Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Síða 26
26 | Umræða 23. febrúar 2011 Miðvikudagur „Það eru mörg hús hrunin en ekki okkar.“ n Hera Hjartardóttir sem býr í miðborg Christ- church á Nýja-Sjálandi þar sem harður jarðskjálfti varð á þriðjudag. – Rás 2 „Nei, ég er í grundvallarat- riðum ósam- mála því að ríkisstjórnin þurfi að segja af sér.“ n Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra um stöðu ríkisstjórnarinnar. – DV.is „Hann var búinn að vera veikur síðan í október.“ n Kristjana Margrét Svansdóttir, eigandi hundsins Lúkasar sem nú er dauður. – DV.is „Með því að synja lögum Alþingis í þrígang hefur Ólafur Ragnar Grímsson fært embættið af friðarstóli á Bessastöð- um og í fremstu víglínu íslenskra stjórnmála.“ n Eiríkur Bergmann, doktor í stjórn- málafræði, um ákvörðun forseta Íslands í Icesave-málinu – DV „Ég er þess fullviss að ég fái að gefa blóð fyrr en varir. Ég trúi ekki öðru.“ n Úlfar Logason nemi sem hefur kært þær reglur sem koma í veg fyrir að hann megi gefa blóð sökum kynhneigðar sinnar. – DV Fitulagið fóðrað Þ egar kemur að því að íslenskt samfélag skipti upp gæðum milli þegna sinna er venju- lega vitlaust gefið. Verkafólk í bræðslum var borið ofurliði þegar það vildi fá launahækkun í samræmi við betri afkomu fyrirtækja sinna. Láglaunafólk má sætta sig við kjara- skerðingar sem felast í aukinni dýrtíð en kyrrstöðu launa. Umönnunarstétt- ir verða að axla auknar byrðar vegna hrunsins. Í einkageiranum stendur gjarnan val launþega um aukið álag eða atvinnuleysi. Lífsgæði hrynja án þess að hægt sé að lyfta svo mikið sem litla fingri. Flestar starfstéttir í landinu glíma við samdrátt. Í kreppunni er leitað allra leiða til þess að minnka kostnað með því að láta færri hendur en áður vinna verkin. Sáralítil umræða er um að fólkið sem leggi meira af mörk- um til að halda vinnunni beri meira úr býtum. En þetta er ekki algilt. Nú hafa dómarar fengið bætur vegna aukins álags. Hver þeirra fær 101 þús- und krónur aukalega á mánuði vegna aukins álags. Launabónusinn sam- svarar um 70 prósentum af lágmarks- launum. Það er opinber nefnd á veg- um ríkisins sem ákvarðar að þessi rjómi íslensks samfélags skuli njóta sérstakra kjara. Það er augljóst að allar starfsstétt- ir muni fylgja á eftir og krefjast sömu krónutölu í bætur. Það er á ábyrgð þeirra firrtu einstaklinga sem hækk- uðu laun dómaranna að samfélags- sáttin um að halda niðri launum hafi verið rofin. Auðvitað er full ástæða til þess að lagfæra laun fjölmargra í landinu. Það á ekki við um skikkju- klædda fólkið í dómstólunum sem er vel haldið í launum og líður eng- an skort. Líklega er þessi ákvörðun einkennandi fyrir þá hroðalegu mis- munun sem á sér stað í landinu þar sem siðspillt fólk fer sínu fram og nýt- ur sérréttinda. Það undarlega er að kjararáð skyldi ekki í leiðinni hækka laun þingmanna og ráðherra vegna álags. Og furðu sætir að forseti Íslands skuli ekki fá bætur vegna álagsins í kringum Icesave. Fitulagið í samfé- laginu verður að fá sínar 101 þúsund krónur aukalega. Aðrir mega éta það sem úti frýs. Þeirra eru þrengingarnar. Leiðari Ætlar þú í umtal- aðasta partí árs- ins? „Nei, ég kemst ekki því ég verð ekki í bænum en kannski hefði ég drifið mig annars,“ segir Haffi Haff. Nafn hans var á lista yfir boðsgesti í VIP-partí sem haldið verður á Re-play á laugardaginn. Hann bætir við