Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Síða 36
„Hver dagur öðrum yndislegri“ 36 Brúðkaup 23.–25. mars 2012 Helgarblað Þ egar maður veit þá veit mað- ur,“ segir sundkonan Ragn- heiður Ragnarsdóttir en hún ætlar að gifta sig þann 29. desember. Sá heppni heit- ir Atli Bjarnason og er að læra við- skiptafræði. Þau Ragga kynntust í upphafi árs og þótt þau séu aðeins búin að þekkjast í þrjá mánuði eru þau yfir sig ástfangin. Rómantískt bónorð Ragnheiður vill lítið segja frá bón- orðinu nema að það hafi verið afar rómantískt. „Við vorum búin að ákveða að gifta okkur en hann bað samt um hönd mína. Hann kom mér því á óvart, sem er mjög erfitt, því ég er alltaf þremur skrefum á undan. Þetta var bara mjög rómantískt og skemmtilegt,“ segir hún og bætir við að athöfnin verði heima hjá foreldr- um hennar. „Ég hef ekki áhuga á þessu hefð- bundna stóra „bubbly“-brúðkaupi. Ég vil hafa þetta persónulegt og af- slappað. Við verðum pússuð saman í veislunni eða það er allavega planið. Við erum afar róleg yfir þessu og ekki næstum því búin að skipuleggja allt. Við förum á fullt í undirbúninginn eftir sumarið. Fyrst eru það ólympíu- leikarnir.“ Stefnir á toppinn Ragga æfir stíft þessa dagana fyrir ólympíuleikana sem verða haldnir í London í lok júlí og byrjun ágúst. „Ég er að æfa öðruvísi en ég geri vanalega – breyta og bæta til að toppa í sum- ar. Ég æfi líka mikið ein en mér finnst það líka gott því ég er orðin frekar gömul í þessu og kann þetta. Það er ágætt að fá að einbeita sér ein,“ segir hún og bætir við að vissulega séu æf- ingarnar erfiðar. „Þetta er aldrei auðvelt en samt sem áður eru æfingarnar öðruvísi en þær voru þegar ég var yngri. Ég er að æfa minna í dag en gæði æfinganna eru mun meiri,“ segir Ragga sem er á leið- inni á sína þriðju ólympíuleika. Aðspurð um væntingar segist hún ætla að gera betur en nokkru sinni fyrr. „Markmiðið er alltaf að ná sem lengst. Maður stefnir bara á toppinn,“ segir hún og bætir við að líftíminn í íþróttinni sé persónubundinn. „Það verður alltaf ákveðið brottfall í íþrótt- inni þegar krakkar fara í menntaskóla en á stórum mótum eru keppendur allt upp undir þrítugt og jafnvel fer- tugt. Sú sem fékk silfur á síðustu ól- ympíuleikum er 45 ára. En ætli flestir séu ekki á aldrinum 20–30 ára,“ segir Ragga sem byrjaði ung að æfa sund. Betri en pabbi „Ég var bara sex ára, alveg pínulítil. Eins er dóttir hans Atla farin að æfa sund en hún er sex ára að verða sjö. Það er alveg ótrúlega gaman að fara með henni í sund og sjá árangurinn,“ segir hún en bætir við að Sunna hafi þegar verið byrjuð í sundi áður en þau Atli kynntust. „Hún er samt í KR eins og ég,“ segir hún brosandi og bætir við að sjálf ætli hún að leyfa sínum börnum að æfa sund. „Ég mæli með þessari íþrótt. Sjálf lærði ég mjög mikið þegar ég byrjaði að æfa. Í sundi skiptir aginn miklu máli og svo er þetta svo góð líkamsrækt auk þess sem félagsskap- urinn er skemmtilegur. Ég mæli með þessu fyrir alla – og ekki bara krakka. Við erum svo heppin hér á landi með margar og góðar laugar,“ segir hún og bætir við að pabbi hennar hafi verið að setja Íslandsmet í garpaflokki um daginn. „Hann hefur mjög gaman af því að koma með mér á æfingar en blótar alltaf því ég syndi miklu hraðar en hann,“ segir hún hlæjandi. Flott að vera stælt Ragga hefur starfað sem fyrirsæta meðfram sundinu. Hún segir að þótt margar stelpur óttist að verða of stæltar vegna mikilla æfinga þá þurfi virkilega að vinna fyrir stórum vöðv- um. „Ég er mjög stór – er með risa axlir og stóra upphandleggsvöðva og þrí- höfða – en það er afrakstur 22 ára vinnu. Margar stelpur hafa áhyggjur af því að þær verði eins og Johnny Bravo, en hann er eins og V í laginu, um leið og þær byrja að lyfta lóðum. Það er alls ekki þannig. Auðvitað eru ýmis fyrirsætustörf sem ég get ekki tekið að mér af því að ég er of stór en mér finnst flott að vera stælt og ég hef engan áhuga á að vera eitthvað brjál- æðislega mjó,“ segir Ragga og bætir við að hún vilji vera ímynd heilbrigðs lífernis. „Ég er stór en ég get líka verið kvenleg. Þótt ég sé 188 sentimetrar á hæð þá veit ég ekkert kvenlegra en að fara í háhælaða skó. Þótt ég verði hærri en Atli þegar ég er komin í hælana þá finnst mér það allt í lagi. Það er engin regla sem segir að karl- maðurinn verði að vera hærri. Mér finnst alltaf jafn mikil synd þegar ég sé hávaxnar konur hoknar í baki ýta mjöðminni fram í von um að sýnast lægri. Það er svo flott að vera hávax- in.