Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 2
RéttaRkeRfið Rassskellt 2 Fréttir 11. júlí 2012 Miðvikudagur Átján þúsund Akureyringar Átján þúsundasti Akureyringur- inn fæddist 29. maí síðastliðinn en þá kom drengur Sveinsson, sonur Sveins Arnarsonar og Elísabetar Þórunnar Jónsdóttur, í heiminn. Eiríkur björn Björg- vinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar, munu í til- efni af þessu afhenda drengn- um og foreldrum hans gjafir í dag, miðvikudag. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá Akur- eyrarbæ. Hús Björgólfs Thors friðað Fríkirkjuvegur 11 hefur verið frið- aður í heild sinni. Áður hafði ytra byrði hússins verið friðað en að tillögu Húsafriðunarnefndar hef- ur innra byrðið nú einnig verið friðað. Það var athafnamaðurinn Thor Jensen sem lét byggja hús- ið en það var Einar Erlendsson arkitekt sem teiknaði það. Hús- ið var reist árið 1907 var hugsað sem íbúðarhús. Björgólfur Thor Björgólfsson, athafnamaður og afkomandi Thors, er núverandi eigandi hússins en hann hugð- ist skipta húsinu upp í tvö rými. Ekkert verður hins vegar af því þar sem innra byrði hússins er nú friðað. Afskriftir félaga Vegna umfjöllunar DV um af- skriftir sem birtist í helgarblaði DV 6. júlí síðastliðinn er rétt að árétta að um var að ræða afskrift- ir til félaga sem tengdust viðkom- andi einstaklingum. Í flestum tilfellum var um að ræða lán og annað fé sem afskrifað var vegna einkahlutafélaga sem ekki gátu staðið í skilum við lánardrottna sína. Að beiðni Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns í Brimi, er áréttað að skuldir sem voru taldar til afskrifta hans voru ekki hjá honum persónu- lega heldur hjá félögum tengdum honum. ###### Aukabox DV1201057227.jpg DV1207101113 n Blaðamannafélagið fagnar n Birtingur og DV sækja bætur n Áfellisdómur N iðurstaða Mannréttinda- dómstóls Evrópu í máli tveggja blaðamanna, þeirra Bjarkar Eiðsdóttur, ritstjóra Séð og heyrt og Erlu Hlyns- dóttur, fréttamanns á Stöð 2, vekur upp spurningar um fjölda meiðyrða- mála sem háð hafa verið gegn blaða- mönnum að undanförnu. Íslenskir dómstólar hafa undanfarin ár legið undir ámæli fyrir að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi þröngt og ekki í samræmi við mann- réttindasáttmála Evrópu. „Íslenskir dómstólar hafa því miður ekki haft skilning á mikilvægi tjáningarfrelsis fyrir lýðræðislega umræðu í sam- félaginu,“ segir í tilkynningu Blaða- mannafélagsins um niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. Félagið fagnar niðurstöðunni. „Stórsigur fyrir tjáningarfrelsið,“ segir Hreinn Loftsson sem rak málið fyrir Mann- réttindadómstólnum. Svartur kafli í réttarsögunni „Ég get ekki varist þeirri hugsun að verulegu máli hafi skipt hvaða fjöl- miðlar áttu í hlut,“ segir Hreinn og tekur fram að hann tali bæði sem lögmaður blaðamannanna og aðal- eigandi útgáfufélagsins Birtíngs sem og stjórnarformaður þess. Hann seg- ir undanfarin ár vera svartan tíma í íslenskri réttarsögu og telur að eins- taka fjölmiðlar hafi fengið að líða fyrir að eiga ekki upp á pallborðið hjá dómurum. Hann nefnir sérstaklega