Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 8
Tíu milljón króna leiT Þ að er fullt af sérfræðingum og þeir verða bara að fá að hafa sína skoðun og þannig er það bara,“ segir Krist­ ján  Þorbjörnsson yfirlögreglu­ þjónn á Blönduósi í samtali við DV. Hann gefur lítið fyrir það mat Karls Skírnissonar, dýrafræðings á Keldum, að ísbjörninn sem leit­ að var fyrir síðustu helgi hafi í raun verið útselur. Myndir ítalskra ferðamanna af dýri á svamli í sjón­ um hafa vakið mikla athygli, en ómögulegt er að greina ísbjörn á mynd unum. Þegar lögreglan á Blöndu ósi kallaði Landhelgisgæsl­ una út, byggði hún matið á ljós­ myndum ferðalanganna. Fótspor sem fundust í sandfjöru á vett­ vangi og voru talin vera eftir ís­ björn, voru eftir kajakræðara, að því er fram kom í Morgunblaðinu. Tíu milljónir Lögreglan á Blönduósi kallaði á þyrlu Landhelgisgæslunnar mið­ vikudaginn 5. júlí eftir að ítalskur ferðamaður lagði fram mynd­ ir af dýri sem hann sá í sjónum við Geitafell á Vatnsnesi. Full­ yrti ferðamaðurinn að um ís­ björn hefði verið að ræða en að mati dýrafræðingsins er það nær ómögulegt. Myndir sem hinn ítalski Roberto Tozzi tók af dýri á sundi við Vatnsnesið vöktu mikla athygli í fjölmiðlum en hann stað­ hæfði að þar færi ísbjörn: „En þetta er ekki selur, heldur hvítabjörn,“ sagði hann í samtali við Stöð 2 á dögunum. Leit Landhelgisgæslunnar að ísbirninum hófst á miðvikudags­ kvöld, stóð allan fimmtudaginn og hluta úr föstudegi án þess að nokkur björn fyndist. Hver flugtími stóru þyrlu Gæslunnar kostar um 700 þúsund krónur og ef við ger­ um ráð fyrir að þyrlan hafi sveim­ að um í fimmtán klukkustundir má reikna með að kostnaðurinn við leitina hafi verið í kringum tíu milljónir króna, hugsanlega meira. Æfingaflug á dagskrá Ásgrímur L. Ásgrímsson, fram­ kvæmdastjóri aðgerðarsviðs Land­ helgisgæslunnar, vill hinsvegar ekki gera mikið úr kostnaði við slíkar aðgerðir: „Við notum eigin­ lega ekki það orð.“ Þar sem hver og einn flugmaður þurfi að skila ákveðið mörgum flugtímum í mánuði komi það á sama stað nið­ ur hvort slíkir tímar fáist í útköll­ um eins og þegar ísbjarnarins var leitað eða á æfingum. „Tvö flug af þessum voru til dæmis á áætlun sem æfingar,“ segir hann. DV ræddi við íbúa á Geitafelli á Vatnsnesi í síðustu viku en sá benti á að þyrluflugmenn Gæslunnar hefðu skoðað spor í sandfjöru og metið það sem svo að það væru spor eftir ísbjörn. Seinna kom í ljós að sporin voru eftir kajakræðara. Ásgrímur segir Gæsluna einfald­ lega hafa sinnt kalli lögreglunn­ ar, eins og vaninn sé, það sé ekki í verkahring starfsmanna Land­ helgisgæslunnar að meta hvort ís­ björn hafi farið um svæðið eður ei, heldur lögreglunnar. „Við erum bara að gefa lögreglunni tæki í hendurnar til þess að leita,“ segir hann. Ljósmyndir voru vísbendingar Karl Skírnisson, dýrafræðingur á Keldum, sagði í samtali við mbl. is á dögunum að hann hefði mikl­ ar efasemdir um að fyrirbærið á myndunum væri ísbjörn. Sporin í fjörunni væru dýpst aftast, en ættu að vera dýpst fremst, og dýrið á myndinni líti út fyrir að vera útsel­ ur. „Svo er það