner hafði á orði að Brian virtist hamingjusamari en hann hefði verið lengi. Brian ku hafa viðr- að þá hugmynd við Korner og fleiri tónlist- armenn að koma á laggirnar annarri hljóm- sveit. Sú hugmynd átti ekki eftir að verða að veruleika. Um miðnæturbil að kvöldi 2. júlí 1969 fannst Brian Jones lífvana á botni sundlaug- arinnar á Cotchford Farm. Hann var tuttugu og sjö ára. Reyndar var þáverandi kærasta Brians, Anna Wohlin, sannfærð um að hann hefði verið með lífsmarki þegar hann var dreginn upp úr sundlauginni, og fullyrti að hún hefði fundið púls. Hvað sem því leið var of seint að reyna endurlífgun þegar læknirinn kom og Brian Jones var úrskurðaður látinn. Réttar- meinafræðingur úrskurðaði að dauða Brians mætti rekja til óhapps, en tók þó fram að að lifur og hjarta hans væru í stærra lagi vegna ofneyslu áfengis og fíkniefna. Við krufningu fundust engin merki um fíkniefni og áfengis- magn í blóði hans samsvaraði neyslu þriggja bjóra. En sögu Brians Jones lauk ekki þetta mið- sumarkvöld því dagurinn markaði upphaf eins umdeildasta og dularfyllsta dauðsfalls í sögu rokksins og leyndardóms sem enn er hulinn. Í gegnum tíðina hafa vitni breytt frá- sögn sinni. Sögusagnir, hafa lifað góðu lífi, þrátt fyrir úrskurð réttarmeinafræðingsins, og samkvæmt mörgum þeirra var dauði Bri- ans Jones ekki slys – heldur var hann myrtur. Játning á banabeði Í tveimur bókum sem gefnar voru út árið 1994 eru leiddar líkur að því að Brian Jones hafi verið myrtur af byggingaverktaka að nafni Frank Thorogood sem Brian hafði ráð- ið til að sjá um endurbæt- ur á Cotchford Farm. Í báðum bókunum, Paint it Black: The Mur- der of Brian Jones, eft- ir Geoffrey Giuliano, og Who Killed Christopher Robin? eftir Terry Rawl- ings [Christopher Rob- in er persóna úr bók A. A. Milne, Winnie-the- Pooh, sem byggð er á syni höfundarins], segir að Frank Thorogood hafi á banabeði játað á sig morðið á Brian Jon es: „Það var ég sem myrti hann. Ég missti stjórn á mér að lokum.“ Í bók Rawlings er sagt að Thorogood hafi játað á sig morðið fyrir Tom Keylock, rótara The Rolling Stones, en Key- lock lést í júlí í fyrra. Fyrir einhverra hluta sakir sá breska lögreglan ekki ástæðu til að hefja rannsókn á dauða Brians þrátt fyrir út- gáfu bókanna. Í fyrra, fjörutíu árum eftir dauða Bri- ans Jones, sendi breska lögreglan frá sér til- kynningu um að hún hygðist dusta rykið af rannsókn málsins í ljósi nýrra upplýsinga sem hún hafði fengið í hendurnar frá ónafn- greindum blaðamanni. Um var að ræða um sexhundruð síðna skýrslu sem blaðamaður- inn, sem síðar var nafngreindur, Scott Jon es hafði látið henni í té, en lögreglan sagði þó ekki tímabært að segja til um hvort málið yrði opnað að nýju. Þrýstingur lögreglu Blaðamaðurinn Scott Jones tók viðtal við Jan et Lawson skömmu áður en hún dó árið 2008, en Janet varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að uppgötva að Brian Jones lá líf- vana við botn sundlaugar Cotchford-býlis- ins. Í viðtalinu, sem birt var í breska blaðinu The Mail sama ár, sagði Janet að Tom Key- lock, sem var kærasti hennar á þeim tíma, hafi haft áhyggjur af þeirri spennu sem var til staðar í samskiptum Thorogoods og Brians. Samkvæmt opinberum gögnum voru þrír gestir hjá Brian Jones kvöldið sem hann dó; Janet Lawson, smiður að nafni Frank Thoro- good og kærasta Brians, Anna Wohlin. Sam- kvæmt vitnisburði allra þriggja hafði Brian neytt áfengis þetta örlagaríka kvöld. Í frétt The Mail sagði að Janet hefði tjáð Scott að lögreglan hefði beitt hana þrýst- ingi og „reynt að leggja henni orð í munn“. Haft var eftir Janet að kvöldið sem Brian dó hafi þau fjögur neytt snemmbúins kvöld- verðar og í kjöfarið hefðu Brian og Thoro- good farið að fíflast í sundlauginni. Skömmu síðar bað Jones, sem þá var einn í lauginni, Janet að finna astmapústið hans, en hann þjáðist af astma. „Ég leitaði að því við sundlaugina, í tón- listarherberginu, anddyrinu og síðan í eld- húsinu,“ var haft eftir Janet, sem bætti við að þá hefði Thorogood skyndilega birst og verið æstur mjög. „Sorglegt óhapp“ „Frank kom inn í uppnámi. Hendur hans skulfu. Hann var í slæmu ástandi. Ég ímynd- aði mér strax allt hið versta og fór að sund- lauginni til að athuga málið. Þegar ég sá Bri- an á sundlaugarbotninum og kallaði á hjálp, aðhafðist Frank í fyrstu ekkert,“ sagði Janet Lawson. Janet Lawson sagði Scott að Frank hefði ekki staðið sig í stykkinu við endurbætur býl- is Brians: „Brian hafði rekið hann þennan dag.“ „Það var undarlegt andrúmsloft. Frank hagaði sér undarlega, lét finna svolítið til sín,“ sagði Janet við Scott. Eftir að hún sá Brian á sundlaugarbotninum hljóp hún að húsinu og kallaði á hjálp. „Ég kallaði aftur á Frank þegar ég hljóp að húsinu, og hann kom út áður en ég náði alla leið, hljóp rakleitt að sundlauginni og stakk sér án hiks í hana. En ég hafði ekki sagt hvar Brian var. Ég hugsaði, „Hvernig vissi hann að Brian væri á sund- laugarbotninum?““ Janet sagði að í upphaflegum vitnisburði sínum væri hvergi minnst á spennu á milli Brians og Thorogoods, eða þá staðreynd að Thorogood hefði ekki komið henni strax til hjálpar því hún hafi verið „þreytt, ringluð og taugaóstyrk“. Scott Jones ræddi aukinheldur við Bob Marshall, sem fór fyrir rannsókninni á dauða Brians. Bob Marshall, sem settist í helgan stein árið 1974, sagðist ekki velkjast í vafa um að niðurstaða lögreglunnar hefði verið rétt og að dauði Brians hefði verið „sorglegt óhapp, venjuleg drukknun“. Heimild: Wikipedia og ýmsar fréttir. dauðdagi Á tónleikum með blokkflautu Brian sagði skilið við Rolling Stones einum mánuði fyrir dauða sinn. COTCHFORD FARM Brian fannst lífvana á sundlaugarbotninum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.