Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Qupperneq 26
Sandkorn B jörgólfur Thor Björgólfsson, lykilmaðurinn í efnahags- hruninu sem er aftur að verða langríkasti maður landsins, segir að uppgjörið sé að mis- takast, að hluta til vegna þess að ekki hefur verið svarað hvar Íslendingar misstigu sig sem þjóð. Björgólfur segir á vefritinu sínu að sakamálin gegn bankamönnum og útrásarvíkingum séu „afmörkuð og munu ekki svara spurningum um það hvar Íslendingar sem þjóð og samfélag misstigu sig.“ Það er rétt hjá honum. Réttarhöldin yfir Geir Haarde munu ekki heldur svara spurningunni. En eftir því sem fleiri upplýsingar koma fram, þess ljósara er hins vegar hvar þjóðin missteig sig. Í dag bendir flest til þess að mestu mistök þjóðarinnar hafi verið blind trú á bankana og á athafna- menn eins og Björgólf Thor. Blind trú er að sætta sig við að fá ekki óþægilegar upplýsingar og jafnvel berjast gegn þeim. Íslendingar börðust ekki fyrir því að fá allt upp á borðið. Þeir risu ekki gegn ritskoðunartilburð- um Björgólfanna og fleiri, og gerðu ekki kröfu um harða blaðamennsku. Fjöl- miðlar, hvort sem þeir voru í eigu ríkis- ins, Björgólfanna eða Baugs, voru linir og gagnrýnislausir. Þeir spiluðu með kerfinu frekar en að ljóstra upp. Það er skiljanlegt, því hagsmunir fjölmiðla og fjölmiðlamanna virðast oft liggja í því að vera þægir og segja sem minnst. Hér eru tvö nýleg samanburðar dæmi af því þegar sagt er frá: 1. DV sagði frétt um að þingmað- urinn Guðlaugur Þór Þórðarson hefði fengið 30 milljónir króna greiddar frá Landsbanka Íslands. Það var svo mikið leyndarmál, að mennirnir sem eru grunaðir um að hafa sagt frá þessu eru sakborningar í lögreglurann- sókn. Háskólaprófessorinn Ár- sæll Valfells, sem er grunaður um að tengjast því að upplýs- ingarnar birtust, þurfti að hætta í stjórn Íslandssjóða, fjárfest- ingasjóðs Íslandsbanka, vegna grunsins. Rektor Háskóla Íslands er með mál hans í skoðun og nú er vaxandi pressa á að honum verði hegnt. 2. Annar háskólapró- fessor er grunaður um glæp, sem hér á landi virðist álitinn væg- ari en að segja frá leyndarmáli. Jón Snorri Snorra- son, lektor í við- skiptafræði, er til rannsóknar hjá lögreglu vegna meintra stór- felldra brota í fyrirtækinu Sigurplasti, sem hann var stjórnarformaður í. Jón Snorri kærði DV fyrir að segja að lög- reglan væri að rannsaka hann. Arn- fríður Einarsdóttir, dómari í Héraðs- dómi Reykjavíkur, ákvað að hegna blaðamanni og ritstjórum DV, á þeim grundvelli að það hefði verið rangt að lektorinn væri til rannsóknar. Niðurstaða henn- ar var að hann hefði aðeins verið til „skoðunar“ hjá lög- reglu á þeim tímapunkti, en rannsóknin hafi komið síðar; „skoðunin“ hefði sem sagt enn ekki umbreyst í „rannsókn“ þegar fréttin birtist. Því ættu þeir sem stóðu að fréttaflutn- ingnum að borga hinum grunaða 900 þúsund krónur. (Jón Snorri er enn til rannsóknar hjá lögreglu, grunaður um veðsvik). Þjóðin misstígur sig þegar hún krefst ekki réttar síns til frjáls aðgengis að upplýsingum um það sem gerist í samfélaginu. Sterk öfl vinna gegn upplýsingagjöf, og enginn annar en fólkið í landinu mun berjast fyrir því að fá upplýsingar upp á borð- ið. Það eru hagsmunir auðmanna og stjórnmálamanna að takmarka veru- lega upplýsingagjöf til almennings. Þeir vilja ekki að aðrir viti í hvað þeir eyða og hvernig þeir græða. Þeir þing- menn og borgarfulltrúar, eins og Guð- laugur Þór Þórðarson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem snöpuðu