Vikuna, tímaritið Ísafold og DV sem dæmi um slíka miðla. „Það er ekki einleikið hvað þessir miðlar máttu þola. DV var ekki í náðinni né þessi rit og þar af leiðandi ekki fyrirtæk- in sem gáfu þau út,“ segir Hreinn og nefnir að hreinlega megi lesa andúð gegn miðlunum út úr einstaka dómsorðum. Hreinn telur augljóst að niðurstaða Mannréttindadóm- stólsins sé áfellisdómur yfir vinnu- brögðum íslenskra dómara. „Ég tel ekki nokkra spurningu um að þess- ir dómar styrkja mjög stöðu blaða- manna,“ segir Hreinn um mat sitt á áhrifum dómsins. Fjölmiðlar sæki rétt sinn DV ehf., útgáfufélag DV, hefur óskað eftir því við Birtíng útgáfufélag sem meðal annars gefur út Vikuna, Nýtt Líf, Mannlíf og Séð og Heyrt, að fé- lögin skoði að sækja í sameiningu kröfu til ríkisins vegna áfallins kostn- aðar í meiðyrðamálum á hendur fyrirtækjunum. Margir dómar allt frá árinu 2009 byggja á fordæmi dóms- ins gegn Björk Eiðsdóttur. Nú hef- ur Mannréttindadómstóllinn hnekkt þeirri niðurstöðu og því kemur til greina að blaðamenn og útgáfufé- lög fjölmiðla geti sótt um bætur eða endurupptöku mála. „Sú hugmynd hefur verið viðruð í dag að það verði þannig að fjölmiðlafyrirtæki taki sig saman til að fara yfir málin með það í huga að vinna saman. Það verð- ur að átta sig á hvort það er raun- hæfur grundvöllur að taka einhver málin upp,“ segir Hreinn aðspurður hvort hann telji slíkt samstarf koma til greina. Þess ber að geta að Birtíngur var eigandi DV allt til marsmánaðar árið 2010. „Kostnaður Birtíngs er hátt á þriðja tug milljóna við þessi mál vegna Ísafoldar, DV, Séð og heyrt og Vikunnar,“ segir Hreinn en bætir við að öllu alvarlegra sé að niðurstöður dómstólanna hafi í raun þaggað nið- ur umræðu um umdeild og erfið mál. Hann nefnir sérstaklega málefni nekt- ardansstaða, en báðir blaðamennirn- ir voru dæmdir vegna umfjöllunar um slíka starfsemi. Hvað með mál Þorgeirs? Árið 1992 dæmdi Mannréttinda- dómstóllinn Þorgeiri Þorgeirssyni í hag. Hann áfrýjaði til dómstóls- ins eftir að Hæstiréttur hafði dæmt hann fyrir meiðyrði í garð opin- berra starfsmanna. Í raun hafði Þor- geir gengið lengra í umfjöllun sinni en Björk Eiðsdóttir og Erla Hlyns- dóttir gerðu síðar. Þau ummæli sem Björk og Erla voru dæmd fyrir voru höfð eftir nafngreindum heim- ildarmönnum, en öðru máli gegnir um greinar Þorgeirs Þorgeirssonar. Dómstóllinn komst að þeirri niður- stöðu að réttindi og skyldur blaða- manna ættu að gilda í máli hans, þrátt fyrir að hann væri pistlahöf- undur en ekki starfandi blaðamað- ur. „Íslenskum dómstólum virðist ekki hafa tekist að ná utan um að- ferðafræðina við að meta það hvort fréttir skrifaðar af blaðamanni falli undir tjáningarfrelsið eða ekki – hvar mörkin liggja milli leyfilegrar tjáningar og þess sem ekki leyfist vegna hagsmuna annarra,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður sem undrast að dómstólar hafi ekki litið í ríkara mæli til máls Þorgeirs og fordæmisgildis þess. