Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Side 4
4 Fréttir 23.–25. mars 2012 Helgarblað Níðist á öryrkjum á Akureyri n Lögreglan rannsakar líflátshótanir vegna fíkniefnaskulda L ögreglan á Akureyri hefur nú til rannsóknar mál þekkts brota­ manns þar í bæ sem mun í lang­ an tíma hafa níðst á öryrkjum og einstaklingum sem minna mega sín, samkvæmt heimildum DV. Um er að ræða fjárkúganir, líflátshótanir, hótan­ ir um líkamsmeiðingar og fleira sem hefur orðið til þess að einstaklingarnir hafa látið honum mikla peninga í té, tölvur, sjónvörp og önnur tæki. Rekja má upphaf hótananna til minniháttar fíkniefnaskulda sem löngu eru upp­ greiddar. Maðurinn hefur einnig hótað fjölskyldum þeirra einstaklinga sem hann hefur níðst á. Samkvæmt heimildum hafa þeir einstaklingar sem hann hefur níðst á meðal annars fengið hótanir í gegnum smáskilaboð sem auðvelt er að rekja til hans. Þá hafa þeir einnig millifært peninga inn á persónulegan reikning hans í gegnum heimabanka. Gunnar Jóhannsson, lögreglu­ fulltrúi á Akureyri, staðfestir í samtali við DV að lögreglan hafi til rannsóknar mál á hendur ákveðnum einstaklingi er varðar brot á fíkniefnalöggjöf sem og hótanir um líkamsmeiðingar. Umræddur maður er á fertugsaldri en lögregla hefur þurft að hafa afskipti af honum síðastliðin 16 til 17 ár. Hann hefur hlotið fjölda refsidóma á síðastliðnum árum fyrir brot á fíkniefnalöggjöf, umferðarlagabrot, þjófnaði og líkamsmeiðingar. Samkvæmt heimildum DV er hann alræmdur á Akureyri og þekktur fyrir að halda fíkniefnum að ungu fólki og þeim sem erfitt eiga uppdráttar. B jörgólfur Thor Björgólfs­ son, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, hefur verið yfirheyrður sem vitni í rann­ sókn sérstaks saksóknara á málefnum Landsbankans. Björgólfur Thor var yfirheyrður í síðustu viku samkvæmt Ragnhildi Sverrisdóttur, talskonu Björgólfs Thors. Þetta er í fyrsta skipti sem embætti sérstaks saksóknara ræðir við Björgólf Thor að hennar sögn. Andri Sveinsson, fyrrverandi stjórnarmaður í bankaráði Lands­ bankans og náinn aðstoðarmaður Björgólfs Thors um margra ára skeið, var sömuleiðis yfirheyrður hjá emb­ ættinu sem vitni. Yfirheyrslan yfir Andra fór fram um svipað leyti og yfirheyrslan yfir Björgólfi Thor. Embætti sérstaks saksóknara hef­ ur rannsakað ýmis mál sem tengj­ ast Landsbankanum. Í janúar í fyrra var ráðist í mikla rassíu hjá emb­ ætti sérstaks saksóknara vegna mál­ efna bankans. Þá voru fjölmargir af fyrrverandi yfirmönnum Lands­ bankans yfirheyrðir, meðal annars bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Ekki var rætt við Björgólf Thor á þessum tíma þar sem hann gegndi ekki neinni form­ legri stöðu í bankanum, hvorki sem starfsmaður bankans né sem stjórn­ armaður. Rætt almennt um Landsbankann Ragnhildur segir aðspurð að emb­ ætti sérstaks saksóknara hafi spurt Björgólf Thor almennt út í málefni tengd Landsbankanum. „Það var rætt við hann almennt um málefni Landsbankans.“ DV hefur því ekki heimildir fyrir því hvað nákvæmlega fór fram í yfirheyrslunni. Margir sem fylgjast vel með rann­ sóknum ákæruvaldsins á banka­ hruninu hafa dregið í efa að Björgólf­ ur Thor fái réttarstöðu sakbornings vegna þeirra mála sem eru til skoð­ unar hjá embættinu. Ástæðan er sú að formleg ábyrgð Björgólfs Thors á málefnum Landsbankans var ekki nein á yfirborðinu þar sem hann var ekki forstjóri bankans, prókúruhafi eða stjórnarmaður í honum. Þegar íslenska bankahrunið skall á kom Björgólfur Thor hins vegar fram á fundum um framtíð banka­ kerfisins sem ráðandi aðili í bankan­ um og virtist ráða meiru en banka­ stjórarnir sjálfir. Björgólfur Thor var þá staðgengill föður síns, Björgólfs Guðmundssonar, sem var stjórn­ arformaður Landsbankans en var staddur erlendis um þetta leyti. Rætt hefur verið um möguleika þess að Björgólfur Thor hafi verið svokall­ aður skuggastjórnandi í bankanum, stýrt honum á bak við tjöldin og sagt bankastjórunum fyrir verkum. Þetta hefur hins vegar ekki verið stað­ fest auk þess sem engin ákvæði eru í lögum um refsiábyrgð slíkra skugg­ astjórnenda. Rannsaka markaðsmisnotkun Í tilkynningu sem Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, sendi frá sér vegna rassíunnar í janúar í fyrra sagði meðal annars að meðal meintra sak­ arefna væru meint brot á auðgunar­ brotakafla hegningarlaga og meint brot á lögum um verðbréfaviðskipti: „Til rannsóknar er grunur um meint brot á auðgunarbrotakafla hegning­ arlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum bankans og brot á lög­ um um verðbréfaviðskipti.