Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Qupperneq 46
Þakklátur SÁÁ 46 Viðtal 23.–25. mars 2012 Helgarblað M anni þykir auðvitað alveg jafn vænt um börnin sín – hvort sem þau eru ætt- leidd eða ekki, kærleik- urinn er sá sami“ segir fjölskyldumaðurinn, tónlistarpælar- inn og Facebook-aðdáandinn Guð- mundur Rúnar. Hann er kvæntur Ingibjörgu Jóns- dóttur, félagsfræðingi, og eiga þau saman einn son, Jón Steinar, og tvær dætur, Ágústu Mithilu og Þórdísi Ti- milu, sem þau ættleiddu frá Ind- landi, en fyrir átti Guðmundur Rúnar son úr fyrra hjónabandi – Ólaf Kol- bein. Guðmundur Rúnar segir það töluvert ólíkt að eignast börn með hefðbundnum hætti og því að ætt- leiða. „Dæturnar voru fjögurra og sex mánaða þegar þær komu hingað, en það liðu tvö ár á milli komu þeirra. Eftir fyrri ferðina til Indlands sóttum við strax um aftur – það kom ekkert annað til greina. Ættleiðingarferlið er langt og strangt, en það er mjög út- breiddur misskilningur að það sé allt á færi Íslendinga einna. Það er ekki eingöngu vegna aðgerða á Íslandi sem ættleiðing er svona tímafrekt ferli heldur ekki síður vegna aðgerða og ákvarðana í upprunalöndunum, og líka vegna þess að aðstæður víða, til dæmis í Kína og á Indlandi, hafa breyst; efnahagsástand í þessum löndum hefur lagast mikið. Og þar sem ég þekki til á Indlandi, veit ég að þar eru reglur um það að fyrst á að leita eftir ættleiðingu innanlands, og eftirspurnin þar hefur stóraukist. Hérna heima eru gerðar talsverðar kröfur til fólks sem vill ættleiða, og ég held að það sé bara gott. Þetta á að vera erfitt. Þetta snýst um rétt barns- ins – ekki rétt fólks til að verða for- eldrar. Og það skiptir máli að það sé vel að málum staðið, sem ég tel að sé að mörgu leyti á Íslandi.“ Er allt öðruvísi upplifun að eign- ast börn með hefðbundnum hætti, ef svo mætti segja, heldur en að sækja þau út – ættleiða? „Já, hún er að mörgu leyti öðruvísi. Það er hins vegar dálítið erfitt að gera sér grein fyrir því hvað af muninum kemur til út af því að maður er bara eldri og hugsanlega þroskaðri. Ég held að það skipti svolitlu máli. Hitt einhvernveginn gerðist bara – hin börnin mín urðu til án mikillar um- hugsunar, svo sannarlega velkomin, en það var ekki þannig að það væri tekin ákvörðun um að eignast barn. Ættleiðing aftur á móti er röð af með- vituðum ákvörðunum – þú ákveður að eignast barn og setur í gang þá vinnu – þannig að þú ert einhvern- veginn mun meðvitaðri um það sem er að gerast og það hlaðast upp mikl- ar tilfinningar og spenna í kringum það. En það er ekkert nema jákvætt í því – kærleikurinn er sá sami - það er að segja þegar það gengur, en ég get líka ímyndað mér að það sé mjög erf- itt – mikil vonbrigði hjá fólki – þegar það tekst ekki.“ Þakklátur SÁÁ Guðmundur Rúnar hætti að drekka fyrir hartnær einum og hálfum ára- tug síðan og segir lífið án áfengis mun betra en lífið með því. En var það erf- ið ákvörðun að hætta að drekka og fara í meðferð? „Ég hætti að drekka árið 1997 og það var ekki erfið ákvörðun eftir að ég áttaði mig á vandanum. Fyrir alkó- hólista er miklu erfiðara að drekka en drekka ekki. Og lífið er miklu betra án áfengis fyrir mig og fjölskylduna, ég líki því nú ekki saman.