Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Qupperneq 6
M ér þykir voðalega vænt um þennan stuðning og maður hefur alltaf gott af honum,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, fyrrverandi bréfberi hjá Íslandspósti, sem rekin var fyrirvaralaust úr starfi í ágúst í fyrra eftir 24 ára starf. Hún sagðist frekar hafa átt von á því að fá gullúr frá Íslandspósti eins og starfsmenn fá eftir 25 ára vinnu en þess í stað fékk hún uppsagnarbréf eftir 24 ára starf. DV fjallaði um þetta á miðvikudaginn og í athugasemdakerfi á DV.is fær Sólveig mikinn stuðning frá lesendum sem lýsa brosmildu og hlýlegu póstburðarkonunni sem hafi árum saman borið póstinn til þeirra. Holskefla stuðnings „Ég var yfirleitt kölluð konan með gula hundinn, en hundurinn minn heitir Óskar. Hann er búinn að bera út með mér öll þessi ár. Fólki fannst vinalegt að sjá sama andlitið öll þessi ár og þá fer það líka að spyrja um hitt og þetta sem maður getur kannski svarað til um,“ segir Sólveig sem er þakklát fyrir öll hlýju orðin og stuðninginn sem hún hefur fengið að undanförnu. Þannig segir Hólmfríður Díana Magnúsdóttir í athugasemdakerfi DV.is að hún sjái eftir „… þessari frábæru konu sem bar póst í húsið til mín í Mosó í mörg ár. Hún bauð alltaf góðan daginn og var mjög létt í lund.“ Hólmfríður lýsir Sólveigu bréfbera sem toppmanneskju. „Það eru margir í Mosó sem sakna hennar og ég tala nú ekki um hann Óskar besta vin hennar.“ Smári Arnfjörð Kristjánsson tekur í sama streng og gengur svo langt að kalla fyrirvaralausan brottrekstur hennar hneyksli. „Þessi póstburðarkona hefur borið til mín póst í áraraðir, já og alltaf með bros á vör og ekki hefur kurteisina vantað. Dóttir mín starfaði um tíma hjá þessu fyrirtæki og þar naut hún leiðsagnar Sólveigar sem hún gefur hin bestu meðmæli.“ Þá segir Smári að hann vilji þakka Sólveigu fyrir góð kynni og lýsa yfir vonbrigðum sínum með stjórnunarhætti Íslandspósts. Kristinn Snorri Sigurgíslason seg- ir það einfaldlega vera staðreynd að Sólveig hafi staðið sig mjög vel hjá Póstinum í þau 24 ár sem hún starf- aði þar, „… um það eru engar deilur,“ segir hann. Skelfilegt óréttlæti á vinnustöðum Sólveig segir að það sé „ofsalega notalegt“ að finna stuðninginn frá fólki sem skrifar um hana á netinu. „Þó ég sé ekkert sérstaklega montin þá kom það mér heldur ekkert sérstaklega á óvart því ég hef mætt svo ofboðslegri hlýju síðan mér var sagt upp. Það hefur skipt mig alveg ofboðslega miklu máli,“ segir Sólveig sem er þó svartsýn á að fá aðra vinnu. Hún er 55 ára og konur á hennar aldri eiga ekki létt með á að finna vinnu. „Ég á ekkert von á því að fá vinnu aftur á næstu árum, það er bara þannig því miður. Svona er Ísland í dag,“ segir hún og þakkar fólki fyrir hjálpina. „Mér finnst voðalega notalegt að það sé vakin athygli á þessu. Óréttlætið sem viðgengst víða á vinnustöðum er bara skelfilegt.“ 6 Fréttir 23.–25. mars 2012 Helgarblað Fagnar umræðu um smálán n Segir forsjárhyggju einkenna umræðuna V ið fögnum umræðunni og að það sé verið að taka á fjármála- læsi hjá fólki,“ sagði Leifur Haraldsson, framkvæmda- stjóri hjá smálánafyrirtækinu Kredia, í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgj- unni á fimmtudag. „Umræðan hefur einkennst dálítið af forsjárhyggju,“ sagði hann einnig. Hann benti á að um níu prósent viðskiptavina fyrir- tækisins væru undir tvítugu en flestir væru á aldrinum 25 til 35 ára. DV hefur fjallað ítarlega um smá- lánastarfsemi að undanförnu og hafa viðskiptavinir fyrirtækja á borð við Kredia