sér milljónir eða tugmilljónir í leynistyrki frá stórfyrirtækjum og bönkum, vildu ekki að það kæmist upp. Björgólfur Thor vildi ekki að það kæmist upp að hann væri ekki flokkaður sem tengdur aðili í Landsbankanum – þrátt fyrir að vera stærsti eigandinn ásamt föður sínum – og fékk því mun hærri lán frá bankanum en eigendur mega. Eftir stendur að árið 2012 er frétta- stjóri DV sakborningur í lögreglu- rannsókn fyrir að segja frétt um viðskipti Landsbankans og þing- mannsins Guðlaugs Þórs, en Björgólf- ur Thor er hins vegar með réttarstöðu vitnis í málum Landsbankans. Duglegur Guðni n Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokks- ins og ráðherra, er langt frá því að vera sestur í helgan stein þrátt fyrir að hafa látið af þingmennsku. Guðni hefur beitt sér fyrir því af fullum krafti að Ólafur Ragnar Grímsson bjóði sig aftur fram til forseta. Þá herma kunnugir að Guðni sé einn af ráðgjöfum Sigmund- ar Davíðs Gunnlaugssonar, for- manns Framsóknarflokksins. Einnig hefur sést til Guðna á skrifstofum Morgunblaðsins í Hádegismóum þar sem hann ræðir við Davíð Oddsson rit- stjóra. Guðni er því afar virkur á bak við tjöldin þessi misserin þrátt fyrir að hafa látið af form- legum pólitískum afskiptum. Langsótt kenning n Ein af langsóttari samsæris- kenningum sem sést hafa á prenti lengi birtist í Frétta- blaðinu á miðvikudaginn í grein eftir Jak- ob F. Ásgeirs- son. Kenn- ingin snérist um það að ritdómari Fréttablaðs- ins, Friðrika Benónýsdóttir, hefði gengið er- inda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar þegar hann gagnrýndi harð- lega þýðingu á ævisögu Keith Richards gítarleikara. Bókin kom út nýlega hjá forlaginu Uglu sem er í eigu Jakobs. Inn- takið í gagnrýni Friðriku var að þýðingin á bókinni væri „hrákasmíð“. Telur Jakob að Friðrika og Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, hafi með „níðskrifum“ þessum ver- ið að þjóna „húsbónda“ sínum Jóni Ásgeiri sem oft væri gagn- rýndur í tímaritinu Þjóðmál- um sem Ugla gefur einnig út og Jakob ritstýrir. Ritdómarar í Fréttablaðinu eru því líka orðnir leigupennar Jóns Ás- geirs. Framsókn og 365 n Margar kjaftasögur ganga nú um það hverjir það eru sem vilji kaupa fjölmiðlafyrir- tækið 365. Ein af sögunum er á þá leið að valdamenn innan Framsóknarflokksins, meðal annars Þórólfur Gíslason og Gunnlaugur Sigmundsson, renni hýru auga til fjölmiðla- fyrirtækis- ins. Þórólfur, sem stýrir Kaupfélagi Skagfirðinga, keypti meðal annars hlut í Morgun- blaðinu í fyrra og er því ljóst að þeir norðanmenn sjá einhvern tilgang í því að eiga í fjöl- miðli. Þá á kaupfélagið eina fréttablaðið á Sauðárkróki, Feyki. 365 gæti þá verið keypt sem valdatæki til að berjast gegn svipuðum hlutum og Morgunblaðið: Inngöngu í Evrópusambandið, breyting- um á kvótakerfinu og einnig landbúnaðarkerfinu. Sá öxull þessara tveggja fjölmiðlafyrir- tækja yrði óárennilegur og áhrifamikill. Fólk kaupir kakkalakka Ég er ekkert heilagur Ingólfur Tjörvi Einarsson selur kakkalakka sem gæludýr. – DV Íþróttafræðingurinn Fannar Karvel segist stundum fá sér skyndibita. – DV Vitnið Björgólfur Thor„Þjóðin misstígur sig þegar hún krefst ekki réttar síns til frjáls aðgengis að upplýsingum M eiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hef- ur lagt fyrir þingið tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár og tiltekin álitaefni þeim tengd. Þingsályktunartillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að tillögur að frum- varpi til