að hann hafi skemmt sér vel við að lesa um partíið umtalaða. Spurningin Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Aðrir mega éta það sem úti frýs. Sægreifa í þjóðarat- kvæði n Eftir ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að vísa Icesave enn og aftur í atkvæða- greiðslu þjóðar- innar bíða menn spenntir eftir framhaldinu. Viðbúið er að ný fjölmiðlalög fari sömu leið. Þá er gráupplagt fyrir Jóhönnu Sigurð- ardóttur og með- reiðarsveina hennar að matreiða sem fyrst lög sem ógilda eignar- hald sægreifa á auðlindum sjávar. Víst er að náhirðin, sem nú er öll að baki forsetanum, mun taka því illa að kvótinn verði hirtur af Guðbjörgu Matthíasdóttur og öðrum sem halda hirðinni uppi. Óreiðumenn Davíðs n Það mun koma í ljós eftir nokkr- ar vikur hvort þjóðin tekur að sér að greiða skuldir Björgólfs Guðmundsson- ar og Kjartans Gunnarsson- ar sem báru stærsta ábyrgð á Icesave-ævin- týri Landsbank- ans. Þeir félagar voru skilgreind- ir rækilega sem óreiðumenn Íslands í útlöndum. Ekki hefur enn náðst að koma böndum á þá en nú er von til þess að skilanefnd og slitastjórn Lands- bankans komi málum í þann far- veg að óreiðumönnunum verði stefnt og þeir dæmdir til greiðslu hárra bóta. Frægir borguðu n Uppskeruhátíð kvikmyndageir- ans, Eddan, var haldin í Íslensku óperunni liðna helgi undir styrkri stjórn Björns Jörundar Friðbjörnsson- ar. Þetta er glamúrhátíð þar sem pressan fylgist með íslenska brans- anum leika sér í dálitlum Holly- wood-leik. Það kom þó fát á ýmsa þegar í ljós kom að glamúrinn var í lágmarki. Það versta var að eng- ir fríir drykkir voru á boðstólum. Drykkirnir reyndust rándýrir aura- lausri kvikmyndastétt sem þurfti að grafa vandræðalega í götóttum vös- unum til að borga sitt vín. Eflaust mæta flestir reynslunni ríkari með vasapelann í næsta sinn. Sykurpabbi Binga n Það vekur athygli í viðskiptalíf- inu að skyndilega virðist Björn Ingi Hrafnsson, aðaleigandi Pressunnar og Eyjunnar, hafa talsvert fé milli handanna. Nýverið keypti hann hjálpartækjaverslunina Monu og Bútík sem eru netverslanir. Hermt er að hann hafi staðgreitt dótið með sjö milljónum króna. Þetta er sér- lega áhugavert í því ljósi að mikið tap hefur verið á Pressunni. Þá er Björn Ingi í miklum vandræðum með einkafélag sitt, Caramba, sem ekki hefur sýnt ársreikning árum saman. Velta menn nú fyrir sér hver sé „sykurpabbi“ Binga og leggi hon- um til fjármuni til að dekka tapið. Sandkorn TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. S varthöfði viðurkennir það fús-lega að hann er hræddur við Ólaf Ragnar Grímsson. Hann er hræddur við Ólaf Ragnar af svipuðum ástæðum og hann er hræddur við aðra framsóknarmenn í stjórnmálum sem hugsa fyrst og fremst um eigið skinn og byggja ákvarðanir sínar á eigin- hagsmunagæslu og hentistefnu. J ónas Jónsson frá Hriflu, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson og Björn Ingi Hrafnsson eru ein- ungis nokkur dæmi um stjórnmála- menn sem komist hafa til metorða í Framsóknarflokknum sem deila verð- ur um hvort gert hafi öðrum gagn en sjálfum sér. Framsóknarflokkurinn er hugsjónalaus flokkur sem í gegnum tíðina hefur fyrst og fremst tekið við flokkspólitískum munaðarleysingjum sem þyrstir aðeins í eitt: Völd og auð. Í hinum flokkunum er þó að minnsta kosti gert út á örlitlar grunnhugsjónir í framhjáhlaupi, hægra megin hampa menn frelsi