Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Qupperneq 53
53Helgarblað 23.–25. mars 2012 „Nútímaleg glæpasaga“ „Ævintýri með íslensku ívafi“ Konurnar á ströndinni Kingdoms of Amalur: Reckoning Uppáhaldsvefsíðan? „Þýðir ekkert að væla“ í hljómsveitinni, 19 ára, að verða tvítugur, en hin eru ým- ist orðin 22 ára eða verða það síðar á árinu. Aðrir hljómsveit- armeðlimir eru fyrrnefndur Logi Pedro, bróðir Unnsteins, Þórður Jörundsson, Jón Ingvi Seljeseth, Gylfi Sigurðsson, Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson. Samdi þegar hinir sóluðu sig Hljómsveitin er að vinna að nýrri plötu sem stefnt er á að komi út í haust. Fyrsta lagið af plötunni er nú þegar komið í spilun en það er lagið Qween sem hefur aldeilis slegið í gegn undanfarið og verið með vinsælustu lögum landsins. Unnsteinn samdi lagið. „Ég samdi það í Berlín í sumar. Það fóru allir út í sólbað einn daginn en ég ákvað að vera inni og samdi það á einum degi. Hljómarnir eru æfingar sem ég lærði í hljómborðstímum hjá Eyþóri Gunnarssyni.“ Unnsteinn segir misjafnt hvað það taki langan tíma að semja lögin. „Það tók okkur þrjú ár að semja eitt lagið okkar og svo kemur annað bara á einum degi. Fer bara eftir hvort maður er í stuði eða ekki.“ Hann segir þau stundum fá leið á að spila sömu lögin en þá breyti þau útsetningum þeirra. „Þá gerir maður nýjar útsetningar og gerir þau meira spennandi.“ „Það rífst enginn nema ég og Logi, en það er ekkert nýtt, við höfum alltaf rifist. Í slenska óperan frumsýndi La bohéme Puccinis í Eldborgarsal Hörpu síð- astliðið föstudagskvöld. Þetta er önnur sýning Óperunnar í Hörpu. Hvað varðar söng og jafnvel leik tókst hún að flestu leyti vel, en sviðsetningin staðfesti, því miður, enn frekar þær efasemdir sem maður hafði um ágæti hins mikla salar sem óperuhúss, bæði fyrir og ekki síður eftir flutning Töfraflautunnar þar í haust. Það er sérstakt við sýn- ingu Óperunnar nú, að þar er teflt fram tveimur svið- spörum í aðalhlutverkun- um, elskendunum Rodolfo og Mimi. Þau eru að þessu sinni sungin annars vegar af Gissuri Páli Gissurarsyni og Huldu Björk Garðarsdóttur, hins vegar af Garðari Thór Cortes og Þóru Einarsdóttur. Er það raunar ekki í fyrsta sinn sem slíkt er gert hér á landi; La bohéme var flutt þannig í Þjóðleikhúsinu fyrir hátt í þrjátíu árum, en Ís- lenska óperan hefur á sínum ferli gert of lítið af slíku. Nú eigum við orðið það mikið af góðum og efnilegum óperu- söngvurum, sem fá allt of fá tækifæri hér heima, eins og allir vita, að þetta ætti fremur að vera regla en undantekn- ing hjá Óperunni. Er þessi tilhögun því ánægjuleg og boðar vonandi breytta tíma. Hvað er það þá sem gerir að verkum að La bohéme nýtur sín ekki sem skyldi á sviðinu í Eldborgarsalnum? Svarið við því er í mínum huga einfalt: La bohéme er verk sem kallar á minni umgerð, miklu meiri nánd á milli leikendanna á svið- inu og helst einnig á milli áhorfenda og flytjenda en hér er boðið upp á. Á köflum týnist dramað hreinlega eða drukknar í því gímaldi sem salur og svið mynda utan um það. Hinum enska leikstjóra, Jamie Hayes, sem hefur verið kvaddur til að setja upp verk- ið, hefur verið mikill vandi á höndum. Lausnir Hayes, sem hefur áður sett upp nokkrar sýningar hjá Óper- unni með allmisjöfnum ár- angri og er nú að eigin sögn að setja verkið upp í fimmta skipti, orka ekki allar sann- færandi, einkum í fyrri hluta sýningarinnar. „Love story“ síns tíma La bohéme var frumsýnd árið 1896 og er löngu orðin ein af hinum föstu númer- um á verkefnaskrá heimsó- perunnar. Sagt er að hún sé fjórða í röðinni af þeim óperum sem oftast eru flutt- ar. Þetta er „Love story“ síns tíma og hefur elst öllu betur en samnefnd bíómynd sem við grétum yfir í gamla daga. Hún gerist meðal fátækra listamanna í París á fyrri hluta nítjándu aldar, lýsir ástum þeirra og basli utan garðs við borgaralegt sam- félag. Rodolfo er ungt skáld sem býr í fátæklegu risher- bergi í Latínuhverfinu ásamt vini sínum málaranum