Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2012, Blaðsíða 4
Inntökupróf í lagadeild árið 2014 n Fall á jólaprófum í lagadeild HÍ er 65 til 70 prósent R óbert Ragnar Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, segir í samtali við blaðamann DV að stefnt sé að því að taka upp inntökupróf við deildina haustið 2014. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn inntökuprófa við nýskrán- ingu lögfræðinema en fram að þessu hefur ekkert verið gefið upp um tímasetningar í þeim efnum. Á dögunum greindi DV frá því að til greina kæmi að leggja almennt inntökupróf fyrir alla umsækjendur Háskóla Íslands. Þessa hugmynd viðraði Jón Atli Benediktsson, að- stoðarrektor HÍ, í samtali við blaða- mann DV en tók þó skýrt fram að ekki lægi fyrir endanleg ákvörðun um málið. Almenn ánægja ríkir með inntökuprófið sem lagt var fyrir í hagfræðideild háskólans í fyrsta skipti nú í ár. Þó ekki liggi fyrir endanleg ákvörðun um form prófsins sem not- ast verður við í lagadeildinni segir Róbert að það muni að hluta byggja á almennu prófi sem þróað verður af miðlægri stjórnsýslu háskólans. „En við myndum jafnframt vera með einhver viðbótarpróf sem prófa þau atriði lögfræðinnar sem við telj- um nauðsynlegt að prófa úr áður en nemendur verða teknir inn í okkar deild. Þannig má segja að þetta sé blanda af almennu prófi og einhvers konar sértæku lögfræðiprófi.“ Róbert segir markmið inntöku- prófsins tvíþætt. Annarsvegar að sporna við því gríðarlega brottfalli sem loðað hefur við lagadeildina og hinsvegar að auka gæði námsins. Samkvæmt Róberti er fall nemenda á jólum, í hinni svokölluðu almennu lögfræði, að jafnaði um 65–70 pró- sent. olafurk@dv.is 4 Fréttir 11. júlí 2012 Miðvikudagur Kíktu á heimasíðu okkar og skoðaðu matseðilinn ! Einn vinsælasti Kebab staðurinn á höfuðborgarsvæðinu! www.alamir.is Hamraborg 14 a 200 Kópavogi Sími 5554885 Virkir dagar:11–21 Helgar:13–21 Hugsunarleysi í umferðinni Talsvert er um stöðubrot á höf- uðborgarsvæðinu og stundum á lögreglan um fátt annað að velja, en að láta fjarlægja öku- tæki á kostnað eigenda. Þetta á ekki síst við um miðborgina, en meðfylgjandi mynd var einmitt tekin þar á dögunum. Í tilkynn- ingu frá lögreglunni segir að í þessu tilviki komi bíllinn, sem er fremst á myndinni, í veg fyrir að gangandi vegfarendur geti not- að gangstéttina eins og til er ætl- ast. Hinir sömu verða því að fara út á akbrautina og meðfram bílnum til að komast leiðar sinnar og það skapi hættu. „Því miður er tillitsleysi þessa öku- manns ekkert einsdæmi,“ segir lögreglan. Skarst illa í andliti Aðfaranótt mánudagsins í síðustu viku var lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynnt um alvarlega líkamsárás á veitinga- staðnum Lundanum. Þar skarst maður illa í andliti eftir að hafa verið sleginn með flösku. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Vitað er hver er gerandi í þessu máli og er málið í rannsókn, að sögn lögreglu. Um helgina handtók lögreglan aðila sem var í átökum í bænum. Hann brást illa við og veitti lögreglumönnum mótspyrnu og sparkaði í þá. Hann var vistaður í fanga- geymslu. Hann má búast við kæru vegna þessa. Á sunnu- daginn kærði stúlka karlmann fyrir að hafa veitt sér áverka þegar hann sló hana. Bæði þessi mál eru í rannsókn hjá lög- reglunni. FÍKNIEFNI SELD Á FACEBOOK n Fíkniefni ganga kaupum og sölum innan íslenskrar Facebook-grúppu Þ Mikið úrval fíkniefna er til sölu í lokaðri grúppu á íslenskri Facebook- síðu. Grúppan, sem heit- ir Rebels, er leynileg en er með um 100 