Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Síða 22
22 Fréttir 23.–25. mars 2012 Helgarblað Selur iPad á Facebook n Grípur til örþrifaráða til að safna pening R agna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, hefur nú gripið til þess ráðs að auglýsa ýmsa hluti til sölu á Facebook-síðu sinni til að fjármagna baráttuna fyrir læknisþjónustu dóttur sinnar. Ragna skrifar að hún þurfi að selja þessa hluti en geri það með miklum trega. Um er að ræða meðal annars tveggja ára gamla Olympus E-400- myndvél með stórri linsu og iPad af gerðinni 1. Ragna birti færsluna á síðunni sinni á þriðjudaginn og nokkrir hafa þegar sýnt tækjunum áhuga. Hún vill fá sjötíuþúsund krónur fyrir hvort tveggja. Margar safnanir hafa farið fram síðustu ár til styrktar Ellu Dís og fjölskyldu hennar, en sá peningur er löngu uppurinn. Hefur hann meðal annars farið í að fjármagna tvær kostnaðarsamar stofnfrumumeðferðir sem Ella Dís hefur farið í, í Þýskalandi og Ísrael. Ella Dís er á sjúkrahúsi í London um þessar mundir en Ragna er hér á landi. Dómsmál stendur nú yfir þar ytra um örlög Ellu Dísar, en Ragna var fyrr á þessu ári svipt forræði yfir henni að hluta til. Búist er við að dómur falli innan tíðar en þá kemur í ljós hvort Ella Dís fær að koma aftur til Íslands eða Ragna verði svipt forræðinu varanlega og dóttur hennar komið fyrir á stofnun. Ragna fór af landi brott með dætur sínar þrjár í desember. Þá var hún búin að fá sig fullsadda af Íslandi og taldi sig ekki eiga annarra kosta völ en að fara til London þar sem Ella Dís fengi þá læknishjálp sem hún þyrfti. Barnsfaðir Rögnu fór þó með tvær dætra þeirra aftur til Íslands í janúar að henni forspurðri, en þær höfðu í raun engan fastan samastað í Bretlandi. Var það meðal þess sem félagsmálayfirvöld þar ytra gerðu athugsemdir við þegar þau hófu afskipti af fjölskyldunni. Samkvæmt heimildum DV hafa breskir sérfræðingar greint Ellu Dís með mjög sjaldgæfan genagalla sem veldur því að líkami hennar getur illa unnið úr vítamínum. Mun hún vera komin í ákveðna meðferð sem hugsanlega getur orðið til þess að sjúkdómurinn gangi til baka að einhverju leyti. Þá hefur öndunarvél sem hún er bundin við nú verið tengd beint í gegnum barkann á henni og getur hún gefið frá sér hljóð. Ragna er í fjölmiðlabanni vegna dómsmálsins ytra og má því ekki tjá sig um mál dóttur sinnar opinberlega. Á miðvikudag lauk kosningum í sýndarheimi íslenska tölvu- leiksins EVE Online þar sem kjörskráin var fjölmennari en í almennum kosningum á Íslandi. 340 þúsund manns voru á kjörskrá. Kosið var í fulltrúaráð spil- ara leiksins og var um persónukjör að ræða. Pétur Jóhannes Óskarsson, starfsmaður CCP Games, fyrirtæk- isins á bak við EVE Online, segir að kosningafyrirkomulagið geti vel virk- að í almennum kosningum á Íslandi. Valdablokkir innan sýndarveruleikans Ekki er gert ráð fyrir annars kon- ar kosningafyrirkomulagi en pers- ónukjöri og því hafa ekki myndast eiginlegir stjórnmálaflokkar inn- an sýndar veruleikans. „Formlega eru slíkir hópar ekki til staðar þegar kemur að kosningunum – kerfið gerir bara ráð fyrir einstaklingum í framboði og það er hvergi minnst á flokka eða blokkir í sambandi við kosningarnar,“ segir Pétur Jóhannes aðspurður hvort slíkir flokkar hafi myndast. Hann segir hins vegar að valdablokkir séu innbyggðar í tölvu- leikinn. „Það hvernig leikurinn sjálfur er spilaður byggist að hluta á þessum valdablokkum, og því er afskaplega eðlilegt að gera ráð fyrir að ef einhver úr einhverri valdablokkinni býður sig fram til fulltrúaráðsins þá kjósi hans valdablokk hann,“ útskýrir hann og bætir við að kosningakerfið í leiknum sé hannað með það í huga að hver og einn kjósandi hafi frjálst val. Kerfinu ætlað að vera einfalt Pétur Jóhannes segir að kerfið hafi verið byggt upp á sem einfaldastan máta. Hugmyndir hafa þó komið fram um að breyta kerfinu og gera það líkara því sem Íslendingar notuðu þegar kosið var til stjórnlagaþings. „Slíkt kerfi hampar í raun flokkum og blokkum og því er ekki sjálfgefið að við förum með það lengra,“ segir hann. Eins og staðan er í dag virkar kosningakerfið í EVE Online þannig að sá sem fær flest atkvæði verður formaður fulltrúaráðsins og svo raðast einstaklingar inn í ráðið í röð eftir fjölda atkvæða. Sú breyting hefur orðið á skipu- lagi fulltrúaráðsins að ekki er lengur kveðið sérstaklega á um varamenn. Áður var það þannig að fulltrúar sem höfnuðu í tíunda til fjórtánda sæti í kosningunum urðu varamenn en fulltrúaráðið í leiknum krafðist þess ekki að varamenn yrðu kallaðir til og var því aðalfulltrúum í ráðinu í raun fjölgað úr níu í fjórtán. Gæti orðið langur kjörseðill Pétur Jóhannes segist ekki sjá neitt sem staðið gæti í vegi fyrir því að kerfið sem notað er í 340 þúsund manna sýndarsamfélagi EVE Online gæti gengið upp í almennum kosningum á Íslandi. „Hugsanlega eru margir í framboði eða hugsanlega eru sett einhver skilyrði til að takmarka fjölda frambjóðenda á seðlinum á kjördegi, því 250 frambjóðendur eru helst til mikið fyrir mig og hina meðaljónana,“ segir hann og bendir á að raunverulega væri hægt að kjósa í gegnum netið líkt og við skilum skattskýrslum okkar í gegnum vefinn. Í síðustu Alþingiskosningum sem fram fóru árið 2009 voru 227.896 á kjörskrá. Það er um það bil 110 þúsundum færri en voru á kjörskrá í kosningum til Fulltrúaráðs EVE Online í kosningunum sem lauk á miðvikudag. Í framboði voru 882 einstaklingar fyrir sjö mismunandi framboð en á framboðslistum stjórnmálaflokka og hreyfinga eru minnst 126 einstaklingar, tvöfalt fleiri en sæti á þingi. Í kosningunum í EVE Online í ár voru um það bil 40 frambjóðendur og rúmlega 59 þúsund greidd atkvæði. Persónukjör í sýndarheimi n Góð reynsla af persónukjöri hjá 340 þúsund kjósendum í tölvuleiknum EVE Online Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Fráfarandi fulltrúaráð Þetta eru þeir sem náðu kjöri í kosningum til fulltrúaráðsins á síðasta ári. Mynd CCP GaMes Í sýndarheimi Lýðræðislegar kosningar í sýndarheimi EVE Online hafa gengið vonum framar, að mati framleiðanda leiksins. Í fjárhagsvanda Ragna hefur gripið til þess ráðs að selja frá sér muni til að eiga fyrir læknis- kostnaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.