Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 6
Ræður eigin örlögum
Viðmælendur DV úr röðum
Samfylkingarinnar eru
sammála um að það sé
Jóhönnu í sjálfsvald sett
hvort hún leiði flokkinn í
næstu kosningum eða ekki.
6 Fréttir 11. júlí 2012 Miðvikudagur
Braut rúður og
skemmdi hurð
Kona á sextugsaldri var á þriðju
dag dæmd í fimm mánaða skilorðs
bundið fangelsi fyrir eignaspjöll og
brot gegn valdstjórninni.
Konan var ákærð og dæmd fyrir
að hafa brotið tvær rúður á bak
hlið íbúðarhúss í Vesturbænum að
næturlagi og eina rúðu á framhlið
þess. Þá varð hún einnig valdur að
skemmdum á útidyrahurð hússins.
Til þess var konan sögð hafa notað
teppabankara.
Þegar lögreglumenn reyndu að
færa konuna í fangaklefa streittist
hún á móti lögreglumönnunum og
sparkaði í bringu lögreglumanns
og í andlit lögreglukonu. Var konan
sögð hafa tekið tilhlaup til þess að
sparka í bringu lögreglumannsins.
Reyndi hún einnig að kýla lögreglu
manninn í andlitið. Lagðist konan
síðan í gólfið og sparkaði í andlit lög
reglukonunnar sem var að reyna að
koma henni á fætur.
Konunni var því gert að sæta
fimm mánaða skilorðsbundnu fang
elsi auk þess sem hún þarf að greiða
eiganda íbúðarhússins 127.995
krónur fyrir rúðurnar sem hún braut,
auk málsvarnarlauna og málskostn
aðar. Konan, sem á að baki nokkurn
brotaferil, hefur ítrekað sætt refsingu
fyrir umferðalagabrot einkum vegna
ölvunar og sviptingaraksturs. Hún
hefur einnig gengist undir dómsátt
vegna líkamsárásar.
Kannabisrækt-
un í Grafarholti
Lögreglan á höfuðborgarsvæð
inu stöðvaði kannabisræktun í
íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarholti um
helgina. Við húsleit á áðurnefndum
stað fundust rúmlega 70 kannabis
plöntur á ýmsum stigum ræktun
ar. Húsráðandi, karl á fertugsaldri,
viðurkenndi aðild sína að málinu.
Sem fyrr minnir lögreglan á
fíkniefnasímann 8005005. Í hann
má hringja nafnlaust til að koma
á framfæri upplýsingum um fíkni
efnamál.
S
taða Jóhönnu Sigurðardóttur
innan Samfylkingarinnar er
afar sterk ef marka má heim
ildarmenn DV úr röðum
flokksins. Þó hefur hún hrapað
um 46 prósent frá bankahruninu í
könnunum MMR á trausti til stjórn
málamanna. Mikið hefur verið rætt
um það hvort Jóhanna hyggist gefa
kost á sér áfram sem formaður en sjálf
hefur hún ekkert gefið upp. Hún hefur
þó aldrei gefið í skyn að annað standi
til. Það mun að öllum líkindum skýrast
með haustinu þegar prófkjör flokks
ins fara fram. Að öllu óbreyttu fer
landsfundur Samfylkingarinnar fram í
febrúar á næsta ári.
Sterk innan flokksins
Töluverð eining ríkir á meðal flokks
manna Samfylkingarinnar um störf
Jóhönnu Sigurðardóttur. Þar á bæ er
hún almennt álitin hafa staðið sig vel í
embætti forsætisráðherra, komið ýms
um mikilvægum málum til leiðar auk
þess sem efnahagsbati síðustu miss
era þykir góður vitnisburður um störf
hennar.
Þó er hópur flokksmanna þeirrar
skoðunar að tími Jóhönnu sé liðinn
og huga megi að kjöri nýs formanns.
Því er ekki nema eðlilegt að nokkrar
vangaveltur hafi verið um mögulega
arftaka Jóhönnu. Í því samhengi hefur
fjölmörg nöfn borið á góma en enginn
einn einstaklingur þykir afgerandi lík
legur í þeim efnum.
Þó flestir samfylkingarmenn standi
við bakið á Jóhönnu þykir einhverjum
þeirra flokkurinn hafa færst of langt til
vinstri undir hennar stjórn. Þó virðist
sem þessi hópur hafi lítið vægi innan
flokksins og komi ekki til með að ráða
úrslitum í mögulegum formannsslag
á landsfundi.
Í sjálfsvald sett
Einn af heimildarmönnum DV, sem
gegnir mikilvægu trúnaðarstarfi fyrir
hönd Samfylkingarinnar, lítur svo
á að það sé í raun Jóhönnu í sjálfs
vald sett hvort hún situr áfram sem
formaður. Undir þetta tekur Guðrún
Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafn
aðarmanna. Spurð hvort einhver ann
ar eigi möguleika í formannsslag gegn
Jóhönnu segir hún: „Ég held ekki, nei.