Mar- cello; hann verður ástfang- inn af saumastúlkunni Mimi, þau fara að vera saman, en allsleysið og erfitt lunderni dregur þau niður; hann er snöggur til afbrýðisemi og í kjölfarið fylgja hin klassísku átök: vonbrigði og höfnun, reiði, beiskja, aðskilnaður, og að lokum fyrirgefning og sættir. En þá er komið á leiðarenda, því að Mimi er helsjúk af berklum. Hinn sári missir, hann er þarna líka. Allt þetta túlkar Pucc- ini meistaralega í tónlist sem er ávallt jafn heillandi, hvað sem líður öllum sveiflum í tíðaranda og listasmekk, eins og Sveinn Einarsson bendir á í ágætri leikskrárgrein. Saman við sögu Rodolfos og Mimar fléttast svo önnur ástasaga, þeirra Marcellos og hinnar léttlyndu Musettu, sem er á öllu kómískari nótum; Puccini og með- höfundar hans vissu hversu nauðsynlegt er að búa til andstæður, skapa kontrasta, einnig á plani sögu og kar- aktersköpunar. Allt er það þó á hófstilltum nótum. La bohéme er ákaflega hreint verk í byggingu; tón- fróðari menn en ég halda því fram að þar sé ekki einum tóni ofaukið. Leikhúsmanni verður hugsað til Ibsens, samtíðarmanns Puccinis, þótt ólíkir séu þeir; þar er ekki heldur orði of eða van. Báðir voru þeir fulltrúar raunsæisstefnunnar og báðir skiluðu þeir verkum sem hafa náð að lifa hana. Það sem slær mig nú, þegar ég rifja upp gömul kynni af La bohéme, er hversu mark- visst Puccini, líkt og Ibsen, reynir að losa leikhús sitt undan stjörnudýrkun sam- tíðarinnar; hversu fram- sæknir þeir hafa báðir verið með kröfum sínum til sam- leiks og heildaráhrifa sviðs- listaverksins. Auðvitað eru Rodolfo og Mimi stjörnu- hlutverk, mikil ósköp, en það eru þarna fleiri hlutverk, misstór að sönnu, sem þarf einnig að vinna á réttan hátt og gefa söngvurum góð færi til að sýna list sína. Tónlist- in streymir áfram og þó að ekki skorti góðar aríur renna þær saman við heildar- flæðið með öðrum hætti en í flestum óperum Verdis. Hér getur söngleg færni, tæknileg snilli, hvergi komið í staðinn fyrir eða bætt upp vöntun á innri tilfinningu, áhuga- verðum karakter. Eflaust er andi Wagners á sveimi yfir vötnum. Fært til umbrotaáranna eftir aldamót Söngvararnir fjórir, sem nú takast á við hlutverk Mimar og Rodolfos, komast í raun- inni allir mjög vel frá þeirri þraut sem fyrir þá er lögð – bæði af húsinu sjálfu og leikstjórninni. Raddir þeirra eru ekki mjög kröftugar eða voldugar; húsið er þeim öllum erfitt, einkum Giss- uri Páli og Þóru. Mér virtist Hulda Björk ráða einna best við það raddlega og túlkun hennar bera af hinna hvað heildaráferð snertir. Tilfinn- ingalega var hún hins vegar full köld þegar á leið. Þau Garðar Thór og Þóra voru nokkuð á reiki framan af, en eftir hlé, þegar skuggar ör- laganna og dauðans leggjast yfir, náðu þau sér mjög vel á strik og sýndu samleik af því tagi sem þetta verk þarf á að halda. Maður varð heill- aður og snortinn og skildi af hverju Puccini hefur lifað. Þau Gissur Páll og Hulda Björk urðu einnig betri þegar fram í sótti, en þau náðu þó aldrei saman á jafn sterkan hátt og Garðar Thór og Þóra. Samt verður ekki annað sagt en Gissur Páll hafi skilað sínu með heiðri og sóma. Ég vil sem sagt bæði kenna um stærð sviðsins og stefnu leikstjórans hversu erfið gangan var framan af. Í stað þess að þrengja rýmið og setja tilfinningadramað í sem skýrastan fókus, þenur hann það út og máir um leið á löngum pörtum út skýrar línur verksins. Sú myndræna umgerð, sem sýningunni er búin á baksviðinu, gefur upp sögulegt umhverfi, girðir af hinar ágengu svalir sem munu alltaf vera vandamál í þessu húsi, og þjónar jafn- framt sem sýningartjald. Sem slík er hún alls ekki illa heppnuð. Leikstjórinn kýs að flytja verkið til í tíma, sem gjarnan er gert við þessa óperu; hér er það fært til umbrotaáranna eftir alda- mótin fyrri; reynt er að búa til miklar Parísarstemningar og til þess nýttur fjölmenn- ur leikendaflokkur: Óperu- kórinn, barnakór, svo skýtur þarna sirkusfólk og lúðra- sveit upp kolli. Búningaklætt leikfólk á flandri úti um allt