Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Page 48
23. mars 752 Stefán 2. varð páfi. 1663 Ragnheiður Brynjólfs- dóttir í Skálholti lést. Talið er að sálmur Hallgríms Péturssonar, „Um dauðans óvissan tíma“, hafi fyrst verið sunginn yfir moldum hennar. 1903 Wright-bræður sóttu um einkaleyfi á hönnun sinni á flugvél. 1919 Benito Mussolini stofn- aði fasistaflokk- inn í Mílanó. 1933 Adolf Hitler varð kanslari Þýska- lands. 1937 Sundhöllin í Reykjavík vígð. 1965 Geimfararnir Virgil I. „Gus“ Grissom og John Young fóru út í geiminn í fyrsta tveggja manna bandaríska geimfarinu Gemini 3. 1996 Fyrstu forsetakosningarn- ar voru haldnar í kínverska lýð- veldinu á Taívan. 1998 Kvikmyndin Tit- anic vann til ellefu Óskars- verðlauna og jafnaði þar með met Ben Húr frá 1959. Lokakafli Hringadróttins- sögu jafnaði metið svo aftur árið 2004. 24. mars 1931 Fluglínutæki notuð í fyrsta skipti til björgunar á Íslandi. Slysavarnadeildin Þorbjörn bjargaði 38 manna áhöfn franska togarans Cap Fagnet. 1973 Kjarvals- staðir á Mikla- túni í Reykja- vík voru formlega opnaðir með stórri sýningu á verkum Jó- hannesar S. Kjarvals listmálara. 1974 Varðskipið Týr kom til landsins. 1976 Argentínski her- inn steypti Ísabellu Perón af stóli. 1987 Albert Guðmunds- son iðnaðar- ráðherra var sakaður um að vantelja greiðslur til sín frá Hafskipum og sagði af sér þess vegna. Eftir það stofn- aði hann Borgaraflokkinn, sem náði nokkru fylgi í kosningum mánuði síðar. 1999 NATO varpaði sprengjum á skotmörk í Júgóslavíu. 25. mars 1436 Dómkirkjan í Flórens var vígð. 1807 Breska þingið bann- aði þrælaverslun. 1821 Grikkir gerðu upp- reisn gegn Tyrkjum og lýstu yfir sjálfstæði. 1956 Selfosskirkja var vígð. 1957 Rómarsáttmálinn var samþykktur með þátt- töku Belgíu, Hollands, Lúxem- borgar, Frakk- lands, Ít- alíu og Vestur- Þýskalands. 1992 Alþingi afnam sjötíu ára gömul lög um bann við löndun úr erlendum fiski- skipum á Íslandi. 2001 Schengen-samstarfið tók gildi á Norðurlöndunum. A lma Rut er Reykja- víkurmær eins og þær gerast bestar. Allt frá bernsku hef- ur hún látið velferð fólks sig varða. Fjögurra ára hjálpaði hún reglulega blind- um manni að komast leiðar sinnar, síðan hefur hún verið að hjálpa fólki. „Ég hef alltaf verið að hjálpa fólki, það er það besta sem ég geri. Ég er lærð- ur rekstrartæknir en lærði svo forvarnaráðgjöf og líka lærði ég áfengisráðgjöf. Þetta hjálpar mér í sjálfboðastörf- um við að hjálpa útigangs- fólki og andlega veiku fólki. Ég hef staðið undanfarið í bréfaskriftum við borgar- stjóra og hans fylgifólk en með litlum árangri. Ég varð mjög reið þegar borgin ákvað að setja hjá Kolaportinu skýli fyrir reiðhjól í stað þess að gera skýli fyrir útigangsfólk sem deyr í þessum kulda sem hefur verið. Mér finnst Jón Gnarr hafa brugðist mér.