Ég held að hún myndi fá yfirburða
kosningu.“
Dagur B. Eggertsson, varaformað
ur flokksins, segir að Jóhanna njóti
„víðtæks stuðnings í stóli formanns“
og bætir við: „Ég held að fólk bíði eftir
því að hún taki sínar ákvarðanir.“
Þingmaður Vinstri grænna tók í
sama streng í samtali við blaðamann
DV í síðustu viku. Þrátt fyrir þetta hef
ur mikil umræða átt sér stað í þjóðfé
laginu um að Jóhanna verði að taka
pokann sinn fyrir næstu kosningar. Til
að mynda skrifaði Styrmir Gunnars
son, fyrrverandi ritstjóri Morgun
blaðsins, um daginn að eina von
Samfylkingarinnar til að komast hjá
afhroði í næstu kosningum fælist í að
skipta um leiðtoga hið fyrsta.
„Vill veg Samfylkingar-
innar sem verstan“
Á dögunum skrifaði Stefán Ólafsson
félagsfræðiprófessor pistil þar sem
hann vísar meðal annars í skrif Styrmis
Gunnarssonar. Þar leiðir Stefán að því
líkur að krafan um nýjan formann
Samfylkingarinnar sé einungis kom
in frá andstæðingum flokksins til að
koma á hann höggi.
Stefán spyr hvers vegna það sé svo
mikilvægt fyrir Styrmi að Samfylk
ingin fái nýjan leiðtoga.
„Er það vegna þess að Styrmir vilji
veg Samfylkingarinnar svo mikinn?
Vill hann umfram allt að Samfylkingin
fá gott fylgi?“ Og Stefán svarar spurn
ingunni sjálfur: „Hann vill veg Sam
fylkingarinnar sem verstan, því hann
og félagar hans telja Samfylkinguna
helstu ógnina við ævarandi stjórn
Sjálfstæðisflokksins.“ Hugsast getur
að Stefán hitti naglann á höfuðið með
skýringu sinni á ósk sjálfstæðismanna
um nýjan formann í Samfylkinguna,
stærsta samkeppnisflokk sinn. Þó
kann annað að liggja að baki.
Sjálfstæðismenn vilji vinna
með Samfylkingunni
„Ástæðan fyrir því að ég vil sjá
Jóhönnu víkja er sú að ég tel að Sjálf
stæðisflokkurinn muni aldrei starfa
með Samfylkingunni nema hún fari,“
segir viðmælandi DV úr Sjálfstæðis
flokknum sem hefur starfað náið með
forvígismönnum hans. „Jóhanna vill
ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum
og Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan
áhuga á að starfa með henni.“
Hann segir jafnframt að margir
sjálfstæðismenn séu alls ekki spenntir
fyrir samstarfi við Framsóknarflokk
inn. En víki Jóhanna úr formanns
stóli opnist sjálfstæðismönnum aðrar
dyr í mögulegu samstarfi við Sam
fylkinguna. „Tilhugsunin um eins
konar „viðreisnarsamstarf“ krata og
sjálfstæðismanna, það eru margir
áhugasamir um það.“
Hefur tapað trausti
Þó Jóhanna Sigurðardóttir njóti mik
ils stuðnings á meðal flokkssystkina
sinna hlýtur slakt gengi í skoðana
könnunum að vera umhugsunar
efni fyrir meðlimi Samfylkingarinn
ar. Einnig er vert að geta þess að í
desember árið 2008 sögðust 63 pró
sent aðspurðra bera frekar mikið
eða mjög mikið traust til Jóhönnu í
könnun MMR, en í febrúar árið 2012
hafði hlutfallið hrapað niður í 17 pró
sent. Það er reyndar svipað hlutfall
og treystir formönnum hinna stóru
flokkanna, Bjarna Benediktssyni,
Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og
Steingrími J. Sigfússyni.
Efnahagsbatinn styrkir
stöðu Jóhönnu
Viðmælendur DV eru sammála um
að efnahagsbati síðustu missera muni
styrkja Jóhönnu í sessi. Þar er átt við
aukinn hagvöxt og minnkandi at
vinnuleysi, en það er nú komið nið
ur í um 5,6 prósent. Dagur B. Egg
ertsson telur að Samfylkingin eigi
mikið fylgi inni fram að kosningum.
„Ég held að það muni hjálpa Samfylk
ingunni mjög mikið núna þegar það
er að koma skýrt í ljós að við erum
að sigla inn í betri tíma.“ Annar við
mælandi DV úr Samfylkingunni seg
ir: „Það þarf ekkert að deila lengur
um árangurinn. Það tókst að bjarga
þjóðinni frá mesta efnahagshruni
sem nokkur þjóð hefur gengið í gegn
um og við erum á blússandi siglingu á
meðan flestar þjóðir í kringum okkur
eru höktandi.“
Jóhanna með
sterka stöðu
n Nýtur víðtæks stuðnings og „myndi fá yfirburðakosningu“„Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur engan
áhuga á að starfa með
henni.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Mikið úrval
frábært verð!
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Húsavík
Vestmannaeyjum
Verðdæmi 125 mm hjól f / 90 kg
550 kr.
vrnr: J71125
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
Mögulegir
arftakar
Jóhönnu
n Árni Páll Árnason
n Dagur B. Eggertsson
n Guðbjartur Hannesson
n Katrín Júlíusdóttir