Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2010, Side 64
n Glamúrdrottningin Vala Grand er komin á fullt í leit sinni að nýjum kærasta ef marka má uppfærslu á Facebook-síðu hennar. Vala, sem gekkst undir kynleiðréttingarað- gerð fyrir skemmstu, segir að hún sé að leita að hinum eina rétta. „Mamma spurði mig hver væri til- gangurinn með því að eiga öll þessi kynþokkafullu undirföt ef ég ætlaði ekki að deila þeim með neinum. Þá sagði ég við hana að sá eini sem fengi að sjá mig í þeim væri einhver heppinn náungi þarna úti. Ég ætla að halda meydómnum sko,“ segir Vala og bætir við: „Engar áhyggj- ur mamma. Ég mun finna nýjan tengdason sem getur borðað góða matinn þinn.“ Hafði Davíð eitthvað um þetta að segja? Leitar að tengda- syni fyrir mömmu Í október 2010 gefst Íslendingum tækifæri til að styrkja starfsemi Hjartaverndar með því að kaupa tvöfalda hljómleikaútgáfu af minningartónleikum um Rúnar Júlíusson sem fram fóru í Laugardalshöll 2. maí 2009. Útgáfan er einstaklega vegleg og inniheldur 30 lög á tveimur geislaplötum, þar á meðal hið geysivinsæla „Söngur um lífið“ í flutningi Páls Óskars. 1.000 kr. af hverri seldri plötu renna til Hjartaverndar. Geislaplatan er seld á Hamborgarafabrikkunni og á útsölustöðum N1 um allt land. HERRA ROKK Á HAMBORGARAFABRIKKUNNI n Ásta Hafberg, varaformaður Frjálslynda flokksins og ein þeirra sem svaf fyrir utan Alþingishúsið aðfaranótt föstudags í mótmæla- skyni, gagnrýnir Hörð Torfason. Hörður var duglegur við að mót- mæla fyrstu mánuðina eftir hrunið en síðan þá hefur hann látið lítið á sér bera. Hann gagnrýndi mótmæl- in við Alþingishúsið og sagðist vera á móti því að ofbeldi sé notað í mót- mælum. „Í tuttugu mánuði hefur ekki sést til hans. Ekkert. Ef við erum að koma á réttlæti og siðferði ertu annað hvort með eða ekki með. Þú gerir það ekki bara þegar þér hent- ar. Það er ósköp einfalt,“ sagði Ásta í sam- tali við DV.is Lýsir eftir Herði torfasyni n Kolbrún Bergþórsdóttir, blaða- maður á Morgunblaðinu, lét verða af því á fimmtudag að skrá sig úr Samfylkingunni. Kolbrún skrifaði harðorðan pistil í Morgunblaðið á fimmtudag undir yfirskriftinni „Sek Samfylking.“ Þar gagnrýndi hún framgöngu nokkurra þingmanna þegar greidd voru atkvæði um hvort sækja ætti fyrrverandi ráðherra til saka fyrir landsdómi. „Fyrirlitleg- ust af öllu var þó framganga þeirra þingmanna Samfylk- ingar sem ákváðu að fórna einum manni, Geir Haarde, fyrrver- andi samstarfsmanni, til að halda ríkisstjórn- arsamstarfinu gang- andi og friða lýðinn ... Næsta skref, og það eina rétta, hlýt- ur að vera að segja sig úr Samfylking- unni,“ sagði Kol- brún sem staðfesti við DV á fimmtu- dagskvöld að hún hefði látið verða af hótuninni. KoLbrún sagði sig úr samfyLKingunni DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Áskriftarsíminn er 512 70 80 Fréttaskot 512 70 70 sóLarupprás 07:36 sóLsetur 18:57 „Ég var að gera stærsta bókasamn- ing sem gerður hefur verið á Íslandi. Gamli er einfaldlega að verða með- höfundur af símaskránni. Bók sem er prentuð í 150 þúsund eintökum og fer inn á hvert heimili. Þetta er magn- að,“ segir Egill „Gillz“ Einarsson, rit- höfundur og líkamsræktarfrömuður. Já tilkynnti í gær að samið hefði verið við Gillz um að verða meðhöfundur að sjálfri símaskránni. Hann er í skýjunum yfir samningn- um og segir að nú sé orðið ljóst að þeir Arnaldur [Indriðason innsk. blm.] séu nú komnir í sérflokk á klakanum. Eng- ir aðrir hafi viðlíka útbreiðslu. Gillz, sem er að eigin sögn mikill aðdáandi símaskrárinnar, fær auk forsíðunn- ar og baksíðunnar um 10 síður inni í skránni. Spurður hvað verði á for- síðunni segir hann án þess að hika: „Þetta er kjörið tækifæri til að vera ber að ofan og það er ekki ólíklegt að ég hjóli í það.“ Gillz útilokar ekki að vera með mynd af afturendanum aftan á skránni. Það sé við hæfi, segir hann. Gillz ætlar auk þess að vera með góðan boðskap í símaskránni, í anda fyrri bóka sinna. „Íslendingar eru að verða feitasta þjóð í heimi og þetta er kjörið tækifæri til að koma góðum skilaboðum á framfæri,“ segir hann og bætir við að hann reikni með að samn- ingurinn bindi endahnútinn á inn- göngu í rithöfundasambandið – enda sé um að ræða stærsta bókasamning sem gerður hafi verið. „Annars er eitt- hvað mikið að,“ segir hann og bætir við: „Ég vil ekki fara á listamannalaun heldur heiðurslistamannalaun. Þetta er það stór díll.“ baldur@dv.is Egill „Gillz“ Einarsson verður „meðhöfundur“ símaskrárinnar: „Í sérfLoKKi með arnaLdi“ Stefnir á heiðurslistamannalaun Gillz er mikill aðdáandi símaskrárinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.