“ Var áfengið orðið þér fjötur um fót? „Já, annars hefði ég ekki velt því fyrir mér. Maður fer ekki að velta þessum hlutum fyrir sér, hvað þá að fara í meðferð, nema af því að drykkj- an er farin að hafa óþægileg og nei- kvæð áhrif á lífið og tilveruna. Fyrir mér er lífið allt annað og miklu betra án áfengis.“ Ferðu oft á AA fundi? „Ég hef tekið það í lotum – ég er til dæmis ekki virkur í AA núna – en þetta fer auðvitað dálítið eftir því hvernig maður er stemmdur. En stundum þarf maður á því að halda að fara á fundi.“ Ertu sáttur við meðferðarúrræði á Íslandi – til dæmis SÁÁ? „Já, í það minnsta fékk ég alveg feikilega góða þjónustu þar, og ég veit að ég get alltaf leitað þangað, og það er gríðarlega mikils virði. Ég var nú bara á stórum fundi hjá SÁÁ um daginn þar sem voru allir bæjarstjór- ar hérna á Stór-Reykjavíkursvæðinu: Ég sagði einmitt á þeim fundi að ég vildi eiginlega ekki hugsa það til enda hvernig íslenskt samfélag væri ef SÁÁ hefði ekki notið við síðustu þrjátíu árin. Frábært og ómetanlegt starf sem þar er og hefur verið unnið.“ Frank Zappa, Facebook og Sjón Og þá að tónlistinni – ég hef heyrt að þú hafir alltaf verið mikill tón- listaraðdáandi og sért sérlegur Frank Zappa aðdáandi. „Zappa stendur mér nærri og ég uppgötvaði hann einhverntím- ann upp úr 1970 – í gegnum Þráinn Hauksson landslagsarkitekt og gaml- an félaga minn. Ég á örugglega allt sem Zappa gaf út og sitthvað fleira. Svo naut ég þess í London árið 1988 að sjá hann á tónleikum í síðustu ferðinni sem hann fór með hljóm- sveit – og það var stórkostleg upp- lifun – konan mín fór með mér og skemmti sér gríðarlega vel.“ En hvað er það við Frank Zappa sem heillar þig svo algjörlega? „Það er í raun mjög auðvelt að útskýra það: Hann höfðar til mín – það er ekkert öðruvísi. Það er einnig svo margt við Zappa sem er spenn- andi; tónlistin sjálf – textarnir sem eru skemmtilega ögrandi. Það er þjóðfélagsádeilan, fordómaleysið, það er allt látið flakka, það eru engin vígi heilög, það er enginn tvískinn- ungur og engin skinhelgi og svo var hann einfaldlega stórkostlegur tón- listarmaður; bæði sem tónskáld og hljóðfæraleikari. Hvað viltu eigin- lega meira? Hann gerði nánast allar tegundir af tónlist og allt frábærlega: Með því að sökkva sér ofan í Zappa finnur hver tónlistaráhugamaður eitthvað við sitt hæfi – alveg sama á hverju hann hefur áhuga.“ Hvað með lestur bóka – ertu lestr- arhestur? „Ég les mikið, les nær eingöngu skáldsögur. Ég nenni ekki að lesa reyfara – þeir höfða ekki til mín. Ég les verk eftir bæði íslenska höfunda og erlenda; hef gríðarlega gaman af þessum gömlu snillingum okkar – og síðan hef ég mjög gaman af Einari Má og Einari Kárasyni, Gyrði Elíassyni, Braga Ólafssyni – Jón Kalmann er al- gjör snillingur og svo er Bergsveinn Birgisson, hann er algjörlega frábær höfundur. Svo las ég snilldarverk um daginn. Var í útilegu og gleymdi að hafa með mér bók og fór í kaup- félagið á Selfossi - þar var stór bóka- hilla – en aðeins ein bók sem ég hafði ekki lesið, en hafði áhuga á að lesa – allar aðrar bækur í hillunni voru þess eðlis að annaðhvort langaði mig ekki að lesa þær eða ég var búinn að lesa þær. Nema þessi, Skugga-Baldur eftir Sjón, og er alveg stórkostleg bók. En annars er uppáhalds rithöfundurinn minn frá Ástralíu, heitir Peter Carey – mikill örlagasnillingur. Ég mæli með að þeir sem þekkja ekki til hans kynni sér hann, magnaður rithöfundur.