Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 20
A ð hafa gott sjálfstraust er ómetanlegt og foreldrar hafa mikið um það að segja að börn þeirra fari út í lífið með gott og heilbrigt sjálfstraust. Hér eru nokkur dæmi sem Ladyzona birti sem leið fyrir foreldra til að auka sjálfstraust barna sinna. Bros Brostu til barnsins þíns þegar það horfir á þig. Bros hlýjar barninu þínu um hjartarætur, það finnur fyrir umhyggju og ást. Ef þú set­ ur í brýnnar, ert kuldaleg/ur eða er reiðileg/ur á svip þegar barnið horfir í augu þér þá verður það óöruggt og hefur áhyggjur af því að það hafi gert eitthvað til að reita þig til reiði. Mundu að ávallt þegar ósam­ ræmi er á milli svipbrigða þinna og þeirra orða sem þú notar þá mun barnið alltaf taka mark á því hvað andlitið segir frekar en þeim orð­ um sem þú notar. Verðu tíma með barninu Barni líður eins og það sé öruggt þegar það er með foreldrum sín­ um, svo verðu meiri tíma með barninu þínu. Vertu vinur þess og hvettu það til að taka þátt og vera með í alls kyns tómstundum og íþróttum. Hlustaðu á barnið þitt, þá finnur það að þér finn­ ist það vera þess virði að hlusta á. Auktu getu barnsins Leyfðu barninu að taka þátt í heimilisverkum, smáum og ein­ földum verkum sem henta aldri þess. Gefðu því færi á að nota sjálfstæði sitt til verksins og forðastu að koma með nei­ kvæðar athugasemdir um verk­ ið. Þegar barnið hefur leyst verk­ efnið þakkaðu því fyrir og hrósaðu því sérstaklega fyrir eitthvað sem það gerði mjög vel. Barnið finn­ ur þar fyrir sínu eigin ágæti og finnst það geta gert gagn og eykst þar af leiðandi sjálfstraust þess. Leiðréttu ranghugmyndir Börn hafa frjótt ímyndunar­ afl. Þess vegna getur barn rang­ lega tengt neikvæða útkomu við ákveðnar orsakir sem beinast að skorti þeirra á getu og hæfileikum. Eitt gott dæmi um svona er að í ævintýrum eru stjúpmæður yfir­ leitt vondar en eins og allir vita er það sem betur fer sjaldnast raunin, en þetta er eitthvað sem mörg börn gefa sér út frá því sem þau heyra. Forðist samanburð Miðaðu barnið aldrei við ann­ að barn. Spurningar eins og „Af hverju gerir þú ekki eins og bróðir þinn?“ eru bara til þess fallnar að skapa með barninu skammartil­ finningu og afbrýðisemi sem eru mjög slæmt fyrir sjálfstraustið. Ekki heldur segja við barnið þitt að það sé betra en öll hin börnin. Frekar ætti barnið að fá hrós fyrir það sem það gerir sjálft og er jákvætt og hjálpaðu því að vinna með veikleika sína. Börn læra af gjörðum og orðum for­ eldranna, svo það er mikilvægt að þau læri ekki af þeim að tala illa um fólk, að vera ofurviðkvæm eða annað slíkt. Hugur barna er eins og leir, við getum mótað hann á jákvæðan hátt með jákvæðum athöfnum. kidda@dv.is Kjósa mat frekar en kynlíf n Súkkulaði eftirsóknarverðara en kynlíf Þ riðja hver kona væri tilbú­ in að fórna kynlífi í heilt ár ef hún yrði að velja á milli þess og uppáhaldsmatar síns. Þetta eru niðurstöður nýlegr­ ar könnunar á vegum today.com og match.com. Könnunin náði til fjögur þúsund einhleypra einstakl­ inga, en 39 prósent kvenna sögðust vilja fórna kynlífi fyrir mat á með­ an aðeins 16 prósent karla voru til­ búnir til þess. Hjá 26 prósentum þeirra kvenna sem sögðust tilbúnar að fórna kyn­ lífinu fyrir mat var súkkulaði núm­ er eitt á listanum yfir það sem þær vildu ekki missa úr lífi sínu. Númer tvö á listanum var svo steik. Kynlífsfræðingurinn Ian Kerner sagði í samtali við MSNBC að á þessu gætu að minnsta kosti ver­ ið tvær skýringar. „Fólk segir ýmsa hluti, eins og að það myndi taka peninga, svefn eða mat fram yfir kynlíf. Ég held að ástæðan sé sú að fólk taki kynlífi sem of sjálfsögðum hlut eða þá að það sé ekki að njóta kynlífs nógu mikið til að geta metið það að fullu.“ Könnunin leiddi ýmislegt fleira í ljós. 19 prósent einhleypra sem tóku þátt í henni sögðust til dæm­ is að öllum líkindum hætta að hitta manneskju af hinu kyninu ef í ljós kæmi að hún kynni ekki að elda. Þá sögðu 66 prósent þátttakenda það fráhrindandi ef aðilinn sem þeir væru að hitta væri ekki tilbúin að prófa framandi rétti. 20 Lífsstíll 11. júlí 2012 Miðvikudagur Aukið sjálfs- traust barna n 5 árangursríkar leiðir til að auka sjálfstraust barna Aukið sjálfstraust Brostu til barnsins þíns þegar það horfir á þig. 1 2 3 4 5 Vilja súkkulaði Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja konur síst missa súkkulaði úr lífi sínu. Skyrta sem þú svitnar ekki í Útskriftarnemar í Tækniháskólan­ um í Massachusetts segjast vera komnir með skyrtuna sem allir sem einhvern tímann svitna undir höndunum verða að eignast. Þessi skyrta jafnar líkamshita fólks og eyðir lykt svo þú átt ekki á hættu að vera í veislu eða á fundi og vera allt í einu komin með svitablett í handarkrikann. Efnið sem notað er í skyrturnar er sama blanda og er notuð í geimbúninga hjá Nasa. Það hafa um 1.500 manns styrkt hópinn við þróun þessa verk efnis og er reiknað með því að skyrturnar komi á markað seint í sumar. Aloe Vera- ísmolar Það er hrikalegt að lenda í því að brenna í sólinni, bæði því að það er vont og svo er það svo ofboðs­ lega óhollt fyrir húðina. Þess vegna er mjög mikilvægt að setja á sig sólarvörn þegar liggja á í sól­ baði og, ef sólbruni á sér stað, að vera í skugganum þangað til húðin hefur jafnað sig eða vera í flík sem hylur svæðið sem brunnið hefur. Eitt frábært húsráð sem virkar vel við sólbruna er að frysta Aloe Vera­gel. Það er best að gera það með því að sprauta því í klakabox og eiga það í frystinum yfir sumar tímann. Það virkar til að kæla og græða á sama tíma og dregur úr sviðanum á rosalega skömmum tíma. Ferrari skóbúnaðarins Hönnuðurinn Michael Toschi seg­ ist hafa fengið innblástur frá níu ára gamalli dóttur sinni þegar hann hannaði skóna í Luv­línunni. Hann hannaði þessa skó fyrir stúlkur og konur á öllum aldri í alls kyns litum. Michael segist hafa viljað hafa þægindi í fyrirrúmi og margra ára rannsóknir séu að baki Luv­skónum. Þeir eru mótaðir eft­ ir fótunum og einstaklega léttir. Margir hafa skrifað um þessa hönnun Michaels og hafa Luv­ skórnir meira að segja verið kall­ aðir „Ferrari skóbúnaðarins“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.