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Óvissa í mörgum málum „Ég get ekki varist þeirri hugsun að verulegu máli hafi skipt hvaða fjölmiðlar áttu í hlut. Fékk ekki að áfrýja Mannréttindadóm- stóllinn segir að brotið hafi verið á tjáninga- frelsi Erlu Hlynsdóttur þegar hún fékk ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms. Sigraði Hæstarétt Björk Eiðsdóttir var dæmd af Hæstarétti fyrir umfjöllun um vændi á staðnum Goldfinger en niðurstöðu dómsins hefur nú verið hnekkt. Stórsigur tjáningafrelsisins Hreinn Loftsson lögmaður og einn eigenda Birtings segir niðurstöðu Mannréttindadómstólsins vera sigur tjáningarfrelsis. Ríkið verður rukkað vegna Jóns Bjarka „Af einhverri ástæðu hafa íslenskir dóm- stólar horft framhjá skýrum fordæmum mannréttindadómstólsins sem endur- speglast glögglega í tveimur nýjum dómum mannréttindadómstólsins í málum á hendur íslenska ríkinu þar sem blaðamönn- um voru dæmdar bætur,“ segir í tilkynningu frá Ólafi Erni Svanssyni, lögfræðingi út- gáfufélags DV. Ólafur segir í tilkynningunni að ljóst sé að sótt verði á ríkið að greiða bætur vegna dómsins gegn Jóni Bjarka Magnússyni, blaðamanni DV. „Með dómi Hæstaréttar frá 31. maí s.l. var Jón Bjarki Magnússon blaðamaður DV dæmdur til Fórnarlamb fagnar „Ég hlýt að hafa sofið á meðan tjáningarfrelsið var afnumið í þessu landi,“ segir Ásta Erna Oddgeirsdóttir sem dæmd var fyrir athugasemd á DV.is við frétt af Aratúnsmálinu. Ásta fagnar úrskurði Mannréttindadómstólsins og vonar að bjartari tímar bíði Íslendinga. Ásta er á barmi gjaldþrots eftir að hún var dæmd fyrir ummæli sem hljóðuðu svo: „Svo hefur upp- eldið á syninum greinilega verið: „Do as I do“, hann virðist vera ansi liðtækur í afbrotum líka.“ Um skuldirnar sem lögðust á Ástu segir hún: „Ég náttúrulega get ekki borgað þetta, ég er á örorkubótum og þær duga manni naumlega.“ Lífsreynslan hefur haft veruleg áhrif á sálarlíf hennar og hefur hún leitað sér læknisaðstoðar: „Ég þurfti að fara á þunglyndislyf. Þessu fylgir rosalega mikil vanlíðan og maður reynir að dusta þetta af sér. En það bara gerist ekki.“ „Svakalegur áfellisdómur“ Bloggarinn Andrés Helgi Val- garðsson, sem dæmdur var fyrir meiðyrði í garð Ara- túnshjóna í bloggfærslu sem hann skrifaði, segir að úrskurður Mannréttinda- dómstólsins sé „svakalegur áfellisdómur yfir íslenskum dómstólum.“ Niðurstaðan sýni að Íslendingar séu langt á eftir mörgum Evrópuþjóðum varðandi tjáningarfrelsi og mannréttindi. „Glöggt er gests augað,“ segir Andrés. Hann telur að íslenskir dómstólar séu á villigötum hvað varðar tjáningarfrelsið. „Auðvitað væri mjög þægilegt ef Hæstiréttur sæi að sér og endurskoðaði ákvörðunina um mín mál“. Andrés segir að ef ekki verður leyst úr hans málum á Íslandi innan tíðar hyggist hann líklega fara með málið fyrir Mannréttinda- dómstól Evrópu. Kim Gram Laursen gegn Jóni Bjarka Magnússyni 500.000 kr. í bætur til stefnanda 750.000 kr. í málskostnað Niðurstöður dómsins birtar í DV Jóni Bjarka Magnússyni, blaðamanni DV, var stefnt af Kim Gram Laursen vegna ummæla sem höfð voru eftir Hjördísi Aðalheiðardóttur, fyrrverandi sambýliskonu Kims. Dómarar: n Kolbrún Sævarsdóttir n Benedikt Bogason n Eiríkur Tómasson n Greta Baldursdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.