“ Facebook er frábært apparat Þú ert bæjarstjóri sem ert virkur á samskiptavefnum Facebook. Af hverju? „Ég er stundum virkur á þeim vef og það gefur mér ýmislegt; til dæmis mikil samskipti við fólk sem ég hefði annars ekki samskipti við; ég er bú- inn að finna fullt af gömlum kunn- ingjum, skyldmennum sem eru fjar- læg, gamla skólafélaga og jafnvel fræga tónlistarmenn í útlöndum. Ég er til að mynda í samskiptum á Face- book við Hollendinginn Jan Akkerm- an sem er mjög háttskrifaður tón- listarmaður og reyndar marga aðra. Þetta er frábært apparat sem býður upp á marga möguleika í samskipt- um við annað fólk sem voru ekki til staðar áður.“ Hafnfirðingur með græna fingur „Ég er Hafnfirðingur í öllum aðalat- riðum. Ég bjó fyrst við götu sem er ennþá til en nafnið ekki; gatan hét Hraunbrekka – heitir nú Hellisgata. Lengstum í æsku bjó ég hins vegar á Arnarhrauni og ég á afar ánægjuleg- ar bernskuminningar þaðan. Ég er í raun ofstækisfullur Hafnfirðingur – það hefur aldrei komið neitt annað til greina hjá mér en að búa í Hafn- arfirði: Annað er ekki inni í mynd- inni – ræturnar eru þarna, segir Guðmundur Rúnar. Hann stundaði nám í Lækjar- skóla, Flensborg og síðan við Há- skóla Íslands þaðan sem hann út- skrifaðist sem stjórnmálafræðingur. „Síðan lá leið mín til London þar sem ég dvaldi í sex ár og tók doktors- próf í stjórnmálafræði við London School of Economics, árið 1991. Að því loknu flutti ég síðan heim í Hafn- arfjörð, alkominn.“ Hefurðu alltaf verið áhugasamur um stjórnmál og stjórnmálafræði? „Ég fékk snemma áhuga á stjórn- málum, en áhuginn á stjórnmála- fræði kom til þegar ég var í Flens- borg. En mig dreymdi lengi um að verða garðyrkjumaður.“ Af hverju léstu ekki þann draum rætast? „Ég sótti á sínum tíma um að vera utanskóla, þegar ég var í háskólan- um hér heima, en fékk það ekki, og þá einhvernveginn gufaði sá draum- ur upp.“ Ertu með græna fingur? „Já, já, ég er duglegur í garðinum heima og finnst fátt skemmtilegra en að stunda garðyrkju.“ Stefndi aldrei á bæjarstjórastólinn Guðmundur Rúnar segist fljótt hafa fundið sig á vinstri vængnum í stjórnmálunum. „Það gerðist nú bara einhvern- veginn sjálfkrafa, og kemur ekki til af því að ég hafi verið alinn upp þann- ig. Heima hjá mér var nánast aldrei rætt um stjórnmál, en ég hneigð- ist strax til vinstri um leið og ég fékk stjórnmálaáhuga. Ég veit ekki til þess að það hafi verið út af því að einhver hafi haft þau áhrif á mig – það sam- ræmdist einfaldlega því hvernig ég hugsaði.“ Varstu virkur í stjórnmálum á þín- um yngri árum? „Við vorum nokkrir félagar sem stofnuðum stjórnmálafélag í Flens- borg sem hét Röðull, vorum til vinstri. Síðan var ég virkur í Alþýðu- bandalaginu í Hafnarfirði um það leyti sem ég var að útskrifast úr Flensborg – og þar fann ég minn far- veg í stjórnmálunum.