Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Síða 62
Fyrirsætan og athafnakonan Ás- dís Rán Gunnarsdóttir er búin að fá sér stórt húðflúr á annan handlegginn. Hún tilkynnti það á Facebook-síðu sinni að hún hefði ætlað í gæludýrabúð en endað á húðflúrstofu við hliðina. Segir hún að húðflúrið nái frá lófa og upp handlegginn en hún ætlar að frumsýna það seinna þegar hún hefur meiri tíma. Ásdís er nú í óða önn að pakka niður því hún er að kveðja Búlgaríu með söknuði. Næsti áfangastaður er München þar sem eiginmaður hennar, Garðar Gunnlaugsson, leikur með neðrideildar liðinu Unterhaching. Fjölmiðlakonan Tobba Marin- ós hefur verið ráðin kynning- arfulltrúi Skjás Eins samkvæmt Fréttablaðinu. Tobba sagði upp á Séð og heyrt um leið og ritstjór- inn, Eiríkur Jónsson, var rekinn en skipulagsbreytingar hafa ver- ið hjá Birtíngi útgáfufélagi sem gefur meðal annars út Séð og heyrt, Vikuna og Nýtt Líf. Fram kemur í Fréttablaðinu að Tobba hafði samband við Sigríði Mar- gréti Oddsdóttur, sjónvarpsstjóra Skjás Eins, og bauð fram krafta sína sem Sigríður vildi hiklaust nýta. Tobba fer því úr slúðurgeir- anum yfir í kynningarmálin þar sem hún mun meðal annars sjá um kynningarmál á sínum eig- in þætti. Fyrr í sumar tryggði Skjár Einn sér sjónvarpsréttinn á Makalausri, metsölubók Tobbu um ástir og ævintýri ungrar stúlku. Þarf Tobba því að tryggja að sinn eigin þáttur verði vel aug- lýstur auk þess sem ný sjónvarps- stöð, Skjár Golf, er nýfarin í loft- ið. Mun Tobba því hafa nóg að gera. Skjár Einn gaf Tobbu sitt fyrsta tækifæri í sjónvarpi en hún var kynnir Djúpu laugarinnar ásamt Ragnhildi Magnúsdóttur þegar hún fór aftur af stað fyrr á árinu. Endaði það samstarf ekki vel eins og kom fram í DV en ást Tobbu og Skjás Eins virðist mikil. tomas@dv.is ÁSDÍS KOMIN MEÐ HÚÐFLÚR TOBBA MARINÓS RÁÐIN FJÖLMIÐLAFULLTRÚI SKJÁS EINS: Rapparinn Erpur Eyvindarson eða Blaz Roca er í skemmtilegu viðtali við tímaritið Monitor þar sem hann ræðir meðal annars nýja tónlistarstefnu sem hann er að taka og Móra-málið. Að- spurður hvort hann sé í sam- bandi núna neitar hann því, seg- ist vilja vera frjáls til að gera það sem hann vill. „Ég nenni ekki að fá nýja mömmu inn á heimilið,“ segir hann. Þegar hann er beð- inn um að bera saman Stjörnu- Erp við Sambands- og-kúr-Erp svarar hann: „Ég fer ekki oft í samband, en ég tek það mjög alvarlega þegar ég geri það. En ég er náttúrulega ekki að kúra mikið.“ KÚRIR EKKI MIKIÐ 62 FÓLKIÐ 1. október 2010 FÖSTUDAGUR RAGNHILDUR STEINUNN: KYNNIR SINN EIGIN ÞÁTT Það var svo skrýtið að þrátt fyrir að hafa fengið sterkt hugboð um stúlku komu bara strákanöfn,“ segir sjón- varpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir í forsíðuviðtali nýjasta tölublaðs Nýs Lífs þegar hún er spurð hvernig nafnið á dótturina kom til en frumburður hennar og sambýlis- manns hennar, Hauks Inga Guðna- sonar, heitir því fallega nafni Eldey Erla. Með nafninu rauf Ragnhildur Steinunn fjölskylduhefð þar sem móðir hennar hét líka Ragnhild- ur Steinunn og einnig amma henn- ar og langamma. „Það kom aldrei til greina að skíra Ragnhildur Steinunn. Það varð fljótt ljóst að hún átti að heita Eldey Erla,“ segir hin nýbakaða móðir í viðtalinu og lýsir hvernig hún og Haukur hafi brugðið á það ráð að skrifa niður nokkur stúlkunöfn og þeim báðum til undrunar höfðu bæði skrifað niður Eldey. Síðar hafi hún fengið símtal frá systur Hauks Inga sem hafi sagst handviss um að stúlka væri á leiðinni. „Þegar hún var búin að lýsa stúlkunni okkar í smáat- riðum sagði hún: „Svo dreymdi mig að ég hefði búið til nafn á hana; mig dreymdi að hún ætti að heita Eld- ey.“ Ragnhildur segist í viðtalinu ekki hafa komið upp orði og fengið hroll um allan líkamann. „Ég rétti Hauki Inga símann og þurfti bara að setjast niður,“ segir hún í viðtalinu en þar lýsir Ragnhildur því enn fremur yfir að hún vilji helst eignast fleiri börn sem fyrst. „Í dag get ég ekki hugsað um annað en að eignast fleiri börn sem fyrst, þetta er algjört kraftaverk. Ég horfi á hana á hverjum degi og trúi því ekki að hún sé bara búin til af okkur Hauki Inga. Þessi fullkomna litla manneskja.“ Í viðtalinu spyr ritstjórinn, Kol- brún Pálína Helgadóttir, Ragnhildi um ferilinn og hver sé galdurinn að baki velgengninni. „Ég hef alltaf ver- ið mikil framakona og unnið mjög mikið, kannski verið pínulítið sjálfs- elsk, ef svo má segja. Látið mig og mitt líf ganga svolítið fyrir. Í sumar- fríunum mínum hef ég verið að leika í bíómyndum eða tekið að mér önn- ur verkefni og svo framvegis. Ég hef alltaf verið að hugsa um að leggja grunn að góðri framtíð. Hins veg- ar verð ég að viðurkenna að eftir að Eldey Erla fæddist áttaði ég mig á því að lífið er núna og ég hef ákveðið að njóta hvers augnabliks en ekki vera að horfa alltaf til framtíðar.“ Sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir braut gamla fjölskylduhefð þegar hún valdi nafnið á frumburðinn. Ragnhildur Steinunn og sambýlismaður hennar, Haukur Ingi Guðnason, létu skíra dótturina Eldey Erlu en nafnið Eldey hafði birst þeim báðum. Ragn- hildur Steinunn lýsir móðurhlutverkinu í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Nýs Lífs. LANGAR Í FLEIRI BÖRN SEM FYRST Falleg fjölskylda Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi Guðnason eiga dótturina Eldey Erlu. Nýbökuð mamma Ragnhildur Steinunn er í einlægu og ítarlegu viðtali í Nýju Lífi. MYND NÝTT LÍF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.