Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Síða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2012, Síða 55
Lífsstíll 55Helgarblað 23.–25. mars 2012 Reynir Traustason Baráttan við holdið Þ etta er lífsnautn sem ég vil upplifa sem oftast,“ sagði göngumaðurinn sem ég mætti á leið niður af Esjunni eftir að við höfðum heilsast. Þetta var að sjá eldri maður en sprækur sem lækur í vorleysingum. Léttur á fæti og í lund. Hann var með bakpoka og áföst við var ísöxi. Þetta virtist vera alvörumaður á fjalli. É g hafði lagt á fjallið í bjartviðri. Það hafði snjóað fyrr um daginn og leiðin upp að Steini var á köflum torsótt. Það var með nokkru stolt að ég uppgötvaði á áfangastað að alls hafði leiðin upp tekið 66 mínútur. Það var öldungis bærilegt ef miðað væri við mann sem átti í erfiðleikum með að rölta upp Úlfarsfellið aðeins rúmu ári fyrr. Þar sem við áðum við Steininn gerði skyndilega snjóbyl svo vart sá út úr augum. Auðvitað var ekkert hættuástand en það fennti í sporin og ég óttaðist þó að rata ekki rétta leið niður. Ég ræddi málið við hundinn sem skildi ekki bofs. Ég ákvað að hinkra aðeins við og hugsa málið. Skyggnið var einungis 50 metrar og ég magnaði örlítið upp óttann við það að týnast og þurfa hjálp. En þá gerðist eitthvað eins og lítið kraftaverk. Snjóbylnum slotaði á örfáum mínútum. Það var eins og tjald væri dregið frá og glaðasólskin og ægifagurt útsýni tók við af dimmu óveðrinu. H jartað fylltist af fögnuði af því tagi sem þeir einir þekkja sem puða upp fjöll og uppskera á efsta tindi árangur erfiðisins. Við mér blasti höfuðborgin sveipuð gullbjarma íslensku vetrarsólarinnar. Ég gekk hratt áleiðis niður. Þá mættu ég manninum sem gekk hratt upp hlíðina og blés ekki úr nös. Hann kynnti sig. „Fórstu upp að Steini?“ spurði hann. Ég jánkaði því stoltur. „Og af því að ég er Þingeyingur get ég sagt þér að ég fór 120 sinnum á Esjuna í fyrra,“ sagði hann. F yrir þá sem ekki þekkja er Steinninn neðan við klettabeltið á Þverfellshorni. Aðeins þeir hörðustu fara upp klettana og að vörðunni og þá helst að sumri til. Þeir sem eru færir í flestan sjó fara klettana að vetri þegar það getur beinlínis verið háskalegt að vera á ferðinni. „Ætlarðu upp að Steini?“ spurði ég hikandi. Hann leit undrandi á mig og klappaði á ísöxina. „Nei, ég fer alla leið upp eins og í gær og fyrradag. En ég er nú farinn að gerast rasssíður enda 74 ára,“ sagði hann. Ég gapti á manninn. Á meðan jafnaldrar hans voru sumir hverjir að staulast um með hjálpartæki skokkaði hann eins og hind upp Esjuna. Og þetta var ekki búið. M ér telst til að ég hafi farið 500 sinnum á Esjuna síðustu þrjú árin og sjaldnast upp að Steini,“ sagði Þingeyingurinn. Það datt af mér andlitið. Ég kvaddi hann lágum rómi og rölti lotinn í herðum niður brekkuna. 500 sinnum upp Esjuna Þ að var í júlí 2007 sem ég fékk þær fréttir að það væri ekk­ ert hægt að gera,“ segir Teit­ ur Birgisson sem fékk að vita það fyrir tæpum fimm árum að hugsanlega ætti hann ekki meira en sex mánuði eftir ólifaða. Krabba­ mein sem hann var með hafði dreift sér og læknar töldu afar ólíklegt að hann myndi sigrast á því. „Ég fékk sortuæxli fyrir tíu árum. Það var pínulítill blettur á bakinu á mér. Það uppgötvaðist þannig að ég var að fara inn í bíl og beltið á buxun­ um mínum rakst eitthvað í blettinn og það byrjar að blæða úr honum. Þá lét ég kíkja á þetta og það kom í ljós að þetta var sortuæxli sem var skor­ ið burt og ég var svo í framhaldinu í eftirliti í 5 ár og allt gekk vel þar til árið 2006 að eitill í nára fór að bólgna upp og þá kom í ljós að sortuæxlið var komið í eitla. Síðan eftir það var verið að taka einn og einn eitil. Ég fór síðan í myndatökuna þarna í byrjun júlí 2007 og þá var spurning hvort það ætti að hreinsa alla eitla úr náranum á mér.