lýsing ferðamanns­ ins sem segir að dýrið hafi horfið í sjóinn. Hvítabjörn er spendýr sem andar og syndir í yfirborðinu. Mað­ urinn hefði átt að sjá hvítabjörninn synda í burtu en þetta dýr kafaði og hvarf. Það gerir hvítabjörn bara ekki,“ sagði hann við mbl.is. Útselir eru mjög stórir en full­ orðinn  brimill  getur náð yfir þriggja metra lengd og orðið 300 kíló að þyngd. Þeir eru þannig mjög ólíkir landselum og því ekki skrítið að þeim sé ruglað saman við stærri dýr eins og ísbirni, sér­ staklega þegar einungis sést í höf­ uð þeirra. „Við bara bíðum núna átekta, hvort það komi einhverjar vísbendingar,“ segir Kristján  Þor­ björnsson yfirlögregluþjónn á Blöndu ósi í samtali við DV. Hann gefur lítið fyrir álit dýrafræðings­ ins á Keldum um að þarna hafi farið útselur. „Það er fullt af sér­ fræðingum og þeir verða bara að hafa sitt og þannig er það bara, ég hef ekkert meira um það að segja.“ Lögreglan hafi byggt mat sitt á vís­ bendingum, ljósmyndum af dýr­ inu og fótsporum í sandi. „Hafi kvikindið verið þarna þá held ég að það sé bara komið lengst út á haf,“ segir hann. Hafi verið um sel að ræða eins og allt bendir nú til, væri það ekki í fyrsta skiptið sem ruglast væri á ísbirni og öðrum dýrum. Þannig gerði Landhelgisgæslan ítarlega leit að ísbirni við Bjarnafell á Skaga sumarið 2008 eftir að vitni sögð­ ust hafa séð einn slíkan. Sá ísbjörn reyndist vera sauðkind. Sagður hafa misþyrmt kærustu sinni n Leikmaður ÍA ákærður fyrir líkamsárásir L ögreglustjórinn á Akranesi hef­ ur gefið út líkamsárásarákæru á hendur Mark Doninger, leik­ manni úrvalsdeildarliðs ÍA í knatt spyrnu. Er Mark ákærður fyr­ ir tvær grófar líkamsárásir gagnvart 21 árs konu. Er Mark annars vegar ákærður fyrir að hafa þann 22. maí 2011 ráðist á konu á skemmtistaðn­ um Breiðinni á Akranesi. Konan var kærasta hans á þessum tíma. Er hann ákærður fyrir að hafa kýlt hana hnefahöggi í andlitið þannig að hún féll niður á billjarðborð sem hún sat á. Hann mun síðar þetta sama kvöld hafa gert atlögu að konunni aftur; hent henni í götuna og rifið í hár hennar og ýtt henni í götuna. Þá reif hann í hár hennar og ýtti ítrekað í götuna aftur þegar hún reyndi að standa aftur upp, samkvæmt ákæru. Konan hlaut við það áverka; mar og bólgu á kjálkabeini, mar og yfir­ borðsáverka á hné auk þess sem hún tognaði á ökkla. Einnig er Mark ákærður fyrir að hafa þann 30. október 2011 ráðist aftur á konuna, rifið í hár hennar, hrist hana og hent henni upp í rúm á heimili hans. Í ákæru segir að Mark hafi sest ofan á konuna þegar inn í svefnherbergið var komið, slegið hana utan undir og tekið um munn og nef hennar með þeim afleiðing­ um að hún átti erfitt með andardrátt. Þá segir að hann hafi skallað hana þannig að enni hans lenti á munni hennar. Mark er ákærður samkvæmt 217. grein almennra hegningarlaga í báðum málum. Mark Doninger er 22 ára Breti og miðvallarleikmaður hjá ÍA. