Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Qupperneq 20
20 Fréttir 23.–25. mars 2012 Helgarblað B erglind Þórðardóttir kynnt- ist íslenskum manni á net- inu árið 2003. Maðurinn, Jón Kjartansson, bjó í Sviss á þessum tíma og átti þar, eins og síðar kom í ljós, annað líf. Jón og Berglind urðu ástfangin, þrátt fyrir að búa hvort í sínu lagi, en Jón var mikið á flakki á milli Íslands og Sviss. Fljótlega eignuðust þau son. Jón lenti í alvarlegu bílslysi þann 25. september 2008 og í kjölfarið hóf- ust deilur á milli Berglindar og fjöl- skyldu Jóns í Sviss. Hann er í dag bundinn við hjólastól og þarfnast mikillar umönnunar. Berglind var fjarlægð af aðstand- endaskrá Jóns á spítalanum en hann var á endanum fluttur með sjúkra- flugi til Sviss þar sem hann dvelur á hjúkrunarheimili en dvalarstað hans var haldið leyndum fyrir Berglindi. Hún réð einkaspæjara til að hafa upp á Jóni. Átta ára sonur þeirra hefur hvorki séð né hitt föður sinn í mörg ár og er réttur þeirra feðga til að eiga samskipti virtur að vettugi. Lifði tvöföldu lífi Sonur þeirra fæddist árið 2004 og segir Berglind að í kjölfarið hafi hún komist að því að Jón hafði lifað tvö- földu lífi allan þann tíma sem þau voru í sambandi. Engu að síður voru þau ástfangin og yfir sig hamingju- söm með soninn sem þeim fædd- ist. „Hann var alveg ofboðslega ánægður með þetta barn og hann var viðstaddur fæðinguna. Við vor- um í raun orðin bara lítil fjölskylda, þó svo að hann væri mikið á flakki milli landa. Svo liðu fram stundir og í rauninni var ég bara konan hans Jóns á Íslandi og svo var hann með aðra konu í Sviss. Hann var kominn inn í eins konar lygavef. Á endanum frétti ég af konunni hans og hún af mér.“ Hún segir að í ljós hafi komið að hann hafði lifað tvöföldu lífi um tíma. „Ég hins vegar kynntist ætt- ingjum hans hérna á Íslandi ágæt- lega og það var ágætis samgangur okkar á milli og litla drengnum vel tekið. Ég var ekkert leyndarmál.“ Stórslasaðist í bílslysi Fyrir slysið vann Jón að því að koma upp kúabúi í Borgarfirði og í framtíð- inni höfðu þau ætlað að búa saman í sveitinni á Íslandi. Berglind vildi þó bíða með flutninginn í sveitina þangað til dóttir hennar lyki grunn- skóla. „Ég var því alltaf á ferðinni milli Hafnarfjarðar og Borgarfjarðar. En við vorum búin að setja upp trú- lofunarhringa og ætluðum að gifta okkur síðar meir.“ Fyrst þurfti Jón þó að ganga frá lögskilnaði frá fyrrverandi eiginkonu sinni en sú staða mála kom ekki í veg fyrir að Jón og Berglind lifðu sínu fjölskyldulífi og sonurinn var að sögn Berglindar augasteinn föður síns. Það gekk þó á ýmsu í sam- bandinu. Jón sem hafði verið óvirk- ur alkóhólisti í nokkur ár, byrjaði að drekka aftur og drakk stundum illa. Haustið 2008 lenti Jón í bílslys- inu, hér á Íslandi, og slasaðist lífs- hættulega. Hann var fluttur með þyrlu á gjörgæsludeild þar sem hon- um var haldið sofandi í öndurnarvél. „Það vissi enginn hvert ástand hans yrði þegar og ef hann vaknaði. Til að byrja með var ég hjá honum meira og minna allan sólarhringinn, en ég trúi því að nærvera og snerting hafi hjálpað honum þrátt fyrir að honum hafi verið haldið sofandi. Fjölskyldan frá Sviss kemur til landsins Strax eftir slysið kom fjölskylda Jóns í Sviss til landsins, en á þeim tíma var hann skilinn að borði og sæng við eiginkonu sína. Það fór þó svo að Berglindi var meinaður aðgang- ur deildinni og hún mátti ekki hitta hann, nema í stuttan tíma á vissum tíma dags. „Það var ekki vel séð að ég heimsækti Jón. Allt í einu var ég ekki lengur velkomin að heimsækja hann. Einn daginn kom hjúkrunar- kona í dyrnar og sagði að ég mætti ekki koma inn. Það væri búið að stoppa það. Það var mikið áfall. Jón hafði sjálfur skráð mig sem nánasta aðstandanda í sjúkraskrá sína, en nafnt mitt var fjarlægt og í staðinn sett inn nafn eldri sonar Jóns af fyrra hjónabandi.