“ Ölmu hefur alltaf lang- að til að verða leikkona og hefur meðal annars tekið þátt í keppninni um fyndn- asta mann Íslands. „Þá vildu dómararnir að ég yrði fyndin á eini mínútu en ég þarf tvær,“ segir þessi lífsglaða stelpa. Leikkonudraumurinn hefur ræst að nokkru þrátt fyrir að dómarar í brandara- keppnum skilji ekki þró- aðan húmor sem tekur smá stund. „Ég lék afgreiðslukonu í myndinni Svartur á leik, það er í fyrsta skipti sem ég kemst á hvíta tjaldið. Ég mun taka öll leiktilboð alvarlega, mig langar enn að verða leik- kona.“ Hún segist vera svo mikið fiðrildi að margir draumar breytist hratt og lífið geti tekið óvæntar stefnur. Stærsti dagur lífsins hafi til dæmis verið þegar hún eignaðist elsta og ljótasta hjólhýsið á Laugavatni. „Ég er sígauni og vil helst vera í lopasokkum með nesti að semja ljóð. Ég hef samið mikið af ljóðum og á líklega um 300 ljóð núna. Ég hef fengið tvö tilboð um að gefa þau út. Kannski gef ég þau bara til góðs málefnis einn daginn. Það er svo gott að semja ljóð. Sitja fyrir utan ljóta hjólhýsið og pikka fal- legt ljóð á símann. Þessi ljóð eru sönn sýn á lífið. Þau eru um allt, meðvirkni, hand- rukkara, róna og ást.“ Hamingja afmælisins er blönduð eftirsjá liðinna ára. „Mér finnst þetta alveg aga- legt að verða svona gömul, ég vil ekkert eldast. Ætli ég fái ekki hrukkur eða eitthvað á afmælisdaginn,“ segir hún með broskvíða á andlitinu. „Afmælisveislan verður heima hjá mér, ég er búin að bjóða 40 manns en hef bara pláss fyrir 15, en þröngt mega sáttir sitja. Það verður bara ást, umhyggja og heimabak- að í afmælinu mínu.“ É g er af Ströndum, fædd og alin upp á Sandnesi við Steingrímsfjörð og var þar til tólf ára aldurs að ég fór í Flensborgarskólann. Heima byrjaði ég að vinna eitthvað um leið og ég lærði að labba, svo- leiðis var þetta í öllum sveitum á þeim árum. Við vorum öll í þessu systkinin og stundum blaut og hrakin að eltast við beljur eða bikkjur eða puða á engjunum. Það var engin vél komin þegar ég var ung og allt gert með hestum og handafli. Enda kom aldrei til greina að verða bóndi. Það sem við vor- um allt sumarið að gera er nú gert á einum degi,“ segir Jórunn brosmild þar sem hún stendur í stórbakstri fyrir afmælið sitt. Eftir nám í Flensborg fór Jórunn aftur vestur og var þar eitt ár en hélt aftur suður í nám. „Ég var barn þegar ég ákvað að verða hárgreiðsludama og líklega verður það að teljast einn af stóru dögunum í lífi mínu þegar ég komst á samn- ing á hárgreiðslunni. Það var mjög erfitt þá að komast að hjá meistara. En þetta gekk og ég starfaði á stofum í áratugi.“ Eftir að Jórunn hætti að fegra hár fólks fékkst hún við verslunarstörf en er nú sest í helgan stein og nýtur þess að fara í sveitina og eiga stund á ættaróðalinu. „Við förum norður nokkrum sinnum á hverju sumri og sækjum okkur í kistuna, förum til berja og svo förum við á handfæri til að eiga fisk upp á veturinn, það er svo gott að koma þarna og vera alveg laus við allar þær áhyggjur sem þurfti að hafa á meðan búið var þarna án allra véla og tækja. Ég er búin að eiga heima í Hafnarfirði síðan 1965 þannig að þetta er fín til- breyting.