meðlimi sem fá einungis inngöngu ef kerfisstjórinn þekkir til viðkomandi og treystir. Lögreglan án vitneskju Samkvæmt heimildum DV hef- ur grúppan verið til í um það bil tvo mánuði án þess að lög- reglan hafði um hana vitneskju, en lögreglan fékk fyrst frétt- ir af henni hjá blaðamanni DV. Svo virðist sem meðlimir grúppunnar hafi treyst á að lög- reglan myndu ekki fá vitneskju um hana þar sem einstaklingar bjóða fíkniefni til sölu undir fullu nafni og símanúmeri og oft- ar en ekki fylgir mynd af við- komandi með stöðufærslunni. Mogadon kallað Morgunblaðið Á meðal þeirra fíkniefna sem kaupa má á síðunni er amfetamín, maríjúana, hass, spítt, mogadon og kókaín. Oft er notast við slangur- yrði yfir nöfn fíkniefnanna, og sem dæmi er lyfið mogadon kallað Morgunblaðið og amfetamín femmi. Stundum er boðið upp á heimsendingu á eiturlyfjunum og einnig mátti sjá óskað sérstaklega eftir fíkniefnum til kaups fyrir sér- stök tilefni eins og Bestu útihátíðina sem haldin var fyrir skömmu. Einnig má sjá færslu frá ungum manni sem óskar eftir að kaupa fölsuð skilríki. Samkvæmt heimildum DV eiga stofnendur síðunnar að tengjast mót- orhjólasamtökunum Black Pistons. Þeir sem eru mest áber- andi á síðunni eru ungir karl- menn en einnig má sjá ungar kon- ur óska eftir eiturlyfjum til kaups. „Helvíti kalt“ „Maður hefur náttúrulega séð og heyrt af einstaklingum, sem við erum hvort er eð að vinna með, varðandi sölu og dreifingu, sem eru að nota fésbókarsíðuna og þá í þessum lokaða vinahópi. Eins hafa menn verið nýta síðuna í innheimtur og annað þvíumlíkt, en að það sé sérstök síða sem er eingöngu notuð til sölu á efnum, það hef ég ekki heyrt um áður og finnst það helvíti kalt verð ég að segja,“ segir Bjarni Ólafur Magn- ússon, fulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu um grúppuna. Hann segir að þeir sem selji eit- urlyf noti allar mögulegar leiðir til að koma efnunum í umferð og séu yfirleitt mjög frjóir í því að virkja nýjar leiðir. „Það er alltaf okkar, í raun og veru, að bíta í hælana á þeim,“ bætir hann við. Meðvitaðir um símhleranir Aðspurður hvort fjölgun símhler- ana geti verið ein ástæða þess að menn nýti sér Facebook til að selja eiturlyf, segir Bjarni Ólafur það vera möguleika. „Þó er í raun ekki meira um að lögregla hleri síma grunaðra einstaklinga, held- ur eru einstaklingar orðnir mun meðvitaðri um að hleranir eigi sér stað. Það gæti verið ein ástæða, en eins og ég sagði áðan þá eru þessir einstaklingar mjög frjóir og eru jafnvel að taka upp leið- ir sem þeir hafa heyrt af erlendis í sambandi við ræktanir og ann- að. Það eru til dæmis ræktunar- vefir á Facebook og YouTube þar sem menn eru að miðla þekkingu sinni og reynslusögum og jafn- vel að bjóða afurðir, fræ, búnað og annað til sölu og helst heildsölu.“ Bjarni Ólafur segir að lögreglu- menn sem fara í húsleitir hafi orðið varir við að menn sem tengj- ast ræktunum hérlendis séu í slík- um grúppum og þá tengdum er- lendum aðilum. „En varðandi beina sölu og dreifingu á efnum al- mennt og með þetta fjölbreytt efni, það hef ég aldrei heyrt um áður. En það er verðugt verkefni að reyna að loka fyrir þetta svo að þetta fari ekki að verða eitthvað „trend“.“ Af Facebook Skjáskot af Facebook þar sem má sjá einstaklinga bjóða fíkniefni til sölu. „Það er verð- ugt verkefni að reyna að loka fyrir þetta svo þetta fari ekki að verða eitt- hvað „trend“ Inntökupróf Róbert segir að markmiðið sé meðal annars að minnka brottfall og auka námsgæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.