“ Eftir að nafn Berglindar var fjar- lægt af aðstandendaskrá, fékk hún engar upplýsingar um ástand hans og líðan. „Það liðu tvær vikur þar til ég fann hann aftur. Þá var búið að flytja hann af gjörgæslunni á al- menna deild á Borgarspítalanum. Enn var reynt að stoppa heimsókn mína en mér tókst að lokum að finna sjúkrastofuna hans og lauma mér inn á stofu til hans. Sonur okkar var með með mér og það voru fagnað- arfundir þegar Jón sá okkur standa í sjúkrastofunni. Þá var hann laus úr öndunarvélinni, en ennþá mikið slasaður.“ Missti leikskólaplássið Á þessum tíma bjó Berglind í íbúð sem skráð var á nafn Jóns. „Á meðan Jón var enn á gjörgæslu fékk ég bréf frá lögmanni eldri sonar hans þar sem þess var krafist að ég, sonur okk- ar og eldri börn mín skyldum rýma íbúðina hið fyrsta eða verða borin út. Það var fullyrt að ég væri í vanskil- um með húsaleigu, en ég hafði aldrei borgað neina húsaleigu á meðan ég bjó þar með Jóni. Mér var síðan neitað um að fara á heimili okkar í Borgar firði til að sækja eigur mínar og sonarins þar.“ Hótunum um útburð úr íbúð- inni linnti ekki og sonur Jóns lét stefna Berglindi fyrir dómi til útburð- ar. Berglind greip til varna og lykt- aði málinu með því að samkomulag náðist um að Berglind flytti úr íbúð- inni innan tiltekinna tímamarka, en hún segist ekki hafa haft áhuga á að búa í íbúðinni við þessar kringum- stæður. Fjölskylda Jóns lét ekki þar við sitja. Reikningar fyrir dagvist son- arins voru stílaðir á Jón og þar sem hætt var að greiða þá missti sonur þeirra leikskólapláss sitt. Vildi vera á Íslandi Jón hafði pata af því að fjölskyld- an ætlaði að flytja hann til Sviss til læknis meðferðar og ítrekaði marg- sinnis við Berglindi að hann vildi vera hér á landi. Þrátt fyrir óskir Jóns var hann fluttur um sólarhring eftir að hann lagðist inn á Grensásdeild með sjúkraflugi til Sviss þar sem hann er enn. Jón var fluttur til Sviss án vitn- eskju Berglindar og í kjölfarið reyndi hún hvað sem hún gat til að hafa upp á honum, bæði fyrir sjálfa sig en ekki síður fyrir soninn, sem saknaði pabba síns. Svo fór að hún réð sér einkaspæjara þar í landi til að að- stoða sig við leitina. Það var í byrj- un árs 2009. Vinna einkaspæjarans bar lítinn árangur þannig að í byrj- un ágúst 2009 ákvað Berglind að fara sjálf til Sviss með soninn og freista þess að finna Jón. Hún og einkaspæj- arinn eyddu mörgum dögum fyrir utan endurhæfingarstofnanir í von um að finna Jón en með engum ár- angri. Ekkert gerðist fyrr en daginn áður en þau áttu bókað flug heim. „Við vorum í viku, það hafði hvorki gengið né rekið fyrr en síðasta dag- inn þegar einkaspæjarann fékk sím- tal með upplýsingum um hvar hann var. Þá vorum við að keyra í miðri Zürich á leið í dýragarð, því við vild- um gera eitthvað skemmtilegt fyrir son minn sem var búinn að vera svo duglegur og góður allan þennan tíma. Þetta var klukkan þrjú á föstu- degi og við áttum flug heim klukkan fjögur á laugardegi frá annarri borg. Við brunuðum því í einum grænum á þessa stofnun sem er lengst uppi í sveit og langt frá þeim stað er fjöl- skyldan hans í Sviss býr.“ „Ég vissi að þú myndir finna mig“ Það tók langan tíma að rata á stofn- unina en hún er langt úti í sveit í litlu þorpi. „Ég var svo á rölti við aðalinn- ganginn ásamt syni mínum þegar ég sá hann allt í einu sitjandi í hjólastól og í samræðum við starfskonu sem var að keyra hann um. Hjartað í mér tók kipp og ég vissi ekkert hvernig ég átti að vera. Ég vissi ekki einu sinni hvort hann myndi þekkja mig. Ég labbaði í átt til þeirra og sagði á ís- lensku: „Hæ, Nonni minn.“ Hann virtist ekki heyra í mér. Ég snéri við og labbaði á eftir honum og spurði hann þá hvort hann þekkti mig ekki. Hann horfði á mig í smástund og sagði síðan: „Berglind, ástin mín.