Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Qupperneq 45
Viðtal 45Helgarblað 23.–25. mars 2012 lenda í því, þeir vilja hvergi annars staðar vera. Það var hans fyrsta verk að kynna mig fyrir dalnum eftir að við urðum ástfangin. Ef ég hefði ekki samþykkt það þá hefði kannski ekki orðið neitt hjónaband,“ segir hún og hlær. „Þetta var ást við fyrstu sýn, Þorkell og dalurinn. Hér er fallegt samband manns og náttúru og mannlífið er mjög notalegt. Það eru einhverjir töfrar hér,“ segir hún og horfir út. Rigningunni hefur slotað og sólin er að brjóta sér leið í gegnum skýjabakka. „Það er að koma sól,“ sönglar Diddú. Hún syngur stundum þegar hún talar og það er gaman að því. Engir dívustælar Diddú hefur sungið fjölda hlutverka hjá Íslensku óperunni, meðal annars í Carmina Burana, Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós, Gildu í Rigoletto, Næturdrottninguna og Papagenu í Töfraflautunni, Luciu í Lucia di Lammermoor (sem henni fannst erfiðasta hlutverk sitt á ferlinum) Violettu í La traviata, Adinu í Ástardrykknum og Rósalindu í Leðurblökunni. Hún söng í Niflungahringnum og Olympiu í Ævintýrum Hoffmanns, sem voru samstarfsverkefni Óperunnar og Þjóðleikhússins. Árið 1992 söng hún Gildu í Rigoletto við óperuna í Gautaborg og nú á síðast í Töfraflautunni. Fyrsta óperan sem Diddú söng er henni ákaflega hjartfólgin. „Þá söng ég í Ævintýrum Hoffmanns. Svo hef ég átt ótrúlegar stundir á ýmsum tónleikum og í óperum. Mér er minnisstætt þegar ég söng með Jose Carreras og með Kristjáni Jóhannssyni, Kristni Sigmundssyni og Rannveigu Fríðu Bragadóttur á Listahátíð. Það var mögnuð upplifun og minningin góð.“ Voru þeir ekkert dramatískir? Fylgja ekki miklir dívustælar þessum bransa? Diddú hristir höfuðið. „Ó, nei. Ég held nú síður. Fyrir utan að við erum listamenn sem höfum hátt og fjöllum um dramatík þá erum við flest jarðbundin. Óperusöngur krefst mikillar vinnu og fórnar og flestir söngvarar eru auðmjúkir.“ Vill fremur syngja heima Diddú hefur lengi sungið víðs vegar um Evrópu, Kína, í Japan, Kanada og í Bandaríkjunum auk þess sem hún er reglulegur gestur í Rússlandi. En hún segist fremur vilja syngja heima. „Ég hef fengið frábær tækifæri úti og ég fer oft út að syngja. Ég reyndi einu sinni í gamla daga að komast að einhvers staðar en umboðsmennirnir höfðuðu ekki til mín. Þeir ráða svo miklu og ég vildi verða frjálsari en fuglinn. Það er hins vegar gaman að skipta um umhverfi og hitta aðra kollega, þá opnast nýjar sýnir. En ég valdi að vera mest hér heima.“ Þótt Diddú hafi hætt leiklistarnámi á sínum tíma hefur hún aldrei alfarið yfirgefið leiklistina því hún hefur leikið og sungið í sjónvarpsleikritum,  svo sem Brekkukotsannál og Silfurtunglinu. Á vegg er risastór og falleg svarthvít mynd af henni úr Silfurtunglinu og þá er eftirminnilegt hversu fágaðan leik hún sýndi í kvikmyndunum Karlakórnum Heklu og Bíódögum. „Leiklistin hefur alltaf togað í mig enda fylgir hún mér í óperunni,“ segir hún og brosir. Sér myndir og liti úr tónlist Þegar Diddú syngur sér hún myndir streyma frá sér og þegar hún hlustar á söng þá sér hún liti. Þetta er sjaldgæfur eiginleiki sem mörgum þykir eftirsóttur. „Þetta er kannski ekki öllum gefið. Þetta er mjög sterk tilfinning. Ég sé oft liti þegar ég hlusta á músík en ekki svo mikið þegar ég syng. Ákveðnir litir fylgja þá ákveðnum tóntegundum. Sjálf sé ég myndir þegar ég er að syngja. Þær streyma frá mér og ég veit aldrei hvernig þær verða fyrr en ég stend á sviðinu og syng. Ég syng og finn að ég hef þetta í hendi mér. Ég finn það innra með mér og fæ stundum gæsahúð. Ég hef lært að tileinka mér ákveðna tilfinningu í líkamanum og sálinni. Rétt staðsettan tón. Það er ítalska aðferðin, svokallaður Bel canto.