“ Þegar hún er spurð um væntanlegt afmæli verður hún glettin og segist ekki finna mik- ið fyrir aldrinum. „Ég finn ekk- ert fyrir þessu núna en ég man vel hvað ég kveið ótrúlega fyrir 25 ára afmælinu, ég varð eitt- hvað svo agalega gömul þá, en nú finn ég ekkert fyrir þessu. Ég hélt miklar veislur bæði þegar ég varð þrítug og fertug. Fer- tugsafmælið var alvöru partí. Mikið af fólki og verulegt fjör. En nú er maður auðvitað löngu búin að hlaupa af sér öll horn. Núna verður bara lítil veisla fyrir vini og ættingja og bara kökur eins og í barnaafmæli,“ segir Strandastúlkan broshýr þar sem hún skiptir um köku í ofninum ásamt því að hræra krem á aðra. 48 23.–25. mars 2012 Helgarblað Jón Gnarr brást mér Alma Rut Lindudóttir fiðrildi 30 ára 24. mars Jórunn Ólafsdóttir hárgreiðsludama 70 ára 25. mars „Bara kökur eins og í barnaafmæli“ Stórafmæli 77 ára Gloria Steinem, sem er heimsþekktur femínisti, blaðamaður og stofnandi Ms. magazine, á afmæli 25. mars. 44 ára Damon Albarn, Íslandsvinur og söngvari í Blur og Gorillaz, á afmæli 23. mars. 37 ára Alyson Hannigan, sem er helst þekkt fyrir hlutverk sitt í American Pie, Buffy the Vampire Slayer og How I Met your Mother, á afmæli 24. mars. Foreldrar n Linda Emilía Karlsdóttir sjúkraliði f. 1962 n Ásgeir Jónsson vélamaður f. 1962 Maki n Hafsteinn Freyr Gunnarsson húsasmiður og nemi f. 1983 Börn n Viktor Máni Hilmarsson nemi f. 2001 n Sindri Steinn Þorsteinsson nemi f. 2004 Systkin n Thelma Rún Ásgeirsdóttir nemi f. 1984 n Tanja Sól Valdemarsdóttir nemi f. 1993 n Emilíanna Valdemarsdóttir nemi f. 1994 n Helena Diljá Sigurðardóttir nemi f. 2003 Foreldrar n Ólafur Sigvaldason bóndi f. 1910 – d. 1984 n Brynhildur Jónsdóttir húsfreyja f. 1921 – d. 2002 Eiginmaður n Ármann Þór Guðjónsson húsasmiður f. 1942 Börn n Óskar Þór Ármannsson íþrótta- fræðingur f. 1965 Maki: Berglind Anný Guðjóns- dóttir þroskaþjálfi f. 1966 Þeirra börn: n Anna Ósk Óskarsdóttir f. 1989 n Sara Lind Óskarsdóttir f. 1997 n Hildur Aðalheiður Ármannsdóttir ljósmóðir f. 1979 Maki: Baldur Óli Sigurðsson kerfisfræðingur f. 1975 Þeirra börn: n Daníel Freyr Baldursson f. 2002 n Brynhildur Katla Baldursdóttir f. 2006 n Hrafnhildur Irma Baldursdóttir f. 2010 Systkin n Guðbjörg Ólafsdóttir húsmóðir f. 1943 n Guðmundur Ólafsson sjómaður f. 1944 n Dögg Ólafsdóttir húsmóðir f. 1945 n Jón Ólafsson kennari f. 1946 n Sigríður Ólafsdóttir umönnun f. 1948 n Nanna Ólafsdóttir saumakona f. 1950 n Guðný Ólafsdóttir ræstitæknir í Noregi f. 1952 n Védís Ólafsdóttir sjúkraliði f. 1954 n Sigvaldi Ólafsson stýrimaður f. 1955 n Signý Ólafsdóttir bankastarfsm. f. 1957 n Már Ólafsson sjómaður f. 1962 Hjálpsöm Alma Rut Lindudóttir sinnir sjálfboðastarfi og aðstoðar útigangsfólk. Stórafmæli Merkis- atburðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.