Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Page 15
Spörum vatnið Vatn er hvorki ókeypis né óþrjótandi auðlind og skiptir því miklu máli hvernig við notum það. Á vefnum nattura.is er rætt um hvort sé umhverfisvænna að fara í sturtu eða bað. Þar segir að löng sturta sé hugsanlega skaðlegri fyrir umhverfið en að fara í hálffullt baðkar. Heitt vatn kosti pening og fólki er því ráðlagt að ofnota það ekki og daglegar baðferðir allra meðlima í stórri fjölskyldu geti kostað gífurlegar fjárhæðir á mánuði. Bollur við allra hæfi Bolludagurinn er eftir tæpar tvær vikur en hann markar upphaf föstu sem hefst sjö vikum fyrir páska. Þetta er siður frá heiðnum tíma þegar menn héldu vor- og frjósemishátíðir með áti og skemmtun, áður en eiginleg fasta hófst. Á heimasíðu Leiðbeiningarstöðvar heimilanna hafa verið teknar saman nokkrar bolluuppskriftir ásamt leiðbein- ingum um fyllingar. Ættu allir að finna þar bollu við sitt hæfi. Meðal bolluuppskrifta eru eggjalausar bollur, gerdeigsbollur, kaffibollur, skonsur og vatnsdeigsbollur. Neytendur | 15Miðvikudagur 23. febrúar 2011 Skaðleg efni í nýjum bílum Það er ekki einungis mengun sem bílar gefa frá sér sem er skaðleg fyrir okkur. Bandarísk rannsókn sýnir að í mörgum nýjum bílum er að finna efni svo sem bróm, blý og kvikasilfur. Efni þessi má finna í hlutum eins og mælaborði, gírstöng og í stýri. Þetta kemur fram á vef Heilsubankans. Því eru þeir sem kaupa sér nýjan bíl hvattir ti lað lofta vel út og þrífa bílinn vel að innan. Eins er ráðlagt að leggja nýjum bílum í skugga, þar sem hitinn frá sólinni getur leyst skaðlegu efnin úr læðingi en það getur gerst allta að þremur árum eftir framleiðslu bílsins. Bílskúrinn fyrir bílinn Bílskúrar geta verið hið mesta þarfaþing en oft vill svo verða að þeir breytast með tímanum í auka- geymslu. Á síðunni nattura.is er rætt um hlutverk bílskúra og hvernig þeir skulu notaðir. Þar segir að bílskúrinn þurfi að vera vel loftræstur og þar ættu umhverfisvæn farartæki eins og reiðhjól og sparneytnir bílar að vera í öndvegi. Bílskúrinn er hugsaður fyrir bílinn og eitt af hlutverkum hans er að halda bílnum heitum á vetrum. Það lengi líftíma hans og spari auk þess eldsneyti. Að eiga bílskúr og nota hann ekki fyrir bílinn er bæði dýrkeypt fyrir budduna og umhverfið. Blásum burt rykið Það getur verið ansi snúið og erfitt að þrífa á bak við miðstöðvarofna. Ráð við því er að finna á heilsubankinn.is en á vefnum er oft að finna einföld og góð ráð við verkefnum á heimilunum sem geta flækst fyrir okkur. Til að ná ryki sem safnast saman bak við ofnana er gott að bleyta viskastykki eða tusku og leggja fyrir neðan ofninn. Því næst er hárblásari settur í samband og blásið bak við ofninn að ofan. Við þetta fellur rykið á blauta stykkið undir og þyrlast ekki í burtu. n Hægt að ná fram töluverðum sparnaði sé hugað að rafmagnsnotkun n Framkvæmdastjóri Orku- seturs segir orkuverð ekki það hátt að fólk þurfi að skipta út tækjum n Fólk er hvatt til að skoða orku- notkun tækja áður en þau eru keypt n Allt að 60 til 80 prósenta sparnaður við að skipta í sparperur SVONA LÆKKAR ÞÚ RAFMAGNSREIKNINGINN „Nú eyða til dæmis ísskápar helmingi minni orku en þeir gerðu þá. Markaðurinn og framleiðendur hafa hjálpað okkur í þessu og um að gera að nýta sér það. Bökunarofnar eru miklir orkugleypar og þar sem töluverð orka fer í einungis að hita hann upp ætti fólk að reyna að ná sem lengstum notkunartíma í