hús, þegar áhorfendur ganga til sætis, og mikið spígsporað og hjólað og hlaupið fram og aftur um ganga eftir að leikur hefst. Bíóöld er gengin í garð, Marcello er orðinn kvikmyndatökumaður, og svo sem allt gott um það að segja; þó að brasið með tökuvélarnar væri svolítið leiðigjarnt, þá voru mynd- irnar af persónunum sums staðar vel nýttar; ég nefni að- eins hreyfimynd af elskend- unum á hinum góðu dögum, sem er varpað á baktjaldið eftir að Mimi er dáin og allir farnir að gráta. En annars staðar taka myndræn tilþrif til sín alltof mikla athygli, til dæmis skuggamyndirnar á kránni í þriðja þætti, og í öðrum þætti týndust stjörnurnar bókstaflega í manngrúan- um, svo að maður mátti hafa sig allan við að fylgjast með því sem fram fór. Ef ég hefði ekki þekkt söguna lítillega fyrir, er ég ekki viss um að ég hefði náð því öllu saman, jafnvel ekki heldur á seinni sýningunni sem ég sá. Þar við bætist að maður er alltaf öðru hvoru að renna auga til textavélarinnar til hliðar við sviðið, sem einnig drepur athyglinni á dreif. Í fyrsta þættinum var kytra vinanna orðin að stórri og frekar vel búinni stofu, að því er best varð séð; þar var meira að segja stórt píanó sem eng- inn fann þó þörf hjá sér til að spila á. Ekki var auðvelt að ýta frá sér þeirri hugsun að leikstjórinn hefði í hálf- gerðri örvæntingu verið að reyna að fylla upp í sviðs- flæmið með öllum ráðum – né heldur því hversu miklu betur hefði farið um þetta allt á sviði Þjóðleikhússins, besta óperusviði landsins. Skiptingar urðu óhóflega langar og bætti ekki úr skák undarlegur seinagangur milli þriðja og fjórða þáttar á frumsýningu. Mikil hljómgæði Aðrir söngvarar standa sig engu síður en aðalsöngvar- arnir. Ágúst Ólafsson og Herdís Anna Jónasdóttir fara ágætlega með hlut- verk Marcellos og Musettu, einkum kom Herdís Anna ánægjulega á óvart. Þá eru þeir Jóhann Smári Sævars- son og Hrólfur Sæmunds- son líflegir og óþvingaðir svo sem vera ber, í minni hlutverkum tveggja vina listamannanna. Berg- þór Pálsson kemur fram í tveimur kómískum bassa- hlutverkum, hann var mjög skemmtilegur í því fyrra, en kannski ekki alveg laus við að ofleika í því síðara. Miklar sögur fara af hljómgæðum á efstu sölum hússins. Ég get staðfest af eigin raun að þær eru síst orðum auknar. Ég hlýddi þar á Jonas Kaufmann í fyrra- vor og heyrði hvert orð og hvern tón. Í óperu er maður hins vegar þannig gerður að vilja ekki aðeins heyra í söngvurunum, heldur líka sjá til þeirra, sjá hugsanir og tilfinningar berjast um og brjótast fram í ásjónum þeirra og líkamlegri tján- ingu. Góð ópera er BÆÐI músík og leikhús og fá dæmi betri um það en La bohéme. Það er ágætt að geta keypt erlendar óperuuppfærslur á DVD-diskum í sölubúðum Hörpu. Úrvalið hefði þó mátt vera meira að þessu sinni. Nú var aðeins til sölu diskur með hefðbundinni upp- færslu Metropolitan-óper- unnar á La bohéme frá 1977, flutt undir tónsprota korn- ungs James Levine. En fleiri áhugaverðar uppfærslur eru til í þessu formi; ég bendi aðeins á kvikmyndaútgáfu verksins með Önnu Net- rebko og Rolando Villazón frá 2009 og fleira sem þið getið fundið á netinu. Vel sungið á of stóru sviði Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Ópera La bohéme eftir Giacomo Puccini Texti: Giuseppe Giacoas og Luigi Illica Leikstjóri: Jamie Hayes Söngvarar: Hulda Björk Garðarsdóttir / Þóra Einarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson / Garðar Thór Cortes, Ágúst Ólafsson, Jóhann Smári Sævarsson, Hrólfur Sæmundsson, Herdís Anna Jónasdóttir og Bergþór Pálsson. Leikmynd: Will Bowen Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason Sýnt í Eldborg / Íslenska óperan Of stór umgjörð Á köflum týnist dramað hreinlega eða drukknar í því gímaldi sem salur og svið mynda utan um það. „Nördið sem ég er verð ég að mæla með TED.com fyrirlestravefsíðu sem er stútfull af innblæstri og heimsbætandi hugmyndum.“ Guðbjörg Jakobsdóttir hönnuður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.