lýst slæmri reynslu sinni af slíkum lánum. Fram hefur komið að ársvextir af lánum smálánafyrirtækja geta verið allt að 600 prósent. Fyrir skömmu var rætt við Breka Karlsson, forstöðumann Stofnunar um fjármálalæsi, sem sagði lánin hið versta mál. „Fyrirtæki þessi höfða til þeirra sem síst skyldi, þeirra sem eru í verstu stöðunni, og það er í raun verið að níðast á minni máttar,“ sagði hann 15. mars síðastliðinn. Þá hefur talsmaður umboðs- manns skuldara einnig sagt að smá- lán séu meðal þess sem fólk í fjár- hagserfiðleikum glími við. „Vissulega er þetta hluti af vandræðum þeirra sem leita til okkar, allavega hluta þeirra,“ sagði Svanborg Sigmarsdótt- ir, upplýsingafulltrúi umboðsmanns skuldara, í samtali við DV 20. mars síðastliðinn. adalsteinn@dv.is Íslandspóstur svarar Ágústa Hrund Steinarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandspósts, segir að Sólveigu hafi verið boðið starf á annarri dreifingarstöð eftir að henni var sagt upp. Sólveig hafi hins vegar afþakkað. Ágústa segir að skipulagsbreytingar hafi verið ástæðan fyrir því að Sólveigu var sagt upp. Sífellt þurfi að endurskoða ferlið hjá fyrirtækinu og bréfberamálin séu þar ekki undanskilin. „Það að við séum að segja upp eldra fólk er ekki satt. Meðalaldur bréfbera hjá okkur er 46 ár. Við erum ekki bara að ráða ungt fólk. Við erum með fólk sem hefur verið með langan og góðan starfsaldur og góðan kjarna af starfsfólki,“ segir Ágústa. n Íbúar sjá eftir brosmildu póstburðarkonunni með hundinn Þykir vænt um stuðninginn „Það eru margir í Mosó sem sakna hennar og ég tala nú ekki um hann Óskar besta vin hennar. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Flestir viðskiptavinirnir 25–35 ára Leifur segist ánægður með að tekið sé á fjármálalæsi hjá fólki. Sólveig og Óskar „Ég var yfirleitt kölluð konan með gula hundinn, en hundurinn minn heitir Óskar. Hann er búinn að bera út með mér öll þessi ár. Fólki fannst vinalegt að sjá sama andlitið öll þessi ár.“ Mynd EyþÓr ÁrnaSon Heppinn Norðmaður Heppinn Víkingalottóspilari í Noregi fékk 459 milljónir króna í sinn hlut í útdrætti sem fram fór á miðvikudag. Heppinn Íslend- ingur, sem var með tölurnar sínar í áskrift, vann hinn alíslenska bón- usvinning. Sá fékk 11,6 milljónir í sinn hlut. Þrír Íslendingar fengu 100 þúsund krónur í Jókernum, tveir þeirra eru í áskrift en einn keypti miða í Aðalbraut í Grinda- vík. Um síðustu helgi var það svo ung kona sem greindist með illvíg- an sjúkdóm fyrir nokkrum árum, og er öryrki í dag, sem deildi fyrsta vinningnum með öðrum spilara. Húsnæðið sem fjölskylda hennar býr í er óhentugt vegna sjúk- dómsins og hefur þau vantað fjár- magn til að skipta um húsnæði og stækka við sig. Lottóvinningur kom því eins og sending af himn- um ofan, að sögn konunnar í sam- tali við Íslenska getspá. Hún fékk rúmar 2,6 milljónir í vinning. Fuglaskoðun færist í aukana Innlendir og erlendir ferðamenn stunda í auknum mæli fugla- skoðun hér á landi. Fuglaskoðun ferðamanna hefur aukist talsvert á undanförnum árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Náttúrufræði- stofnunar Vesturlands. Samkvæmt skýrslunni eru þó enn ónýtt tæki- færi á sviði til markaðssetningar svæða á Íslandi til fuglaskoðunar. Vænlegasti tími til fuglaskoðunar var í maí og júní, sem er áður en aðalstraumur ferðamanna um Ís- land hefst, sem virðist fela í sér tækifæri til lengingar ferðamanna- tímans og þar með styrkingu rekstrargrunns ferðaþjónustunnar á svæðinu, segir í skýrslunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.