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann kemst í kast við lögin hérlendis, en í apr­ íl 2012 var hann dæmdur í skilorðs­ bundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hann kastaði bjórglasi í höfuð annars manns. Þórður Guðjónsson, fram­ kvæmdastjóri knatt spyrnu félags ÍA, kvaðst ekki geta tjáð sig um málið þegar eftir því var leitað. „Við ætlum ekki að gefa neinar upplýsingar um þetta að svo stöddu,“ sagði Þórður í samtali við DV. astasigrun@dv.is 8 Fréttir 11. júlí 2012 Miðvikudagur n Hver flugtími Landhelgisgæslunnar kostar mörg hundruð þúsund krónur Þriggja daga leit Þyrla Land- helgisgæslunnar leitaði „ísbjarnarins“ í þrjá sólarhringa en ætla má að það hafi kostað um tíu milljónir króna. Stór dýr Útselir eru mikil flykki og ekki erfitt að rugla þeim saman við bjarndýr, sérstaklega ef það eina sem maður sér er hausinn úr fjarska. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Það er fullt af sérfræðingum og þeir verða bara að fá að hafa sína skoðun og þannig er það bara Ákærður fyrir líkamsárásir Mark Doninger er lykilmaður í knattspyrnuliði ÍA á Akranesi. Braust inn í Skipholti Brotist var inn í tölvufyrirtæki í Skipholti aðfaranótt þriðjudags. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hverju var stolið en einn einstakl­ ingur hefur verið handtekinn vegna rannsóknar málsins. Mað­ urinn komst inn með því að brjóta rúðu. Atvikið átti sér stað rétt fyrir klukkan þrjú. Þá var einnig brotin rúða í gullsmíðastofu í Hafnarfirði, en þar var engu stolið þar sem að gerandi komst ekki inn. Þetta var rétt fyrir klukkan tvö aðfaranótt þriðjudags. Strandveiðar leyfðar óvart Mistök urðu þess valdandi að strandveiðar á svæði A, sem nær frá Eyja­ og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, voru leyfðar á þriðjudag. Til stóð að svæðinu yrði lokað á þriðjudag en þar sem auglýsing um fyrirhugaða lokun var ekki birt voru strandveiðar leyfðar. Þegar fregnir bárust af mistök­ unum um hádegisbilið á þriðju­ dag ruku menn út á sjó. Mögulega verður einn dagur tekinn af ágúst­ mánuði til þess að bæta upp fyrir þennan aukadag í júlí, en víst er að það mun ekki hugnast öllum því að allmargir eru þegar farnir í frí og fyrirvarinn um að strandveiðar væru opnar var mjög stuttur.  Sinueldur á Snæfellsnesi: Ómetanleg aðstoð „Þyrlan hjálpaði okkur gríðar­ lega og að sjálfsögðu bændur á svæðinu, sem sáu sér fært að sjá af tækjum og tólum til okkar,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteins­ son, slökkviliðsstjóri í Borgar­ byggð. Mikill sinueldur kviknaði á svæði við Rauðkollsstaði á Snæfellsnesi á mánudagskvöld og naut slökkviliðið liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar við slökkvistarf. „Þetta var nú bara eins og venjulega að eiga við,“ segir hann og bætir við að slökkviliðið hafi fengið ómetanlega aðstoð við slökkvistarfið. TF­LIF, eina þyrlan sem búin er til slökkvi­ starfa, fór í loftið um tíu­leytið á mánudagskvöld en slökkvibún­ aður þyrlunnar felst í slökkvi­ fötu sem hengd er neðan í þyrl­ una, henni dýft í vatn eða sjó og þannig fyllt. Fatan er síðan tæmd með því að rafknúinn botn hennar er opnaður og vatnið gusast út. Hámarks­ burðargeta skjólunnar er um 2.100 lítrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.