stjórnarskipunarlaga sem stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis 29. júlí 2011 og álitaefni þeim tengd skuli borin upp í ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðslu... Þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram samhliða forsetakosningum 30. júní 2012. Eftirfarandi spurningar verði bornar upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: 1. Vilt þú að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfir- farin með tilliti til laga og alþjóðasamn- inga? Merktu í reitinn fyrir framan þann valmöguleika sem þú kýst. - Já, ég vil að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfir- farin með tilliti til laga og alþjóðasamn- inga. - Nei, ég vil ekki að tillaga stjórnlaga- ráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá. - Tek ekki afstöðu. 2. Einnig ertu beðin(n) um að svara nokkrum efnislegum spurningum um nýja stjórnarskrá.“ Sex spurningar, sex svör Ég greiddi í stjórnlagaráði atkvæði með frumvarpi ráðsins í heild eins og allir aðrir ráðsfulltrúar og einnig með öllum einstökum greinum frumvarpsins lið fyrir lið, og ég ætla að ráðstafa atkvæði mínu í þjóðar- atkvæðagreiðslunni 30. júní í sam- ræmi við það. Ég ætla því efst á kjör- seðlinum að merkja við „Já, ég vil að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá ...“ Spurningunum fimm á neðri hluta seðilsins ætla ég að svara svo. Vilt þú, að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir lýstar þjóðar- eign? Já, þetta er eitt mikilvægasta ákvæði frumvarpsins og svarar kalli þjóðfundarins 2010 og stefnu allra stjórnmálaflokka á Alþingi. Vilt þú, að ákvæði um þjóðkirkju Íslendinga verði óbreytt frá því sem nú er? Nei, ég tel ákvæðið í frumvarpi stjórnlagaráðs betra. Óbreytt skipan myndi þó ekki raska fr-mvarpinu að öðru leyti. Vilt þú, að persónukjör í kosning- um til Alþingis verði heimilað í meira mæli en nú er? Já, þetta er snar þátt- ur í kosningaákvæðinu í frumvarpi stjórnlagaráðs og svarar kalli þjóð- fundarins 2010. Vilt þú, að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjós- enda alls staðar að af landinu vegi jafnt? Já, þetta er ásamt auðlinda- ákvæðinu eitt mikilvægasta ákvæði frumvarpsins. Vilt þú, að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlut- fall kosningabærra manna geti krafizt þess að mál fari í þjóðar- atkvæðagreiðslu? Já, og mér finnst, að hlutfallið eigi að vera 10% eins og frumvarp stjórnlagaráðs kveður á um. Hærra hlutfall, 15% eða 20%, myndi leiða til færri þjóðaratkvæða- greiðslna eða engra fyrir frumkvæði kjósenda, ef marka má reynsluna utan úr heimi, en það myndi þó ekki raska frumvarpi stjórnlagaráðs að öðru leyti. Ný stjórnarskrá þokast nær Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 26 23.–25. mars 2012 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason Já Nei Tek ekki afstöðu Vilt þú að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga? Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði 1. náttúruauðlindir lýstar þjóðareign ? 2. ákvæði um þjóðkirkju Íslendinga óbreytt frá því sem nú er ? 3. persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er ? 4. ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt ? 5. ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? ef já, hve hátt finnst þér að þetta hlutfall ætti að vera? o 10% o 15% o 20% √ √ √ √ √ √ x „Ég greiddi í stjórn- lagaráði atkvæði með frumvarpi ráðsins í heild.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.