“ Meðal þess sem var til skoðunar var meint markaðsmisnotkun með hlutabréf í Landsbankanum sjálfum og lán­ veitingar til eignarhaldsfélaga til að kaupa hlutabréf í bankanum. Enn sem komið er bendir ekkert til að þessi rannsókn sérstaks sak­ sóknara beinist að Björgólfi Thor vegna aðkomu hans að þeim lög­ brotum sem til rannsóknar eru. n Rætt almennt um mál tengd Landsbankanum n Andri líka vitni saksóknara Björgólfur yfirheyrður sem vitni saksóknara „Það var rætt við hann almennt um málefni Landsbankans. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Yfirheyrður sem vitni Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, var yfirheyrður sem vitni í rannsókn sérstaks saksóknara á mál- efnum Landsbankans í síðustu viku. Hótar minni máttar Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar mál manns sem meðal annars hefur hótað öryrkjum lífláti. Fá ekki krónu til baka „Mér finnst algjörlega út í hött ef það verður niðurstaðan í þessu máli að ríkið þurfi að endurgreiða þeim vegna samráðs sem þau sannarlega áttu. Og að sama skapi finnst mér ekki koma til greina ef svo færi að Reykjavíkurborg færi að endurgreiða þær bætur sem við fengum vegna sannarlegs samráðs,“ segir Dagur B. Eggerts­ son, formaður borgarráðs, um niðurstöðu Héraðsdóms Reykja­ víkur í morgun að íslenska ríkinu beri að greiða þremur olíufélögum samtals um einn og hálfan milljarð króna í bætur. Olíufélögin voru dæmd í desem­ ber 2006 til að greiða Reykjavíkur­ borg 72 milljónir króna í bætur vegna samráðs þeirra á níunda áratug síðustu aldar auk vaxta. Sá dómur var staðfestur í Hæstarétti í febrúar 2008. Dagur lýsti þeirri skoðun sinni á Facebook í kvöld að honum þætti niðurstaðan í dag fráleit og að olíufélögin myndu ekki fá „krónu til baka af því sem þau endurgreiddu borginni. Segi og skrifa. Basta!“ Í samtali við DV segir borgar­ fulltrúinn að honum þyki að olíufélögin eigi að sjá sóma sinn í því að endurgreiða ríkinu miklu frekar. „Mér finnst þessi seinni kafli málsins allur með ólíkindum. Og mér finnst sérkennilegt að sjá haft eftir talsmanni olíufélags í dag að réttlætið hefði sigrað. Ég held að það væri miklu nær, ef við ætlum að læra af þessu ömurlega máli – sem ég hélt að allir væru sammála um – að olíufélögin ættu að nálgast þetta mál af miklu meiri auðmýkt og réttlætið er auðvitað miklu frekar fólgið í því að þau skili þeim ágóða sem þau höfðu af ólöglegu samráði aftur til samfélagsins. Fólk getur alveg ímyndað sér hvað það þýðir ef að nú þurfi að fara að sækja einn og hálfan milljarð í tóman ríkissjóð til að endurgreiða olíufélögum vegna samráðs sem þau sannarlega áttu. Það hljóta allir að sjá hvað hlutirnir eru þá komnir á haus.“ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Reykjav. Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Asaki VERKFÆRI ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm 14.890,- ALM18DD 18V höggborvél Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar 41.890,- AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm 18.890,- AV224 620W höggborvél SDS & herðslupatróna 13.900,- AB693 150W Pússvél 93x185mm 5.890,- ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm 36.890,- ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah / 38Nm 39.990,- ATH: Tvær rafhlöður, taska og hraðvirkt hleðslutæki fylgir hverri hleðsluvél! ***** 5 stjörnu verkfæri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.