Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Page 46
NafN og aldur? „Breki Logason, 28 ára.“ atviNNa? „Fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2.“ Hjúskaparstaða? „Í sambúð.“ fjöldi barNa? „Úlfdís Vala, tveggja ára.“ Hefur þú átt gæludýr? „Átti einu sinni fiska sem hétu Reagan og Gorbatjov.“ Hvaða tóNleika fórst þú á síðast? „Ætli það hafi ekki bara verið Lay Low á Mercury Lounge í New York.“ Hefur þú komist í kast við lögiN? „Já því miður, en það var alveg óvart og án minnar vitundar.“ Hver er uppáHaldsflíkiN þíN og af Hverju? „Ætli það sé ekki Rúna Júl-bolurinn minn, af því að hann er flottastur.“ Hefur þú farið í megruN? „Nei, en er á leiðinni. Var að fá mér hlaupaskó, það er alla vega eitthvað.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmæl- um? „Nei, það hef ég aldrei gert, fæ alltaf aulahroll.“ trúir þú á framHaldslíf? „Nei, er of gáfaður fyrir svoleiðis pælingar.“ Hvaða lag skammast þú þíN mest fyrir að Hafa Haldið upp á? „Sódómu með Sálinni, get ekki hlustað á það í dag, en einu sinni var það alveg málið.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Þú ein, í flutningi Hljóma, er í miklu uppáhaldi núna.“ til Hvers Hlakkar þú NúNa? „Að gifta mig, næsta sumar, get ekki beðið.“ Hvaða myNd getur þú Horft á aftur og aftur? „Nýtt Líf kemur fyrst upp í hugann, enda allt við myndina stórkostlegt. Samtölin, tónlistin og karakt- erarnir alveg upp á tíu. Skiptir engu hvort það eru Þór og Danni, Júlli húsvörður, Siggi mæjones eða Axel bónusvíkingur.“ afrek vikuNNar? „Eins fáránlegt og það hljómar þá var ég að sjóða hangikjöt, vona að ég eigi eftir að afreka eitthvað meira í vikunni, það er nú bara miðvikudagur.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei, það hef ég aldrei gert. Hef ekki einu sinni spáð í það.“ spilar þú á Hljóðfæri? „Á mínar partísyrpur á gítarinn, en er gjörsamlega laus við allt sem kalla mætti tóneyra eða tilfinningu fyrir músík. Finnst samt gaman að spila.“ viltu að íslaNd gaNgi í evrópusambaNdið? „Æi, ekki þessi spurning. Held það sé mikilvægast að spyrja fleiri Íslendinga en mig, helst alla þjóðina sem fyrst.“ Hvað er mikilvægast í lífiNu? „Manchester United, Valur og fjölskyldan.“ Hvaða ísleNska ráðamaNN myNdir þú vilja Hella fullaN og fara á trúNó með? „Held að Össur sé fáránlega skemmtilegur, væri al- veg líka til í gott eftirpartí á Bessastöðum.“ Hvaða fræga eiNstakliNg myNdir þú Helst vilja Hitta og af Hverju? „Jim Morrison, af því að ég hef dýrkað hann síðan ég var níu ára. Held við gætum náð mjög vel saman.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, að sjálfsögðu.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ætli það hafi ekki verið þegar ég breytti afmælis- deginum hjá Andra vini mínum á Facebook. Hann varð þrítugur tveimur mánuðum of snemma, með tilheyrandi hamingjuóskum.“ Hvaða fræga eiNstakliNgi líkist þú mest? „Ég er ekki sammála, en hef heyrt undanfarið að ég sé svolítið líkur hommanum í Modern Family, Jesse Tyler Ferguson. Það má nú kannski deila um hversu frægur hann er.“ ertu með eiNHverja leyNda Hæfileika? „Já, ég sofna alltaf um leið og ég byrja að lesa ein- hverja bók. Þetta hefur aldrei klikkað.“ á að leyfa öNNur vímuefNi eN áfeNgi? „Já, ég hef nú alltaf verið hrifinn af þeirri pælingu.“ Hver er uppáHaldsstaðuriNN þiNN? „Mér líður afskaplega vel í Mývatnssveit, en það er líka mjög gaman á Old Trafford. Held ég verði hins- vegar að nefna baðkarið, mér líður eiginlega best í baði.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður eN þú ferð að sofa? „Slekk á sjónvarpinu og kyssi stelpurnar mínar.“ Hver er leið íslaNds út úr kreppuNNi? „Gunnar Nelson.“ líður best í baði 46 hin hliðin 1. október 2010 föstudagur Breki Logason, fréttamaður á Stöð 2, er of gáfaður fyrir vangaveltur um framhaldslíf. Breki hefur ekki einu sinni spáð í að láta spá fyrir sér og segir Gunnar Nelson vera leið Íslands út úr kreppunni. Hann getur ekki beðið eftir því að kvænast næsta sumar. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Vesturvör 30c, Sími 575-1500 Ferð á Kársnesið borgar sig! www.kvikkfix.issko ðaðu! Störtum deginum og bílnum hjá KvikkFix Verðdæmi Golf ´98 Kr. 12.931.- Kominn í bílinn að sjálfsögðu. Kaffið, vöflurnar og hug- gulegheitin innifalið. www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.