“ Hjúkrunarfræðingurinn vildi greini- lega ekki að við töluðum saman því hún fór strax með hann inn á deild þarna og mér var ekki hleypt þangað inn. Síðustu orðin sem Jón sagði við mig áður en hann var keyrður inn á deildina voru: „Berglind, ég vissi að þú myndir finna mig.““ Hefur aldrei gefið upp vonina Einkaspæjarinn ræddi við starfsfólk stofnunarinnar og að lokum komu læknir og sálfræðingur og töluðu við Berglindi. Hún sýndi þeim gögn sem hún hafði undir höndum, meðal annars fæðingarvottorð sonar þeirra og barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna á þýsku og ensku stimplað af sýslumanninum í Hafnarfirði ásamt fleiri gögnum, þar sem meðal annars kemur fram að börn eigi rétt á því að vera í samskiptum við báða foreldra sína. „Jón var sjálfráða og því hefði þetta ekki átt að vera nokkurt vanda- mál. Við vorum gestir og hann vildi hitta okkur. Á endanum fengum við að fara inn. Það var svo mikil gleði en það var líka grátið. Jón sagði aftur að hann hefði aldrei gefið upp vonina um að ég myndi finna sig.“ Berglind segir son sinn hafa verið hálffeiminn við pabba sinn í byrjun en það hafi síðan rjátlast af honum. „Í samtölum mínum við sálfræð- inga og geðlækna þarna úti kom í ljós að Jón hafði alltaf verið að tala um konuna og barnið sitt heima á Ís- landi. Enginn áttaði sig á hvað hann var að tala um því það vissi enginn að við værum til. Þeir héldu að Jón væri að rugla, hann væri fastur í for- tíðinni. Erfitt að kveðja Eins og áður segir átti Berglind pantað flug heim til Íslands daginn eftir að þau höfðu upp á Jóni. Hún segir það hafa verið eina af erfið- ustu stundum í lífi sínu, að þurfa að kveðja barnsföður sinn svo fáum klukkustundum eftir að hafa fund- ið hann eftir margra mánaða leit. „Það var hræðilegt. Alveg hræði- legt. Upphæðirnar sem þetta kost- aði voru miklar, en þetta hafðist með hjálp góðra vina. Þeim er ég ævin- lega þakklát. Eftir að heim kom fór ég strax að undirbúa seinni ferðina og var komin út aftur rúmri viku síðar.“ Lokað og læst Í seinni ferðinni fengu Berglind og sonurinn að hitta Jón vandræðalaust í byrjun. Síðan frétti fjölskylda Jóns í Sviss af því að hún væri á staðn- um og þá var sett stopp á frekari heimsóknir. „Þá fékk ég utanríkis- ráðuneytið í málið sem hafði sam- band við konsúlinn úti. Af einhverj- um ástæðum gekk það ekki upp. Ég ákvað þó daginn áður en ég fór aftur heim að athuga hvort okkur tækist að hitta Jón og á endanum leyfði starfs- maður mér og syninum að hitta Jón í 10 mínútur, þrátt fyrir fyrirmæli fjöl- skyldunnar úti um að halda mér og syni mínum frá Jóni. Sá tími fór í að gráta saman.“ Eftir þetta fékk Berglind eng- ar fréttir af Jóni í tvö ár, en áfram hélt hún leitinni. „Í júlí 2011 fann ég hann aftur. Þá var búið að flytja hann á aðra stofnun í Sviss. Við mæðginin hringdum í hann all- nokkrum sinnum og í símtölum okkar fundum við samt að honum hefur farið mikið fram. Það fór þó svo að fjölskyldan úti tók fyrir þær hringingar. Nú vitum við hvar hann er, höfum símanúmerið hjá honum en megum ekki tala við hann.“ Trúir á framfarir Konsúllinn átti að fá á hreint hver vilji Jóns væri og hvort hann vildi fara til Íslands. Aðspurð hvort það sé mögu- leiki að Jón segi eitt við Berglindi og „Eftir að Jón var fluttur út sagði ég við son minn að nú þyrfti pabbi hans að fara og vera með stóru systkin- um hans og litla frænda því að hann væri búinn að vera svo lengi hjá okkur. „Hann fær ekki að hitta pabba“ n Segir barnsföður sínum haldið á hjúkrunarheimili í Sviss gegn eigin vilja n Réð einkaspæjara til að finna hann í Sviss n Ungur drengur fær ekki að hitta föður sinn Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.