“ Sástu það fyrir þér, eftir námið í London, að þú myndir verða stjórn- málamaður? „Nei. Ég ætlaði að vera fræði- maður, en var aldrei neitt sérstak- lega spenntur fyrir því að vera kenn- ari; prófaði það í tvö ár: Kenndi bæði við Háskóla Íslands og Tækniskólann – en kennslan höfðaði ekki til mín.“ Guðmundur Rúnar hóf síðan fyrir alvöru að skipta sér af hafnfirskum stjórnmálum árið 1998. „Ég tók þátt í stofnun Fjarðarlist- ans fyrir bæjarstjórnarkosningarnar árið 1998, en þá var reynt að koma hér á sameiginlegu framboði vinstri manna, sem rann út í sandinn á síðustu stundu. Þá stofnuðum við Fjarðarlistann – úr Alþýðubanda- laginu, hluta af Alþýðuflokknum og Kvennalistanum. Sá framboðslisti var svolítill forveri Samfylkingarinn- ar. Ég sat í þriðja sæti og varð vara- bæjarfulltrúi það kjörtímabilið því við fengum tvo fulltrúa kjörna. Síðan verð ég bæjarfulltrúi árið 2002, en þá fyrir hönd Samfylkingarinnar, en Fjarðarlistinn rann inn í hana ásamt Alþýðuflokknum og við náðum þá meirihluta. Ég hef því verið bæjar- fulltrúi í níu ár og búinn að prófa flest; verið formaður í bæjarráði – forseti bæjarstjórnar – formaður í fjölskylduráði í átta ár, verið í menn- ingarmálum og fræðslunefnd. Og nú er ég hér sem bæjarstjóri, en það stóð aldrei til.“ Mistök að stilla fram Lúðvík Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar var Guðmundur Rúnar í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar en bæjar- stjórinn sem þá var, Lúðvík Geirs- son, lagði sæti sitt að veði með því að vera í sjötta sæti, en sex bæjarfulltrúa þarf til að mynda hreinan meirihluta. Lúðvík náði ekki kjöri og Guðmund- ur Rúnar tók því við af Lúðvík sem bæjarstjóri, án þess að hafa nokkurn tímann ætlað sér það. „Ég var í fyrsta sæti, en í mín- um huga og okkar, var Lúðvík odd- viti listans – þetta var sama módel og þegar Ingibjörg Sólrún setti sig í baráttusæti á sínum tíma – lagði allt undir eins og Lúðvík.“ Lásuð þið ekki vitlaust í andrúms- loftið í samfélaginu fyrir kosningarn- ar, teflduð þið ekki alltof djarft með þessu? „Miðað við það sem við ætluðum okkur, jú.“ Þið voruð með sjö bæjarfulltrúa af ellefu, verulega sterkan meirihluta. Voruð þið í Samfylkingunni ekki bara orðin alltof góð með ykkur? „Við svo sem gerðum okkur grein fyrir því að sjö bæjarfulltrúar væru eitthvað sem við gætum ekki búist við að ná aftur, bara miðað við söguna – gerðum okkur kannski ekki miklar vonir að ná slíkum árangri tvenn- ar kosningar í röð. Og við vissum að það að ná inn sex bæjarfulltrúum yrði snúið, og það hafðist ekki.“ Brá ykkur við þá niðurstöðu? „Auðvitað var það áfall fyrir okk- ur að tapa tveimur bæjarfulltrúum, en við vorum eftir sem áður stærsti stjórnmálaflokkurinn í bænum, og vorum áfram kjölfestan í bæjarstjór- ninni og mynduðum meirihluta með Guðmundur Rúnar Árnason tók við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, en það hafði hann alls ekki ætlað sér. Þessi jarðbundni og þolinmóði stjórnmálafræðidoktor ræðir hér meðal annars um skoðun sína á mögulegri inngöngu Íslands í Evrópusambandið, skuldastöðu Hafnarfjarðar, ættleiddar dætur sínar, aðdáun sína á Frank Zappa og það hversu gott sé að vera laus við áfengið.„Fyrir mér er lífið allt annað og miklu betra án áfengis. „Ættleiðingar- ferlið er langt og strangt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.