“ „Veit hvað ég vil“ Aðspurð um stóra daginn viðurkennir Ragga að hafa hugsað um brúð- kaupsdaginn frá barnæsku. „Ég er náttúrulega stelpa,“ segir hún bros- andi. „Hins vegar langar okkur báð- um að gera þetta eftir okkar höfði. Ég er búin að fara á netið að skoða kjóla en hef ekki keypt neitt ennþá. Mig langar að gifta mig í hvítu en það verður engin lest af efni á eftir mér. Ég ætla að finna mér einhvern fallegan kjól sem mér líður vel í,“ segir Ragga en hún vonar að pabbi hennar verði svaramaður. „Athöfnin verður ekki í kirkju þannig að það verður ekkert kirkju- gólf fyrir hann til að ganga með mér inn. Hann er líka búinn að fá að upp- lifa það með systur minni og verður því ekkert fúll við mig að gera þetta öðruvísi.“ Hún segist ekki kvíða undirbún- ingnum fyrir brúðkaupið. „Ég hef heyrt um konur sem eru að plana og skipuleggja í eitt og hálft ár og hafa bókað prest og blóm löngu fyrr. Mér dettur það ekki í hug. Ég hef samt mjög gaman af þessum undirbúningi og ég hjálpaði systur minni mikið þegar hún gifti sig árið 2008. Ég veit því hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Við erum búin að ræða þetta okkar á milli en það er ekkert staðfest,“ segir hún en bætir við að hún óttist ekki að verða annars hugar þegar hún keppir fyrir Íslands hönd á ólympíuleikun- um. „Ólympíuleikarnir hafa verið á planinu frá síðustu leikum og það er ekkert sem mun trufla þá. Þá er sundið það eina sem kemst að,“ segir hún og bætir við að Atli ætli að fylgj- ast með henni keppa. „Hann verður í Bandaríkjunum að læra í sumar en ætlar að koma og horfa á mig. Svo eftir leikana fer ég til hans til Kali- forníu í smá frí og ætli ég skoði ekki brúðarkjóla og slíkt í leiðinni. Það verður ekki amalegt að komast í þess- háttar í Ameríku.“ Flytja til Kína Ragga segir þau Atla stefna á brúð- kaupsferð en að lítið sé ákveðið í þeim málum. „Við erum að fara flytja út til Kína næsta janúar en Atli er að fara í skiptinám þar. Ætli við tökum ekki eina viku í byrjun ársins til að ferðast,“ segir Ragga. „Ég er mjög spennt að prófa eitt- hvað nýtt. Planið hefur verið lengi að taka mér keppnispásu eftir ólympíu- leikana svo þetta passar allt saman. Hver veit nema maður fari bara að búa til börn sem eru „made in China“. Það er aldrei að vita hvað maður gerir,“ segir hún hlæjandi en ítrekar að hún ætli ekki að hætta í sundinu. „Ég útiloka ekki að ég byrji aftur að æfa, svona ef stemning verður fyrir því. Mér finnst þetta mjög gaman og það er bara heilbrigt og hollt að æfa og setja sér markmið. Ég get allavega ekki sætt mig við að þetta séu lokin. Pása er mun betra orð. Hvað gerist, það kemur í ljós.“ Skrifar bók Ragga ætlar að nota keppnispás- una til að fara í frekara nám auk þess sem hún vinnur að því að skrifa bók. „Ég er að skrifa nokkurs konar mat- reiðslubók. Þessi bók fjallar um það sem ég borða, heilsutengd efni og uppskriftir. Bókin er ekki tilbúin og þetta er allt í vinnslu,“ segir hún og bætir við að hún hafi áhuga á því að skrifa meira og jafnvel læra eitthvað tengt skrifum. Sem íþróttakona á heimsmæli- kvarða þarf hún að huga vel að heils- unni en hún segist hafa mjög gam- an af því að dunda sér í eldhúsinu. „Alla jafna er ég mjög ströng við sjálfa mig þegar kemur að mataræði og þegar ég leyfi mér eitthvað er það ekki heill dagur í óhollustu heldur bara ein máltíð. Líkami minn er van- ur þessu holla líferni og ég finn mik- ið fyrir því þegar ég fæ ekki nægan svefn eða réttu næringuna og jafnvel ef ég sleppi lýsi eða borða ekki einn tómat á hverjum degi. Þess vegna þarf voðalega lítið af sykri til að mér líði ekki vel. Samt finnst mér voðalega gaman að fá mér