Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 15
Sárir vegna SkýrSlu um kannabiSnotkun P alá er mjög lítill eyjaklasi og ef kannabisneyslan væri jafn mik- il og Sameinuðu þjóðirnar láta í veðri vaka þá myndirðu finna lykt af kannabisefnum á hverju ein- asta götuhorni. Staðreyndin er samt önnur, segir Emery Wenty mennta- málaráðherra í Kyrrahafsríkinu Palá. Sameinuðu þjóðirnar gáfu á dögun- um út skýrslu, The United Nations 2012 Drugs Report, sem dregur upp dökka mynd af stöðu mála í þessu rúmlega tuttugu þúsund íbúa ríki. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunn- ar mætti ætla að þar byggju að stórum hluta bjórdrekkandi kannabisneyt- endur, en samkvæmt niðurstöðun- um notar fjórðungur kannabisefni að staðaldri. Í annarri skýrslu, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf út, kemur einnig fram að íbúar Palá drekki allra manna mest af bjór. Sátu eyjaskeggjar í efsta sæti hvað þessa tvo þætti varðar af öllum lönd- um heimsins. Raunveruleikinn er þó annar. Elska bjórinn Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallaði um málið á dögunum og grófst fyr- ir um ástæður þess að eyjarskeggjar skipuðu efstu sætin á báðum listum. Hvað varðar bjórinn þá tók Alþjóða- heilbrigðisstofnunin saman tölur árið 2011 en það var síðast gert árið 2005. Á þessum sex árum sem liðu virð- ast íbúar hafa aukið bjórdrykkju sína mikið og samkvæmt BBC er engin skekkja í þeim tölum. Íbúar Palá virðast hreinlega elska bjór á meðan þeir virðast ekki vera mikið fyrir aðra áfenga drykki. Palá er mesta bjór- drykkjuþjóð heims en þegar kemur að neyslu áfengis almennt sitja þeir í 42. sæti af 188 ríkjum sem tölurnar taka til. Þar sitja Tékkar á toppnum. Vafasöm áætlun Þegar kemur að kannabisneyslunni vandast málið. Þar sem Palá er afar fámennt ríki áttu skýrsluhöfundar í stökustu erfiðleikum með að fá tölur sem tóku til allra íbúa landsins. Þess í stað voru tölur fengnar úr mennta- og háskólum landsins og þær áætlað- ar fyrir alla íbúa. Í einum af þessum skóla, eina ríkisrekna háskólanum, eru 742 nemendur. Af þeim höfðu 60 prósent nemenda notað kannabisefni að minnsta kosti einu sinni á ævinni á meðan 40 prósent sögðust hafa not- að það undanfarinn mánuð. Til sam- anburðar má geta þess að 23 prósent nemenda á sama aldri í Bandaríkjun- um sögðust hafa notað kannabisefni undanfarinn mánuð. Óánægður Menntamálaráðherra landsins, Em- ery Wenty, kveðst vera óánægður með vinnubrögð Sameinuðu þjóð- anna þó hann gangist við því að kannabisneysla ungs fólks sé helst til of mikil. „Íbúar hér þekkjast flestir innbyrðis og það er mjög óvarlegt að yfirfæra þessar tölur yfir á alla íbúa,“ segir hann. Angela Me, tölfræðing- ur hjá Sameinuðu þjóðunum, vann ásamt öðrum að skýrslunni og segist skilja gagnrýni Wenty að hluta. Það sé vandkvæðum bundið að safna saman upplýsingum úr litlum hópi fólks eins og í tilfelli Palá. Hún segir þó að það sé engum blöðum um það að fletta að kannabisneysla sé mikil á Palá, hvort sem gagnrýnendum líki það betur eða verr. Óvenjulegt mál á flugvelli: Barnið fannst í ferðatösku Tollverðir á Sharjah-alþjóðaflug- vellinum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum trúðu vart sínum eigin augum á dögunum. Þá komu þeir auga á lítið barn í tösku sem rennt var í gegnum gegnumlýs- ingartæki á flugvellinum. Atvikið átti sér stað síðastliðið föstudags- kvöld og þegar taskan var opnuð leyndist í henni fimm mánaða barn. Foreldrarnir voru stöðvaðir af vegabréfseftirlitinu á flugvellin- um vegna þess að barn þeirra hafði ekki vegabréfsáritun inn í landið. Þeim var boðið að bíða til morguns til að fá úrlausn sinna mála. Þau ákváðu hins vegar að hlaupa burt þegar vaktaskipti áttu sér stað og í örvæntingu sinni stungu þau barni sínu ofan í tösku. Það var svo rétt áður en þau komust út af flugvell- inum — í tollinum — sem þau þurftu að renna tösku sinni í gegn- umlýsingartæki og tollverðir komu auga á barnið. „Það er alveg augljóst að þau stefndu heilsu barnsins í mikla hættu,“ segir talsmaður lögreglu í samtali við Gulf News. Foreldr- ar barnsins eiga yfir höfði sér kæru vegna málsins. Málið er þó enn í rannsókn og beinist rannsókn- in meðal annars að því hvernig barnið komst um borð í flugvélina í Egyptalandi án vegabréfs. Erlent 15Miðvikudagur 11. júlí 2012 Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is n Vafasöm upplýsingaöflun um kannabisneyslu íbúa Palá í Kyrrahafi „Ef kannabis- neyslan væri jafn mikil og Sameinuðu þjóð- irnar láta í veðri vaka þá myndirðu finna lykt af kannabisefnum á hverju einasta götuhorni. Bjórneysla:* Ríki Lítrar: 1. Palá 8,68 2. Tékkland 8,51 3. Seychelles-eyjar 7,15 4. Írland 7,04 5. Litháen 5,60 *Lítrar af áfengi sem hver og einn yfir 15 ára aldri drekkur að meðaltali. Kannabisneysla:* Ríki % 1. Palá 24,2 2. Ítalía 14,6 3. Nýja-Sjáland 14,6 4. Nígería 14,3 5. Bandaríkin 14,1 *Hlutfall íbúa á aldrinum 15 til 64 ára sem neytt hefur kannabisefna síðastliðið ár Heimildir: Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin Forsetinn Johnson Toribiong er forseti Palá. Hann virðist eiga mikið verk fyrir hönd- um í að stemma stigu við kannabisneyslu ungmenna þó deilt sé um hvort yfirfæra megi tölurnar yfir á alla íbúa. Mynd REutERs Paradís Palá er sannkölluð paradís á jörðu. Yfirvöld þar eru ósátt við skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gefur til kynna að stór hluti íbúa noti kannabis- efni að staðaldri.vilja Sjá Skatta- yfirlit romneyS Galaxy Tab ekki jafn töffSuðurkóreska tæknifyrirtæk-ið Samsung vann ljúfsáran sigur á bandaríska fyrirtækinu Apple fyrir breskum dómstólum í vik-unni þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu að Galaxy Tab, spjald- tölva frá Samsung, væri ekki stæl- ing á iPad-spjaldtölvunni frá Apple. Ástæðan var sú að dómaranum þótti spjaldtölvan ekki nógu töff, eða „cool“ eins og hann orðaði það sjálfur. Dómarinn sagði að honum þætti Samsung-spjaldtölvan ekki hafa „sömu einföldu og látlausu hönnunina og Apple“ og því væri ekki hægt að segja að Samsung hefði verið að herma eftir Apple.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.