einu. Einnig er hægt að spara rafmagn með því að setja í ofninn um leið og kveikt er á honum og slökkva svo rétt áður en maturinn er tilbúinn. Grillið í ofninum krefst mestrar orku. Hægt er að spara bæði tíma og rafmagn með því að matreiða í örbylgjuofni, sér í lagi ef um lítið magn er að ræða. Best er að nota eins lítið vatn og mögulegt er við eldunina og nota skal stórt ílát og dreifa matnum jafnt yfir. Frosinn mat ætti að þíða í kæliskápnum frekar en með örbylgjunni. Bökunar- og örbylgjuofnar Um það bil 20 prósent raforku fer í að kæla og frysta matvælin og skal því opna ísskápa og frysta sem sjaldnast. Aldrei skal hafa þá opna í langan tíma í einu. Hæfilegt hitastig í ísskáp er 4°C en -18°C í frystinum. Sé hitinn lægri eykur það orkunotkun en mikilvægt er að hafa hitamæli í þeim til að fylgjast með hitastiginu. Tæki þessi nota meiri orku standi þau í herbergi þar sem hitastig er hátt. Frystirinn er því best geymdur í kaldri geymslu og ísskápurinn þarf að standa þannig að loft geti auðveldlega leikið um kæligrindina aftan á skápnum. Henni þarf einnig að halda vel hreinni og gott að nota ryksugu þegar skápurinn er tekinn fram. Ísskápar og frystar Vélarnar eyða jafn miklu rafmagni hvort sem þær eru fullar eða hálftómar og því skal fylla þær fyrir hvern þvott. Æskilegt er að nota stysta þvottakerfið og lægsta vatnshitarann. Þvotta- og uppþvottavélar Rafmagnstæki eru á öllum heimilum landsins en spara má rafmagn með því huga að hvernig við notum þau. Til að mynda eru um 10 prósent heimilisraftækja sem fara á svokallaða biðstöðu en mikil- vægt er að hafa í huga að tæki í biðstöðu eyða rafmagni án notkunar. Þetta kallast rafmagnsleki því rafmagn seytlar út engum til gagns. Gott ráð við þessu er að tengja þau tæki sem fara á biðstöðu svo sem sjónvarp, DVD-spilara, afruglara, hljómsflutnings- og myndbandstæki á sama millistykkið með rofa. Með því er hægt að slökkva á öllum tækjunum í einu og koma í veg fyrir rafmagnslekann. Hafa ber í huga að ekki er nóg að slökkva á tækjum með fjarstýringu því þau halda áfram að eyða orku nema sé slökkt alveg á þeim eða þau tekin úr sambandi. Rafmagnstæki Pottar og pönnur verða að hafa sléttan botn og ná yfir alla helluna en allt að helmingur hitans getur annars tapast. Þrefalt meiri orku þarf til að elda í opnum potti en lokuðum. Lokið þarf að vera hæfilega þétt og til að ná hámarksnotkun þá skal lækka straum þegar suðan er komin upp og láta svo sjóða á minnsta straumi. Nóg er að hafa eins til tveggja sentímetra vatn í potti við suðu á til dæmis kartöflum og grænmeti. Best er að slökkva á hellunni fimm til tíu mínútum áður en maturinn er fulleldaður. Vifta, sem blæs loftinu út, gefur góða loftræstingu en veldur jafnframt hitatapi í íbúðinni. Hringrásarvifta með síu veldur hins vegar ekki hitatapi. Eldavélar Orkusetur hefur reiknað út að ef öll heimili í landinu myndu skipta út tíu 60W perum fyrir tíu 11W sparperur myndi orkan sem sparast vera um 60 milljónir kWh* á ári sem samsvarar: n Raforkuframleiðslu í 18 Elliðaárvirkj- unum n Heildarraforkunotkun á 13.000 íslenskum heimilum n Raforkunotkun 40.000 Mitsubishi i-MiEV rafbíla * Miðað við 2,7 klukkustunda meðalnotkun á dag og 110.000 íslensk heimili. Sparperur Orkuverðskrá Orkuveita Reykjavíkur 5,94 kr/kWh Orkusalan ehf. 5,74 kr/kWh Hitaveita Suðurnejsa 5,65 kr/kWh Orkubú Vestfjarða 5,61 kr/kWh Norðurorka 5,57 kr/kWh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.