eitthvað gott enda verður maður að vera temmilega kærulaus af og til. Mér finnst til dæmis bæði gaman að baka og búa til deserta og gæti hæglega verið hlekkjuð við eld- húsið en samt verið hamingjusöm,“ segir hún og bætir við að sér finn- ist skemmtilegast að útbúa góðan desert. „Ég elda bæði hollan mat og óhollan. Ég er ekkert að bjóða gestum upp á eftirrétti úr spelti og hunangi. Þá yrði fólki nú bara illa við mig,“ seg- ir hún hlæjandi. Rústa honum í sundi Ragga og Atli stefna á að búa í Pek- ing. Hún hefur þegar heimsótt borg- ina enda voru síðustu ólympíuleikar haldnir þar. Auk þess hefur hún keppt á Heimsmeistaramóti í Shanghæ. Hún segist ekki kvíða því að læra kín- verskuna enda sé hún fljót að læra tungumál. „Ég tala sex eða sjö tungu- mál og get þegar bjargað mér á kín- versku en vonandi læri ég enn meira,“ segir hún og bætir við að á meðan sumir séu góðir í stærðfræði þá liggi tungumálin vel fyrir henni. „Ég lærði til dæmis afrísku á nokkrum mánuð- um í haust. Þetta gerist bara eðlilega fyrir mig.“ Hún segir þau Atla fara reglulega í ræktina saman og að þá verði Club Fit í Hreyfingu fyrir valinu. „Þetta er brjálaður keyrslutími með hlaupum á bretti og lyftingaræfingum á gólfi. Atli er mikill hlaupari og hljóp mara- þon í fyrra. Hann rústar mér í þessum tímum og líka í lyftingunum. Ég rústa honum hins vegar í sundinu,“ segir hún brosandi og bætir við að hann hafi vinninginn þegar kemur að sjó- manni. „Við erum búin að tékka á því. Ég er með svo mikið keppnisskap. Ég myndi ekki vilja keppa við hann í hlaupi en ég þarf að kenna honum réttu handtökin í sundinu. Við ætl- um að keppa í þríþrautinni Ironman í sumar og þótt ég hafi hlaupið hálft maraþon þá hef ég mestar áhyggjur af maraþoninu. Hann er hins vegar mest stressaður fyrir sundhlutanum sem er fjórir kílómetrar.“ Loksins orðin fullorðin Aðspurð segir hún Atla taka athygl- inni sem samband þeirra fær með jafnaðargerði. „Hann höndlar þetta alveg enda yfirvegaður maður. Hann fær samt alveg að finna fyrir því og verður oft fyrir gríni en það er allt í góðu. Við höfum alveg rætt þetta og eins og er er þetta ekkert sem truflar – hvorki mig né hann. Ekki á meðan athyglin er fengin fyrir það sem er já- kvætt.“ Þrátt fyrir að Ragga hafi ekki áhuga á hinu hvíta, stóra, glitrandi brúðkaupi segist hún alltaf hafa ver- ið staðráðin í að gifta sig áður en hún eignaðist börn. „Mig hefur alltaf langað að fara hina hefðbundnu leið í þeim málum. Nú hef ég fundið hinn eina rétta og langar til að gera þetta allt rétt. Ég get ekki beðið eftir því að verða eiginkonan hans,“ segir hún og hamingjan skín úr hverju orði. „Mér finnst ég allt í einu svo full- orðin. Síðustu árin hefur fátt annað en sundið komist að. Ég er búin að búa hjá mömmu og pabba, æfa sund og keppa í langan tíma. Nú er ég að skipuleggja fullorðinshluti og það finnst mér alveg rosalega gam- an,“ segir hún og bætir við að alvar- leiki sambandsins hafi ekki komið fjölskyldu hennar og vinum á óvart. „Strax og fólkið mitt hitti hann sáu þau að þetta lá beint við. Það sjá allir að þetta er svona „meant to be“. Það fer ekkert á milli mála að við eigum að vera saman,“ segir hún og bætir aðspurð við að það sé ótrúlega margt við Atla sem heilli hana. „Hvar á ég að byrja? Hann er rosalega duglegur, jákvæður, klár og skemmtilegur. Ég get varla lýst því með orðum. Við erum bara mjög lík og erum með sömu pælingar í sam- bandi við framtíðina og lífið. Með honum er hver dagur öðrum yndis- legri. Það er bara þannig.“ indiana@dv.is Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er yfir sig ástfangin af viðskiptafræðinemanum Atla Bjarnasyni. Þótt Ragga og Atli hafi aðeins þekkst í þrjá mánuði ætla þau að ganga í það heilaga í lok ársins. Ragga er að fara að keppa á sínum þriðju ólympíuleikum og segir ástina ekki trufla sig í undir- búningnum. Hún ætlar í keppnishlé eftir leikana en þau Atli ætla að flytja saman til Kína. „Hver veit nema maður fari bara að búa til börn sem eru „made in China“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.