Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Side 22
22 | Menningarverðlaun 23. febrúar 2011 Miðvikudagur
KVIKMYNDIR
LEIKLIST
Bíó Paradís
n Bíó Paradís - Heimili kvikmyndanna fyrir að vera
það og staður fyrir kvikmyndaunnendur til að sjá
fjölbreytilegar kvikmyndir. Bíó Paradís leggur áherslu
á evrópskar og íslenskar kvikmyndir, heimildamyndir,
stuttmyndir, og alþjóðlega vandaða titla. Einnig
fyrir að vera vettvangur og samverustaður fyrir
kvikmyndaáhugamenn og almenning til að kynnast
kvikmyndasögunni og skiptast á skoðunum.
Dagur Kári
n Dagur Kári fyrir kvikmyndina Good
Heart sem er einstaklega vel skrifuð,
listræn kvikmynd sem sameinar hinar
ýmsu hliðar kvikmyndalistarinnar í sann-
færandi og heilsteypt verk. Kvikmyndin
býr yfir ljóðrænni dulúð og næmum
húmor sem oft einkennir myndir hans og
er í raun listrænt afrek. Dagur Kári hefur
sýnt það og sannað að hann er sívaxandi
listamaður og kemur áhorfandanum á
óvart með óþrjótandi hugmyndaflugi í
hverri mynd.
Valdís Óskarsdóttir
n Valdís Óskarsdóttir klippari fyrir framlag sitt
til alþjóðlegrar og íslenskrar kvikmyndagerðar
nú síðast fyrir verðlaunamyndina Brim. Valdís
Óskarsdóttir hefur unnið til fjölda alþjóðlegra
verðlauna og unnið með mörgum þekktustu
núlifandi kvikmyndaleikstjórum heims. Verk
klipparans í myrkvuðu herbergi virðist oft gleymast
en Valdís hefur sýnt það og sannað að klipparinn
getur gert gæfumuninn með framlagi sínu til
kvikmyndalistarinnar.
Dögg Mósesdóttir
n Dögg Mósesdóttir fyrir hina ört vaxandi
alþjóðlegu kvikmyndahátíð: Northern Wave Film
Festival á Grundarfirði sem leggur áherslu á að
sýna stutt- og tónlistarmyndir. Einnig fyrir það
framtak að leiða saman bæði íslenska og erlenda
tónlistar- og kvikmyndagerðarmenn og gefa
litlum bæ á köldum dögum dagsljós og líf.
Örn Marinó og Þorkell
n Örn Marinó Arnarsson og Þorkell Harðarson fyrir framlag þeirra
til heimildamyndagerðar, m.a. fyrir Fálkasögu sem hefur fengið
lof og verið sýnd á mörgum alþjóðlegum kvikmyndahátíðum í
Evrópu og Bandaríkjunum. Með þrautsegju sinni hafa þeir gefið
öðrum von um að það sé hægt að láta drauma sína rætast og
koma íslenskri heimildamyndagerð á framfæri á erlendri grund.
Atli Rafn
Sigurðsson
– fyrir að leika hlutverk Ólafs Thors
í Eilífri óhamingju eftir Andra Snæ
Magnason og Þorleif Arnarson og Játgeir
í Lé konungi Shakespeares
n Atli Rafn hefur á undanförnum árum
sannað sig sem einn af öflugustu leikurum
sinnar kynslóðar. Hann býr yfir miklu tæknilegu
öryggi í raddbeitingu og líkamlegri tjáningu og
sýndi það eftirminnilega í Eilífri óhamingju. Í Lé
konungi tókst honum að gæða eina erfiðustu
mannlýsingu leiksins þeim innri styrk sem hún
þarf á að halda til þess að verða trúverðug.
Ilmur Kristjánsdóttir
– fyrir Klöru í Fólkinu í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur
og Ólaf Egil Egilsson og Jón Grinvicensis í Íslandsklukk-
unni eftir Halldór Laxness og Benedikt Erlingsson
n Ilmur hefur á sínum stutta leiklistarferli sýnt að í henni býr vaxandi
og fjölhæf leikkona sem getur bæði fengist við og túlkað dramatísk
sem tragíkómísk hlutverk. Það sýndi hún okkur eftirminnilega í tveim-
ur sýningum á síðasta ári, annars vegar sem hin ráðvillta og meðvirka
Klara í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Fólkinu í kjallaranum og hins
vegar sem hinn barnslegi og sérlundaði fræðimaður Jón Grinvicensis
skrifari og aðstoðarmaður Arnasar Arnæusar í sýningu Þjóðleikhússins
á Íslandsklukkunni.
Gísli Örn Garðarsson
– fyrir leikstjórn á Faust, leikriti hans, Nínu Daggar
Filippusdóttur, Björn Hlyns Haraldssonar og
Víkings Kristjánssonar upp úr Faust Goethes
n Gísli Örn hefur verið fyrirliði Vesturports-hópsins sem sett
hefur mikinn svip á íslenska leiklist undanfarin ár. Hópurinn
hefur starfað jöfnum höndum erlendis sem hér á landi, unnið
að lifandi leiklist og kvikmyndum. Faust var frumsýndur í
Borgarleikhúsinu snemma á síðasta ári og hefur síðan verið
sýndur bæði í Englandi og Þýskalandi. Gísli Örn er hugmynda-
ríkur og smekkvís leikstjóri sem hefur náð að þróa ákveðinn
stíl í náinni samvinnu við leikendaflokkinn, stíl sem sjaldan
eða aldrei hefur notið sín betur en í sýningu þeirra á Faust.
Ólafur Egill Egilsson
– fyrir leikgerð sína á skáldsögu Auðar Jónsdóttur,
Fólkið í kjallaranum, sem sýnd var í Borgarleikhúsinu
undir leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur
n Leikgerðir skáldsagna hafa skipað stóran sess í innlendri
leiksköpun síðustu áratuga, þó að þær hafi löngum verið harla mis-
jafnar að gæðum. Í sviðsaðlögun sinni á Fólkinu í kjallaranum hefur
Ólafur Egill valið og hafnað úr texta Auðar með það fyrir augum að
skapa gott frásagnarflæði innan þeirrar marka sem leiksviðið setur.
Árangurinn varð heilsteypt verk sem leikstjóri, leikmyndateiknari og
leikendur nýttu sér til að skapa eina bestu leiksýningu ársins.
Bernd Ogrodnik
– fyrir Brúðuheima í Borgarnesi
n Íslensk leikbrúðulist hefur sótt mjög í sig
veðrið á síðustu árum. Fáir hafa staðið framar í
þeirri hreyfingu en Bernd Ogrodnik. Hann er afar
listfengur brúðugerðarmaður og hefur vakið
verðskuldaða eftirtekt bæði fyrir eigin sýningar
og framlag sitt til annarra sýninga, einkum í
Þjóðleikhúsinu. Á síðasta ári var brúðulista-
miðstöðin Brúðuheimar opnuð í Borgarnesi, en
hana hefur Bernd byggt upp ásamt eiginkonu
sinni Hildi Jónsdóttur. Brúðuheimar er einstakt
sambland af fjölbreyttu safni og lifandi leik-
húsi, auk þess sem framtakið er frábært dæmi
um það hvernig hægt er að efla menningarlíf á
landsbyggðinni.
NEFNDIN Jón Viðar Jónsson leikdómari DV (formaður) n Hlín
Agnarsdóttir leikstjóri og rithöfundur n Þorgerður E. Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður
NEFNDIN Hrafnhildur Gunnarsdóttir formaður félags kvikmyndagerðarmanna (formaður)
n María Reyndal leikstjóri n Stefanía Thors klippari