“ Með heyrnartæki Diddú notar heyrnartæki því heyrn hennar er sködduð. Það hefur ekki mikil áhrif á sönginn. „Heyrnarskerðingin háir mér ekki mikið.“ Það uppgötvaðist þegar hún var lítil stelpa að heyrnin væri ekki fullkomin. „Þetta er ættgengur kvilli hjá mér úr móðurættinni minni og hefur ekkert að gera með tóneyrað. Ég heyri ekkert með hægra eyranu og hef mjög skerta heyrn á vinstra eyra. Ég hef alltaf verið þrjósk hvað varðar þessa fötlun mína og þetta hefur lítið háð mér. Ég ákvað að láta á það reyna hvað ég kæmist langt þrátt fyrir þetta og lagði því enn harðar að mér. Ég hef lært að lifa með þessu. Hér heima er skilningur fyrir þessu. Ef ég heyri ekki hvað leikstjórinn segir úti í sal þá hjálpa kollegar mínir mér og bera tilmælin áfram til mín.“ Diddú langar í safaríkt óperuhlutverk áður en hún fer að halla hurðinni eins og hún orðar það sjálf. „Vonandi á ég eftir að fá mörg tækifæri enn af því að það er svo mikið eftir af sumrinu í mér. Þetta byggist á því hvernig maður hlúir að hljóðfærinu. Ég var svo lánsöm að komast í góðar hendur og byggði röddina rétt upp. Ég bæti enn við hana með þroska og reynslu. Þetta er alltaf framþróun ef rétt er haldið á spilunum. Ég hef verið svo lánsöm að ég hef ekki oft þurft að þegja,“ segir hún. Satín-skítagallarnir til sölu Diddú er nú samt að fá kvef í þessu hreti sem nú er og hefur fengið nóg af snakki. Ætlar að hafa það náð- ugt að Túnfæti og ná úr sér mesta hrollinum. Hún þarf nú samt að bregða sér í borgina á laugardaginn að bralla með vinkonum sínum. Í Gamla bíó ætla þær að selja skíta- gallana sína, segir hún frá og sýnir blaðamanni fatahengið en við nán- ari skoðun hanga þar ekki eingöngu hefðbundnar yfirhafnir. Þar hanga glitrandi jakkar og síðkjólar úr sat- íni og silki. „Þetta eru skítagallarn- ir mínir,“ segir Diddú og hlær. Ég á örugglega 60 kjóla sem ég hef þurft að kaupa mér í gegnum árin. Þetta eru skítagallar úr satíni og alls kyns glitrandi efnum. Þeir flæða úr skáp- unum og hingað fram. Ég og nokkr- ar aðrar góðar konur, Helga Braga, Edda Björgvins og Eva Dögg Sigur- geirsdóttir, dóttir hennar, ætlum að taka okkur til og selja flíkurnar í Gamla bíó um helgina og byrj- um klukkan 11,“ segir hún frá. „En þennan sel ég ekki,“ segir hún og tekur fram skósíðan glitrandi kjól með tíglamynstri. „Þetta er fyrsti söngkonukjóllinn sem ég keypti í London og hann þykir mér vænt um.“ n „Heyrnarskerðingin háir mér ekki“„Ég heyri ekkert með hægra eyranu og hef mjög skerta heyrn á vinstra eyra. Æfir sig í kústaskápum „Ég æfi mig oftast þannig í einrúmi af tillitssemi við aðra fjölskyldumeðlimi, það er nefnilega best að hita upp í þröngu, litlu og hlýju rými,“ segir Diddú og skellir upp úr með sínum alkunna hætti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.