“ Skelfilegt að fá greininguna Þá fékk hann eins og áður sagði þær fréttir að ekkert væri hægt að gera. „Krabbameinið var búið að dreifa sér, var komið í lifrina og pípur fyrir aftan lungun. Þeir vildu ekki skera þetta þar sem það væri svo stór aðgerð og myndi skemma lífsgæðin það sem eftir væri svo mikið,“ segir Teitur og viðurkennir að þetta hafi verið mikið áfall. „Þetta var skelfilegt. Við eigum þrjú börn og hugarfarið breyttist mik­ ið. Það þurfti að endurskipuleggja allt, þannig lagað. Maður fór bara að huga um hvað þyrfti að klára og ann­ að slíkt. Ég fékk þessa greiningu á föstudegi og byrjaði strax í lyfjameð­ ferð á mánudegi. Læknirinn sagði við mig að það væru ekki miklar líkur á því að lyfjameðferðin myndi virka. Það voru ekki til kjörlyf við sortuæxli á þessum tíma og ef lyfin myndu virka þá væri ólíklegt að þau myndu virka lengur en sex mánuði,“ segir Teitur. Kraftaverk að vera á lífi Hann lét engu að síður reyna á það enda aðeins 38 ára, eiginmaður og þriggja barna faðir. Teitur er Akur­ eyringur og flaug í hverri viku til Reykjavíkur í lyfjameðferð. Það ótrú­ lega gerðist, hann brást vel við lyfja­ meðferðinni. „Alltaf virkaði lyfið og minnkaði þetta. Síðan var þetta nánast horfið eða allavega búið að minnka töluvert og þá var kominn grundvöllur fyrir því að skera í nár­ ann. Nú er ég búinn að fara í nokkrar aðgerðir á nára og þetta lítur allt vel út. Það sést varla neitt í dag, nokkrar doppur. Þetta er í raun alveg ótrúlegt og læknarnir trúa þessu varla. Þetta er kraftaverk, það er bara þannig,“ segir Teitur sem er þakklátur fyrir að vera á lífi og nánast laus við krabba­ meinið fimm árum eftir að hann fékk nánast dauðadóm. Læknarnir gáttaðir „Læknarnir skilja þetta ekki. Ég spurði lækninn minn um daginn hvernig ég ætti að horfa á framtíðina. Hann sagði bara: „Ég veit það ekki,“ segir hann hlæjandi. Teitur vinnur hjá Höldi á Akureyri en þar hefur hann unnið í tæp þrjá­ tíu ár. „Það er fínt að vinna hérna. Ég byrjaði sem bensíntittur og hef verið hér síðan. Þegar ég var í lyfjameðferð­ inni fór ég á morgnana og var komin til baka um 2–3 á daginn. Þá stund­ um náði ég í vinnuna ef ég var hress. Læknarnir höfðu sagt Teiti að hann þyrfti að fara að huga að því að hætta að vinna en það kom þó aldrei til þess. „Það var einhvern veginn aldrei í huga mér. Ég var bara „gíraður“ inn á það að taka á þessu og komast í gegnum þetta. Ég reyndi að halda þessu daglega gangandi. Maður þarf að vera mjög bjartsýnn og jákvæður í þessu eins og öllu öðru, það kemur manni mjög langt,“ segir hann. Þakklátur Teitur er þakklátur fyrir að vera á lífi og er að fara að ferma yngsta barnið sitt, einkadóttur sína, 1. apríl. „Ég bjóst aldeilis ekki við því að ég yrði á lífi. Ég var einmitt í lyfjameðferð og mjög slappur þegar ég fermdi í fyrsta skiptið. Þetta er mjög ánægjulegt,“ segir hann. Teitur vill vekja athygli á Mottu­ mars sem er í gangi núna og hvetur fólk til þess að leggja málefninu lið. Sjálfur tekur hann þátt. „Ég er númer 1822 í mottumars og hvet ég alla til að setja á mig áheit sem renna í gott málefni,“ segir hann. „Svo verð ég bara að koma á fram­ færi þökkum til alls þessa frábæra starfsfólks sem vinnur á spítölunum. Hvort sem það er í Reykjavík eða hér á Akureyri. Þetta er alveg frábært fólk og gott starf sem það vinnur.“ Fyrir tæpum fimm árum fékk Teitur Birgisson að vita að hann ætti hugs- anlega bara sex mánuði ólifaða. Í dag er krabba- meinið nánast horfið og hann lítur björtum augum til framtíðar. Hann er einn af fjölmörgum kepp- endum í Mottumars og hvetur fólk til að leggja málefninu lið. „Þetta er kraftaverk“ Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal Mottumars í fullum gangi n Marsmánuður er tileinkaður körlum og krabbameini. Þetta er í fimmta sinn sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir árvekniátaki sem beinist að krabbameini í karl- mönnum og í þriðja sinn undir nafninu Mottumars. Viðtökur síðustu ára voru mjög góðar og mátti víða sjá karlmenn skarta yfirvaraskeggi. Fjölmargir taka þátt í átakinu og sýna þannig málefninu stuðning sinn. Inni á heimasíð- unni mottumars.is má sjá þátttakendur í Mottumars en það eru bæði einstaklingar og lið sem taka þátt og keppast um að fá sem flest áheit. Í fyrra söfnuðust alls þrjátíu milljónir í átakinu en stefnt er að því að safna 35 milljónum í ár. Þegar blaðið fór í prentun var upp- hæðin sem safnast hafði tæpar 19 milljónir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.