einstaklingsins en á vinstrivængnum er það félagshyggjan. Framsóknarflokkurinn er hins vegar aðeins stökkpallur sérhyggjunnar. Ö fugt við þessa þekktu framsókn-armenn náði Ólafur aftur á móti engu brautargengi í flokknum. Eins og frægt er orðið reyndi Ólafur Ragnar fyrir sér innan Framsóknar- flokksins á sjöunda áratugnum. Hann gaf sig þá út fyrir að tilheyra meintum vinstriarmi hans og var hluti af ætl- aðri umbótahreyfingu sem kallaði sig Möðruvallahreyfinguna. Framsóknar- bein Ólafs Ragnars var hins vegar ekki sterkara en svo að þegar forystumenn flokksins komu í veg fyrir að hann kæmist til metorða í flokknum hvarf hann á braut og varð síðar að sögn yfirlýstur vinstrimaður og formaður Alþýðubandalandsins. Flestir þekkja afganginn af stjórnmálasögu Ólafs. L íkt og Ólafur náði að endur-skapa sig sem vinstrimann eftir brotlendinguna í Framsóknar- flokknum náði hann að endurskapa sig sem virðulegan forseta á árun- um fyrir hrunið. Eftir einkavæðingu banka endurskapaði hann sig enn á ný og varð útrásarforseti. Þá þjón- aði hann innlendum og erlend- um auðmönnum sem mest hann mátti, flaug í einkaþotum þeirra, skrifaði meðmælabréf til að liðka til fyrir útrás þeirra erlendis og flutti lofrollur um íslenska efnahagsundrið og sérstöðu Íslendinga. Þ egar þessi heims-mynd Ólafs hrundi og harðna tók á dalnum endurskapaði Ólafur sig enn og aftur í ljósi breyttra aðstæðna. Nú er Ólafur Ragnar orðinn forseti fólksins sem fyrst og fremst er umhugað um hagsmuni fjöldans, þjóðarinnar, en ekki fámennu útrásarinnar sem hann áður hampaði. Með því að gefa sig út fyrir að vera prinsipp maður þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslum um mál eins og Icesave hefur Ólafur náð því endanlega markmiði sínu að verða valdamesti maður þjóðarinn- ar. Svarthöfði telur snilld Ólafs hvað helst liggja í því að hann nær þessu markmiði sínu með velþóknun meirihluta landsmanna og í skjóli þess að hann sé að fylgja prins- ippi sem gangi út á að þjóðin eigi að ráða. Ef Ólafur hefði hins vegar verið í sporum Davíðs þegar hann neitaði að staðfesta fjölmiðlafrum- varpið eða Steingríms og Jóhönnu nú hefði skoðun hans væntanlega verið önnur því þá hefði verið farið inn á valdsvið hans sjálfs. M eð þessum ákvörðunum sínum hefur Ólafur því ekki aðeins endurskapað sjálf- an sig í svona eins og tíunda skiptið heldur hefur hann einnig endurskap- að stjórnskipun Íslands og embætti forseta Íslands með því að taka aftur og aftur fram fyrir hendurnar á þing- inu vegna þess að honum sýnist svo. Þannig grafa geðþóttaákvarðanir Ól- afs undan þingræðinu og setja hann á stall sem valdsmann, höfðingja yfir Íslandi, öfugt við ætlað hlutverk forset- ans, sem baðar sig í ljóma valdsins og kastljósi fjölmiðlanna. S varthöfði telur því að Ólafur sé réttnefndur framsóknarforsetinn því hann lætur sitt eigið vald og löngunina til að finna til sín verða hafa forgang fram yfir hagsmuni þjóðar- innar sem hann á að starfa fyrir. Öfugt við hina alræmdu og úthrópuðu fram- sóknarkónana nær Ólafur að viðhalda þessari mynd af sér sem manni fólks- ins, en ekki manni valdsins, þrátt fyrir að fortíð hans bendi til að honum sé fyrst og fremst umhugað um að tryggja eigin völd: Ólafur Ragnar hefur gert sérhagsmunagæslu sína að listgrein í tímans rás. Svarthöfði FRAMSÓKNARFORSETINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.